Morgunblaðið - 20.11.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 2005 35
arinnar hefðu ekki haft neinar forsendur til að
halda áfram andófi gegn henni. Hefði virkjunin
verið felld er ljóst, að virkjunarsinnar hefðu eftir
það orðið að fara mjög varlega í frekari áform um
stórvirkjanir í óbyggðum.
Nú eru uppi hugmyndir um að leggja upp-
byggða vegi með varanlegu slitlagi um hálendi
Íslands. Slíkar framkvæmdir mundu breyta
landinu í grundvallaratriðum, þannig að ekki yrði
aftur snúið. Slíkar hugmyndir á auðvitað að
leggja undir atkvæði allra íbúa þessa lands og
yrði afar fróðlegt að sjá hver niðurstaða þeirrar
atkvæðagreiðslu yrði.
Það er alveg rétt, sem fram kom hjá Guðmundi
Arasyni, formanni Íbúasamtaka Laugardals, að í
atkvæðagreiðslu af þessu tagi verður fólk að hafa
skýra kosti til þess að velja um. Þeir skýru kostir
hefðu legið fyrir í atkvæðagreiðslu um Kára-
hnjúkavirkjun og þeir kostir lægju einnig fyrir ef
fram færi atkvæðagreiðsla um hálendisvegi eða
ekki.
Fram undan er afar mikilvæg ákvörðun um
hugsanlega stækkun álversins í Straumsvík og
þegar hafa komið fram kröfur í Hafnarfirði, að
slík ákvörðun yrði lögð undir atkvæði kjósenda.
Það verður forvitnilegt að sjá, hvernig núverandi
meirihluti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar bregst við
þeirri hugmynd. Sem sýnir jafnframt að bæði
sveitarstjórnir og framkvæmdaaðilar verða að
taka með í reikninginn að hugsanlega komi fram
krafa um að einhver álitamál verði lögð í dóm
kjósenda, sem skapar alveg nýjar víddir í þessum
málum og ný viðfangsefni fyrir stjórnendur
þeirra fyrirtækja, sem hlut eiga að máli. Eiga
þeir t.d. að taka virkan þátt í umræðum í aðdrag-
anda atkvæðagreiðslu, sem varða mikilvæga
hagsmuni þeirra fyrirtækja, sem þeir bera
ábyrgð á?
En þótt pólitísk samstaða geti verið um að taka
ákvæði um beint lýðræði inn í stjórnarskrána er
ljóst að slík samstaða er ekki fyrir hendi um að
taka málskotsrétt forsetans út úr stjórnarskrá. Í
raun og veru eru engin rök fyrir því í dag, að slíkt
ákvæði sé í stjórnarskrá og alls ekki ef ákvæði
um atkvæðagreiðslu á landsvísu eða í sveitar-
stjórnum væri komið inn.
Hér er á ferðinni skýrt dæmi um það hvers
vegna dægurmál eiga ekki að ráða ferðinni þegar
stjórnarskrá lýðveldisins er endurskoðuð. Þeir
sem mæla með því að málskotsréttur forsetans
verði áfram í stjórnarskránni eru stjórnarand-
stæðingar, sem halda þeirri skoðun fram ein-
vörðungu vegna þess, að þeir vilja ekki í ljósi at-
burða síðasta árs, að ákvæðið verði tekið út.
Ástæður þeirra eru ekki málefnalegar, heldur
persónulegar.
Nánast er hægt að fullyrða, að ef þeir sæju
fram á að í kjölfar næstu forsetakosninga eftir
þrjú ár mundi Davíð Oddsson sitja á Bessastöð-
um en ekki Ólafur Ragnar Grímsson mundu þeir
skipta um skoðun. Það er ekki við hæfi að fjalla
um endurskoðun stjórnarskrár á slíkum forsend-
um. Þess vegna er vonandi að samstaða náist í
stjórnarskrárnefnd um að ákvæði um almennar
atkvæðagreiðslur verði tekin inn í stjórnarskrá í
stað ákvæðis um málskotsrétt forseta.
Lýðræði 21.
aldar
Í umfjöllun Econom-
ist, sem Morgunblaðið
birti vorið 1997, var
rætt um nauðsyn
þess, að þróa fulltrúalýðræðið áfram til beins lýð-
ræðis. Færð voru rök fyrir því, að fulltrúalýð-
ræðið hefði þróast hraðar á 20. öldinni ef ekki
hefðu komið til tvær heimsstyrjaldir og nokkur
minni stríð. Það er áreiðanlega mikið til í þessu.
Og það munu koma upp víðar en hér kröfur um
að taka upp beint lýðræði að hluta til í stað full-
trúalýðræðisins.
Aðstæður hér á Íslandi eru með þeim hætti, að
við erum betur í stakk búin til að gera þessar til-
raunir með lýðræðið og sjá hvað hægt er að
teygja það langt í átt til beins lýðræðis en flestar
aðrar þjóðir. Þar kemur tvennt til; í fyrsta lagi
hvað við erum fámenn og í öðru lagi hvað þjóðin
er vel menntuð.
Við státum okkur af því, að eiga elzta löggjaf-
arþing í heimi. Það er kannski staðhæfing, sem
stenzt ekki nánari skoðun ef út í það er farið en
breytir í raun og veru engu. Það sem máli skiptir
er að við byggjum á svo langri lýðræðishefð að
fáum þjóðum stendur það nær en einmitt okkur
að feta okkur áfram eftir þessari braut.
Við erum þegar byrjuð á því, með íbúaþing-
unum, auknu samráði við íbúa sveitarfélaga,
beinum kosningum í sveitarfélögum um mikil-
væg mál, sbr. Reykjavík og Seltjarnarnes, og
með þeim umræðum, sem orðið hafa um víðtæk-
ari þjóðaratkvæðagreiðslur en hér hafa tíðkazt.
Það hafa of margar stjórnarskrárnefndir starf-
að frá lýðveldisstofnun, sem ekki hafa skilað
neinum áþreifanlegum árangri. Nú eigum við að
leggja metnað okkar í að sú, sem nú situr að
störfum, komist að niðurstöðum og um þær verði
kosið.
Við eigum að gera Ísland að því lýðræðisríki,
sem horft verður til á 21. öldinni sem fyrirmynd
annarra lýðræðisríkja.
Morgunblaðið/RAXErla Eir við Elliðavatn.
En þótt pólitísk
samstaða geti verið
um að taka ákvæði
um beint lýðræði
inn í stjórnarskrána
er ljóst að slík sam-
staða er ekki fyrir
hendi um að taka
málskotsrétt forset-
ans út úr stjórn-
arskrá. Í raun og
veru eru engin rök
fyrir því í dag, að
slíkt ákvæði sé í
stjórnarskrá, og alls
ekki ef ákvæði um
atkvæðagreiðslu á
landsvísu eða í sveit-
arstjórnum væri
komið inn.
Laugardagur 19. nóvember