Fréttablaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 1
www. bt.is MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 42 Leikhús 42 Myndlist 42 Íþróttir 39 Sjónvarp 44 FIMMTUDAGUR FJÓRIR LEIKIR Það er nóg um að vera í Intersport-deildinni í körfubolta í kvöld. Fjórir leikir eru á dagskrá og hefj- ast allir klukkan 19.15. Grindvíkingar sækja Hamar heim, Njarðvík fær Snæfell- inga í heimsókn, ÍR-ingar taka á móti Tindastóli og Þór leikur við Hauka í Þor- lákshöfn. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG MEIRA AF HLÝJU LOFTI Á LEIÐ- INNI En heldur svalara í dag en í gær. Hlýnar síðdegis. Allir hvellir að baki að sinni ef marka má spár. Nú er fínt veður til að skreyta úti. Sjá síðu 6 4. desember 2003 – 302. tölublað – 3. árgangur fagnar 40 ára starfsafmæli Arnar Jónsson: ▲ SÍÐA 46 Er brattari en ég hélt ● þemakvöld á aðventunni Björn M. Loftsson: ▲ SÍÐUR 30 til 33 Þrautseigur á þeytaranum BÆTIST LIÐSAUKI Tveir þingmenn hafa tekið að sér að hjálpa einstæðri móð- ur úr Mosfellsbæ og litlum dreng hennar sem Mosfellsbær hefur neitað um tíma- bundna fjárhagsaðstoð umfram umönnun- arbætur. Sjá síðu 6 SVÖRT EKKJA MEÐ VÍNBERJUN- UM Baneitruð kónguló, sem gengur undir nafninu svarta ekkjan, leyndist í vínberja- klasa sem Sigurður Kr. Sigurðsson var að gæða sér á. Sjá síðu 4 ENGIN LAGABREYTING Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra segir vand- séð að breyta þurfi lögum um kaupréttar- samninga stjórnarmanna fyrirtækja. Missi þeir stöðu sína meðan samningstíminn er í gildi falli samningurinn niður. Sjá síðu 6 ÓVISSAN VERST Trúnaðarmaður starfs- fólks Póla á Siglufirði segir að óvissan um framhald rekstursins sé verst. Hún ætlar að flytja ef rækjuvinnslan leggst af. Sjá síðu 12 STJÓRNMÁL Kristinn H. Gunnars- son, þingmaður Framsóknar- flokks, hefur lagt fram breyting- artillögu á Alþingi um að línuíviln- un verði tekin upp. Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokks, styður breytinguna. „Ég hef verið að að vonast eftir því í rúma tvo mánuði að sjávarút- vegsráðherra hefði forystu um að leita sátta í þessu ofurviðkvæma deilumáli. Hann hefur ekki lyft litla fingri í þá veru. Nú er komið fram það sem Kristinn hefur sagt allan tímann að hann myndi gera ef ráðherra gerði það ekki. Að sjálfsögðu styð ég Kristinn í þessu máli okkar,“ segir Einar Oddur. Ef stjórnarandstæðingar styðja breytingartillögu Kristins getur það oltið á atkvæði Einars K. Guðfinnssonar, sjálfstæðis- manns af Vestfjörðum, hvort línuívilnun verði tekin upp eða ekki. Sjávarútvegsráðherra og forystumenn beggja stjórnar- flokka vilja bíða til hausts með að taka upp línuívilnun. Ákvörðun Kristins og Einars Odds þýðir hins vegar að stjórnarmeirihlut- inn er afar tæpur í þessu máli. Sjá nánar síðu 4 ÞJÓFA LEITAÐ Tveir menn gerðu tilraun til að ræna söluturninn Vídeóspólan í vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi og var annar þeirra vopnaður hafnaboltakylfu. Lögregla leitaði mannanna, bílar voru stöðvaðir og athugað hvort ræningjarnir tveir væru þar á ferð. Þeir höfðu ekki fundist þegar blaðið fór í prentun. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Kostnaður við öryrkjasamning: Ljós fyrir kosningar ÖRORKULÍFEYRIR Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar segir að útreikningar, sem gerðir voru fyrir heilbrigðisráðuneytið í apríl, sýni að kostnaður vegna samkomulags öryrkja og ríkisins yrði 1.500 milljónir í stað millj- arðs eins og kynnt var fyrir kosn- ingar. Þetta hafi ráðherra vitað mánuði fyrir kosningar en hvorki upplýst kjósendur né samstarfs- flokkinn í ríkisstjórn um matið. Jón Kristjánsson heilbrigðis- ráðherra vísar þessu á bug og seg- ist