Morgunblaðið - 20.11.2005, Page 65
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 2005 65
BANDARÍSKI leikstjórinn Came-
ron Crowe hefur gert ágætar myndir
í gegnum tíðina, en rómantíska gam-
anmyndin Elizabethtown er fyrsta
myndin sem hann sendir frá sér síðan
hann gerði Vanilla Sky, athyglisverða
endurgerð á hinni spænsku Abre los
ojos eftir Alejandro Amenábar.
Crowe skrifar jafnan handritin að
myndum sínum og ber Elizabethtown
með sér að höfundurinn hafi legið
lengi yfir handritinu, jafnvel jórtrað á
því um of, og ofmetið hversu mikið
efni hann hefði þar í höndunum.
Myndin er nefnilega ágæt í grunninn,
er hýleg fjölskyldu- og ástarsaga sem
er uppfull af kómískum og bráð-
hnyttnum augnablikum. Úrvinnslan
er hins vegar dregin á langinn og
skotin löngum samtalsatriðum milli
aðalpersóna sögunnar sem tvímæla-
laust hefði mátt skera niður. Umfjöll-
unarefnið virkar vel sem slíkt, en þar
segir af ungum manni, Drew Baylor
(Orlando Bloom), sem er um það bil
að ljúka stuttum ferli hjá stórfyr-
irtæki sem veðjaði öllu á hugvit hans í
hönnun á byltingarkenndum íþrótta-
skóm. Markaðurinn hafnar vörunni
hins vegar afdráttarlaust og Drew er
rekinn úr fyrirtækinu með skottið
milli lappanna og bíður þess að út-
breitt viðskiptatímarit birti umfjöllun
sem gerir hann að athlægi. Hann tel-
ur ráðlegast að stytta sér aldur en þá
berast honum fregnir af sviplegu frá-
falli föður síns. Drew þarf þá að fara á
vit ættingja sinna í suðurríkjabænum
Elizabethtown til þess að annast út-
fararmál og horfast í augu við þá
staðreynd að hann hefur misst
tengslin við fjölskyldu sína í vel-
gengniskapphlaupinu. Mitt í þessu
öllu saman er ástarsaga, þar sem
Drew kynnist flugfreyjunni Claire
(Kirsten Dunst). Þó svo að ást-
arsagan sé meginþráður sögunnar
liggur styrkur hennar þvert á móti í
kringumstæðunum sem dregnar eru
upp í lífi Drews í tengslum við vinnu-
klúðrið mikla og samfundina við ætt-
ingjana. Þar er teflt fram lifandi per-
sónusafni og bráðfyndnum
aðstæðum, sem halda lífi í ástarsög-
unni sem verður allt of langdregin
miðað við hversu vel turtildúfurnar
eiga greinilega saman. Orlando
Bloom er bráðsjarmerandi í sínu
hlutverki, en samleikurinn við Kirst-
en Dunst tekst hins vegar ekki sem
skyldi þar sem Dunst er ekki nægi-
lega sannfærandi í túlkun sinni á per-
sónu sem á að vera full efasemda um
hvaða stefnu hún vilji taka í lífinu
(sem ásamt vandamálum Drews veld-
ur m.a. því að turtildúfurnar ná ekki
saman fyrr en seint og um síðir). En
myndin er eins og fyrr segir gædd
einlægum vangaveltum um sorg, fjöl-
skyldusamskipti og viðbrögð við mót-
vindum í lífinu – vandamálið er bara
langdregna ástarsagan sem notuð er
til að halda sögunni saman.
Orlando Bloom er bráðsjarmerandi í sínu hlutverki, en samleikurinn við
Kirsten Dunst tekst hins vegar ekki sem skyldi,“ segir meðal annars í um-
sögn um Elizabethtown.
Upp og niður
KVIKMYNDIR
Háskólabíó og Sambíóin, Álfa-
bakka
Leikstjórn: Cameron Crowe. Aðal-
hlutverk: Orlando Bloom og Kirsten
Dunst. Bandaríkin, 123 mín.
Elizabethtown Heiða Jóhannsdóttir
SÖNG- og tónlistarkonan Katie
Melua verður með tónleika í
Laugardalshöll hinn 31. mars
næstkomandi. Katie Melua hefur
náð undraverðum vinsældum á
Bretlandi og á meginlandi Evrópu
frá því að fyrsta plata hennar,
Call off the Search, kom út síðla
árs 2003 en platan er enn á listum
yfir söluhæstu plötur á Bretlandi.
Á þessu ári sendi stúlkan, sem er
einungis 21 árs gömul, frá sér sína
aðra plötu sem kallast Peace By
Peace en sú fór einnig á toppinn á
Bretlandi og hefur nú þegar selst
gríðarlega vel.
