Morgunblaðið - 19.12.2005, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2005 41
Stóra svið
SALKA VALKA
Mi 28/12 kl. 20 Su 8/1 kl. 20
WOYZECK
Fi 29/12 kl. 21 Fö 30/12 kl. 21
Lau 7/1 kl. 20 Su 15/1 kl. 21
KALLI Á ÞAKINU
Má 26/12 kl. 14 Su 8/1 kl. 14
Su 15/1 kl. 14
CARMEN
Fi 12/1 kl. 20 FORS. miðav. 2.000- kr
Fö 13/1 kl. 20 FORS. miðav. 2.000- kr
Lau 14/1 kl. 20 FRUMSÝNING UPPSELT
Nýja svið/Litla svið
ÞRJÁR SYSTUR e. TSJEKHOV
Nemendaleikhúsið, aðeins í desember
Þr 27/12 kl. 20 Mi 28/12 kl. 20
MANNTAFL
Mi 28/12 kl. 20 Su 8/1 kl. 20
Síðustu sýningar
ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR
Fi 29/12 kl. 20 AUKAS. UPPSELT
Fö 30/12 kl. 20 AUKASÝNING
BELGÍSKA KONGÓ
SÝNINGAR HEFJAST AÐ NÝJU Í
JANÚAR
Lau 7/1 kl. 20 Su 15/1 kl. 20
Fö 20/1 kl. 20 MIÐAV. 2.500-
GJAFAKORT
GEFÐU EFTIRMINNILEGA UPPLIFUN
GJAFAKORT Í BORGARLEIKHÚSIÐ
GILDA ENDALAUST
bókasalur: Upplestur Í dag KL 12:15
Viktor Arnar Ingólfsson
Afturelding
Blóðrauð rauðrófusúpa á veitingastofu
Á MORGUN
Stefán Máni
Túristi
MEÐ FYRIRVARA UM FORFÖLL
FIM. 29. DES kl. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS
FÖS.20. JAN kl. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS
LAU.21. JAN kl. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS
Gleðileg jól
Miðasala í síma 4 600 200 / www.leikfelag.is
Fullkomið brúðkaup
Mið. 28.des. kl. 20 UPPSELT
Fim. 29.des. kl. 20 UPPSELT
Fös. 30.des. kl. 20 Örfá sæti
Lau. 7.jan. kl. 19 AUKASÝN.
- Í sölu núna
Fös. 13.jan. kl. 20 AUKASÝNING
Lau. 14.jan. kl. 19 AUKASÝNING
AUKASÝNINGAR: 20/1, 21/1, 27/1, 28/1
Gjafakort í leikhúsið - góð jólagjöf!
Miðasalan opin virka
daga frá 13-17 og allan
sólarhringinn á netinu.
Brúð-
kaupið
heldur
áfram
ÁSLAUG Jónsdóttir hefur getið sér
gott orð fyrir myndskreytingar sín-
ar, en hún myndskreytti m.a. Bláa
hnöttinn á sínum tíma. Í fyrra hlaut
hún ásamt meðhöfundum Dimmal-
imm-barnabókaverðlaunin fyrir
myndskreytingar sínar við bókina
Nei! sagði litla skrímslið og þau
verðlaun hlaut hún aftur í ár en nú
hefur hún bæði skrifað texta og
myndskreytt bókina Gott kvöld. Þar
segir af litlum dreng sem þarf að
vera aleinn heima dálitla stund.
Hann passar Bangsa, sem er ótta-
lega hræddur við allt mögulegt.
Kvöldstundin reynist gestkvæm því
allir þeir sem Bangsi óttast koma í
heimsókn og í skemmtilegum og
einföldum orðaleik myndgerir Ás-
laug íslensk orð yfir ýmisleg leið-
indi. Hræðslupúkinn mætir auðvitað
og Öskurapinn og Ólátabelgurinn.
Ekki má gleyma Óþekktarorminum,
Leiðindaskjóðunni og Hrekkjasvín-
inu og svo má áfram telja. Ekki að
undra að drengurinn sé þreyttur
þegar foreldrarnir koma heim, því
hann hefur haft ráð undir rifi hverju
til að eiga við allt þetta ófrýnilega
lið.
Gott kvöld á Dimmalimm-
verðlaunin svo sannarlega skilið.
