Morgunblaðið - 19.12.2005, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2005 29
UMRÆÐAN
Munið að slökkva
á kertunum
Slökkvilið
Höfuðborgarsvæðisins
Treystið aldrei alfarið á
kertaslökkvara
Kringlunni, sími 553 2888
Gabor stígvél
í L vídd og XL vídd - Stærð 36-41 - Litur svart
Verð frá kr. 24.950
Póstsendum
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
ÞEGAR ákveðið var að koma fyrir
mjög stórri olíu- og bensínbirgðastöð
allra olíufélaganna í Örfirisey, hafa
stjórnvöld sýnt af sér mikla léttúð.
Mjög mikil al-
mannahætta staf-
ar af stöðinni fyrir
alla Reykvíkinga.
Ef eitthvað alvar-
legt gerist og ör-
yggismál bregð-
ast, gæti komið
upp þvílíkt eldhaf
sem óþyrmilega
gæti minnt á
brunann mikla í Hertfordskíri við
Lundúnir nú á dögunum. Hvað með
hugsanleg skemmdarverk? Senni-
lega vilja yfirvöld Lundúna síst af
öllu tengja þennan stórbruna við
skemmdarverk. Með því væri kynt
undir eldum af öðru tagi sem torvelt
kann að vera að slökkva.
Hvað með íslenskar aðstæður?
Við gætum ímyndað okkur að ein-
hver hópur sem af einhverjum
ókunnum ástæðum vill láta eitthvað
virkilega illt af sér leiða á Íslandi,
kæmi saman í skugga nætur og und-
irbyggi skemmdarverk í íslensku
samfélagi. Við þekkjum úr okkar eig-
in sögu skemmdarverk sem unnin
voru á eigum Hvals hf sem rak um
áratuga skeið hvalveiðiskip og hval-
stöð í Hvalfirði. Nú gætum við hugs-
að okkur aðra atburðarás sem gæti
átt sér stað á eftirfarandi hátt. Við
lesum aukaútgáfu Morgunblaðsins:
„Þegar klukkan var 20 mínútur
gengin í fimm í nótt var gerð árás á
stóra flutningabifreið á móts við
Kringluna. Bifreiðin flutti þotuelds-
neyti frá Örfirisey á leið til Keflavík-
urflugvallar, með fullfermi, 35 tonn.
Allt tiltækt slökkvilið, lögregla og
hjálparlið var kallað út. Eldurinn
læsti sig í nokkrar aðliggjandi bygg-
ingar. Enginn átti sér nokkurs ills
von í annars friðsamri nóttinni. Hálf-
tíma síðar barst önnur tilkynning, að
gerð hafði verið árás frá sjó á olíu-
birgðastöðina í Örfirisey, sennilega
með sprengjuvörpum. Töluverður
vindur var af norðri og breiddist eld-
urinn fljótlega í alla eldsneytisgeym-
ana. Brennandi olían rann í sjóinn og
náðu logarnir alla leið inn í gömlu
höfnina í Reykjavík og kveiktu í
nokkrum húsum. Allur norðanverður
Vesturbærinn, Miðbærinn allur og
Skólavörðuholtið var þegar rýmt.
Allmargir eru stórslasaðir, loga eldar
víða og hafa valdið gríðarlegu tjóni.
Hefur slökkviliðið í Reykjavík fengið
aðstoð allra slökkviliða um allt Suð-
vesturland, þ. á m. alla slökkvibíla frá
Keflavíkurflugvelli. Hefur af þeim
ástæðum öllu flugi á Íslandi verið af-
lýst.“
Við skulum vona, að svona lagað
gerist aldrei. En Íslendingar hafa
verið þekktir fyrir að gera lítið úr
hættu. Fyrir tæpum áratug var
ákveðið að endurbyggja Reykjavík-
urflugvöll án þess að huga almenni-
lega að öryggismálum. Sjálfsagt hef-
ur þótt að flugvélar í aðflugi svífi yfir
olíubirgðastöðina í Örfirirsey, áfram
yfir Miðbæinn og meira að segja yfir
Alþingishúsið. Eins gott fyrir okkur
að hermdarverkamenninrnir sem
gerðu árásina miklu á Bandaríkin 11.
sept. 2001, höfðu ekki fengið þá hug-
mynd að framkvæma skuggaleg
áform sín hér á landi.
Góðan rithöfund á borð við Einar
Kárason ætti ekki að skorta góðar
hugmyndir að nýjum verkefnum
þessi misserin. Hann sló virkilega í
gegn með bók sinni: „Þetta eru asn-
ar, Guðjón“ og nokkrum árum síðar
bókunum um Djöflaeyjuna.
Olíustöðin í Örfirisey er mikil tíma-
skekkja. Því fyrr sem hún verður
lögð niður, því betra. Þotueldsneyti á
hvergi betur heima en í Helguvík
norðan Keflavíkur þar sem öryggis-
mál eru í mjög góðu lagi. Best af öllu
væri að draga sem mest úr þörfinni
til að flytja inn eldsneyti. Við getum
t.d. notað strætisvagna miklu betur,
gengið meira og jafnvel hjólað. Við
verðum að vera sem mest óháð þess-
ari hættulegu vöru sem bensín og olía
er.
GUÐJÓN JENSSON,
Arnartanga 43, Mosfellsbæ.
Olíustöðin í Örfirisey víki!
