Morgunblaðið - 20.11.2005, Blaðsíða 54
54 SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Krossgáta
Lárétt | 1 stilltur, 4 loð-
skinns, 7 ónauðsynleg, 8
fárviðri, 9 duft, 11 pest,
13 hegða, 14 þor, 15
þvættingur, 17 klæðleysi,
20 bók, 22 fallegi, 23 sál-
ir, 24 röð af lögum, 25
tré.
Lóðrétt | 1 fánýtis, 2
vilsu, 3 rándýrs, 4 feiti, 5
anga, 6 kasta, 10 ódámur,
12 svik, 13 greinir, 15
nautasteikur, 16 slátrar,
18 lok, 19 grassverði, 20
skjögur, 21 stertur.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 húskarlar, 8 ásinn, 9 faldi, 10 net, 11 seldi, 13
afrek, 15 byggs, 18 þanki, 21 tía, 22 rella, 23 niðra, 24
hillingar.
Lóðrétt: 2 úrill, 3 kynni, 4 ryfta, 5 aflát, 6 báls, 7 fisk, 12
dug, 14 fáa, 15 búri, 16 gildi, 17 stagl, 18 þanin, 19
naðra, 20 iðan.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Undir skikkju óöryggis og efa geymir
hrúturinn fullkomlega sjálflýsandi hæfi-
leika. Ekki hafa áhyggjur, hann mun
skína í gegn. Leyfðu bogmanni eða ljóni
að mana þig til þess að brjótast út úr nei-
kvæðu hugsanamynstri.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þrálátt vandamál líkist uppáhalds „ör-
yggisteppi“ leikskólabarnsins. Það er
sama hversu óhreint og snjáð það verð-
ur, lífið virðist einhvern veginn betra
með það í eftirdragi. Losaðu þig við það í
áföngum og byrjaðu á því að skilja það
eftir heima þegar þú ferð út.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Tvíburinn er stærri og skín skærar en
endranær. Fjölskylda og vinir þurfa
smávegis aðlögunartíma. Kannski mis-
skilja þeir þig í fyrstu en ekki láta þér
koma til hugar að detta ofan í einhverja
sjálfsvorkunn.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Dagleg vátíðindi minna krabbann á að
lífið býður endalaust upp á litrík afbrigði
hugsanlegrar ógæfu fyrir hann til að ótt-
ast. Bjartsýni er byltingarkennt val og
himintunglin gefa í skyn að hann sé rétti
uppreisnarseggurinn.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Það getur brugðið til beggja vona í dag.
Ef ljónið tekur sig of hátíðlega, er hætta
á að of mörg ábyrgðarhlutverk hlaðist á
það og engan annan. Ef léttúðin nær yf-
irhöndinni verður það frjálst eins og
fuglinn.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyjan þarf á ástúð og viðurkenningu
að halda. Skrifaðu sjálfri þér ástarbréf
og teldu upp öll góðverkin sem þú hefur
gert upp á síðkastið. Dæmi: Þú mundir
eftir afmæli einhvers, lést göfuglyndið
ráða í viðskiptum og linaðir þjáningar
einhvers.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Það er ekki létt að bera sig eftir því sem
maður þráir ef maður veit ekki hvað
maður vill. Kannski hefur þú of margar
langanir sem yfirgnæfa hver aðra. Skrif-
aðu þær niður, allar með tölu, svo þú get-
ir forgangsraðað.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Sumum finnst þeir þurfa að fegra hlut-
ina en það á ekki við um þig. Ef einhver
biður þig um álit veit hann líklega að það
verður óblandað. Varaðu þig á því hins
vegar að segja meiningu þína óumbeð-
inn.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaðurinn er öflugur því hann áttar
sig á einu, hann hvítþvær sig ekki með
því að kenna öðrum um. Hann tekur
ábyrgð á öllu sem hann getur. Væri ekki
gott ef allir á́ttuðu sig á þessu?
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Steingeitin gengur í augun á öðrum, eins
og venjulega. Gættu þess að þú gangir
líka í augun á sjálfri þér. Það er að sjálf-
sögðu það sem raunverulega skiptir
máli.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberinn sættir sig við að gera góð-
verk bakvið tjöldin. En það er mikilvægt
að fá viðurkenningu, engu að síður. Það
er ekki endilega merki um hégómleika.
Gefðu öðrum færi á að hrósa þér.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Reyndu að hafa stjórn á því sem mögu-
legt er í aðstæðunum sem nú blasa við.
Þú hefur meiri áhrif en þú heldur. Þú
stappar niður fæti og verður hissa á ár-
angrinum, hvort sem þú gerir það full-
komlega eða ekki.