Katie Melua er af georgísku
bergi brotin en fluttist ung að ár-
um til Norður-Írlands þar sem
hún tók sín fyrstu skref á tónlist-
arbrautinni. Eftir að hafa vakið
nokkra athygli fyrir sönghæfileika
sína á Írlandi var Melua uppgötv-
uð af lagahöfundinum og upp-
tökustjóranum Mike Batt þar sem
hún var við nám í listaháskólanum
B.R.I.T. School for the Perform-
ing Arts & Technology.
Áhugasöm um Ísland
Lagið „Nine Million Bicycles“ af
fyrstu plötu Melua naut mikilla
vinsælda hér á landi, sem og
plöturnar hennar tvær sem báðar
hafa náð hátt á Tónlistanum. Síð-
ari platan var samfleytt í sex vik-
ur á topp tíu þar til í síðustu viku
þegar hún fór í ellefta sæti. Þess
má einnig geta að gerð var íslensk
útgáfa af lagi Melua „Closest
Thing To Crazy“ sem Páll Rós-
inkranz söng inn á plötu sem hann
gaf út fyrir síðustu jól.
Í viðtali við Morgunblaðið sem
birtist 17. október síðastliðinn
sagðist Melua vonast til að koma
til Íslands í náinni framtíð.
„Mig langar mjög mikið til að
koma og ég er nokkuð viss um að
það gerist. Ég hef alltaf haft mik-
inn áhuga á Íslandi bæði hvað
varðar jarðfræði og loftslag en ég
er líka mikill aðdáandi Bjarkar
svo að það yrði gaman ef ég fengi
að halda tónleika á Íslandi fljót-
lega.“
Eingöngu verður selt í sæti á
tónleikana í Laugardalshöll og
miðasala hefst 6. desember í versl-
unum Skífunnar en í verslunum
BT utan höfuðborgarsvæðis og á
Concert.is.
Tónlist | Katie Melua með tónleika í Laugardalshöll 31. mars
Draumurinn rættist
Katie Melua hefur átt mikilli velgengni að fagna undanfarin ár.
www.katiemelua.com
www.concert.is
KRINGLANÁLFABAKKI
M.M.J. / Kvikmyndir.comRoger Ebert
Kvikmyndir.is
S.V. / MBL
DV
topp5.is
S.V. / MBL
Val Kilmer
KynLíf.
MoRð.
DulúÐ.
Velkomin í
partýið.
Ó.Ö.H / DV
L.I.B. / topp5.is
H.J. / Mbl.
Robert Downey Jr.
Sýnd bæði með
íslensku og ensku tali.
Er frábær staður til að uppgötva sjálfan sig upp á nýtt.
NÝ KVIKMYND FRÁ LEIKSTJÓRA “JERRY MAGUIRE” OG “ALMOST FAMOUS”
MEÐ ÞEIM HEITU STJÖRNUM ORLANDO BLOOM (“LORD OF THE RINGS”)
OG KIRSTEN DUNST (“SPIDER-MAN”).
Þegar maður er þetta lítill
verður maður að hugsa
stórt.
Þar sem er vilji,
eru vopn.
Nýjasta stafræna teiknimyndaundrið frá Disney .
Vinsælasta myndin á Íslandi í dag
Með Óskarsverðlaunahafanum og hinum skothelda Nico-
las Cage. Heimur vopnasala hefur aldrei verið eins flókinn.
LORD OF WAR kl. 5.45 - 8 - 10.30 B.i. 16 ára.
LORD OF WAR VIP kl. 3 - 8 - 10.30
LITLI KJÚLLIN M/- ÍSL TAL. kl. 2 - 4 - 6
LITLI KJÚLLIN M/- ÍSL TAL. VIP kl. 6
CHICKEN LITTLE M/ensku.tali. kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10.10
TIM BURTON´S CORPSE BRIDE kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10.10
ELIZABETH TOWN kl. 5.45 - 8.15 - 10.45
TWO FOR THE MONEY kl. 10.30 B.i. 12 ára.
FLIGHT PLAN kl. 8.15 B.i. 12 ára.
WALLACE AND GROMIT M/- Ísl tal. kl. 1.45 - 3.45
SERENITY kl. 5.45 - 8.10 - 10.30 B.i. 16 ára.
LITLI KJÚLLINN M/- Ísl tal. kl. 12 - 1 - 2 - 4 - 6
CHICKEN LITTLE M/ensku.tali. kl. 6
TWO FOR THE MONEY kl. 8 - 10.30 B.i. 12 ára.
KISS KISS BANG BANG kl. 8 - 10.30 B.i. 16 ára.
WALLACE AND GROMIT M/- Ísl tal. kl. 4
VALIANT M/- Ísl tal. kl. 4
SKY HIGH kl.12 - 2
MYNDIR KL. 12 UM HELGAR Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI