Fréttablaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 4. desember 2003 gef›u og flú munt njóta Sælla er að gefa en þiggja og hvert sem tilefnið er þá finnurðu réttu gjöfina hjá okkur á verði sem kemur þér skemmtilega á óvart. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 2 30 65 12 /2 00 3 SJÚKRASKRÁR „Okkur barst beiðni um að rannsakað yrði hver hefði farið inn á tölvukerfið. Rannsóknin beinist því ekki aðeins að einum einstaklingi,“ segir Jóhannes Björgvinsson, varðstjóri hjá lög- reglunni í Búðardal, um þá rann- sókn sem nú á sér stað á því hver hafi farið inn á tölvukerfi Heilsu- gæslunnar í Búðardal til að skoða sjúkraskýrslur pólitískra andstæð- inga Guðrúnar Jónu Gunnarsdótt- ur, hjúkrunarforstjóra og fyrrver- andi oddvita Dalabyggðar. Gífur- legar deilur hafa staðið í Dala- byggð í næstum ár en þær eiga rót sína í þeim áformum sitjandi meirihluta að selja Hitaveitu Dala- manna til Orkubús Vestfjarða. Seinna var ákveðið að Rafmagns- veitur ríkisins keyptu hitaveituna. Í upphafi beindist rannsóknin eingöngu að Guðrúnu Jónu þar sem farið hafði verið inn á sjúkra- skrárnar á hennar lykilorði. Hún hefur þvertekið fyrir að eiga þar hlut að máli og segir að einhver sé að reyna að koma á sig höggi með því að láta líta þannig út að hún hafi með þessu snuðrað um and- stæðinga. Guðrún Jóna, sem var leiðtogi meirihlutans, var skikkuð í frí vegna þessa máls og hefur misst oddvitastólinn auk þess að sitja ekki lengur í nefndum Dala- byggðar. Hún hefur bent á að Þórður Ingólfsson yfirlæknir, sem hún hefur átt í útstöðum við, sé jafn- framt kerfisstjóri tölvukerfisins og ráði sem slíkur lykilorðum allra, þar á meðal sínu. „Það er rétt að ég er kerfis- stjóri en ég hef ekki aðgang að lykilorðum Guðrúnar Jónu eða annarra. Hver starfsmaður útbýr sitt lykilorð sjálfur. Samstarfs- erfiðleikar hér byrjuðu ekki í sveitarstjórnarkosningum heldur áður. Ég mun leggja mitt af mörk- um sem fyrr til að upplýsa þessi mál,“ segir Þórður yfirlæknir. Jóhannes varðstjóri segir að rannsókninni miði vel. Embætti Ríkislögreglustjóra sé ásamt hug- búnaðarfyrirtækinu sem setti upp kerfið að rannsaka hvar og hvenær hafi verið farið inn á sjúkraskrárnar. Þegar þeirri vinnu ljúki muni hefjast yfir- heyrslur í Búðardal. Mál hjúkrunarforstjórans er komið á borð Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem sam- þykkti að standa straum af lög- fræðikostnaði Guðrúnar Jónu hjúkrunarforstjóra. rt@frettabladid.is Yfirlæknir í rannsókn Ítarleg rannsókn á sjúkraskrármálinu í Búðar- dal. Aðrir starfsmenn en hjúkrunarforstjórinn brottrekni einnig til rannsóknar. HEILSUGÆSLA Guðrún Jóna Gunn- arsdóttir, hjúkrunarforstjóri á Heilsugæslunni í Búðardal og fyrrverandi oddviti, segir eðlilegt að fleiri starfsmenn en hún verði sendir heim vegna sjúkraskrár- málsins sem nú er til rannsóknar lögreglu. Aðeins henni hefur ver- ið gert að yfirgefa vinnustað sinn þótt fleiri séu til rannsóknar, þeirra á meðal yfirlæknirinn. „Ég tel eðlilegt að við sitjum öll við sama borð í þessu efni. Þetta á bæði við um Heilsugæsluna og setu í sveitarstjórn og nefndum,“ segir Guðrún Jóna, sem upphaf- lega var kærð fyrir að fara inn á sjúkraskrár pólitískra andstæð- inga sinna. Í framhaldi þess var henni vísað af vinnustað og hún sett af í nefndum sveitarfélagsins. „Ef oddviti og framkvæmdastjóri Heilsugæslunnar vilja vera sjálf- um sér samkvæmir verða þeir að láta sama yfir alla ganga. Mér hef- ur verið sagt að alls fjórir starfs- menn hafi aðgang að tölvukerfinu og þar með möguleika á að fara inn á mínu nafni,“ segir hún. Hún segir ástandið í Dala- byggð vegna þessara mála vera afar slæmt. „Sveitarfélagið er eins og sviðin jörð,“ segir Guðrún Jóna. ■ Sjúkraskrármálið í Búðardal: Heilsugæslan reki fleiri heim BÚÐARDALUR Illdeilur geisa vegna hjúkrunarforstjórans sem var rekinn heim og settur út úr nefndum sveitarfélagsins. HEILBRIGÐISMÁL Verið er að undir- búa umfangsmikla rannsókn, sem miðar að því í stórum dráttum að kanna líðan og aðbúnað lækna á háskólasjúkrahúsum í fjórum löndum. Hugmyndin að henni er upphaflega komin frá fyrrum for- stjóra Karolínska sjúkrahússins í Stokkhólmi. Auk þess tekur rann- sóknin til Landspítala - háskóla- sjúkrahúss sem og til sjúkrahúsa í Noregi og á Ítalíu. „Viðfangsefnið er starfstengd heilsa lækna og starfsumhverfi á þessum tilteknu sjúkrahúsum. Markmið verkefn- isins er að bæta samskipti lækna og sjúklinga og miðast að því að skoða mismun milli þessara sjúkrahúsa og skoða möguleika á úrbótum á grunni þess saman- burðar,“ sagði Lilja Sigrún Jóns- dóttir verkefnisstjóri. Hún sagði ennfremur, að rann- sökuð yrði starfsmenning innan stofnana og umgjörð starfsins í heild, kannað samspil milli þess- ara þátta og hvort einhverjir hóp- ar skeri sig úr. Hér á landi myndi könnunin ná til allra lækna. Samanburður milli landanna fælist meðal annars í að kanna sjúkraskráningar. Í Svíþjóð hefðu rannsóknir sýnt að sjúkra- skráningar væru algengari meðal kvenlækna heldur en karl- lækna. ■ Yfirgripsmikil rannsókn í burðarliðnum: Kanna líðan lækna

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.