Morgunblaðið - 20.11.2005, Síða 28

Morgunblaðið - 20.11.2005, Síða 28
28 SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ fékk stjórnarmyndunarumboð en mistókst að mynda ríkisstjórn. Ólafur Jóhannesson fékk umboðið í kjölfarið en lyktir mála urðu þær að í ágústlok tók ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks við völdum undir forsæti Geirs Hallgrímssonar. Lúðvík vildi láta hermálið kyrrt liggja Ríkisstjórnarmyndun árið 1971 og árið 1974 voru að mestu friðsælar, að minnsta kosti samanborið við það sem gerðist eftir að ríkisstjórn Geirs fór frá snemma hausts 1978. Kosn- ingaúrslitin það ár voru þau að bæði Sjálfstæðisflokkur og Framsóknar- flokkur töpuðu miklu fylgi en Alþýðu- bandalag og Alþýðuflokkur unnu stórsigra. Þessi staða leiddi til að geysilega erfitt var að mynda ríkis- stjórn. „Benedikt Gröndal, Alþýðuflokki, fékk umboðið fyrstur. Hann tilkynnti Kristjáni að í viðræðum við Alþýðu- bandalagsmenn um hermálið, sem þá eins og oft fyrr og síðar brann á mönnum, væri Ólafur Ragnar Gríms- son „talsmaður fyrir mjúklátt sjón- armið, en Kjartan Ólafsson harð- stefnu“. Benedikt mat það svo að varnarliðsmálið kæmi ekki í veg fyrir stjórnarþátttöku Alþýðubandalags- ins, ef annað yrði í lagi. Stjórnar- myndunartilraunir hans báru þó ekki árangur. Þá fékk Geir Hallgrímsson umboðið en niðurstaðan var sú sama. Þriðji í röðinni var Lúðvík Jósepsson, Alþýðubandalagi. Þá varð fjandinn laus á ritstjóraskrifstofum Morgun- blaðsins, því að þar þótti mönnum ekki hæfa að leiðtogi sósíalista fengi umboð til að mynda ríkisstjórn og ef það tækist, að verða væntanlega for- sætisráðherra. Þetta væri í besta falli tímaeyðsla. Kostir Kristjáns voru hins vegar ekki margir og hann segir m.a. frá því að milli Alþýðuflokks og Framsókn- arflokks hafi virst óbrúanleg gjá á þessum tíma. Eftirtektarvert er hins vegar að þótt Alþýðubandalagið hefði þá opinberlegu stefnu að herinn skyldi burt og Ísland gengi úr NATO, kom fram í einkaviðræðum Lúðvíks og Kristjáns að sá fyrrnefndi vildi láta hermálið kyrrt liggja, hafa það að vísu áfram á stefnuskrá flokksins en ekki láta það koma í veg fyrir að flokkurinn kæmist í ríkisstjórn. Lúð- vík tókst ekki ætlunarverk sitt og hringurinn endaði á Ólafi Jóhannes- syni, sem myndaði ríkisstjórn með vinstriflokkunum báðum. Segja má að sú ríkisstjórn hafi verið nánast fá- ránleg miðað við kosningaúrslitin og dæmd til að hrökklast frá völdum, sem hún og gerði rúmu ári síðar, þeg- ar kratar slitu samstarfinu haustið 1979.“ Guðni segir að minnispunktar Kristjáns leiði glögglega í ljós að eðl- islund þeirra einstaklinga sem voru í fararbroddi flokkanna hafði oftlega mikil áhrif á gang mála. Þannig hafi bæði Benedikt Gröndal og Geir Hall- grímsson verið mjög varkárir menn og ekki haft þann sterka vilja til valda sem ýmsir samtíðarmenn þeirra höfðu í ríkari mæli, svo sem Ólafur Jóhannesson, Steingrímur Her- mannsson, Gunnar Thoroddsen og fleiri. „Ég held að varfærni Bene- dikts og Geirs hafi t.d. spillt rökrétt- asta valkostinum eftir kosningarnar 1978, að Sjálfstæðisflokkur og Al- þýðuflokkur tækju höndum saman um stjórnarmyndun. Það var mjög ríkt í huga Benedikts að Alþýðuflokk- urinn ætti aldrei að fara að nýju einn í stjórn með Sjálfstæðisflokki, það fæli í sér feigð, og horfði þá til kosninga- úrslitanna eftir að viðreisnarstjórnin þraut örendi. Kristjáni var mjög hlýtt til Geirs og taldi hann mikinn sóma- mann, en sá um leið að hann virtist ekki vera sá sterki leiðtogi sem gat leitt Sjálfstæðisflokkinn til áhrifa á þessum erfiðu umbrotatímum og sem Sjálfstæðisflokkurinn þarfnaðist á þessum tímapunkti. Kannski skorti Geir viljann til valda.