Morgunblaðið - 20.11.2005, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 20.11.2005, Qupperneq 54
54 SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK  Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 stilltur, 4 loð- skinns, 7 ónauðsynleg, 8 fárviðri, 9 duft, 11 pest, 13 hegða, 14 þor, 15 þvættingur, 17 klæðleysi, 20 bók, 22 fallegi, 23 sál- ir, 24 röð af lögum, 25 tré. Lóðrétt | 1 fánýtis, 2 vilsu, 3 rándýrs, 4 feiti, 5 anga, 6 kasta, 10 ódámur, 12 svik, 13 greinir, 15 nautasteikur, 16 slátrar, 18 lok, 19 grassverði, 20 skjögur, 21 stertur. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 húskarlar, 8 ásinn, 9 faldi, 10 net, 11 seldi, 13 afrek, 15 byggs, 18 þanki, 21 tía, 22 rella, 23 niðra, 24 hillingar. Lóðrétt: 2 úrill, 3 kynni, 4 ryfta, 5 aflát, 6 báls, 7 fisk, 12 dug, 14 fáa, 15 búri, 16 gildi, 17 stagl, 18 þanin, 19 naðra, 20 iðan. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Undir skikkju óöryggis og efa geymir hrúturinn fullkomlega sjálflýsandi hæfi- leika. Ekki hafa áhyggjur, hann mun skína í gegn. Leyfðu bogmanni eða ljóni að mana þig til þess að brjótast út úr nei- kvæðu hugsanamynstri. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þrálátt vandamál líkist uppáhalds „ör- yggisteppi“ leikskólabarnsins. Það er sama hversu óhreint og snjáð það verð- ur, lífið virðist einhvern veginn betra með það í eftirdragi. Losaðu þig við það í áföngum og byrjaðu á því að skilja það eftir heima þegar þú ferð út. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Tvíburinn er stærri og skín skærar en endranær. Fjölskylda og vinir þurfa smávegis aðlögunartíma. Kannski mis- skilja þeir þig í fyrstu en ekki láta þér koma til hugar að detta ofan í einhverja sjálfsvorkunn. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Dagleg vátíðindi minna krabbann á að lífið býður endalaust upp á litrík afbrigði hugsanlegrar ógæfu fyrir hann til að ótt- ast. Bjartsýni er byltingarkennt val og himintunglin gefa í skyn að hann sé rétti uppreisnarseggurinn. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Það getur brugðið til beggja vona í dag. Ef ljónið tekur sig of hátíðlega, er hætta á að of mörg ábyrgðarhlutverk hlaðist á það og engan annan. Ef léttúðin nær yf- irhöndinni verður það frjálst eins og fuglinn. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Meyjan þarf á ástúð og viðurkenningu að halda. Skrifaðu sjálfri þér ástarbréf og teldu upp öll góðverkin sem þú hefur gert upp á síðkastið. Dæmi: Þú mundir eftir afmæli einhvers, lést göfuglyndið ráða í viðskiptum og linaðir þjáningar einhvers. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það er ekki létt að bera sig eftir því sem maður þráir ef maður veit ekki hvað maður vill. Kannski hefur þú of margar langanir sem yfirgnæfa hver aðra. Skrif- aðu þær niður, allar með tölu, svo þú get- ir forgangsraðað. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Sumum finnst þeir þurfa að fegra hlut- ina en það á ekki við um þig. Ef einhver biður þig um álit veit hann líklega að það verður óblandað. Varaðu þig á því hins vegar að segja meiningu þína óumbeð- inn. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Bogmaðurinn er öflugur því hann áttar sig á einu, hann hvítþvær sig ekki með því að kenna öðrum um. Hann tekur ábyrgð á öllu sem hann getur. Væri ekki gott ef allir á́ttuðu sig á þessu? Steingeit (22. des. - 19. janúar) Steingeitin gengur í augun á öðrum, eins og venjulega. Gættu þess að þú gangir líka í augun á sjálfri þér. Það er að sjálf- sögðu það sem raunverulega skiptir máli. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberinn sættir sig við að gera góð- verk bakvið tjöldin. En það er mikilvægt að fá viðurkenningu, engu að síður. Það er ekki endilega merki um hégómleika. Gefðu öðrum færi á að hrósa þér. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Reyndu að hafa stjórn á því sem mögu- legt er í aðstæðunum sem nú blasa við. Þú hefur meiri áhrif en þú heldur. Þú stappar niður fæti og verður hissa á ár- angrinum, hvort sem þú gerir það full- komlega eða ekki. Stjörnuspá Holiday Mathis Sólin verður í bogmanni frá og með morgundeg- inum og eykst áherslan á ferðalög. Við viljum auðvitað hafa lítið í farteskinu, en þegar tungl fer úr sporð- dreka yfir í krabba má búast við auknum þyngslum í formi ákefðar sem einkennir vatnsmerkin. Farðu yfir atburði sl. mán- aðar og gaumgæfðu hvort eitthvað verð- skuldi að fá að vera meðferðis. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Tónlist Djassklúbburinn Múlinn, Leikhúskjall- aranum | Kristjana Stefánsdóttir og Agnar Már Magnússon halda tónleika í kvöld kl. 21.30. Á tónleikunum koma auk þeirra fram Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson, bassaleik- ari og Scott McLemore, trommuleikari. Kristján X | Söngkonan Hera með tónleika í kvöld kl. 21. Neskirkja | „Meistarar mætast“ kl. 17. Hið mikilfenglega hljóðfæri orgelið verður í að- alhlutverki á þessum tónleikum. Stein- grímur Þórhallsson organisti við Neskirkj- una leikur verk eftir meistarana J. S. Bach og Girolamo Frescobaldi. Þarna mætist tveir meistarar orgeltónbókmenntanna. Akureyrarkirkja | Um þessar mundir eru liðin 65 ár frá vígslu Akureyrarkirkju hinnar nýju. Af því tilefni verður hátíðarmessa í kirkjunni klukkan 14. Í messunni verður frumflutt nýtt tónverk, „Da pacem Domine“ eftir Jón Hlöðver Áskelsson, sem hann samdi að beiðni Listvinafélags Akureyr- arkirkju. Verkið er skrifað fyrir kór, orgel og málmblásara. Það er Kór Akureyrarkirkju sem frumflytur verkið en á þessu ári minn- ist kórinn þess að 60 ár eru liðin frá stofnun hans. Í sumar var flutt önnur gerð af þessu verki á Sumartónleikum í Akureyrarkirkju af trompetleikurunum Ásgeiri Steingríms- syni og Eiríki Erni Pálssyni og Herði Áskels- syni organista. Bústaðakirkja | Tónleikum Kammermús- íkklúbbsins sem vera áttu kl. 20 er frestað af óviðráðanlegum ástæðum. Nýr tónleika- tími verður ákveðinn síðar. Salurinn | Þuríður Sigurðardóttir söngkona, afmælistónleikar. Kl. 20. Leiklist Félagsheimili Kópavogs / Hjáleigan | Það grær áður en þú giftir þig. Verkið er spuna- verk, byggt á Kirsuberjagarði Tsjekhovs. Leikhópurinn vinnur textann sinn sjálfur, ekkert handrit er til, unnið er út frá sam- komulagi leikaranna um það hver er að- alvending hverrar senu. Leikurinn gerist í litlum bæ; Sandhellisgerði á Suðurfjörðum. Myndlist Akranes | Einar Hákonarson sýnir olíu- málverk í Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akranesi. Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 15– 18. BANANANANAS | Hildigunnur Birg- isdóttir – Hring eftir hring III, lífið er lotterí. Til 26. nóv. Bókasafn Kópavogs | Norrænir listamenn sýna nú óvenjulega myndlist í sýning- arskápum Bókasafns Kópavogs. Artist’s bo- oks er heiti á þeim verkum sem sýnd eru en þau tjá sig frekar með útliti en orðum. Sýn- ingin er opin á sama tíma og safnið. Að- gangur ókeypis. Byggðasafn Árnesinga | Á Washington- eyju og Grasjurtir. Til nóvemberloka. Café Babalú | Claudia Mrugowski opnar listasýninguna „Even if to morrow is not granted, I plant my tree“ kl. 14 á Skóla- vörðustíg 22a. (www.Mobileart.de) Café Karolína | Aðalheiður S. Eysteins- dóttir sýnir ný verk og lágmyndir úr tré. Til 2. des. Energia | Kolbrún Róberts. Allt fram streymir. 13 abstrakt olíumálverk. Út nóv- embermánuð. Gallerí 101 | Haraldur Jónsson sýnir til 26. nóv. Opið fim.–lau. 14 til 17. Gallerí + Akureyri | Haraldur Ingi Haralds- son sýnir verk sín. Til 27. nóv. Gallerí BOX | Jón Sæmundur Auðarson til 18. des. Gallerí I8 | Þór Vigfússon sýnir til 23. des. Gallerí List | Elisa Nielsen sýnir málverk til 2. des. Gallerí Turpentine | Sigtryggur Bjarni Bald- vinsson til 6. des. Gel Gallerí | Jóhannes Rúnar til 25. nóv. Gerðuberg | Eggert Magnússon til 9. janúar. GUK+ | Hartmut Stockter til 16. janúar. Grafíksafn Íslands | Bjarni Björgvinsson til 4. des. Hafnarborg | Jón Laxdal til 31. des. Hrafnista Hafnarfirði | Guðfinna Eugenía Magnúsdóttir til 6. des. Jónas Viðar Gallerí | Þórarinn Blöndal til 4. des. Karólína Restaurant | Óli G. með sýn- inguna „Týnda fiðrildið“ til loka apríl 2006. sjá: www.oligjohannsson.com. Kling og Bang gallerí | Örn J. Auðarson – Miðgarður – Blárauður – Afgirtur reitur. Op- ið fim–sun. kl. 14–18. Til 4. des. Listasafn ASÍ | Magnús V. Guðlaugsson og Örn Þorsteinsson með myndlistarsýningu. Magnús sýnir ljósmyndaverk, myndband og önnur verk með blandaðri tækni. Örn sýnir höggmyndir steyptar í brons og ál. Opið kl. 13–17 alla daga nema mánudaga. Til 4. des. Listasafn Einars Jónssonar | Fastasýning. Listasafnið á Akureyri | Helgi Þorgils Frið- jónsson til 23. des. Listasafn Íslands | Ný íslensk myndlist II – Um rými og frásögn. Sýning á verkum 13 ísl. samtímalistamanna. Til 12. febrúar 2006. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Tími Romanov-ættarinnar. Til 4. des. Listasafn Reykjanesbæjar | Húbert Nói, til 4. des. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Maðurinn og efnið, yfirlitssýning. Til 2006. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Bernd Koberling til 22. janúar. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Guð- rún Vera Hjartardóttir til 30. des. Erró til 23. apríl. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Sunnudagsleiðsögn kl. 15. Þorbjörg Br. Gunnarsdóttir verður með leiðsögn í Hafn- arhúsinu um sýninguna Listamaður verður til – Erró. Á sýningunni má sjá ýmis verk Erró. Öll verkin á sýningunni eru úr Erró- safni Listasafns Reykjavíkur. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Jóhannes Sveinsson Kjarval. 120 ár frá fæðingu málarans. Til 19. mars. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Hraun- blóm til 27. nóv. Listasmiðjan Þórsmörk Neskaupstað | 10 listakonur frá Neskaupstað sýna á Egils- staðaflugvelli. Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Lars Tun- björk til 20. nóv. Norræna húsið | Ósýnileiki. Til 18. des. Nýlistasafnið | Snorri Ásmundsson til 19. des. Ráðhús Reykjavíkur | Helga Birgisdóttir – Gegga. Málverkasýning sem stendur til ára- móta. Safn | Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir, Krist- inn E. Hrafnsson – „Stöðug óvissa“, Jón Laxdal – „Tilraun um mann“. Opnunartímar: mið–fös 14–18, lau–sun 14–17. Til 11. des. Saltfisksetur Íslands | Hermann Árnason – Himinn, haf og allt þar á milli. Til 20. nóv. Opið alla daga frá kl. 11–18. Smekkleysa Plötubúð – Humar eða Frægð | Þorsteinn Otti Jónsson, sýnir „Börn Pal- estínu“. Suðsuðvestur | Þóra Sigurðardóttir og Anne Thorseth til 11. des. Þjóðarbókhlaðan | Brynjólfur Sveinsson til áramóta. Þjóðmenningarhúsið | Í veitingastofu sýnir Hjörtur Hjartarson málverk. Þjóðminjasafn Íslands | Tvær ljós- myndasýningar. Konungsheimsóknin 1907 og Mannlíf á Eskifirði 1941–1961. Til 27. nóv. Þrastalundur, Grímsnesi | Reynir Þor- grímsson. Listasýning Ráðhús Reykjavíkur | Fræðslusýningin Gandhi, King, Ikeda: Friður fyrir komandi kynslóðir er til sýnis í Ráðhúsi Reykjavíkur þessa dagana. Sýningin var hönnuð af séra Lawrence Carter presti hjá alþjóðakapellu Martin Luther King. Hún fjallar um líf og störf þessara merku manna í þágu friðar. Söfn Borgarskjalasafn Reykjavíkur | Þjóð- skjalasafn Íslands, Borgarskjalasafn Reykjavíkur og héraðsskjalasöfn um land
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.