Frá Guðjóni Jenssyni:
Guðjón Jensson
AÐ UNDANFÖRNU hafa fjöl-
miðlar fjallað um mannlega eymd í
ríkari mæli en einatt áður. Máski
það stafi af því, að jólin eru í
nánd.
Ekki er nema gott eitt um þetta
að segja, nema hvað vert er að
hafa í huga að mannleg eymd er
staðreynd sem við varir allt árið,
ekki aðeins á aðventunni. Því mið-
ur.
Og eymdin. Kannski búum við
öll við einhverskonar eymd, en
finnum aðeins misjafnlega fyrir
henni, því slíkt er einstaklings-
bundið. Innri fátækt er oft var-
anleg í ríkra manna ranni, en innri
auður í drjúgum mæli meðal
þeirra sem lítið hafa handa á milli.
Þegar um er að ræða að gera
eitthvað í málum þeirra sem bein-
línis eru á götunni er því oft borið
við, að erfitt sé að afla fjár til að
greiða úr málum bágstaddra.
Sjálfsagt er það rétt. En margt er
hægt að gera án mikils tilkostn-
aðar, og ýmsir vilja og geta lagt
lið, án þess að reiða fram fé, oft
fátækir sjálfir.
Um nokkurt skeið hefur verið
rekin virðingarverð starfsemi í
svonefndu Konukoti. En fjármuni
skortir til, svo að starfið þar geti
verið tryggt fram í tímann. Er
ekki hægt að brýna örláta björg-
ólfa til að sýna rausn?
Margt gamalt fólk býr við
ágæta heilsu, en veit varla hvað
það á við tímann að gera og reynir
að drepa hann með því að spila á
spil. Sumt af þessu fólki myndi
óefað fagna því að geta á einhvern
hátt lagt sitt lið, án þess að ætlast
til borgunar af opinberu fé. Þetta
þarf að athuga. Og hvað með
skáta? Eru þeir ekki viðbúnir að
veita hjálp, þótt ekki væri nema
stutta stund?
En svo að vikið sé aftur að
Konukoti: Þar er veitt húsaskjól
um nætur, en að morgni er gisti-
vinum vísað út, og við blasir gat-
an. Hér þarf úr að bæta og án
þess að bíða eftir peningum. Fólk-
ið þarf að eiga vísa staði sem það
getur horfið til og unað þar við
eitthvað sem það kýs. Koma þarf
upp litlum bókasöfnum í ein-
hverjum þeim húsakynnum sem
borgin á. Sömuleiðis á fólk að geta
hlustað á tónlist ef það hefur þörf
fyrir hana. Mér koma til hugar
kirkjurnar, til dæmis Fríkirkjan,
því að hún er miðsvæðis og þar
starfar sóknarprestur sem er hug-
sjónamaður.
Tilgangur minn með birtingu
þessara sundurlausu þanka er alls
ekki sá einn að benda á það sem
miður fer og/eða á vantar. Hann
er jöfnum höndum að gleðjast yfir
því sem vel er gert. Ég vil sem
dæmi nefna það fórnfúsa starf
sem Hjálpræðisherinn hefur af
höndum leyst í á aðra öld og jafn-
vel gárunginn Gröndal skrifaði um
með virðingu og af þakklæti. Nú
gerir enginn grín að Hernum
lengur. Alþjóð metur hann eins og
vert er.
Á aðventunni verður mér sem
oft endranær hugsað um þá há-
vaðamengun sem við hér í þéttbýl-
inu erum undir lögð árið um
kring. Hér á ég ekki aðeins við
umferðarysinn, sem líklega er
óumflýjanlegur einsog lúsin í
barnaskólunum, heldur ekki síður
þann ærandi glym sem maður er
neyddur til að hafa í eyrunum í
verzlunarmiðstöðvum, víða á göt-
um úti, í mörgum veitingahúsum
og jafnvel í strætisvögnum og á
víst að kallast músík. Er þetta lög-
um samkvæmt? Flestir matsölu-
staðir leggja víst blátt bann við
reykingum – en á sumum þeirra
er fólk neytt til að hlusta á „tón-
listar“-hávaða, svo að vart heyrist
mannsins mál. Ég veit ekki hvað
er stressandi ef ekki ómenning af
þessu tagi. Og hefur uppvaxandi
æska eitthvað gott af þessu?
Og úr því ég hef orðað hér sitt-
hvað um tónlist, þá minnist ég
þess sem sá mæti kúltúrmaður
Gylfi Þ. Gíslason vék að í tónlist-
arþætti sem hann flutti í útvarp
fyrir meira en þrjátíu árum. Þá
vakti hann máls á því, að slæmur
væri sá ósiður íslenzkra kirkju-
gesta að rjúka á dyr strax þegar
organistinn byði upp á sérlega val-
ið tónverk einhvers meistara org-
elsins.
Ég vil í lokin gera orð hans að
mínum. Prestarnir geta vakið at-
hygli safnaðarins á þessu, án þess
að gera það í skipunartón. Þeir
geta bent á það, hversu hollt það
er að hlýða á göfuga tónlist áður
en haldið er heim og farið að hest-
húsa jólarjúpuna.
ELÍAS MAR,
rithöfundur.
Aðventuþankar
Frá Elíasi Mar:
Föt fyrir
allar konur
á öllum aldri
Nýbýlavegi 12,
Kópavogi,
sími 554 4433
Opið virka daga kl. 10-18,
laugardaga kl. 10-16