Hér koma margir þættir saman til
að skapa frábærlega skemmtilega
og hlýja bók. Texti Áslaugar er ein-
faldur og markviss. Orðaleikir
hennar varpa ljósi á hversu mikið
og skemmtilegt líf býr í íslenskri
tungu, algerlega án þess að reynt sé
að kenna neinum neitt, hér er hrein
sköpunargleði á ferð og ríkur húm-
or. Myndskreytingar eru listilega
unnar og áhrifamiklar og texti og
mynd skapa heild á hverri síðu.
Uppeldisgildi bókarinnar er tölu-
vert bæði fyrir börn og fullorðna.
Hvernig á að bregðast við þegar
Leiðindaskjóðan og Fýlupúkinn
mæta á svæðið? Þá er best að fara í
skemmtilegan leik. Letihaugurinn
þarf að fá verk að vinna, Vælukjó-
ann þarf bara að hressa aðeins við,
t.d. með því að syngja með honum.
Jákvæð viðbrögð við öllum þessum
hversdagspúkum sem herja á allar
fjölskyldur eru auðvitað bestu og án
efa árangursríkustu viðbrögðin,
ekki síst er hér jákvætt hversu vel-
komnir allir eru. Hér er ekkert
hættu nú, eða nú er komið nóg. Nei,
litli drengurinn veit betur og gerir
allt að góðum leik.
Gott kvöld er frumleg og fyndin
bók, myndir og texti vinna frábær-
lega saman, pottþétt lestrarstund
fyrir svona þriggja ára og upp úr.
Áslaug Jónsdóttir er ein okkar
bestu myndskreyta og nú slær hún
einnig í gegn sem höfundur.
Velkominn, Vælukjói!
BÆKUR
Börn
Texti og myndir eftir Áslaugu Jónsdóttur
26 bls. Mál og menning 2005
Gott kvöld
Ragna Sigurðardóttir
TUTTUGUSTU og sjöundu jóla-
tónleikar Kórs Langholtskirkju –
með þremur boðuðum endurtekn-
ingum næstu daga – runnu upp á
föstudag fyrir fullu húsi, þrátt fyrir
hálfókristilega tímasetningu laust
fyrir miðnætti. Önnur eins upp-
söfnuð reynsla hlaut vitanlega að
skila sér í formi kænlega sam-
ansettrar dagskrár og aðsókn-
arvænna einsöngvara, til viðbótar
við löngu góðkunna kóra staðarins.
Enda var bæði kirkjulegri og verald-
legri hlið jólatónbókmenntanna vel
sinnt. Hinni síðartöldu eftir hlé, er
bauð öllum upp á fríar piparkökur
og heitt súkkulaði í safnaðarheim-
ilinu.
Hvorki fleiri né færri en 27 lög
voru á boðstólum og myndi vitanlega
æra óstöðugan að reifa þau öll með
tölu. En áður en kemur að fyrsta há-
punktinum, fjórum frábærum út-
setningum Anders Öhrwalls er hóf-
ust á Ding dong og enduðu á frægu
lagi Grubers „Stille Nacht“, mætti
kannski skjóta inn að yfirsópr-
anröddin í tveim af fyrstu fjórum
lögum kvöldsins var of sterk og
truflaði fyrir vikið einsöng Eivarar
Pálsdóttur og dúett hennar og Garð-
ars Thórs. Það lagaðist þó að mun
þegar síðar var til slíks gripið. Hins
vegar lýtti svolítið tvö annars fallega
sungin einsöngsframlög Garðars í
Öhrwall hvað hann átti stundum til
að hanga ögn neðan í tóni, og ágerð-
ist seinna með Ave Maria Caccinis í
útsetningu kórstjórans.
Það eina sem út á Jól Jórunnar
Viðar mátti setja var hvað angurblítt
lagið er farið að heyrast mikið á
þessum árstíma. Jafnvel beztu vísur
geta stundum verið of oft kveðnar,
en sennilega réð hér valinu að um-
beiðnu flauturnar tvær voru fyrir í
hljóðfæraáhöfn. Þær voru að jafnaði
fagurlega blásnar, þó að virtust
stemma illa við orgelið þegar það
kom fyrst inn.
