Morgunblaðið - 14.12.2005, Side 10
10 MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
edda.is
Það
blikar
í lofti
Svört eru tré við græna
hugsun grenis
og þrestir flytja hugmynd
guðs af himni,
það vorar senn
en greipsár vindur
skaflhvítt
blik á heiði.
„Matthías Johannessen
hefur lifað og hrærst í
sínum samtíma og ort eins
og sá samtími blés honum
í brjóst.“
Silja Aðalsteinsdóttir,
úr formála að Ljóðaúrvali
HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands synjaði í gær
kröfu prestsetrasjóðs um að felldur yrði úr gildi
úrskurður óbyggðanefndar um að Hrunaheiðar
væru þjóðlenda í afréttareign Hruna en ekki
eignarland staðarins. Taldi meirihluti dómsins að
ekki lægi fyrir fullnægjandi sönnun fyrir því að
prestsetrið Hruni hefði eignarrétt á heiðunum.
Dómsformaður skilaði sératkvæði og taldi hún að
nægjanlegar sannanir hefðu verið færðar fyrir
eignarrétti Hruna.
Úrskurður óbyggðanefndar féll árið 2002.
Prestsetrasjóður höfðaði mál til að fá úrskurð-
inum hnekkt og benti m.a. á að í elsta máldaga
Hruna frá 1331 kæmi fram að Hrunaheiðar hefðu
fallið til staðarins með gjöf frá Þórarni Hrólfs-
syni í Hörgsholti. Gjafabréfið sjálft virðist glatað
en þess er getið í Vilkinsmáldaga frá 1397 og
Gíslamáldaga frá 1570, sem prestsetrasjóður
benti á að hefðu verið staðfestir af konungi og því
með lagagildi. Að auki væri gjafarbréfsins getið í
vísitasíubókum fjögurra biskupa og eignarhaldið
hefði enn verið staðfest með landamerkjabréfi
frá 1885 sem hefði verið þinglýst án athuga-
semda. Þá taldi prestsetrasjóður að ríkið hefði
brotið gegn jafnræðisreglu og benti á að sam-
bærilegt land, t.d. Tunguheiði í Biskupstungum
og Hellisheiði, hefði af hálfu ríkisins verið við-
urkennt sem eignarland.
Taldist ekki heimaland
Hrunaheiðar liggja norðan lands Hrunakróks
og að suðurmörkum Hrunamannaafréttar og á
milli Tungufellslands vestra og Stóru-Laxár í
austri. Jörðin Hruni liggur ekki að Hrunaheiðum
og eiga aðrar jarðir land þar á milli.Var það nið-
urstaða dómsins að af þessum sökum væri ekki
hægt að telja Hrunaheiðar til heimalands Hruna
og því yrði að gera ríkari kröfu um sönnun á
eignarhaldi en ella.
Í niðurstöðu dómsins segir um máldagann frá
1331 að um það sé deilt hvort Hrunaheiðar
fylgdu með í gjöfinni frá Þórarni í Hörgsholti eða
hvort Hruna hefðu eingöngu verið gefin Lax-
árgljúfrin. Af landamerkjabréfinu frá 1885 virtist
dómnum auk þess sem fremur væri vísað til
óbeins eignarréttar Hruna en ekki beins eign-
arréttar. Þá féllst dómurinn ekki á að eignarrétt-
urinn gæti byggst á hefð og benti á að landið
hefði ekki verið afgirt af ábúendum Hruna og
ekki innheimt endurgjald fyrir nýtingu og að
hreppurinn hefði séð um smölun en ekki ábú-
endur. Því hafnaði dómurinn kröfu prestsetra-
sjóðs um að fella úrskurð óbyggðanefndar úr
gildi.
Eignarréttur hafði ekki
fyrr verið dreginn í efa
Meirihluta í dómnum mynduðu meðdómend-
urnir Arngrímur Ísberg og Ásgeir Magnússon en
dómsformaðurinn, Hjördís Hákonardóttir, skilaði
sératkvæði og taldi að þær sögulegu heimildir
sem vísað hefði verið til og landamerkjabréfið frá
1885 væru næg sönnun á eignarréttinum. Þá
hefði eignarrétturinn á landinu, sem ætíð hefði
verið skýrt afmarkað, ekki verið dreginn í efa
fyrr en óbyggðanefnd gerði kröfu til þess.
Af hálfu prestsetrasjóðs flutti málið Ólafur
Björnsson hrl. Ólafur Sigurgeirsson hrl. flutti
málið f.h. ríkisins.
Gátu ekki sannað eignar-
rétt á Hrunaheiðum
MÆÐRASTYRKSNEFND Kópa-
vogs mun úthluta matarmiðum og
gjöfum handa börnum fyrir jólin til
skjólstæðinga sinna líkt og gert hef-
ur verið undanfarin ár. Hjá nefnd-
inni starfa 10 til 12 konur í sjálfboða-
vinnu og eru það Kvenfélag
Kópavogs, Freyja félag framsókn-
arkvenna og Dimma í Vatns-
endahverfi sem koma að nefndinni.
