Fréttablaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 40
40 4. desember 2003 FIMMTUDAGURFótbolti
hvað?hvar?hvenær?
1 2 3 4 5 6 7
DESEMBER
Fimmtudagur
Enska úrvalsdeildin:
Fækkum ekki félögum
FÓTBOLTI „Fjöldi félaga í úrvals-
deildinni er málefni knattspyrnu-
sambandsins og okkar,“ sagði tals-
maður ensku úrvalsdeildarinnar.
„ Við höfum hvorki áform né löng-
un til að fækka félögum í keppn-
inni.“
Ummæli talsmannsins eru
svar við hugmynd Sepp Blatter,
forseta FIFA, um að félög í efstu
deildum verði aldrei fleiri en
sextán. Með því vill hann minnka
álagið á fremstu knattspyrnu-
mönnum heimsins og vill að
félagslið leiki ekki fleiri er 45
leiki á ári.
Blatter hyggst leggja málið
fyrir framkvæmdanefnd og telur
fréttavefur BBC að verði tillagan
samþykkt gæti farið svo að Blatt-
er láti vísa þeim knattspyrnusam-
böndum úr FIFA sem fari ekki
eftir reglunni.
„Við ætlum að leggja til 30 leik-
daga auk fimmtán daga fyrir aðr-
ar keppnir eins og til dæmis bik-
arkeppnir,“ sagði Blatter. „Það
verður verkefni knattspyrnu-
sambandanna að skipuleggja
þessa 45 leikdaga.“
Úrvalsdeildarfélögin ensku
leika 38 leiki í deild og allt að
þrettán leiki bikar og deildabikar.
Úrvalsdeildarfélögin gætu haldið
sig fyrir neðan 45 leikja markið
án þess að fækka liðum í deildinni
ef þau hætta að keppa í deildabik-
arnum. ■
Dagný Linda keppir
í Kanada um helgina
Dagný Linda Kristjánsdóttir keppir í bruni og risasvigi á heimsbikarmótinu um helgina. Hún
varð í 20. sæti á fyrstu æfingunni á þriðjudag.
SKÍÐI Dagný Linda Kristjánsdóttir
varð í 20. sæti á fyrstu brunæfing-
unni fyrir heimsbikarmótið sem
fram fer í Lake Louise í Kanada
um helgina. Dagný er fyrsta ís-
lenska konan til að taka þátt í
heimsbikarmóti í bruni. Heima-
maðurinn Emily Brydon sigraði á
æfingunni, Carole Montillet frá
Frakklandi varð önnur og Lindsey
C. Kildow frá Bandaríkjunum
þriðja.
Fram kemur á heimsíðu Skíða-
sambands Íslands að Dagný Linda
hafi verið á 128 kílómetra hraða í
fyrsta hluta brautarinnar en að-
eins átján keppendur náðu meiri
hraða en hún. Hún stóð sig mjög
vel í miðhluta brautarinnar og var
tíminn hennar á milli annars og
þriðja tímatökusvæðis sá tíundi
besti og ellefti besti á milli þriðja
og fjórða svæðis. Dagný Linda
kom í mark á tímanum 1:37,19 og
var 1,78 sekúndu á eftir sigurveg-
aranum Emily Brydon. Æfingar
fyrir brunkeppni á heimsbikar-
móti eru sambærilegar við keppni
í greininni og verði úrslitin á mót-
inu á morgun á sömu nótum og
æfingin á þriðjudag nær Dagný
Linda í sín fyrstu heimsbikarstig.
Ítalinn Isolde Kostner sem
sigraði í báðum brunkeppnunum í
Lake Louise árið 2001 varð í 30.
sæti á 1:37.77. Petra Haltmayr frá
Þýskalandi sem sigraði í risasvigi
í Lake Louise árið 2001 og bruni
árið 2000 varð ellefta á 1:36.58.
Önnur æfingin fyrir mótið í
Lake Louise var í gærkvöldi og sú
þriðja verður síðdegis í dag. Fyrri
brunkeppnin fer fram á morgun
og hefst klukkan átján að íslensk-
um tíma en seinni brunkeppnin
verður á sama tíma á laugardag.
Keppni í risasvigi hefst klukkan
sautján að íslenskum tíma á
sunnudag.
Keppnin fer fram í Lake Lou-
ise í Alberta í Kanada. Svæðið er
tæpum 200 kílómetrum vestan
við borgina Calgary sem hélt
Ólympíuleikana árið 1988.
Heimsbikarmót karla í bruni og
risasvigi var haldið í Lake Lou-
ise um síðustu helgi. Heimsbik-
armót kvenna hefur verið haldið
í Lake Louise næstum óslitið frá
1989. ■
19.15 Hamar keppir við topplið
Grindvíkinga í Hveragerði í INTER-
SPORT-deildinni í körfubolta.
19.15 Njarðvík og Snæfell keppa
í Njarðvík í INTERSPORT-deildinni í
körfubolta.
19.15 ÍR mætir Tindastóli í Selja-
skóla í INTERSPORT-deildinni í körfu-
bolta.
19.15 Þór leikur við Hauka í Þor-
lákshöfn í INTERSPORT-deildinni í körfu-
bolta.
20.30 Stjarnan og Þróttur keppa í
Ásgarði í 1. deild karla í blaki.
