Morgunblaðið - 20.11.2005, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.11.2005, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 2005 29 Tabula Gratulatoria - Arnór Hannibalsson Arnór Hannibalsson, prófessor emeritus í heimspeki við Háskóla Íslands, varð sjötugur á síðasta ári. Í tilefni af afmæli hans mun Háskólaútgáfan gefa út rit til heiðurs honum, sem kemur út í des- ember 2005, með greinum eftir ýmsa fræðimenn. Arnór hefur beint sjónum sínum að óvenju fjölbreytilegum málum, enda er hann menntaður við svo ólíkar menntastofnanir sem há- skólana í Moskvu, Edinborg og Varsjá og hefur stundað rannsókn- ir og skrifað m.a. um heimspeki, uppeldisfræði, sálarfræði og stjórnmál. Þetta víða áhugasvið Arnórs endurspeglast í afmælisriti hans og fjalla greinarnar í því um hin ýmsu efni er tengjast áhuga- málum hans: þekkingarfræði, sálarfræði, sagnfræði, stjórnmála- heimspeki, siðfræði, lífsiðfræði, fagurfræði o.fl. Meðal höfunda má nefna Atla Harðarson, Erlend Jónsson, Gísla Gunnarsson, Guðmund H. Frímannsson, Gunnar Harðarson, Gunnar Ragnarsson, Hannes H. Gissurarson, Jakob Smára, Krist- ján Kristjánsson, Mikael Karlsson, Pál Skúlason, Sigríði Þorgeirs- dóttur, Stefán Snævarr, Svein Eldon, Vilhjálm Árnason, Þorstein Gylfason og Örn Bjarnason. Auk þess verður í ritinu ágrip af lífs- hlaupi Arnórs og hugmyndaleg sjálfsævisaga hans. Áætlað er að ritið verði u.þ.b. 250 bls. Háskólaútgáfan býður þér að setja nafn þitt á Tabula gratulatoria sem verður fremst í bókinni, og kaupa síðan bókina á sérstöku verði sem er 3.490,- krónur með heimsendingu. Þeir sem þekkjast þetta tilboð vinsamlega sendið upplýsingar um: Nafn, kennitölu, heimilisfang, póstnúmer, símanúmer, og net- fang til Háskólaútgáfunnar hu@hi.is merkt Tabula Gratulatoria - Arnór Hannibalsson Almennur fundur um kjara- og hagsmunamál eldri borgara verður haldinn laugardaginn 26. nóvember kl. 14:00 í Stangarhyl 4 í Ártúnsholti í Reykjavík. Á fundinn mæta alþingismennirnir Ásta Möller, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Guðjón A. Kristinsson, Jónína Bjartmarz og Ögmundur Jónasson og fræða okkur um hvernig þingflokkarnir ætla að vinna að bættum hag eldri borgara. Eldri borgarar fjölmennið og notið tækifærið til að krefja alþingismennina svara varðandi málefni ykkar. Landssamband eldri borgara og Félag eldri borgara í Reykjavík ELDRI BORGARAR TAKIÐ EFTIR Síðustu vikurnar hefur ís-lenskum leikhúsgestumstaðið til boða í Þjóð-leikhúsinu fjörleg sýn-ing á gáskafullu og vel gerðu leikriti Ólafs Hauks Sím- onarsonar um dvöl Halldórs Laxness í hinni sólbökuðu höf- uðborg kvikmyndaiðnaðarins vestur í Kaliforníu. Þegar maður situr klukkan átta að morgni á skyrtu og bol, utandyra á Starbucks við Sunset Avenue með heitan latte, í miðjum nóvember, virð- ist sem lífið í Los Angeles- borg sé hreinn munaður. Það virtist Halldóri líka á sínum tíma. Þetta er að vísu vestarlega á Sunset, nærri ströndinni og oft lágskýjað fram eftir degi, þótt hann rífi af sér uppi í bæ. En það er sama. Dálítið draumkennt fyrir Frónbúann, enda þótt hann hafi dvalið hér margsinnis og jafnvel haft hér fasta búsetu lengur en á flestum stöðum á ættlandinu. Umferðin er þegar orðin þung og það er löng biðröð við pönt- unarskenkinn, þar sem inn- fæddir Kaliforníubúar standa vel undir nafni sem