Stjörnuspá
Holiday Mathis
Sólin verður í bogmanni
frá og með morgundeg-
inum og eykst áherslan á
ferðalög. Við viljum auðvitað hafa lítið í
farteskinu, en þegar tungl fer úr sporð-
dreka yfir í krabba má búast við auknum
þyngslum í formi ákefðar sem einkennir
vatnsmerkin. Farðu yfir atburði sl. mán-
aðar og gaumgæfðu hvort eitthvað verð-
skuldi að fá að vera meðferðis.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Tónlist
Djassklúbburinn Múlinn, Leikhúskjall-
aranum | Kristjana Stefánsdóttir og Agnar
Már Magnússon halda tónleika í kvöld kl.
21.30. Á tónleikunum koma auk þeirra fram
Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson, bassaleik-
ari og Scott McLemore, trommuleikari.
Kristján X | Söngkonan Hera með tónleika í
kvöld kl. 21.
Neskirkja | „Meistarar mætast“ kl. 17. Hið
mikilfenglega hljóðfæri orgelið verður í að-
alhlutverki á þessum tónleikum. Stein-
grímur Þórhallsson organisti við Neskirkj-
una leikur verk eftir meistarana J. S. Bach
og Girolamo Frescobaldi. Þarna mætist
tveir meistarar orgeltónbókmenntanna.
Akureyrarkirkja | Um þessar mundir eru
liðin 65 ár frá vígslu Akureyrarkirkju hinnar
nýju. Af því tilefni verður hátíðarmessa í
kirkjunni klukkan 14. Í messunni verður
frumflutt nýtt tónverk, „Da pacem Domine“
eftir Jón Hlöðver Áskelsson, sem hann
samdi að beiðni Listvinafélags Akureyr-
arkirkju. Verkið er skrifað fyrir kór, orgel og
málmblásara. Það er Kór Akureyrarkirkju
sem frumflytur verkið en á þessu ári minn-
ist kórinn þess að 60 ár eru liðin frá stofnun
hans. Í sumar var flutt önnur gerð af þessu
verki á Sumartónleikum í Akureyrarkirkju
af trompetleikurunum Ásgeiri Steingríms-
syni og Eiríki Erni Pálssyni og Herði Áskels-
syni organista.
Bústaðakirkja | Tónleikum Kammermús-
íkklúbbsins sem vera áttu kl. 20 er frestað
af óviðráðanlegum ástæðum. Nýr tónleika-
tími verður ákveðinn síðar.
Salurinn | Þuríður Sigurðardóttir söngkona,
afmælistónleikar. Kl. 20.
Leiklist
Félagsheimili Kópavogs / Hjáleigan | Það
grær áður en þú giftir þig. Verkið er spuna-
verk, byggt á Kirsuberjagarði Tsjekhovs.
Leikhópurinn vinnur textann sinn sjálfur,
ekkert handrit er til, unnið er út frá sam-
komulagi leikaranna um það hver er að-
alvending hverrar senu. Leikurinn gerist í
litlum bæ; Sandhellisgerði á Suðurfjörðum.
Myndlist
Akranes | Einar Hákonarson sýnir olíu-
málverk í Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akranesi.
Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 15–
18.
BANANANANAS | Hildigunnur Birg-
isdóttir – Hring eftir hring III, lífið er lotterí.
Til 26. nóv.
Bókasafn Kópavogs | Norrænir listamenn
sýna nú óvenjulega myndlist í sýning-
arskápum Bókasafns Kópavogs. Artist’s bo-
oks er heiti á þeim verkum sem sýnd eru en
þau tjá sig frekar með útliti en orðum. Sýn-
ingin er opin á sama tíma og safnið. Að-
gangur ókeypis.
Byggðasafn Árnesinga | Á Washington-
eyju og Grasjurtir. Til nóvemberloka.
Café Babalú | Claudia Mrugowski opnar
listasýninguna „Even if to morrow is not
granted, I plant my tree“ kl. 14 á Skóla-
vörðustíg 22a. (www.Mobileart.de)
Café Karolína | Aðalheiður S. Eysteins-
dóttir sýnir ný verk og lágmyndir úr tré. Til
2. des.
Energia | Kolbrún Róberts. Allt fram
streymir. 13 abstrakt olíumálverk. Út nóv-
embermánuð.
Gallerí 101 | Haraldur Jónsson sýnir til 26.
nóv. Opið fim.–lau. 14 til 17.
Gallerí + Akureyri | Haraldur Ingi Haralds-
son sýnir verk sín. Til 27. nóv.
Gallerí BOX | Jón Sæmundur Auðarson til
18. des.
Gallerí I8 | Þór Vigfússon sýnir til 23. des.
Gallerí List | Elisa Nielsen sýnir málverk til
2. des.
Gallerí Turpentine | Sigtryggur Bjarni Bald-
vinsson til 6. des.
