Morgunblaðið - 19.12.2005, Page 28

Morgunblaðið - 19.12.2005, Page 28
28 MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Heilsa og lífsstíll Þriðjudaginn 3. janúar 2006 kemur með Morgunblaðinu glæsilegt sérblað um Heilsu og lífsstíl. Í blaðinu verður fjallað um þá fjölbreyttu möguleika sem eru í boði fyrir þá sem stefna að heilbrigðum og bættum lífsstíl á nýju ári. Meðal efnis: Auglýsendur! Pöntunartími er fyrir klukkan 16 miðvikudaginn 21. desember 2005. Allar nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is • Hreyfing og líkamsrækt. • Heilsusamlegar uppskriftir. • Mataræði gegn offitu og kvillum. • Mataræði barna. • Umfjöllun um sykur og insúlínónæmi. • Lífrænt ræktaðar matvörur. • Slökun. • Andleg iðkun. • Meðferð gegn þunglyndi. • Skaðsemi reykinga. MATTHÍAS Jochumsson skáld bjó á Akureyri á miklu hafísaskeiði. Hann vissi því vel hvað hann söng þegar hann lýsir áhrifum hafískomu í kvæði sínu Hafísinn: „Ertu kominn landsins forni fjandi? Fyrstur varstu enn að sandi, fyrr en sigling, sól og bjargarráð. Silf- urfloti sendur oss að kvelja! Situr ei í stafni kerling Helja, hung- urdiskum hendandi yf- ir gráð?“ Þorvaldur Thoroddsen, sem fyrstur manna safnaði kerfisbundið heim- ildum um veðurfar á Íslandi, ritaði árið 1914 eitthvað á þá leið að hafísinn hafi verið helsta ástæðan fyrir hungursneyðum, dýr- tíð og hallærum og bakað þjóðinni meira tjón en öll eldgos og jarðskjálftar. Þetta þurfti ekki að útskýra fyrir nokkrum manni á sautjándu, átjándu og nítjándu öld þegar hafís var tíður gestur við Íslandsstrendur, umkringdi jafnvel stundum landið. Þegar Þorvaldur skrifaði orð sín var ástandið of- urlítið farið að skána. Og nokkrum árum seinna varð óvænt gjörbylting. Þá var svo lítill hafís í ein 45 ár að fyrr á öldum hefði hreinlega verið talað um íslaus ár. En svo kom hafísinn aftur árið 1965 eins og hendi væri veifað og var engu geðslegri en áð- ur. Næstu ár voru óþekkjanleg frá þeim árum sem menn höfðu vanist í nokkra áratugi og reyndar líka mið- að við þau ár er við höfum nú notið í heilan áratug en árin 1995–2004 eru víðast um land fyllilega sambærileg að hita við hlýindaárin 1931–1960. Og enn virðist hitinn stefna upp á við sem betur fer. Ef hafísaskeið á borð við árin 1965–1971, en mörg tímabil miklu verri og lengri voru á öldum áður, yrði aftur meira og minna viðvar- andi ástand, segjum næstu hálfu öldina, myndi að vísu ekki verða hallæri og hungursneyð, en það er næsta víst að byggð víða fyrir norð- an og austan myndi einfaldlega leggjast af. Fólk myndi ekki af- bera að standa í þessu eilífa kuldabasli þar sem ekki væri bara hörkuvetur og harð- indavor ár eftir ár með tilheyrandi kali og gróðurleysi heldur líka eilífar þokur og suddar á sumrin með þessum fasta niðurdrepandi fimm stiga hita. Hver nennir að búa við ann- að eins á okkar upp- örvandi tímum? Rauf- arhafnarbúar ættu t.d. að þekkja vel muninn á hafísárunum og góð- ærinu síðasta áratug. Nú blómstrar allt. Jafnvel bölsýni um- hverfissinna. Sá maður er hefði saknað hafíssins á hinu íslitla tímabili síðustu aldar eða látið í ljós áhyggjur yfir því að meginísinn væri að minnka í norðurhöfum hefði varla verið talinn með réttu ráði. En nú bregður svo kynlega við að einmitt slíkar vangaveltur eru hafðar uppi í Morgunblaðinu 4. nóvember sl. í greininni „Hvað verður um norðurskautsísinn?