ofurmeðvitaðir heilsupinnar og panta sér koff- ínlaust kaffi með sojamjólk eða undanrennu. Líkt og hér eigi menn ekki skilið að búa nema vera engilfríðir á fés og kropp. Borgin er jú kennd við drottn- ingu englanna og ljóst að fátt er um fituhjassa og óheppin andlit í þeim hópi. En ef maður leggur eyrun eft- ir því, þá er líf fólksins við borð- in í kring ekkert eintómt himna- ríki, þótt efnahagur flestra virðist góður, enda fasteignaverð hérna vestan megin í borginni margfalt það sem við höfum ver- ið að venjast síðustu árin. Dökkbrúnn og góðlegur en augljóslega fjörgamall hundur stelur senunni í fyrstu. Barn eft- ir barn spyr hvort megi klappa honum og eftir vinaleg orða- skipti milli mömmu og eigand- ans, sem lítur út eins og David Crosby eftir þarmastyttingu, er ákveðið að best sé að láta það ógert. Hvutti sé orðinn forn í skapi og hvefsinn. Á næsta borði er lágvaxinn, eilítið rauðbirkinn maður í miðju áríðandi símtali. Hann er að tala um mál sem virðist sérlega viðeigandi, nefni- lega samninga um fyrirhugaðar kvikmyndir. Hann útskýrir fyrir viðmælandanum að allt sé á réttu róli, engin ástæða til að ör- vænta. „Joseph,“ segir hann, „Turtletaub vill gera myndina. Allt sem hann snertir er gull núna eftir National Treasure og hann fílar hugmyndina í tætlur. Hann elskar hana.“ Hann hlust- ar um stund á Joseph, sýpur á sojakaffinu og kinkar kolli. Heldur svo áfram: „Sko, Stan er allt of tens, Guber hefur valt- að yfir hann áður, en þótt Guber sé ekki að hringja til baka akk- úrat núna, er það ekki málið. Harvey vill vera með.“ Nú brest- ur Joseph greinilega á með til- finningaþrungin andsvör, því rauðbirkni maðurinn, fettir sig til og frá á stólnum og getur ekki einu sinni fengið sér sopa af hreinni óþreyju. Loksins kemst hann að: „Joe, sko, slakaðu á, við viljum ekki að Stanley taki eitthvað fitt á Gu- ber, þá er það búið. Við tökum bara símafundinn með Harvey og svo hringir Turtletaub í hann persónulega og þegar Guber fréttir að Harvey er með, þá kemur hann líka inn. Þetta er allt að gerast, ókei?“ Það virðist vera ókei, því örskömmu síðar lýkur sá lágvaxni samtalinu, reigir hálsinn, andar djúpt nokkrum sinnum og einbeitir sér að sojakaffinu. Þegar hann yf- irgefur staðinn, skiptist hann á vinalegum orðum við Crosby og spyr hvort hann megi klappa hundinum. Hann fær sömu svör og aðrir og lætur sér nægja að beygja sig niður og tala hlýlega til hins aldna seppa um stund. Svo sest hann inn í veðurbarinn smábíl og mjakar sér inn í strauminn á Sunset Avenue. Nei, það er ekki tekið út með tómri sældinni að búa í Suður- Kaliforníu, þótt nöfnin séu kunn- ugleg, sumarblíða allt árið og Mídas konungur elski hugmynd- ina. Háar fjárhæðir eru jafn haldlitlar og lágar, meðan maður hefur þær ekki milli handanna. Í rauninni hafa hlutirnir ekki breyst mikið síðan Halldór Lax- ness var hér á þriðja áratugnum. Menn elska hugmyndir og vilja endilega vinna með þessum og hinum, en svo er einhver skrattakollur sem klikkar á því. Skiptir um starf, skiptir um skoðun, skiptir um kyn, eða eitt- hvað og allt hrynur til grunna. Kaffið er búið, gestirnir flestir á förum. Best að koma sér að verki, eða koma sér heim. Hollywood án Halldórs – soja, sól og samningar HUGSAÐ UPPHÁTT Eftir Svein- björn I. Bald- vinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.