Árið um kring, fyrir utan 6 vikur á
sumrin, er á þriðjudögum milli kl. 16
og 18 úthlutað matarmiðum, fatnaði,
skóm og öðru tilfallandi til skjólstæð-
inga. Síðustu fjóra fimmtudaga fyrir
jól er einnig úthlutað á sama tíma.
Birna Árnadóttir hjá nefndinni
segir að reynt hafi verið að sækja
styrki til fyrirtækjanna í Kópavogi
en það hafi gengið misjafnlega.
Vegna beiðna um mat hafi fengist
litlar undantektir því fyrirtækin hafi
yfirleitt verið búin að lofa mat-
argjöfum til Mæðrastyrksnefndar
Reykjavíkur og væntanlega Fjöl-
skylduhjálparinnar. Sælgætisgerðin
Góa hafi þó lagt til jólasælgæti og
KÁESS kjötvinnsla ætli að gefa
hamborgarhrygg. „Við höfum verið
heppnar því Kópavogsdeild Rauða
krossins hefur stutt okkur mjög
dyggilega og séð okkur fyrir fjár-
munum ár hvert. Gjaldkeri okkar
sendi bréf fyrir hönd nefndarinnar
til rúmlega 200 fyrirtækja og fór
fram á að þau styrktu nefndina um
að minnsta kosti 5.000 krónur og við
höfum fengið smá undirtektir þó þær
séu ekki miklar. En við vonumst eftir
að það verði eitthvað meira. Þá hafa
einstaklingar sem eru aflögufærir
komið til okkar og gefið fjármuni.
Reynir bakari hefur gefið okkur
brauð og Ömmubakstur flatkökur,“
segir Birna. Auk þess hafi Digranes-
söfnuður undanfarin ár gefið fjár-
muni aðventukaffis safnaðarins og
Kvenfélag Kópavogs, Lionsklúbb-
urinn og nú Kiwanismenn hafi lagt
til fjármuni. Birna segir að á síðasta
ári hafi nefndin styrkt 141 heimili og
þeim heimilum hafi tilheyrt 263
börn. Í ár verði börnin líklega miklu
fleiri því nú þegar hafi borist hátt í
100 umsóknir og aðeins hafi verið
tekið við umsóknum í þrjá daga.
Síðasti dagur matarúthlutunar er
miðvikudagurinn 21. desember.
Nefndin mun úthluta matarkörfum
og um 200 gjöfum sem P. Sam-
úelsson gefur ásamt matarmiðum.
Tekið er við umsóknum vegna
jólaúthlutunar í kvöld og fimmtu-
dags, föstudags- og mánudagskvöld
á milli kl. 19 og 21. Kópavogsdeild
Rauða krossins mun leggja til sjálf-
boðaliða sem aðstoða við úthlut-
unina.
Undir jólatrénu í Smáralind verð-
ur safnað pökkum handa börnum í
Kópavogi og þá munu leikskólabörn í
bænum leggja til jólapakka.
Morgunblaðið/Þorkell
Mæðrastyrksnefnd Kópavogs úthlutaði til skjólstæðinga nefndarinnar í gær. Á myndinni eru Guðlaug Erla Jóns-
dóttir, Birna Árnadóttir, Erla Líndal, Hlín Guðjónsdóttir ritari, María Marta Einarsdóttir gjaldkeri, Margrét
Scheving formaður, Guðrún Tómasdóttir, Elísabet Þorvaldsdóttir og Sigurfljóð Skúladóttir.
Fleiri umsóknir en í fyrra
Eftir Sigurhönnu Kristinsdóttur
sigurhanna@mbl.is
Jólaúthlutun Mæðrastyrksnefndar Kópavogs
ÞAÐ eru alltaf einhverjir sem
finna fyrir sérstökum kvíða fyrir
jólin, segir Kristbjörg Árnadóttir,
sem tekur þátt í starfi EA-samtak-
anna (Emotions Anonymous).
Samtökin verða með sérstakan
fund um jólakvíða, eins og hann er
kallaður, í Kórkjallara Hallgríms-
kirkju annað kvöld kl. 18.
Kristbjörg segir gott að vinna
gegn kvíðanum með því að tala um
hann. „Það er hægt að draga úr
kvíða með því að tala um hlutina,“
segir hún. Samtökin hafa haldið
sérstakan fund um jólakvíða sl. tvö
ár og segir Kristbjörg að í kring-
um 25 manns hafi mætt í hvort
skiptið.
Hún segir að jólakvíði sé í raun
ekkert frábrugðinn öðrum kvíða.
