Morgunblaðið - 20.11.2005, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 20.11.2005, Blaðsíða 46
46 SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Komum heim til aðstandenda ef óskað er Sverrir Einarsson Bryndís Valbjarnardóttir Oddur Bragason Guðmundur Þór Gíslason Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, dóttir, tengdamóðir, systir, mágkona og tengdadóttir, GUÐBJÖRG HILMARSDÓTTIR, Seljahlíð 7e, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri föstudag- inn 11. nóvember. Útförin fer fram frá Glerárkirkju mánudaginn 21. nóvember kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á félag aðstandenda langveikra barna á Akureyri, Hetjurnar. Smári L. Einarsson, Hilmar Örn Smárason, Sigurveig Gunnarsdóttir, Haukur Þór Smárason, Hilmar Ágústsson, Þora Jones, Axel Alan Jones, Kristbjörg Hilmarsdóttir, Ingólfur Sveinsson, Valgeir Hilmarsson, Elín Högnadóttir, Signý Sigurlaug Tryggvadóttir, Haukur Þórðarson. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, HREINN KRISTINSSON, Ystabæ 7, Reykjavík, lést á Alicante á Spáni, þriðjudaginn 8. nóvember. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Innilegar þakkir til allra þeirra sem hafa sýnt okkur samúð og vinarhug. Guðrún B. Helgadóttir, Eva Kristín Hreinsdóttir, Jakob Jóhannsson, Örn Elvar Hreinsson, Margrét Markúsdóttir, Baldur Hreinsson, Hildur Þorvaldsdóttir, Þór Hreinsson, Fanný Björk Ástráðsdóttir, Jónína Hreinsdóttir, Albert Jón Sveinsson, Kolbrún Helga Hauksdóttir, Gylfi Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, besti vinur og móðir okkar, CARLA PIZARRO FERNADEZ, sem lést sunnudaginn 13. nóvember, verður jarð- sungin frá Landakotskirkju mánudaginn 21. nóv- ember kl. 13.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á söfnun- arreikning, banki 515-14-105600, kt. 140770- 3029, sem stofnaður var fyrir börn hennar. Símon Jóhann Bragason, Sóldís Rós Símonardóttir, Veronica Alexandra Símonardóttir, Rafael Róbert Símonarson. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, SIGURJÓN STEFÁNSSON skipstjóri, Austurbrún 33, Reykjavík, er látinn. Ragnhildur Jónsdóttir og fjölskylda. Elskuleg móðir okkar, INGIBJÖRG H. AGNARS, Austurbrún 4, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum í Fossvogi aðfaranótt föstudagsins 18. nóvember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Hólmfríður Júlíusdóttir, Vilborg H. Júlíusdóttir og aðstandendur. ✝ Hreinn Kristins-son fæddist á Hauksstöðum í Jök- uldal 1. október 1932 og fluttist kornungur með for- eldum sínum í Bakkagerði í Jök- ulsárhlíð. Hann lést á Alicante á Spáni 8. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Guðrún Jónína Gunnarsdóttir ljós- móðir, f. 2. septem- ber 1899, d. 29. nóv- ember 1988, og Kristinn Arngrímsson, kennari og bóndi, f. 11. júlí 1900, d. 9. júlí 1972. Systk- ini Hreins eru Hörður Tryggvi, f. 10. september 1926, d. 5. maí 1927, Ragnheiður Aðalgunnur, f. 23. apríl 1929, gift Antoni Kr. Jóns- syni, og Arnheiður Anna, f. 31. maí Margrét Berglindi og Þóru. 3) Baldur, f. 26. mars 1963, kvæntur Hildi Þorvaldsdóttur, f. 1963. Börn þeirra eru Dagný og Aðalsteinn. 4) Þór, f. 2. janúar 1968, kvæntur Fanný Björk Ástráðsdóttur, f. 1973. Þeirra barn er Aþena Íris. Fyrir átti Þór Kristin Ágúst. 