Morgunblaðið - 19.12.2005, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
1
4
9
1
5
SUMARLJÓS OG SVO KEMUR NÓTTIN
EFTIR JÓN KALMAN STEFÁNSSON
5-STJÖRNUBÓK
„... HRÍFANDI FYNDIN ... SUMARLJÓS OG
SVO KEMUR NÓTTIN ER FRÁBÆRLEGA
VEL STÍLUÐ BÓK. ... ÞVÍ SKÁLD ER JÓN
KALMAN, GLIMRANDI SKÁLD.“
- Páll Baldvin Baldvinsson, DV
MÁLAMIÐLUN HJÁ WTO
Aðildarríki Heimsviðskiptastofn-
unarinnar (WTO) náðu í gær sam-
komulagi um málamiðlun sem greið-
ir fyrir frekari samningaviðræðum
um aukið frelsi í heimsviðskiptum
fyrir lok næsta árs. Geir H. Haarde
utanríkisráðherra segir að komið
hafi verið til móts við fátækari aðild-
arríkin, en samkomulagið hafi ekki
mikil áhrif hér á landi.
21% fleiri ti l sérfræðinga
Heimsóknir til sérfræðilækna
voru samtals 481 þúsund á síðasta
ári. Hafði þeim þá fjölgað um 84
þúsund, eða 21% frá árinu 1994. Út-
gjöld Tryggingastofnunar vegna
kaupa þjónustu klínískra sér-
fræðilækna var rúmlega 1,7 millj-
arðar á síðasta ári og áætluð útgjöld
sjúklinga voru 1.133 milljónir króna.
Bergrán samþykkt
Mannanafnanefnd samþykkti ný-
verið að nöfnin Bergrán, Nicolas og
Aðaldís skyldu færð í manna-
nafnaskrá, en hafnaði nöfnunum
Apríl, Engifer og Liam. Yfir 100
beiðnir hafa borist til nefndarinnar
á árinu 2005.
Sharon á sjúkrahús
Ariel Sharon, forsætisráðherra
Ísraels, var fluttur með hraði á
sjúkrahús í Jerúsalem í gær eftir að
hafa fengið vægt heilablóðfall og
misst meðvitund. Læknar sögðu í
gærkvöldi að forsætisráðherrann
hefði komist aftur til meðvitundar
og væri á batavegi.
Bush ver njósnir innanlands
George W. Bush Bandaríkja-
forseti staðfesti um helgina að hann
hefði heimilað símahleranir og aðrar
njósnir innanlands og sagði þær
nauðsynlegar til að afstýra frekari
hryðjuverkum í landinu. Bush fór
hörðum orðum um þá, sem láku
upplýsingum í fjölmiðla um njósnir
innanlands, og sakaði þá um að hafa
stefnt öryggi þjóðarinnar í hættu.
Mannskæður troðningur
Að minnsta kosti 42 manns létu
lífið í troðningi í skóla í borginni
Madras á Suður-Indlandi í gær.
Flestir þeirra sem fórust voru kon-
ur er voru að sækja matarmiða fyrir
fólk sem varð heimilislaust í flóðum
í október.
Y f i r l i t
Í dag
Fréttaskýring 8 Minningar 30/35
Vesturland 14 Dagbók 38/40
Viðskipti 15 Myndasögur 38
Erlent 16/17 Víkverji 38
Menning 22 Staður og stund 39
Daglegt líf 18/21 Leikhús, bíó 41/45
Umræðan 26/28 Ljósvakar 46
Bréf 28 Veður 47
Forystugrein 24 Staksteinar 47
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is
Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Inga
Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson
Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
TÍÐNI snjóflóða og grjóthruns í vegahlíðum frá
Bolungarvík til Súðavíkur, eru meðal upplýsinga
sem notaðar eru til að meta áhættu vegfarenda á
þessum slóðum í skýrslu sem Harpa Grímsdóttir,
landfræðingur hjá Snjóflóðasetri Veðurstofu Ís-
lands á Ísafirði, vinnur nú að. Drög að skýrslunni
verða send Vegagerðinni og öðrum aðilum sem
málið snertir til umsagnar og þeim gefinn kostur á
að gera athugasemdir á næstu þremur vikum.