“ Guðni segir að eftir að stjórn Ólafs fór frá völdum 1979 hafi myndast svo alvarleg stjórnarkreppa að Kristján Eldjárn hafi verið kominn á fremsta hlunn með að mynda utanþingsstjórn með Jóhannes Nordal, seðlabanka- stjóra, í stól forsætisráðherra. Jó- hannes var einn helsti ráðgjafi Krist- jáns í embætti og hafði samþykkt að axla þessa ábyrgð. Þeir voru búnir að búa til óska-ráðherralista, ef svo má segja. Þeir hugðust hafa 6–7 manns í utanþingsstjórninni og ætluðu sér að velja þá úr þessum hópi manna: Ár- mann Snævarr, forseti Hæstaréttar, Þórhallur Ásgeirsson, ráðuneytis- stjóri í viðskiptaráðuneytinu, Pétur J. Thorsteinsson, sendiherra, Ásmund- ur Stefánsson, framkvæmdastjóri Al- þýðusambands Íslands, Sigurjón Björnsson, prófessor í sálarfræði við Háskóla Íslands, Páll Sigurðsson, ráðuneytisstjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, Gunnar J. Friðriksson, iðnrekandi, Jón Sig- urðsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, Árni Vilhjálmsson, prófessor við við- skipta- og hagfræðideild Háskóla Ís- lands, Guðmundur Arnlaugsson, rektor Menntaskólans við Hamrahlíð og Jónas Jónsson, ritstjóri Freys og starfsmaður Búnaðarfélags Íslands. „Á sama tíma var Alþýðuflokkur- inn reiðubúinn að mynda minnihluta- stjórn en slík skipan mála kom ekki til greina nema að Sjálfstæðisflokk- urinn myndi styðja hana. Daginn sem málin náðu suðupunkti ræddu forset- inn og Geir Hallgrímsson saman reglulega, og Geir sagði frá því að út- litið væri það í sínum flokki að ólík- legt væri að slík minnihlutaríkis- stjórn krata yrði varin. Kristján var þá búinn að gera upp við sig að fyrst að í óefni væri komið væri það eitt til ráða að skipa utanþingsstjórn og gerði Geir grein fyrir því. Geir talaði þá ákaft fyrir því innan síns flokks að Sjálfstæðisflokkurinn yrði að styðja ríkisstjórn krata, af tvennu illu væri það skárri kostur en utanþingsstjórn. Það var gengið til kosninga í þing- flokki Sjálfstæðisflokks og varð ofan á með eins atkvæðismun að styðja slíka minnihlutastjórn. Kristján beið þess á Bessastöðum að kvöldi þessa dags eftir því að Geir gerði honum grein fyrir stöðu mála. Það má segja að aðeins hafi munað mínútum og verið hreinasta tilviljun að ekki þurfti að grípa til þess örþrifaráðs sem ut- anþingsstjórn jafnan er. Það átti að vera bráðabirgðastjórn sem sæti stutt og efndi fljótlega til nýrra kosn- inga. En hefði þetta gerst, hefði Kristján verið fyrsti og hingað til eini forseti Íslands til að skipa utanþings- stjórn á lýðveldistíma. Málið leystist hins vegar svo að Alþýðuflokkurinn myndaði minnihlutastjórn í október 1979 undir forsæti Benedikts Grön- dals. Síðan var gengið til kosninga í desember en fyrir utan að Fram- sóknarflokkurinn endurheimti fylgi sitt skýrðust línur lítið í þeim kosn- ingum, þannig að stjórnarkreppan hélt áfram fram í febrúarbyrjun 1980.