Morgunblaðið - 20.11.2005, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Það er alltaf hressandiþegar gamalgróin fram-leiðslufyrirtæki fá til liðsvið sig unga og ferskahönnuði til að vinna að
vöruþróun innan framleiðslunnar.
Fyrirtækin eru að leita leiða til að
lífga upp á vöruúrval sitt og til að
þróa framleiðsluna í takt við tím-
ann og koma til móts við breyttar
kröfur nútímasamfélagsins. Þótt
rótgróin fyrirtæki skapi sér
ákveðna stöðu með því að bjóða
upp á sömu gæðavöruna gegnum
hundruð ára jafnvel óbreytta, þá
getur það verið þess virði að taka
áhættuna og breyta til. Vöruþróun
innan framleiðslufyrirtækja er eitt
af grundvallaratriðum til að halda
fyrirtækjunum samkeppnishæfum
og neytandanum áhugasömum
Rótað í rótgrónum fyrirtækjum
Dæmi um vel heppnað samstarf
rótgróins fyrirtækis og svo ungs
hönnuðar er samstarf dönsku
postulínsverksmiðjunnar Royal
Copenhagen og Karenar Kjelgård.
Royal Copenhagen er gam-
algróin postulínsverksmiðja sem
stóð á tímamótum árið 2000. Verk-
smiðjan var stofnuð árið 1775 og
átti 225 ára afmæli um aldamótin.
Borðbúnaður frá Royal Copen-
hagen og mynstrin voru samofin
dönsku samfélagi gegnum áraraðir
og höfðu skapað sér ákveðna stöðu
sem rómantískur, gamaldags, dýr
og vandaður borðbúnaður. Kyn-
slóðir höfðu alist upp við kvöld-
verðinn framreiddan á „Blue Flu-
ted“-matarstelli og drukkið kaffi
úr „Blue Rose“-kaffibollum.
Karen Kjelgård var við nám í
Danmarks Designskole í Kaup-
mannahöfn og var aðeins 26 ára
þegar samstarf hennar og Royal
Copenhagen hófst.
Hún bankaði upp á hjá Royal
Copenhagen með fangið fullt af
teikningum og kynnti fyrir þeim
nýjar hugmyndir að mynstri. Kar-
en var að vinna að lokaverkefni
sínu við Danmarks Designskole og
hafði legið yfir borðbúnaði og
mynstrum verksmiðjunnar og vildi
vinna með þá rótgrónu ímynd sem
Royal Copenhagen hafði í danskri
menningu. Hún hafði sjálf alist
upp við „rødgrød med fløde“ bor-
inn fram á diskum frá verksmiðj-
unni og bar taugar til mynsturs-
ins.
Enn þann dag í dag eru mynstr-
in hjá Royal Copenhagen hand-
máluð á postulínið og þegar lista-
maðurinn hefur fengið þjálfun sem
tekur tvö ár málar hann sama
munstrið það sem eftir er. Það eru
hvorki meira né minna en 1.197
pensilstrokur í „Blue Fluted og
hver einasti hlutur í stellinu er
handmálaður. Þetta gerir hvern
hlut einstakan því engir tveir geta
verið fullkomlega eins þrátt fyrir
mikla þjálfun málarans.
Þetta var það sem Karen Kjel-
gård þótti áhugavert við „Blue
Fluted“ og rannsakaði munstrið
ofan í kjölinn.
Á afmælisárinu 2000 kom svo út
ný lína í „Blue Fluted“-stellinu
eftir Karen sem fékk nafnið „Blue
Fluted Mega“. Hún hafði valið
mismunandi hluta úr gamla
mynstrinu og stækkað þá upp.
Karen breytti ekki mynstrinu
sjálfu en með því að stækka það
upp var í rauninni risastór breyt-
ing fyrir svo rótgróna og þekkta
vöru. Smáatriðin í munstrinu
fengu nýtt yfirbragð þegar búið
var að draga þau fram í stækkaðri
mynd. Lógó verksmiðjunnar undir
botninum á hlutunum var líka
stækkað upp í samræmi við
mynstrið og útkoman varð heild-
stæð og falleg lína. „Blue Fluted
Mega“-línan hefur skapað sér
öruggt sæti í hillum Royal Copen-
hagen og er í stöðugri þróun og
nýir hlutir inn í stellið koma fram
reglulega. Þetta samstarf Royal
Copenhagen og Karenar Kjelgård
lukkaðist mjög vel og gamli tíminn
og nýi renna saman á hressandi en
smekklegan hátt.