5) Jónína, f. 2. janúar 1968, gift Al- berti Jóni Sveinssyni, f. 1970. Þeirra börn eru Rakel Lillý og Elv- ar Smári. Fyrir átti Guðrún Kol- brúnu Helgu Hauksdóttur, f. 12. febrúar 1952, gift Gylfa Gunnars- syni. Þeirra sonur er Haukur. Árið 1959 flutti Hreinn til Reykjavíkur með fjölskyldu sinni og hóf fljótlega störf hjá Reykja- víkurborg sem varð hans starfs- vettvangur út starfsævina. Í byrj- un var hann bílstjóri hjá borgarskrifstofum í Austurstræti 16 og gerðist síðan aðstoðamaður skjalavarðar borgarskrifstofanna. Hann tók fljótlega við starfi skjala- varðar og sá um safnið í um ald- arfjórðung. Útför Hreins var gerð frá Ár- bæjarkirkju 18. nóvember – í kyrr- þey að ósk hins látna. 1942, gift Ingimar Einarssyni. 6. júlí 1957 kvænt- ist Hreinn Guðrúnu B. Helgadóttur, f. 22.desember 1932, frá Geirólfsstöðum í Skriðdal. Foreldar hennar voru Jónína Benediktsdóttir hús- móðir, f. 10. febrúar 1890, d. 15. júní 1964, og Helgi Finnsson bóndi, f. 25. apríl 1887, d . 6. janúar 1979. Hreinn og Guð- rún eignuðust fimm börn. Þau eru: 1) Eva Kristín, f. 21. júní 1958, gift Jakobi Jóhannssyni, f. 1962. Börn þeirra eru Hlynur Örn, Daníel og Sólveig. 2) Örn Elvar, f. 22. júlí 1961, kvæntur Margréti Markús- dóttur, f. 1957. Börn þeirra eru Sunna Dögg og Atli Már. Fyrir átti Elsku pabbi minn. Það vekur mikinn söknuð í hjarta mínu að þú sért farin frá okkur, stóru fjöl- skuldunni þinni sem var þér allt og öllum barnabörnunum sem þér þótti svo vænt um. Ekki óraði mig fyrir því þegar ég og mín fjölskylda komum í sunnudagsheimsóknina og vorum að kveðja ykkur mömmu þegar þið voruð að fara til Beni- dorm að það væri í síðasta sinn sem ég sæi þig, ég kyssti þig bless og óskaði ykkur góðrar ferðar. Heimilið ykkar mömmu hefur alltaf verið miðpunktur fyrir allar fjölskylduveislur og síðasta veisla sem þið mamma buðuð í síðastliðið sumar var frábær grillveisla í garð- inum, þar sem þú varst búinn að tjalda æskutjaldinu fyrir barna- börnin og dekka þar upp borð fyrir litlu sólargeislana þína sem voru þér allt og ekki kom annað til greina en að þú borðaðir þar með þeim. Sú minning er dýrmæt í huga barnabarnanna sem eiga eftir að minnast þín sem afa afanna. Þið mamma hafið alla tíð hjálpað okkur systkinunum með hvað sem er og vil ég nú þakka ykkur alla hjálpina og stundirnar. Aldrei var vandamál ef mig vantaði pössun fyrir litlu englana mína eða þurfti að láta skutla mér eitthvað. Þá varst þú alltaf boðinn og búinn. Við stöndum þétt saman systk- inin og hjálpum mömmu, sem er svo sterk, yfir þetta erfiða tímabil og við vitum, elsku pabbi minn, að þú ert með okkur og vakir yfir okk- ur. Undanfarna mánuði vissi ég að þú gekkst ekki heill til skógar en aldrei kvartaðir þú og vildir nú ekki láta okkur fjölskylduna hafa áhyggur af því en undir niðri höfð- um við öll áhyggjur af þér og þegar þú varst sem veikastur á sjúkra- húsinu sagðir þú við þína nánustu: „Hafið engar áhyggjur af mér.“ Pabbi var svo góður við barna- börnin sín og er ein minning of- arlega í huga, þ. e. þegar hann fór nokkrum dögum áður en hann veiktist niður í miðbæ Benidorm til að kaupa gjafir handa þeim öllum. Þið mamma gáfuð syni mínum dýr- mæta orrustuflugvél sem hann dýrkar og dóttur minni postulíns- dúkku. Allir fengu eitthvað. Þið hugsuðuð svo vel um alla og ást- arþakkir fyrir það. Þið mamma skreyttuð húsið ykk- ar svo flott um jólin og notalegt að koma þangað í desember, allt í jóla- ljósum. Við hjálpum mömmu með að skreyta og láta ljósin skína, en söknuðurinn við fráfall þitt er mik- ill. Hvíl í friði, elsku pabbi minn. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesú, þér ég sendi bæn frá mínu hjarta, sjáðu, blíði Jesú, að mér gáðu (H. J. H.) Þín dóttir Jónína. Að kvöldi miðvikudagsins 26. október sl., þegar ég var að búa mig undir að keyra út á flugvöll til að ná í tengdaforeldra mína sem voru að koma frá Spáni, hringdi síminn. Þetta símtal sneri öllu á hvolf. Hreinn Kristinsson, tengda- faðir minn, hafði skyndilega veikst mjög alvarlega og lá á sjúkrahús- inu í Alicante á Spáni milli heims og helju. Við tóku mjög erfiðir og slítandi dagar þar sem maður beið á milli vonar og óttar um hvað verða vildi. Því miður var þetta það mikið áfall fyrir líkama Hreins að ekki varð við neitt ráðið og lést hann á sama spítala 8. nóvember. En hvernig maður var Hreinn og úr hvaða jarðvegi var hann sprott- inn? Hann var að austan, ólst upp í Bakkagerði í Jökulsárhlíð við Hér- aðsflóa. Héraðsflóinn var hans um- hverfi og heimur á uppvaxtarárum hans og náttúra þessa landsvæðis hafði mikil og djúp áhrif á hann. Hann heillaðist af fuglalífinu og elskaði að liggja í tjaldi úti í nátt- úrunni og njóta stundarinnar. Þessi mikilfenglega náttúra fékk að móta hann og fylgdi honum alla tíð síðan. Hann stundaði nám við Héraðs- skólann á Eiðum. Sem ungur mað- ur vann hann m.a. hjá Vegagerð ríkisins, á ýtu. Hann tók m.a. þátt í því að leggja veginn um Hellisheiði eystri. Til Reykjavíkur fluttist hann árið 1959, þá kvæntur Guðrúnu B. Helgadóttur, ásamt þeirra fyrsta barni. Alls urðu börnin fimm. Þau reistu sér hús í Árbænum í Ystabæ 7 og voru þau ein af frumbyggjum þess hverfis. Á þessum árum var Árbær nánast úti í sveit og undi hann sér vel þar alla tíð. Náttúran var á næsta leiti með Elliðaárdal- inn á næstu grösum en hann bjó einnig til sína eigin náttúru í garð- inum heima. Hann hafði alltaf mik- inn áhuga á framfaramálum hverf- isins og fylgdist vel með. Hreinn starfaði lengst af í Aust- urstræti 16 þar sem borgarskrif- stofur Reykjavíkur voru áður. Fyrst sem bílstjóri skrifstofanna en síðar sem aðstoðarmaður skjala- varðar. Fljótlega tók hann við starfi skjalavarðar borgarskrifstof- anna og sá um safnið í um ald- arfjórðung. Hann endaði sinn feril hjá Reykjavíkurborg sem skjala- vörður Ráðhúss Reykjavíkur. Hann var alltaf nákvæmur í starfi og þekkti sitt skjalasafn út og inn. Hann var einnig mjög fróður um sögu Reykjavíkur. Austurvöllinn og umhverfi hans þótti honum mjög vænt um og má segja að í honum hafi blandast bæði náttúru- og borgarbarn. Persóna Hreins var afbragð. Mín kynni af honum hófust þegar ég kom inn í fjölskylduna árið 1986. Hann var mjög hlýr, nærgætinn og laus við allan hégóma. Nærvera hans var góð og áreynslulaus. Mað- ur fann sig alltaf velkominn í Ys- tabæinn og ósjaldan fengum ég og fjölskylda mín að gista þar þegar við komum í frí frá Danmörku og taldi hann ekki eftir sér að sækja HREINN KRISTINSSON Frændi okkar, HAUKUR HENDERSON, Kleppsvegi 10, Reykjavík, andaðist þriðjudaginn 15. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Ágúst Sigurðsson, Magnhildur Sigurðardóttir, Jón Sigurðsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.