“ Þar er sú stað- reynd tíunduð að ísinn á norð- urskautinu fer æ minnkandi. Höf- undurinn rekur nokkrar þær afleiðingar sem hann telur að verði af þessu og eru þær allar mjög nei- kvæðar. Siglingar skipa um norður- íshafið sem þá munu hugsanlega aukast, en eru reyndar nokkrar nú þegar með ströndum fram á sumrin, eru t.d. taldar geta eyðilagt lífríkið, – ekki skaðað heldur eyðilagt. Allt það hugsanlega versta er sem sagt dregið upp. Minni ís mun reyndar frekar minnka líkur á umhverfis- slysum því skip sigla þá fjær ströndum. Hættulegustu breyt- inguna af bráðnum norðurskautsíss- ins telur greinarhöfundurinn þó vera hækkun sjávaryfirborðs sem af henni muni hljótast vegna þess að sjór þenjist út þegar hann hlýnar og „líka hækkar sjávarborð vegna bráðnunar norðurskautsíssins“. Þetta síðasta virðist vera nýjasta nýtt og brýtur raunar í bága við lög- mál eðlisfræðinnar. Hafís sem bráðnar hækkar ekki yfirborð sjáv- ar af því sá ís er hluti sjávarins. Jöklar sem bráðna á landi hækka hins vegar yfirborð hafsins vegna þess að þá bætist meiri vökvi í það. En nú berast óvart þær fréttir að rannsókn sýni að Grænlandsjökull sé að þykkna en ekki bráðna. Þetta er kannski ekki síðasta orðið í mál- inu en mikið hefur ofur-umhverf- issinna samt sett hljóða með þá uppáhaldsgrýlu sína að Grænlands- jökull sé að æða út í sjó og muni fyrr en varir færa allt á bólakaf. Loks er það jafnvel gefið í skyn í greininni að tengsl séu milli flóð- anna í New Orleans og bráðnunar norðuríssins og hækkandi sjáv- arborðs fyrir vikið og er þetta lang- sótt mjög að ekki sé meira sagt. Flóðin voru fyrst og fremst skipu- lagsslys. Ekki breytingar á nátt- úrufari. Þrátt fyrir legu Íslands og haf- ísasögu þess virðist ekki hvarfla að fyrrnefndum greinarhöfundi að beina sjónum sínum að okkar heimaslóðum þar sem afleiðing- arnar af bráðnun norðurskautsíss- ins geta ekki orðið annað en yf- irgnæfandi jákvæðar. Vegur það virkilega ekkert á vogarskálunum? Er Ísland ekki hluti jarðarinnar? Þessi grein um norðurskautsísinn er alltof svartsýn og einhliða eins og reyndar vill brenna við í vandlæt- ingarskrifum um hlýnun jarð- arinnar. Eigum við ekki líka að líta á jákvæðu hliðarnar? Það eru mikl- ar gleðifréttir að hafísinn sé loks að láta í minni pokann á upp- runaslóðum sínum því þá mun hann varla fara í meiriháttar útrás til Ís- lands með skelfilegum afleiðingum. Far vel landsins forni fjandi! Bráðn- aðu nú bara sem allra fyrst og gerðu þig aldrei aftur heimakominn við Íslandsstrendur! Far vel landsins forni fjandi! Sigurður Þór Guðjónsson fjallar um hlýnun loftslags ’Þessi grein umnorðurskauts- ísinn er alltof svartsýn og ein- hliða eins og reyndar vill brenna við í vandlæting- arskrifum um hlýnun jarð- arinnar. ‘ Sigurður Þór Guðjónsson Höfundur er rithöfundur. Í LITLA samfélaginu okkar eru uppi nokkuð einkennilegar hug- myndir um það sem máli skiptir í lífinu. Uppeldis- og umönn- unarstörf eru van- metin og allt of breitt bil er á milli þeirra tekjuhæstu og þeirra tekjulægstu í þjóð- félaginu. Bretta þarf upp ermarnar í mál- efnum aldraðra og öryrkja, því að illa er farið með fólkið sem skilað hefur sínu út í samfélagið sem og þeirra sem sökum sjúkdóma og slysa eru ófærir um að skila fullu vinnu- framlagi. Það ætti að vera metnaðarmál hjá ríkisstjórninni að búa vel að öldruðum og öryrkjum og tryggja það að þessir einstaklingar fái lifað með reisn. Mjög illa hefur gengið undanfarið að manna láglauna- störfin í þjóðfélaginu og á það ekki síst við um umönnunar- og uppeldisstörf. Gríðarleg mannekla hefur bitnað á starfi leikskóla, frí- stundaheimila og umönnun aldr- aðra, sem og störfum ófaglærðra á sjúkrahúsum. Þessi staða veldur miklu álagi, óöryggi og óþæg- indum fyrir alla hlutaðeigandi. Slíkt ástand vekur jafnframt spurningar um hvers virði uppeld- is- og umönnunarstörf eru? Í leikskólum er almennt unnið frábært starf. Með breyttu sam- félagi hefur leikskólinn orðið afar þýðingarmikil stofnun, bæði sem lögfest fyrsta skólastig og einnig heppilegt úrræði fyrir foreldra barna á leikskólaaldri sem eru úti- vinnandi eða í námi. Undirrituð býr í Kópavogi. Þar ríkir sú staða að enn er verið að senda börn heim sökum manneklu. Vandinn felst meðal annars í of mikilli starfsmannaveltu, bæði hjá faglærðum starfsmönnum sem og ófaglærðum. Lausnin á vanda leik- skólanna felst fyrst og fremst í verulegum