16.30 Enski boltinn á Sýn. Útsend-
ing frá leik West Bromwich Albion og
Manchester United í 4. umferð deilda-
bikarkeppninnar.
16.30 Handboltakvöld á RÚV.
18.10 Olíssport á Sýn. Fjallað er
um helstu íþróttaviðburði heima og er-
lendis.
18.40 Western World Soccer
Show (Heimsfótbolti West World) á Sýn
19.10 Heimsbikarinn á skíðum á
Sýn. Nýjustu fréttir af framgöngu skíða-
manna á heimsbikarmótum.
19.40 Presidents Cup 2003 á Sýn.
Þáttur um keppni bandaríska golflands-
liðsins og alþjóðlegu úrvalsliði kylfinga
um Forsetabikarinn í Suður-Afríku.
20.30 European PGA Tour 2003 á
Sýn. Þáttur um golfmótið Telefonica
Open de Madrid.
21.30 Football Week UK (Vikan í
enska boltanum) á Sýn.
22.00 Olíssport á Sýn. Fjallað er
um helstu íþróttaviðburði heima og er-
lendis.
22.30 Boltinn með Guðna Bergs á
Sýn.
FÓTBOLTI Ísland verður í fjórða
styrkleikaflokki þegar dregið
verður í undankeppni heims-
meistarakeppninar 2006 á föstu-
dag. Dregið verður í Frankfurt-
am-Main milli klukkan 16.05 og
17.45. Ísland verður í sama styrk-
leikaflokki og Úkraínumenn,
Finnar, Norðmenn, Ísraelsmenn,
Bosníumenn, Lettar og Wales-
menn.
Evrópuþjóðirnar leika í átta
riðlum um sæti í lokakeppninni. Í
þremur riðlanna verða sjö þjóðir
en sex þjóðir í fimm riðlum. Þeg-
ar hefur verið ákveðið að Eng-
lendingar, Frakkar, Ítalir og Spán-
verjar verða í sex þjóða riðli.
Efsta þjóð hvers riðils kemst
beint í lokakeppnina en átta þjóð-
ir sem lenda í í öðru sæti riðlanna
leika í umspili um fjögur laus
sæti. Undankeppnin í Evrópu
hefst 4. september á næsta ári og
lýkur með leikjum í umspili í nóv-
ember 2005.
HM kvenna í handbolta:
Nýttu öll
skotin sín
HANDBOLTI Sylvia Strass og Birgit
Engl og félagar í austurríska lands-
liðinu í handbolta byrjuðu vel á HM
kvenna en Austurríki vann Angólu,
29-19, í fyrsta leik sínum á mótinu.
Strass og Engl, sem leika með ÍBV í
RE/MAX-deild kvenna, skoruðu
saman fimm mörk og nýttu öll skot
sín í leiknum. Engl gerði þrjú mörk,
öll úr horninu og Strass var með
tvö, annað þeirra úr hraðaupp-
hlaupi. Austurríki er í riðli með
Rússlandi, Kóreu, Tékklandi og Úr-
úgvæ í riðli. Óvæntustu úrslit dags-
ins voru örugglega, 29-30, tap Norð-
manna gegn Úkraínu en Norðmenn
ætluðu sér stóra hluti á mótinu. ■
ENSKA ÚRVALSDEILDIN
Tuttugu félög leika í ensku úrvalsdeildinni
en Sepp Blatter, forseti FIFA, vinnur að
reglum um hámarksfjölda félaga í efstu
deild.
DAGNÝ LINDA KRISTJÁNSDÓTTIR
Dagný Linda keppir í bruni og risasvigi í Kanada um helgina.
FYRSTA ÆFING Á ÞRIÐJUDAG
1. Emily Brydon (Kanada) 1:35.43
2. Carole Montillet (Frakklandi) 1:35.99
3. Lindsey C. Kildow (USA) 1:36.01
20. Dagný Linda Kristjánsdóttir 1:37.19
A-flokkur: Frakkland, Portúgal, Svíþjóð, Tékkland, Spánn, Ítalía, England og Tyrkland.
B-flokkur: Holland, Króatía, Belgía, Danmörk, Rússland, Írland, Slóvenía og Pólland.
C-flokkur: Búlgaría, Rúmenía, Skotland, Serbía og Svartfjallaland, Sviss, Grikkland, Slóvakía og Austurríki.
D-flokkur: Úkraína, Ísland, Finnland, Noregur, Ísrael, Bosnía-Herzegóvína, Lettland og Wales.
E-flokkur: Ungverjaland, Georgía, Hvíta Rússland, Kýpur, Eistland, Norður Írland, Litháen og Makedónía.
F-flokkur: Albanía, Armenía, Moldavía, Azerbædjan, Færeyjar, Malta, San Marínó og Liechtenstein.
G-flokkur: Andorra, Lúxemborg og Kasakstan.
ÍSLAND
Verður í fjórða styrkleikaflokki þegar dregið
verður í undankeppni heimsmeistara-
keppninar 2006 á föstudag.
Heimsmeistarakeppnin 2006:
Ísland í fjórða flokki
HM U20-LIÐA
Panamabúinn James Brown (hvítklæddur)
og Ousseni Zongo frá Búrkína Fasó í leik
þjóðanna á heimsmeistaramóti U20 liða í
Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
Búrkínar og Argentínumenn eru einir með
fullt hús stiga eftir tvær umferðir.