“ Þreifingar Gunnars á vitorði Steingríms Steingrímur Hermannsson, Fram- sóknarflokki, fékk fyrstur að reyna að mynda stjórn í desember 1979, en tókst ekki. Þá fékk Geir umboðið, þá Svavar Gestsson, Alþýðubandalagi og loks Benedikt Gröndal í lok janúar 1980. Þessum forystumönnum fjór- flokkanna mistókst öllum að setja saman starfhæfa ríkisstjórn, sem var einsdæmi í sögunni. Vert er að benda á í þessu sambandi að Steingrímur ræddi við Geir og sagðist telja unnt að setja saman stjórn Sjálfstæðis- flokks, Framsóknarflokks og Alþýðu- bandalags, en Geir útilokaði það, því þótt hann væri sjálfur hlynntur þeim kosti treysti hann sér ekki til að ráð- ast til atlögu við harðlínumenn í Sjálf- stæðisflokknum, sem þvertóku fyrir að fara í stjórn með sósíalistum. Hafa ber í huga að þetta voru miklir átaka- tímar í kalda stríðinu, Sovétmenn voru nýbúnir að ráðast inn í Afganist- an og handtaka þekkta andófsmenn í Sovétríkjunum. Ákveðin öfl innan Sjálfstæðisflokksins vildu þó gjarnan ljá máls á þessu stjórnarmynstri og m.a. spurði Matthías Bjarnason, þeg- ar málið var rætt á þingflokksfundi; „nú, voru það Alþýðubandalagsmenn sem réðust inn í Afganistan?“ Síðari hluta janúar var Kristján að nýju reiðubúinn til að beita sér fyrir mynd- un utanþingsstjórnar. „Gunnar Thoroddsen, varaformað- ur Sjálfstæðisflokksins, gekk þá á fund forseta og ræddi möguleika á að þrír flokkar, að líkindum Sjálfstæð- isflokkur, Framsóknarflokkur og Al- þýðuflokkur, mynduðu stjórn, en þar eð torvelt væri fyrir þá að koma sér saman um hver yrði í forsæti, væri möguleiki á að oddviti ríkisstjórnar- innar yrði enginn formannanna held- ur einhver annar, t.d. Gunnar sjálfur. Strax í kjölfar þessa fundar ræddu Kristján og Jóhannes Nordal saman og skýrði Kristján frá þeirri ætlun sinni að skipa utanþingsstjórn ef nauðsyn kræfi. Hann spurði Jóhann- es síðan hvort hann vildi taka að sér forsætisráðherraembættið í slíkri stjórn og Jóhannes svaraði strax ját- andi. Gunnar Thoroddsen hélt upptekn- um hætti á sama tíma. Það er eft- irtektarvert að Steingrímur Her- mannsson vissi mikið um þreifingar Gunnars á þessum tíma, og miklu fyrr en talið hefur verið og kemur fram í ævisögu Steingríms. Stein- grímur sagði Kristjáni t.d. hinn 14. janúar að Gunnar Thoroddsen gæti hugsað sér að verja falli minnihluta- stjórn Framsóknar- og Alþýðuflokks, ásamt „kannski 7–8“ sjálfstæðis- mönnum. „Hann [Steingrímur] hefur sjálfur talað við Gunnar um þetta,“ las forseti inn á segulband sitt eftir viðræður sínar við Steingrím Her- mannsson. Hér var því meira en kvik- saga á ferð. Degi síðar spurði Sverrir Hermannsson Steingrím hvort fram- sóknarmenn væru að „plotta“ með Gunnari Thoroddsen, en Steingrímur gerði sem minnst úr því. Rúmri viku síðar skráði forseti líka hjá sér að Steingrímur vissi margt og mikið um „intrígur“ Gunnars. Sjálfur sagði Steingrímur síðar að þessar frásagn- ir stæðust ekki alveg, að minnsta kosti ekki orð forseta um samtöl hans við Gunnar Thoroddsen. Í janúarlok vann Gunnar ötullega að því að mynda ríkisstjórn með Framsóknar- flokki og Alþýðubandalagi og nokkr- um stuðningsmönnum í þingliði Sjálf- stæðisflokksins. Aðrir forystumenn flokksins afgreiddu þessar