Gradualekórstúlkurnar fóru eftir
hlé á fiman sprett í fimm léttdjöss-
uðum amerískum jólalögum með
undirleik píanós, bassa og tromma
Kjartans Valdimarssonar, Jóns Sig-
urðssonar og Péturs Grétarssonar;
frísklegast í Jólabjöllum hins með
ólíkindum slitþolna Leroys And-
erson. Berlin-ballaðan Hvít jól var
einnig ljúf áheyrnar, þó að ég hafi
aldrei alveg getað sætt mig við
textafrösun hins ástsæla vísnasmiðs
Stefáns Jónssonar á því lagi. Kór
Langholtskirkju tók síðan yfir með
djasstríóinu í fjórum hægum en auð-
teknum vetrarsólstöðudillum, þ.á m.
Hin fyrstu jól Ingibjargar Þorbergs
(úts. Magnúsar Ingimarssonar), og
reis einna hæst í Jólin alls staðar, sí-
grænum valsi langhylzka bassistans,
ásamt notalegum einsöng Garðars
þó að tóntegundin lægi fulllágt.
Færeyski lævirkinn Eivør Páls-
dóttir hreppti kastljós síðasta hlut-
ans svo um munaði með háflúraða
Kingosálminum Eitt barn er føtt í
Betlehem, er hún söng af sönnu vir-
túósu listfengi. Lag hennar Jólanótt
var og dásnoturt, en missti marks í
lokin sakir óþarfra og því tilgerð-
arlegra hátíðniskrautnótna er verk-
uðu pínlega klappkreistandi, jafnvel
þótt flestir áheyrendur rykju upp úr
stólum af hrifningu eins og til var
ætlazt.
Skrautfiðraðar jóladillur
TÓNLIST
Langholtskirkja
Ýmsir jólasöngvar. Kór Langholtskirkju,
Gradualekórinn, Eivør Pálsdóttir, Garðar
Thór Cortes og Ólöf Kolbrún Harðardóttir
auk átta hljóðfæraleikara. Stjórnandi:
Jón Stefánsson. Föstudaginn 16. desem-
ber kl. 23.
Jólatónleikar
Ríkarður Ö. Pálsson
GRADUALE Nobili heldur jóla-
tónleika við kertaljós í Langholts-
kirkju, á morgun, þriðjudags-
kvöldið 20. desember kl. 21.
Á efnisskránni eru tvö verk
fyrir kvennakór og hörpu, hið
fyrra, „Dancing Day“ eftir John
Rutter (f. 1945) var frumflutt i
dómkirkjunni í Coventry 26. jan-
úar 1974. Verkið er byggt á sex
jólasöngvum við latneska og
enska texta, m.a. hið þekkta lag
„Coventry Carol“. Það hefst með
forleik fyrir hörpuna og eftir
þrjú fyrstu lögin kemur millispil.
Seinna verkið er „Ceremony of
Carols“ eftir Benjamin Britten
(1913-1976), en hann samdi þetta
undursamlega jólaverk eftir
þriggja ára happasæla dvöl í
Bandaríkjunum. Hann tók sér far
heim um miðjan mars árið 1942
með sænsku flutningaskipi. Ferð-
in tók nærri mánuð og lenti hann
í allmiklu volki. Í ferðinni hóf
hann að semja þetta verk fyrir
þríradda kór og hörpu. Það er
rammað inní hinn forna greg-
orska söng „Hodie Christus natus
est“. Britten notar síðan níu ensk
miðaldaljóð sem lýsa með ýmsum
hætti komu jólanna, fæðingu
frelsarans, Maríu sem syngur son
sinn í svefn og fleiri atburðum
tengdum jólunum. Millispil sem
leikið er á hörpu brýtur verkið
upp þannig að kaflarnir eru ell-
efu. Elísabet Wage leikur á hörpu
og sex kórfélagar, Guðríður Þóra
Gísladóttir, Lára Bryndís Egg-
ertsdóttir, María Vigdís Kjart-
ansdóttir, Rannveig Björg Þór-
arinsdóttir og Þórunn Vala
Valdimarsdóttir syngja einsöng.
Stjórnandi Graduale Nobili er
Jón Stefánsson.
Jólalög í Langholtskirkju
Morgunblaðið/Sverrir
Graduale Nobili heldur jólatónleika við kertaljós í Langholtskirkju, undir
stjórn Jóns Stefánssonar annað kvöld.
Fréttasíminn
904 1100