launahækkunum fag- lærðra starfsmanna því vegna launakjaranna ráðast faglærðir ekki til starfa. Það er jafnframt þörf á því að bæta kjör ófaglærðra til að starfið verði samkeppn- ishæft. Ógjörningur væri að halda uppi starfsemi leikskólanna ef ekki kæmi til vinnuframlag þeirra. Efling – stéttarfélag hefur bent á að auka þurfi menntun og starfs- þjálfun ófaglærðra starfsmanna í leikskólum. Nauðsynlegt sé að ná til þeirra er lengstan starfsaldur hafa og þar með góða þekkingu og reynslu af starfi leikskólanna. Grunnskólakennara má flokka í hóp láglaunastétta. Störf grunn- skólakennara eru vanmetin og um- ræðan um kennara í þjóðfélaginu er fremur neikvæð. Þessa nei- kvæðu umræðu má að einhverju leyti rekja til kjarabaráttu kenn- ara, sem endað hefur með verk- falli. Baráttu sem eng- an endi virðist ætla að taka og bitnar því miður alltaf mest á þeim er síst skyldi. Kjörin hafa lítið skán- að í kjölfarið, en vinnuálagið aukist. Verkfall og kjarabar- átta grunnskólakenn- ara eru sönnun þess að íslensk stjórnvöld verði að gera breyt- ingar á forgangsröðun í menntakerfinu. Það er staðreynd að grunnskólakennarar og leikskólakennarar eru kvennastéttir. Hvort sem það út- skýrir skammarleg launakjör eða ekki, verður ekki gert að frekara umræðuefni hér. Karlmenn skila sér illa inn í kenn- arastörfin, þeir eru fá- ir í grunnskólanum, enn færri finnast þeir í leikskólum og er það synd. Það er börnum nauðsynlegt að njóta samvista við fullorðna af báðum kynjum. Í leikskólum og grunnskólum er hópur úrvals einstaklinga sem koma að uppeldi og uppfræðslu æskunnar sem erfa skal landið. Það er hagur allra foreldra að þeir sem sinna börnunum okkar lung- ann úr deginum séu vel menntaðir og faglegir starfsmenn sem eru áhugasamir og ánægðir í starfi. Það er umframeftirspurn eftir námi við Kennaraháskóla Íslands og hundruðum umsókna er hafnað sökum takmarkaðs fjármagns til skólans. Það er mikið áhyggjuefni þar sem skortur er á leik- skólakennurum og jafnvel kenn- urum. Leikskólum fjölgar stöðugt og síauknar kröfur eru gerðar til þessara starfsstétta. Námið í Kennaraháskólanum er mjög gott, en alltaf má gera gott betra. Námið er þó ef til vill of stutt á öllum brautum skólans, enda er stefnt að lengingu þess. Kröfurnar til skólastarfs aukast stöðugt og góður undirbúningur er því nauðsynlegur. Vel menntað- ir og ánægðir kennarar/leikskóla- kennarar eru forsenda góðs skóla- starfs.Virðing í starfi og sanngjörn launakjör eru forsenda ánægju í starfi. Í umræðunni er einnig stytting á námi til stúdentsprófs. Sú breyt- ing hlýtur að hafa áhrif á menntun grunnskólakennara og kalla á aukna fagþekkingu, aukið náms- framboð og breytingar á Aðal- námskrá. Námsefni færist trúlega niður í grunnskólana. Ef til þess- ara breytinga kemur hlýtur veru- leg leiðrétting á kjörum kennara að fylgja í kjölfarið. Er launa- umræðan hafin eða er eingöngu rætt um aukna ábyrgð og kröfur kennurum til handa? Trúlega er vanmat á uppeldis- og kennslustörf komið til að vera og störfin seint metin að verð- leikum. Að minnsta kosti hefur ráðamönnum, með mennta- málaráðherra í fararbroddi, ekki þótt ástæða til að bæta kjör kenn- ara og leikskólakennara verulega svo að þau megi teljast mannsæm- andi. Gera þarf þá kröfu að kjör þessara starfsstétta verði bætt þar sem vandi þeirra kemur öllum við og hefur oft mikil margfeldis- áhrif. Hvar er forgangsröðin? Gleðileg jól! Hvers virði eru börnin okkar? Hrefna Pálsdóttir fjallar um launakjör í uppeldis- og kennslustörfum Hrefna Pálsdóttir ’Mjög illa hefurgengið und- anfarið að manna lág- launastörfin í þjóðfélaginu og á það ekki síst við um umönn- unar- og upp- eldisstörf.‘ Höfundur er með kennarapróf (B.Ed.) og er uppalandi. Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010 Hair play frá Rakarastofan Klapparstíg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.