Morgunblaðið - 20.11.2005, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 20.11.2005, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 2005 53 DAGBÓK www.kontakt.is Suðurlandsbraut 4, 7. hæð. • Sími: 414 1200 • www.kontakt.is • Netfang: kontakt@kontakt.is Sérfræðingar þínir í fyrirtækjaviðskiptum. H O R N /H a u k u r / 2 0 5 2  Leiguíbúð Kvenkynsrithöfundur á miðjum aldri óskar eftir íbúð til leigu í Reykjavík. Verður að vera með sérbaðherbergi og eldunaraðstöðu. Draumasvæðið er 101 eða 107 í göngufæri við Ægissíðuna og Vesturbæjarsundlaugina. Greiðslugeta á mánuði 45 þúsund krónur. Upplýsingar í síma 893 8155. Nemendum í doktorsnámi við íslenskaháskóla hefur fjölgað mjög á liðnumáratug. Árið 1995 voru sjö nemendurskráðir í doktorsnámi, en nú eru yfir 160 einstaklingar skráðir í doktorsnám við ís- lenska háskóla. Áður hafa flestir Íslendingar sótt rannsóknanám erlendis og gjörbreytir aukið framboð íslenskra háskóla möguleikum íslenskra ungmenna á heimavelli, að sögn Hans Kristjáns Guðmundssonar, forstöðumanns Rannsóknamið- stöðvar Íslands. RANNÍS gengst fyrir fyrsta haustþingi sínu föstudaginn 25. nóvember nk. undir yfirskriftinni „Doktorsmenntun á Íslandi – fyrirheit og fall- gryfjur“. Því er einkum ætlað að stuðla að um- ræðu um markmið og forsendur doktorsnáms á Íslandi. Leitað verður svara við ýmsum spurn- ingum á borð við þær hvort hið fámenna íslenska háskólasamfélag geti axlað hlutverk sitt og menntað íslenska vísindamenn til framtíðar og hvort heimamenntaðir frumkvöðlar íslenskra vís- inda, tækni og nýsköpunar öðlist þá hæfni, sem þarf til þess að vera í fararbroddi á mikilvægum sviðum. Einnig ætla menn að velta því fyrir sér hvernig tryggja megi að íslensk doktorsmenntun verði ekki annars flokks í alþjóðlegum saman- burði, hver sé þörf þjóðfélagsins og atvinnulífsins fyrir doktorsmenntaða einstaklinga, hvers við getum vænst af fólki með doktorsgráður og hver sé hagur ríkisins af fjárfestingu í slíkri menntun. Um 30–40 Íslendingar hafa árlega hlotið dokt- orsgráðu á ári hverju, þar af fjórðungur eða færri hérlendis. Aðrir hafa útskrifast úr háskólum víðs vegar um heim allan, þar af um 40% í Bandaríkj- unum og um 20% á Norðurlöndunum. „Íslenskt vísindasamfélag hefur vaxið mjög á undanförnum árum. Styrkur og fjölbreytni þess eru gjarnan rakin til þess að íslenskir vísinda- og tæknimenn hafa verið menntaðir við bestu háskóla heims,“ segir Hans Kristján. „Þessi styrkur er nú for- senda fyrir framboði háskólanna á doktors- menntun. Mikið er í húfi að slík tækifæri til heimamenntunar verði ekki til þess að veikja hið einstæða alþjóðlega vísindasamfélag á Íslandi heldur skapi enn meiri fjölbreytni og virðisauka. Meðal frummælenda á þinginu verða ýmsir fulltrúar háskóla og atvinnulífs. Íslenskir háskóla- rektorar munu svo taka þátt í pallborðsumræðum undir stjórn Elínar Hirst, fréttamanns. Haust- þingið verður haldið á Hótel Loftleiðum og er öll- um opið. Skráning fer fram hjá RANNÍS. Með þinginu heldur RANNÍS líka upp á hið evrópska ár vísindamannsins með uppskeruhátíð fyrir verkefnið Vísindin snerta þig og Evrópusáttmáli vísindamanna verður kynntur. Þingforseti verður Hjálmar Árnason, alþingismaður. Haustþing | Aukið námsframboð gjörbreytir möguleikum til framhaldsnáms  Dr. Hans Kristján Guðmundsson er fædd- ur árið 1946. Hann lauk doktorsprófi í eðl- isverkfræði frá Tækniháskólanum í Stokkhólmi árið 1982. Hans Kristján hefur gegnt starfi forstöðu- manns RANNÍS frá því árið 2003, en var áður rektor NorFA, norrænn- ar stofnunar um vísindamenntun. Hans Krist- ján er kvæntur Sólveigu Georgsdóttur og eiga þau soninn Gunnar Ólaf. Íslenskum doktorsnemum fjölgar 70 ÁRA afmæli. Á morgun, 21.nóvember, er sjötugur Sig- urður E. Kristjánsson skrifstofu- maður, Trönuhjalla 1, Kópavogi. Eig- inkona hans er Hólmfríður Sigmunds. Sigurður ver deginum í faðmi fjöl- skyldunnar. Árnaðheilla dagbók@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Okkar árlega jóla- hlaðborð verður 2. des. kl. 18. Hátíð- arstemmning, hljóðfæraleikur, söngur og góðir gestir. Skráning á Afla- granda og í síma 411 2700. Félag eldri borgara, Reykjavík | Dansleikur í kvöld kl. 20. Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Hæðargarður 31 | Skráning á Vín- arhljómleikana 6. jan. 2006 stendur yfir. Markaður mánudag kl. 13–15. Handverkstofa Dalbrautar 21–27 opin öllum virka daga kl. 8–16. Halldór í Hollywood fimmtudag kl. 20. Alltaf eitthvað um að vera alla virka daga. Kíkið við og lítið á dagskrána. Sími 588 9533. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öllum opið. Skráningu á Vínarhljóm- leika 6. nóv. að ljúka. Jólamarkaður Jennýjar mánudag. Tungubrjótar koma í heimsókn á þriðjudag kl. 15. Halldór í Hollywood fimmtudag kl. 20. Kíkið við í kaffi og lítið í blöðin. Sími 568 3132. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun mánudag er ganga í Egilshöll kl. 10. Vesturgata 7 | Jólafagnaður föstu- daginn 2. des. Veislustjóri séra Hjálm- ar Jónsson. Jólahlaðborð. Herdís Þorvaldsdóttir leikkona les jólasögu. Kór félagsstarfs aldraðra syngur und- ir stjórn Kristíne Tumi og Óskar spila á saxafón. Ungverskir dansar frá Kramhúsinu. Hljómsveit Hjördísar Geirs. Skráning í síma 535 2740. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Æskulýðsfélags- fundur kl. 20. Árbæjarkirkja | Fundur æskulýðs- félags Árbæjarsafnaðar kl. 17 í safn- aðarheimilinu. Áskirkja | Kökubasar safnaðarfélags- ins í Áskirkju verður eftir guðsþjón- ustu kl. 15. Grafarvogskirkja | Bænahópur kl. 20. Tekið er við bænarefnum alla virka daga frá kl. 9–17 í síma 587 9070. Háteigskirkja | Eldri borgarar í Há- teigskirkju. Aðventuferð á Þingvöll þriðjudaginn 29. nóvember nk. Farið verður frá Setrinu klukkan 13.30. Haldið beint í Þingvallakirkju, þar sem séra Kristján Valur tekur á móti okk- ur. Kaffi í Valhöll. Verð 1.500 kr. Þátt- taka tilkynnist í síma 511 5405 fyrir mánudaginn 28. nóv. Hjallakirkja | Æskulýðsfélag fyrir 9.– 10. bekk er með fundi kl. 20–21.30. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos SÝNING á verkum Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar hefur verið opnuð í Gallerí Turpentine, Ingólfs- stræti 5. Sýningin ber yfirskriftina: Bjart vatn, svart vatn I. „Ég hef lengi haft þá tilfinningu að vatnsflötur og málverk séu svo náskyld fyrirbrigði að undrun sæti. Sama kennd gagntekur mig þeg- ar ég horfi inn í góð málverk og of- an í djúpan hyl,“ segir listamað- urinn. „Ég trúi því að málverkið sé náttúrufyrirbrigði, veit þó betur. Trúi að vatnið sé að segja mér eitt- hvað mikilvægt en veit þó betur. Það er sitt hvað að trúa og vita.“ Opið frá þriðjudögum til föstu- daga 12 til 18 og laugardaga 11 til 16. Sýningu lýkur 6. desember. Sigtryggur Bjarni í TurpentineÚT er kominn jóladiskur með Mót- ettukór Hallgrímskirkju, Ísak Rík- harðssyni drengjasópran, Sigurði Flosasyni saxófónleikara og Birni Steinari Sólbergssyni orgelleikara. Á diskinum er að finna íslensk jóla- lög borin fram með frískum blæ og nýju bragði. Rödd Ísaks Ríkharðssonar drengjasóprans bræddi hjörtu áheyrenda á jólatónleikum kórsins fyrir ári og hljómar hér á sama tíma og Sigurður blæs inn jólin á nýstár- legan og magnaðan hátt. Hann efnir til spennandi tónaleiks með Mót- ettukórnum þar sem jólalögin okkar taka á sig nýjar og óvæntar myndir. Söngur kórsins er orðinn fastur lið- ur í helgihaldi jólanna undir öruggri stjórn Harðar Áskelssonar, kantors Hallgrímskirkju. Hið glæsilega Klaisorgel Hallgrímskirkju leggur einnig sitt til málanna og eykur há- tíðarbrag tónlistarinnar á diskinum sem hefur hlotið nafnið Jólagjöfin. Mörg af ástsælustu jólalögum og -sálmum þjóðarinnar hljóma þar en einnig ný lög sem ekki hafa komið út áður. Má þar nefna titillagið, Jóla- gjöfina, eftir Hörð Áskelsson við texta Sverris Pálssonar sem notið hefur mikilla vinsælda frá frum- flutningi þess. Meðal kunnra jóla- laga á diskinum eru Nóttin var sú ágæt ein eftir Sigvalda Kaldalóns og Jól eftir Jórunni Viðar. Meðal ann- arra höfunda, sem eiga lög á disk- inum, eru Jón Ásgeirsson, Bára Grímsdóttir, Atli Heimir Sveinsson og Áskell Jónsson. Þá eru flutt þrjú erlend lög, Nú kemur heimsins hjálparráð, Hin fegursta rósin er fundin og Það aldin út er sprungið. Hlóðritun, klipping og hljóð- blöndun er í höndum Sveins Kjart- anssonar og tónmeistari er Sverrir Guðjónsson. Í textahefti er að finna söngtexta og skrif um tónlistina bæði á íslensku og ensku. Dreifing- araðili er 12 tónar og er diskurinn til sölu í helstu hljómplötuverslunum og verslun Hallgrímskirkju. Útgáfu- tónleikar verða í Hallgrímskirkju þriðjudaginn 29. nóvember kl. 20 og laugardaginn 3. desember kl. 17. Mótettukórinn gefur út Jólagjöf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.