Skýrslan er unnin í samvinnu við Leið ehf.
Harpa hefur undanfarið safnað saman gögnum
sem til eru um snjóflóð og grjóthrun hjá Veð-
urstofunni, Vegagerðinni, lögreglunni, Náttúru-
fræðistofnun Íslands og fleiri aðilum. Um er að
ræða flóð og hrun sem orðið hafa í Súðavíkurhlíð,
Kirkjubólshlíð, Seljalandshlíð, Eyrarhlíð og Ós-
hlíð. Einnig eru teknar saman upplýsingar um
slys og óhöpp af völdum snjóflóða og grjóthruns á
vegunum.
Þær heimildir sem Harpa skoðar ná misjafnlega
langt aftur. Gögn Veðurstofunnar ná t.d. um tvo
áratugi aftur í tímann en gögn lögreglunnar, sem
bókað hefur töluverðan fjölda grjóthrunsatvika,
eru frá árinu 1998. Heimildir Hörpu varðandi slys
sem orðið hafa á vegunum vegna snjóflóða og
grjóthruns ná þó enn lengra aftur.
Sex látist í ofanflóðum í Óshlíð frá 1950
„Það hafa til dæmis orðið mjög mörg slys í Ós-
hlíðinni en þau hafa ekki verið mörg í Súðavík-
urhlíðinni miðað við hvað snjóflóð eru tíð þar,“
segir Harpa en samkvæmt heimildum hennar hafa
þrettán manns farist í grjóthruni eða snjóflóðum í
Óshlíð í gegnum tíðina. Mörg slysanna urðu áður
en vegur var þar lagður árið 1950, en eftir að ak-
vegur var lagður um Óshlíð árið 1950 hafa sex
manns farist þar í slysum tengdum snjóflóðum og
grjóthruni.
Út frá tíðni ofanflóðanna gerir Harpa tilraun til
að meta áhættu vegfarenda um þessa vegarkafla.
„Ég er að reyna að meta hversu miklu hætta af
völdum snjóflóða og grjóthruns bætir við dánar-
líkur í umferðinni,“ segir Harpa.
Hún segir hugmyndina að skýrslunni hafa fæðst
í vor, þegar aðilar frá Verkfræðistofunni Línu-
hönnun, Leið ehf. og Snjóflóðasetrinu ræddu sam-
an. „Þegar við hjá Veðurstofunni höfum verið að
kynna snjóflóðahættumat í bæjarfélögum á Vest-
fjörðum, þá fáum við alltaf þá spurningu hver
áhættan sé á vegum á milli bæjarfélaga en ekki að-
eins innan þeirra,“ segir Harpa m.a. um aðdrag-
anda skýrslunnar.
En skýrslan ætti líka að verða mikilvægt inn-
legg við undirbúning gangagerðarinnar. „Mér
finnst eðlilegt að áður en teknar eru ákvarðanir
um dýrar og stórar framkvæmdir á borð við
gangagerð, séu teknar saman þær upplýsingar
sem til eru og reynt að meta hvaða þýðingu göng
hafi fyrir vegfarendur og hvar þau eigi að vera,“
segir Harpa. „Því að þessi göng eru fyrst og
fremst til að draga úr áhættu, þá væntanlega að-
allega af völdum grjóthruns og snjóflóða, þetta
styttir engar vegalengdir. Því er sjálfsagt að taka
saman gögn sem til eru til að sjá hversu mikið til-
vonandi göng koma til með að draga úr áhættunni
á Óshlíð.“
Áhætta vegfarenda um veg-
kafla á Vestfjörðum metin
Þrettán hafa látist af völdum ofanflóða í Óshlíð í gegnum tíðina
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur
sunna@mbl.is
FÁTT er skemmtilegra en að velja
jólagjafir handa ættingjum og vinum
en það vita þeir sem reynt hafa að
langar verslunarferðir eiga til að
draga úr manni alla orku. Því getur
verið ágætt að tylla sér niður á milli
þess sem arkað er í hverja verslunina
á fætur annarri. Sigurður Jónsson,
framkvæmdastjóri Samtaka versl-
unar og þjónustu, segist aðeins hafa
heyrt bjartsýnisraddir frá kaup-
mönnum, hvort sem er á Laugaveg-
inum eða í verslunarkjörnum, og allt
eins megi búast við að jólaverslun
verði ívið meiri í ár en í fyrra.