Gel Gallerí | Jóhannes Rúnar til 25. nóv.
Gerðuberg | Eggert Magnússon til 9. janúar.
GUK+ | Hartmut Stockter til 16. janúar.
Grafíksafn Íslands | Bjarni Björgvinsson til
4. des.
Hafnarborg | Jón Laxdal til 31. des.
Hrafnista Hafnarfirði | Guðfinna Eugenía
Magnúsdóttir til 6. des.
Jónas Viðar Gallerí | Þórarinn Blöndal til 4.
des.
Karólína Restaurant | Óli G. með sýn-
inguna „Týnda fiðrildið“ til loka apríl 2006.
sjá: www.oligjohannsson.com.
Kling og Bang gallerí | Örn J. Auðarson –
Miðgarður – Blárauður – Afgirtur reitur. Op-
ið fim–sun. kl. 14–18. Til 4. des.
Listasafn ASÍ | Magnús V. Guðlaugsson og
Örn Þorsteinsson með myndlistarsýningu.
Magnús sýnir ljósmyndaverk, myndband og
önnur verk með blandaðri tækni. Örn sýnir
höggmyndir steyptar í brons og ál. Opið kl.
13–17 alla daga nema mánudaga. Til 4. des.
Listasafn Einars Jónssonar | Fastasýning.
Listasafnið á Akureyri | Helgi Þorgils Frið-
jónsson til 23. des.
Listasafn Íslands | Ný íslensk myndlist II –
Um rými og frásögn. Sýning á verkum 13 ísl.
samtímalistamanna. Til 12. febrúar 2006.
Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Tími
Romanov-ættarinnar. Til 4. des.
Listasafn Reykjanesbæjar | Húbert Nói, til
4. des.
Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn |
Maðurinn og efnið, yfirlitssýning. Til 2006.
Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn |
Bernd Koberling til 22. janúar.
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Guð-
rún Vera Hjartardóttir til 30. des. Erró til
23. apríl.
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús |
Sunnudagsleiðsögn kl. 15. Þorbjörg Br.
Gunnarsdóttir verður með leiðsögn í Hafn-
arhúsinu um sýninguna Listamaður verður
til – Erró. Á sýningunni má sjá ýmis verk
Erró. Öll verkin á sýningunni eru úr Erró-
safni Listasafns Reykjavíkur.
Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir |
Jóhannes Sveinsson Kjarval. 120 ár frá
fæðingu málarans. Til 19. mars.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Hraun-
blóm til 27. nóv.
Listasmiðjan Þórsmörk Neskaupstað | 10
listakonur frá Neskaupstað sýna á Egils-
staðaflugvelli.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Lars Tun-
björk til 20. nóv.
Norræna húsið | Ósýnileiki. Til 18. des.
Nýlistasafnið | Snorri Ásmundsson til 19.
des.
Ráðhús Reykjavíkur | Helga Birgisdóttir –
Gegga. Málverkasýning sem stendur til ára-
móta.
Safn | Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir, Krist-
inn E. Hrafnsson – „Stöðug óvissa“, Jón
Laxdal – „Tilraun um mann“. Opnunartímar:
mið–fös 14–18, lau–sun 14–17. Til 11. des.
Saltfisksetur Íslands | Hermann Árnason –
Himinn, haf og allt þar á milli. Til 20. nóv.
Opið alla daga frá kl. 11–18.
Smekkleysa Plötubúð – Humar eða Frægð
| Þorsteinn Otti Jónsson, sýnir „Börn Pal-
estínu“.
Suðsuðvestur | Þóra Sigurðardóttir og
Anne Thorseth til 11. des.
Þjóðarbókhlaðan | Brynjólfur Sveinsson til
áramóta.
Þjóðmenningarhúsið | Í veitingastofu sýnir
Hjörtur Hjartarson málverk.
Þjóðminjasafn Íslands | Tvær ljós-
myndasýningar. Konungsheimsóknin 1907
og Mannlíf á Eskifirði 1941–1961. Til 27. nóv.
Þrastalundur, Grímsnesi | Reynir Þor-
grímsson.
Listasýning
Ráðhús Reykjavíkur | Fræðslusýningin
Gandhi, King, Ikeda: Friður fyrir komandi
kynslóðir er til sýnis í Ráðhúsi Reykjavíkur
þessa dagana. Sýningin var hönnuð af séra
Lawrence Carter presti hjá alþjóðakapellu
Martin Luther King. Hún fjallar um líf og
störf þessara merku manna í þágu friðar.
Söfn
Borgarskjalasafn Reykjavíkur | Þjóð-
skjalasafn Íslands, Borgarskjalasafn
Reykjavíkur og héraðsskjalasöfn um land