Jólin geti hins vegar dregið kvíð-
ann fram, t.d. hjá þeim sem hafi
þurft að glíma við einhverja erf-
iðleika á árinu. „Ástæða kvíðans
getur verið breytileg, t.d. getur
hún átt rætur sínar að rekja til
ástvinamissis, hjónaskilnaðar eða
annarra breytinga á aðstæðum
fjölskyldunnar. Fjárhagserfiðleik-
ar geta líka valdið kvíðanum, sjúk-
dómar eða fjölskylduvandamál á
borð við óreglu eða ofbeldi,“ segir
hún.
Kristbjörg segir að miklar kröf-
ur séu gerðar til jólanna. „Fólk vill
halda þau með stæl og kaupa dýr-
ar gjafir en gleymir því að gleðin
fæst ekki keypt fyrir peninga; hún
kemur innan frá.“
Minna um vonleysi nú en áður
Hjálmar Jónsson dómkirkju-
prestur kveðst aðspurður verða
var við að fólki líði almennt betur
fyrr þessi jól en oft áður. „Það er
betra hljóð í fólki og ánægjustuð-
ullinn verðist vera hærri en oft áð-
ur,“ segir hann.
Vigfús Þór Árnason, sóknar-
prestur í Grafarvogi, tekur í svip-
aðan streng. „Oft hef ég fundið
meira fyrir því að fólk sé að leita
eftir aðstoð kirkjunnar,“ segir
hann og er þá að tala um fjárhags-
lega aðstoð. Spurður segir hann að
það séu þó alltaf einhverjir sem
eigi erfitt á þessum tíma ársins,
m.a. vegna jólanna, en líka vegna
skammdegisins. Jólin eigi að skapa
gleði og birtu en stundum komi
upp aðstæður, segir hann, sem
verði til þess að fólki finnist það
ekki vera í ljósinu eða hringiðunni.
Það finni af þeim sökum fyrir
meiri kvíða. „Boðskapur jólanna er
hins vegar sá að þú sért mikilvæg-
ur, eins og þú ert og hver sem þú
ert,“ segir hann og telur mikilvægt
að fólk hafi þann boðskap í huga.
„Hægt að draga úr kvíða
með því að tala um hlutina“
GUNNAR Egilsson, jeppamaður á
Ford Econoline, þriggja öxla sér-
útbúnum jeppa, sem hann ók á suð-
urpólinn á nýju heimsmeti á mánu-
dag, gerði sig ferðbúinn til að aka
til baka til Patriot Hills um klukkan
15 í gær að íslenskum tíma. Hafði
hann þá hvílt sig ásamt ferða-
félögum sínum og stefndi á að nota
sömu hnit á bakaleiðinni og notuð
voru að suðurpólnum. Allir voru við
góða heilsu að sögn eiginkonu
Gunnars.
Gunnar á bókað flug af íshellunni
á Patriot Hills hinn 22. desember en
með heppni mun hann ná flugi hinn
16. desember. Taki hann síðara
flugið lendir hann með vél frá New
York í Keflavík snemma á að-
fangadagsmorgun.
Gerði sig kláran
fyrir heimferðina
FORMAÐUR foreldraráðs Listdans-
skóla Íslands segist sáttur við svör
Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur
menntamálaráðherra um framtíð
náms nemenda sem nú eru í skól-
anum, en hann átti fund með henni í
gær. Hann segir Þorgerði hafa sann-
fært sig um að allir nemendur geti
lokið námi í listdansi á sömu for-
sendum og þeir innrituðu sig.
„Hún sannfærði mig um að þetta
væri í góðum höndum. Það væru
skipulagsbreytingar eins og talað
hafi verið um, en hlutirnir gengju
aðeins hægar fyrir sig en hún hafi
búist við,“ segir Jens G. Einarsson,
formaður foreldraráðsins, sem á
tvær dætur í skólanum.
„Ég held að ráðherra muni lenda
þessu þannig að allir geti verið sátt-
ir, eins og hún hefur sagt,“ sagði
Jens. Boðað hefur verið til fundar
foreldra nemenda Listdansskólans á
laugardag til að ræða skýringar ráð-
herra.
Sáttur við svör
ráðherra um
nám í listdansi
KARLMANNI, sem sat í gæslu-
varðhaldi vegna rannsóknar á
þjófnaði á fjármunum úr heima-
bönkum fólks, var sleppt úr haldi á
föstudag. Hefur hann játað sinn
þátt í málinu og var því ekki ástæða
til að halda honum lengur í varð-
haldi. Hins vegar er ekki útilokað
að fleiri aðilar hafi átt þátt í málinu
og heldur rannsókn þess áfram hjá
lögreglunni í Reykjavík. Maðurinn
ráðstafaði tveimur milljónum
króna sem hann tók út af heima-
bönkum inn á eigin reikning í nokk-
ur skipti og nam hæsta einstaka
fjárhæðin 1,5 milljónum króna en
lægri fjáræðir voru frá nokkrum
tugum þúsunda upp í hundruð þús-
unda.
Sleppt úr haldi
eftir játningu