Blindraverkstæðið í Berlín
Samvinnuverkefni þýskra hönn-
uða og blindraverkstæðis í Berlín
er annað dæmi um hvernig gamli
og nýi tíminn renna saman og úr
verður eitthvað spennandi. Verk-
efnið sem kallast DIM er sprottið
frá hugmyndaverksmiðju Oliver
Vogt og Hermann Weizenegger og
hefur vaxið frá því að vera ein-
ungis tilraunaverkefni að því að
verða hluti af framleiðslulínu verk-
stæðisins og hefur nú staðið í yfir
6 ár. Fjöldi þekktra hönnuða hefur
tekið þátt í verkefninu til að
mynda spænski hönnuðurinn
Martí Guixé, hin franska Matalie
Crasset og Konstantin Gric. Af-
rakstur samstarfsins hefur verið
sýndur á hönnunarsýningum víða
um heim m.a. í London, Mílanó og
Tokýó.
Blindraverkstæðið í Berlín hefur
aðallega unnið að framleiðslu
kústa og bursta. Framleiðsluað-
ferðirnar við kústagerðina hafa
nær ekkert breyst í 120 ár og er
verkstæðið þekkt fyrir að fram-
leiða gæðavörur. Verkstæðið legg-
ur mikið upp úr góðu handverki
og allir kústar og burstar eru
handhnýttir.
DIM-verkefnið gekk út á að
nota þær gömlu aðferðir sem
verkstæðið hafði unnið með og
nýta þær til að láta nýjar hug-
myndir fæðast sem síðan urðu að
nýjum vörum sem þjóna gömlum
sem nýjum tilgangi. DIM-hlutirnir
bera með sér ævintýralegt yf-
irbragð og hlutverk gamla burst-
ans eða sópsins er útvíkkað.
Burstinn er ekki lengur bara til að
bursta skó eða sópa gólf heldur
hefur DIM fengið honum ýmis ný
hlutverk. Að tilstilli DIM er burst-
inn nú orðin lampaskermur, skart-
gripaskrín, öskubakkabursti og
dagblaðastandur og svo mætti
áfram telja.
Í kjölfarið á velgengni DIM-
verkefnisins hefur verkstæðið
einnig hafið framleiðslu á ýmsum
vörum fléttuðum úr tágum. DIM-
verkefnið hefur þannig aukið og
víkkað starfsemi blindraverkefn-
isins, skapað fleiri störf innan
vinnustaðarins og vakið athygli á
þeirri framleiðslu sem þar fer
fram, gamalli sem nýrri.
Í tágaverkefninu er sú ævaforna
aðferð við fléttun tága notuð á ný-
stárlegan hátt. Úr því verkefni
spruttu fram buxnalöguð karfa,
„picnic“-útvarp í körfu, skartgripir
fléttaðir úr tágum, hundakofi og
ýmsir aðrir áhugaverðir og æv-
intýralegir hlutir.
Á Íslandi er starfræktur fjöldi
verndaðra vinnustaða (starfsþjálf-
unarstaða) um allt land með ólíka
starfsemi. Á þessum vinnustöðum
og verkstæðum leynast tækifæri
sem hægt væri að nýta á svipaðan
hátt og í Berlín og skapa þannig
áhugaverð verkefni bæði fyrir
starfsmenn vinnustaðanna sem og
fyrir íslenska hönnuði.
Í þeim fjöldaframleidda heimi
sem við lifum í í dag eru hlutir
sem eiga sér einhverja sögu og
eru handgerðir farnir að vega
meira. Framleiðsluaðferðir eru
farnar að skipta fólk máli.
Ferðin til Kenýa
Árið 2002 fór hópur nemenda
frá hönnunarskólanum í Eindho-
ven í tveggja vikna ferð til Kenýa.
Nemendurnir voru í mastersnámi í
Eindhoven og var þetta verkefni
liður í námsferli þeirra. Ætlunin
var að efla sjálfsbjargarviðleitni
og útsjónarsemi nemendanna
ásamt því að vekja upp spurningar
varðandi hlutverk hönnuða.
Áhersla var lögð á að styrkja nem-
endurna til að takast á við nýjar
aðstæður og menningarheima á já-
kvæðan og uppbyggjandi hátt.
Nemendurnir áttu að notast við
efni og tækni sem Kenýa hafði
upp á að bjóða. Haft var að leið-
arljósi að búa til vörur fyrir al-
þjóðlegan markað sem myndi að
einhverju leyti styrkja hagsæld og
félagslega þróun á staðnum. Marg-
ar gersemar er að finna á þessum
svæðum hvað varðar ýmiskonar
efni, handverkstækni og efnis-
notkun. Til að mynda er vinnsla
bananalaufa, sisal-trefja og sápu-
steina allvíða þekkt í Kenýa og
sérkunnátta fólksins á efnunum er
hlutur sem mikilvægt er að virkja.
Mörg áhugaverð verkefni komu
út úr þessu samstarfi. Einn nem-
andi vann borðmottu og töskur úr
bananalaufum. Nokkrir nemendur
dvöldu í bænum Kyanganga sem
þekktur er fyrir mikla kunnáttu á
sisal-trefjum. Hingað til höfðu
þorpsbúar einungis framleitt körf-
ur sem voru staðlaðar í forminu og
hönnuðunum fannst kominn tími
til að auka fjölbreytnina. Í hönn-
unarferlinu var haft náið samstarf
við íbúa bæjarins og margir mögu-
leikar komu fram. Litríkir hattar,
pottaleppar og hliðartöskur úr si-
sal-trefjum voru hlutir sem meðal
annars litu dagsins ljós þegar leið
á samstarfið í Kyanganga.
Í öðrum bæ, Tabaka, er sápu-
steinssmíði notuð til að búa til
ýmsa nytjahluti og listmuni. Einn
af nemendunum setti hug sinn all-
an í sápusteininn og urðu til skart-
gripir úr sápusteini í gráum, hvít-
um og brúnum litum.
Verkefni sem þetta getur haft
áhrif á efnahag og vöxt þessara
bæja í Kenýa og ef vel gengur
getur það haft áhrif á líf fólks í
þessum bæjum. Í þessu verkefni
var gömlum aðferðum og kunnáttu
fólksins veitt í nýjan farveg og að-
löguð að nútímanum.
Af þessum ofangreindu dæmum
má vel sjá hvernig hönnuður getur
komið að ólíkum verkefnum og séð
tækifæri á ólíklegum stöðum.
Virkjað það góða sem fyrir er og
nýtt sér það til að skapa auð til
framtíðar. Á Íslandi eru mörg
tækifæri ónýtt sem hönnuðir hér
ættu að fá að nýta. Um landið allt
eru lítil verkstæði sem búa yfir
sérkunnátta sem býr í fólki sem
þar starfar. Það væri hægt að
virkja það mikla hugvit og verks-
vit sem þar er að finna. Hönn-
unarstétt er vaxandi stétt á Ís-
landi og það á að nýta krafta
hennar og þekkingu til skapandi
verka.
Þegar ólíkir straumar mætast
Í hlutarins eðli | Oft verður
til spennandi hönnun á
ólíklegum stöðum. Þegar
tveir ólíkir straumar eða
aðferðir mætast verða oft til
áhugaverðir hlutir sem leiða
af sér nýja hugsun og mögu-
leika. Verkefni hönnuða
leynast víða, segir Lóa
Auðunsdóttir, á sérhæfðum
verkstæðum, í rótgrónum
fyrirtækjum og þorpum í
löndum Afríku.
Morgunblaðið/Golli
Nýji og gamli tíminn í Blue Fluted-
postulíninu hjá Royal Copenhagen.
Sisal-trefjarnar henta ekki síður til
hatta- en körfugerðar.
Skartgripir úr sápusteini urðu til við
dvölina í bænum Tabaka.
Framleiðsla á vörum úr fléttuðum
tágum að hætti DIM.
Höfundur er vöruhönnuður.
Bursti með nýtt hlutverk. Afrakstur
samstarfs Blindraverkstæðisins í
Berlín og þýskra hönnuða.