Morgunblaðið/Golli
Kærkomin hvíld í jólaösinni
DAGSBRÚN, hlutdeildarfélag
Baugs Group og móðurfélag 365-
miðla og Og Vodafone, kannar kaup
á Orkla Media, sem gefur út fjölda
tímarita og dagblaða á Norð-
urlöndum, m.a. Berlingske Tidende.
Eiríkur S. Jóhannsson, forstjóri
Dagsbrúnar, sagði við Morgunblaðið
í gær að þetta mál væri ekki eins
langt komið og frétt Sjónvarpsins
um helgina hefði gefið í skyn.
Væntanlega myndi það skýrast
fyrir áramót hvort af kaupunum
yrði. „Þetta er einn þeirra kosta sem
við höfum verið að skoða á erlendum
fjölmiðlamarkaði,“ sagði Eiríkur.
Skoðar kaup á
norrænum miðlum
REYKINGAR hafa aukist lítillega
meðal kvenna undanfarið ár, en
dregist nokkuð saman hjá körlum. Í
dag segjast 19,2% fólks á aldrinum
15–89 ára reykja daglega, sem er lít-
ils háttar lækkun frá því árið 2004.
Þetta kemur fram í samantekt
þriggja kannana sem unnin var af
Gallup fyrir Lýðheilsustöð.
Þegar munur á kynjunum er skoð-
aður má sjá að 19,2% kvenna segjast
reykja daglega, en hlutfallið var
18,6% árið 2004. Því er um litla upp-
sveiflu að ræða á annars stöðugum
samdrætti í reykingum hjá konum
frá árinu 2000, þegar 22% kvenna
reyktu. Alls sögðust 19,3% karla
reykja daglega og hefur hlutfallið
lækkað úr 21,1% á síðasta ári, og
22,8% árið 2000.
Dregið hefur úr reykingum á
landsbyggðinni og er hlutfall reyk-
ingafólks nú svipað á landsbyggðinni
og á höfuðborgarsvæðinu, um 19%,
en árið 2004 sögðust tæp 22% að-
spurðra á landsbyggðinni reykja,
samanborið við tæp 19% á höfuð-
borgarsvæðinu.
Háskólafólk reykir síður
Eins og áður er mikill munur á
hlutfalli reykingafólks eftir mennt-
un. Um 9,5% þeirra sem sögðust
vera með háskólapróf reykja dag-
lega, samanborið við 22,5% þeirra
sem eru minna menntaðir. Reyk-
ingamönnum hefur fækkað meira í
hópi háskólamenntaðra ef þróunin
er skoðuð, tíðni reykinga hjá þeim
fór úr 16,9% árið 1989 í 9,5% nú, sem
er 43,8% minnkun. Hjá þeim sem
minna eru menntaðir fór hlutfall
reykingamanna úr 33,1% árið 1989 í
22,5% nú, sem er um 32% minnkun.
Konur auka reyking-
ar en karlar draga úr
Meira á mbl.is/ítarefni
MAÐUR um tvítugt var í vikunni úr-
skurðaður í gæsluvarðhald eftir að
fjórar ungar stúlkur kærðu manninn
fyrir kynferðisbrot. Dómari við Hér-
aðsdóm Reykjavíkur úrskurðaði
manninn í varðhald til 23. desember
á grundvelli rannsóknarhagsmuna.
Hörður Jóhannesson, yfirlög-
regluþjónn í Reykjavík, segir að
maðurinn hafi verið yfirheyrður eft-
ir að tvær stúlkur undir 18 ára aldri
kærðu manninn vegna kynferð-
isbrota. Hann hafi verið handtekinn
aftur í kjölfar nýrra kæra.
Grunur um ítrekuð
kynferðisbrot