tilraunir hans sem ellióra og ævintýra- mennsku, og töldu útilokað að hann fengi til þess stuðning. Kristján heyrði þó líka önnur sjónarmið. Þeg- ar fregnast hafði um stjórnar- myndunartilraunir Gunnars og for- ysta Sjálfstæðisflokksins fordæmdi þær heyrði forseti á Birni Bjarna- syni, einum tryggasta stuðnings- manni Geirs, að það væri töluvert mikil stemning fyrir stjórninni meðal óbreyttra sjálfstæðismanna. Krist- jáni var vandi á höndum, því að hon- um bar engin skylda til að veita Gunnari umboðið, en fyrir því voru þó fordæmi og ekki óeðlilegt í því ljósi. Úr varð að Gunnar skipaði ríkis- stjórn með fyrrgreindum hætti. Þetta voru auðvitað mikil tíðindi, enda klofnaði Sjálfstæðisflokkurinn fyrir vikið, og hiklaust má segja að um sé að ræða eina sögulegasta rík- isstjórn sem mynduð hefur verið á Ís- landi. Í gögnum Kristjáns má finna einstæðar heimildir um allt það ferli og margt sem mun verða mönnum undrunarefni. Í febrúarbyrjun 1980, þegar stjórn Gunnars Thoroddsens var nær tilbúin, mun Kristján Eld- járn hafa haft orð á því hve illa Geir hefði gengið í sínum stjórnarmynd- unarviðræðum. Að sögn Árna Helga- sonar, sjálfstæðismannsins góðkunna úr Stykkishólmi, mælti forseti eitt- hvað á þessa leið: „Ég er alveg undr- andi yfir Geir Hallgrímssyni. Eins og þetta er góður stjórnmálamaður, sterkur og góður drengur, þá tekst honum ekki að fá hina til að vinna með sér.““ Tilbúinn að höggva á hnúta Guðni segir að sér hafi komið mest á óvart hvað Kristján hafði mikil af- skipti af stjórnarmyndunarviðræðum á seinasta hluta forsetaferils síns, krísuárin 1978 til 1980, og hversu langt hann var reiðubúinn að ganga til að höggva á pólitíska rembihnúta, svo sem með myndun utanþings- stjórna. „Í hugum flestra hefur Krist- ján Eldjárn verið sá forseti sem minnst skipti sér af stjórnmálum. Það stendur óhaggað að hann vildi ekki skipta sér af pólitík, en hann var til- neyddur til að hafa miklu meiri af- skipti af gangi stjórnmálanna í þess- um tilvikum en hann hefði sjálfur nokkru sinni kosið. Stjórnmálamenn- irnir önuðu í blindgötur og þá var það skylda forseta að beita sér. Hann lendir því í þeirri stöðu að vera ópóli- tískur forseti í pólitísku embætti.“ Ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen og stuðningsmanna hans, Framsóknarflokks og Alþýðubandalags, 8. febrúar 1980 – 26. maí 1983. F.v: Pálmi Jónsson (S) land- búnaðarráðherra, Friðjón Þórðarson (S), dóms- og kirkjumálaráðherra og samstarfsráðherra Norðurlandanna, Tómas Árnason (F) viðskiptaráðherra, Steingrímur Hermannsson (F), sjávarútvegsráðherra og samgönguráðherra, Gunnar Thoroddsen (S), forsætisráðherra og ráðherra Hagstofu Íslands, Ólafur Jóhannesson (F) utanríkisráðherra, Ragnar Arnalds (Abl.) fjármálaráðherra, Svavar Gestsson (Abl.), heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og félagsmálaráðherra, Hjörleifur Gutt- ormsson (Abl.) iðnaðarráðherra og Ingvar Gíslason (F) menntamálaráðherra. Við enda borðs er Kristján Eldjárn, forseti Íslands, og til hliðar Guðmundur Benedikts- son ríkisráðsritari. 8. febrúar 1980, Gunnar Thoroddsen og Kristján Eldjárn á Bessastöðum í til- efni þess að ríkisstjórn Gunnars tekur við stjórnartaumunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.