ekki hafa séð útreikningana fyrr en síðsumars. Þá segir ráð- herra að aldrei hafi staðið til að setja meira en milljarð króna í aukningu örorkulífeyris. Útreikningarnir voru unnir í Tryggingastofnun að beiðni heil- brigðis- og tryggingaráðuneytis. Niðurstöðurnar bárust ráðuneyt- inu 11. apríl, nær mánuði fyrir kosningar. meira bls. 2 jólin koma ● sérsaumaðir kjólar Guðrún Möller: ▲ SÍÐUR 24 til 27 Reiðbuxur og gúmmískór tíska o.fl. ● ferð til malavíu María Sigurðardóttir: ▲ SÍÐUR 28 og 29 Hljóðaklettar magnaðir ferðir o.fl. Línuívilnun veldur titringi innan ríkisstjórnarmeirihlutans: Ráðherra hefur ekki lyft litla fingri HEILBRIGÐISMÁL Stórfelldur niður- skurður með hugsanlegum lokun- um deilda og uppsögnum starfs- manna blasir við Landspítalan- um. Í gær varð ljóst að meirihluti fjárlaganefndar leggur ekki fram neinar breytingartillögur við fjárlagafrumvarpið fyrir þriðju umræðu þess í dag. Útgjaldahlið- in helst því óbreytt og þar með liggur fyrir að Landspítalann skortir 1,4 til 1,5 milljarð króna til að mæta fyrirsjáanlegum út- gjöldum á næsta ári. Fjárlaga- frumvarpið felur óhjákvæmilega í sér samdrátt hjá spítalanum og þar með skerðingu á þjónustu. Stjórnendur spítalans munu á næstu dögum fara yfir stöðuna eins og hún lítur út núna. Þeir munu leggja allt kapp á að skila stjórnvöldum tillögum um það hvernig mæta megi fyrirsjáan- legum samdrætti í rekstri spítal- ans strax fyrir áramót. Hvorki liggur fyrir hvaða deildum verður lokað né hversu mörgum verður sagt upp. Það sem liggur fyrir er að stjórn spít- alans mun fara yfir alla þætti starfseminnar þegar kemur að því að leggja fram tillögur til stjórnvalda um það hvernig sníða megi rekstur hans að þeim þrön- ga stakki sem honum hefur verið búinn í fjárlögunum. Þar með verður ábyrgðinni varpað mjög berlega á ríkisstjórnina, þar sem stjórnendur spítalans meta fjár- lögin sem svo að það sé augljós- lega pólitískur vilji stjórnvalda að þjónustan verði skert. Sú gagnrýni hefur heyrst frá stjórnendum spítalans að ríkis- stjórnin sé á milli steins og sleg- gju þegar kemur að rekstri Land- spítalans annars vegar og upp- gangi einkarekinna læknastofa hins vegar. Sú skoðun endur- speglast síðan í nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar á samein- ingu spítalanna, þar sem stjórn- völd eru meðal annars gagnrýnd fyrir óskýra stefnumótun þegar kemur að framtíð Landspítalans. Í skýrslunni, sem var kynnt fyrir tæpri viku, gagnrýnir Ríkisend- urskoðun einnig að fjárheimildir sjúkrahússins hafi ekki aukist að sama marki og útgjöld á undan- förnum árum. trausti@frettabladid.is EINAR ODDUR Styður breytingar- tillögu Kristins H. Gunnarssonar. ÁRNI MATHIESEN Hefur ekki lyft litla fingri til sátta, að sögn Einars Odds. Skerðing þjónustu er óhjákvæmileg Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu skortir Landspítalann vel á annan milljarð til að ná endum saman. Stjórnendur stefna að því að skila stjórnvöldum tillögum að niðurskurði strax fyrir áramót. Pharmaco: Stefnt á London HLUTAFÉLÖG Lyfjafyrirtækið Pharmaco stefnir að því að hefja undirbúning að skráningu félags- ins á markað í London. Verið er að ganga frá samningi við erlenda fjármálastofnun sem mun vinna að undirbúningi skráningar. Pharmaco mun að öllum líkindum einnig verða skráð á Íslandi. Skráningarferlið tekur að minns- ta kosti sex mánuði. Fyrir eru íslensku fyrirtækin Decode genetics og Kaupþing Búnaðarbanki skráð á erlendan markað. Bankinn er einnig skráð- ur á Íslandi. Pharmaco er stærsta fyrirtæk- ið í Kauphöll Íslands og bætti enn við fjárfestingar sínar með kaup- um á tyrknesku lyfjafyrirtæki. Sjá nánar bls. 8

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.