Fréttablaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 28
ferðir o.fl.
Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur ferðalögum
Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: ferðir@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is.
Mér hafa alltaf þótt Hljóða-klettar alveg ótrúlega magn-
aðir,“ segir María Sigurðardóttir
leikstjóri, aðspurð um uppáhalds-
staðinn sinn á Íslandi. Þegar hún
er beðin að útskýra frekar þessi
hughrif sem Jökulsárgljúfur
vekja hjá henni segir hún: „Það
getur verið erfitt að útskýra af
hverju eitthvað fær sinn sérstaka
sess í huga manns en mér finnst
þetta svæði í kring um Jökulsá á
Fjöllum alger ævintýraheimur.
Náttúran er svo stórkostleg og
falleg. Ég hef tjaldað í Vestur-
dalnum nokkrum sinnum og geng-
ið þar um nágrennið. Það er alveg
einstakt.“
Þegar farið er að spjalla meira
við Maríu kemur í ljós að hún er
hagvön á Norðurlandi og ber til
dæmis sterkar taugar til Reykja-
dalsins. „Ég starfaði síðastliðið
sumar í bændagistingu á Narfa-
stöðum og þar sem ég er að leik-
stýra nemendum við Verkmennta-
skólann á Akureyri og mun setja
upp leikrit með 12 ára börnum á
Húsavík eftir áramót fékk ég inni
á Laugum í vetur,“ segir hún.
Greinilegt er að landsbyggðin tog-
ar í hana og hún kveðst til dæmis
kunna mjög vel við sig alein uppi
á heiði. Í framhaldinu rifjar hún
upp gönguferð sem hún fór síðast-
liðið sumar úr Reykjadalnum yfir
í Bárðardal. „Ég var fimm og hálf-
an klukkutíma á leiðinni og var
þarna bara innan um geitur og
kindur. – Svo á ég mér draum,“
bætir hún við leyndardómsfull og
er búin að ljóstra honum upp áður
en varir. „Hann er sá að ganga
yfir Melrakkasléttu þvera. Mér
finnst það ofboðslega spennandi
tilhugsun. Ég hef bara horft þang-
að og það er engu líkt. Þetta er
eins og steppa, bara þúfur og
lyng.“ María kveðst hafa ekið fyr-
ir Sléttu og segir það óvenjulega
upplifun. „Maður keyrir alveg
ofan í sjónum og það er mjög sér-
stakt. Þaðan blasir Melrakkaslétt-
an við – hana ætla ég að kanna
betur síðar.“ ■
■ Út í heim
Tekjur af erlendum ferðamönnum:
Kaupa meiri þjónustu
Erlendir ferðamenn keyptu ísumar þjónustu fyrir rúmlega
1.500 milljónum króna hærri upp-
hæð en í fyrra. Samkvæmt upp-
lýsingum Seðlabankans um gjald-
eyristekjur af ferðaþjónustu
fyrstu 9 mánuði ársins 2003 urðu
þær alls 30,4 milljarðar króna en
voru á sama tíma í fyrra 30,3
milljarðar.
Mikil breyting hefur hins veg-
ar orðið í skiptingu teknanna, þar
sem fargjaldatekjur minnka um
1,5 milljarða króna en tekjur
vegna neyslu erlendra ferða-
manna í landinu aukast um rúma
1,5 milljarða króna. Aukningin í
neyslu erlendra gesta á þriðja árs-
fjórðungi, þ.e. mánuðina júní, júlí
og ágúst, er 16,9% miðað við sömu
mánuði árið 2002. Þegar litið er á
fyrstu 9 mánuði ársins hafa far-
gjaldatekjur dregist saman um
11,5%, en tekjur af seldri þjón-
ustu í landinu aukist um 8,3%.
„Þessir 20 milljarðar, sem er-
lendir gestir nota hér fyrstu 9
mánuði ársins, dreifast um allt
hagkerfið og koma fram hjá hefð-
bundnum ferðaþjónustufyrir-
tækjum, verslunum og í vaxandi
mæli hjá ýmsum þjónustufyrir-
tækjum. Það er í samræmi við þá
breytingu sem orðið hefur á
ferðamynstri að erlendir gestir
fara nú meira en áður um landið á
eigin vegum. Aukin notkun bíla-
leigubíla skilar t.d. auknum hluta
tekna til olíufélaga, og þá til ríkis-
ins, þar sem aukin eldsneytiskaup
skila auknu vegagjaldi. Þessi
1.500 milljóna króna aukning í
sumar nýtur að auka forsendur
fyrir arðsemi þjónustufyrirtækj-
anna,“ segir Magnús Oddsson
ferðamálastjóri. ■
FERÐAMENN
Tekjur af fargjöldum hafa lækkað milli ára
en erlendir ferðamenn kaupa nú meiri
þjónustu en áður.
AÐVENTUHELGI Í KÖBEN
Jólastemningin er í hámarki í Kaup-
mannahöfn, jólaljós á Ráðhústorgi og
markaður í Tívolí, svo eitthvað sé
nefnt. Verðið á flugmiðanum hjá
Icelandair er frá 20.900.
PARÍS Í DESEMBER Í París eru
jólamarkaðir úti um allt um þess-
ar mundir. Á tröppum Notre
Dame-kirkjunnar er flutt stutt
jólaópera á hálftíma fresti og fyr-
ir framan Montparnasse er
skautasvell. Flugmiðinn kostar
frá 23.900 hjá Icelandair.
SÍÐASTI SÉNS FYRIR JÓL Úrval-
Útsýn býður gistitilboð á Kanarí
9. til 19. desember á kr. 49.900 á
mann í tvíbýli í 10 nætur í íbúð á
jarðhæð Las Camelias. Aukagjald
fyrir einbýli er kr. 15.000.
MARÍA SIGURÐARDÓTTIR
Finnst gott að vera alein uppi á heiði.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
LD
A
LÓ
A
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
Uppáhaldsstaðurinn:
Hljóðaklettar
magnaðir
Skíðaferðir:
55 lyftur í
Zell am See
Heimsferðir bjóða upp á beintflug til Salzburg frá 31. janúar
í tengslum við skíðaferðir til bæjar-
ins Zell am See í austurrísku Ölpun-
um. Klukkustundar akstur er frá
Salzburg til Zell. Þriggja og fjög-
urra stjörnu hótel í hjarta Zell
standa til boða.
Á heimasíðu Heimsferða má lesa
að skíðabrautir eru alls 130 kíló-
metrar og ef snjór er af skornum
skammti er hann framleiddur á all-
ar helstu skíðabrautirnar. Kitzstein-
horn-jökullinn sem gnæfir yfir
Kaprun gerir líka skíðaiðkun mögu-
lega allan ársins hring. 55 lyftur af
ýmsum gerðum eru á svæðinu, 7
kláfar, 2 járnbrautir, 10 stólalyftur
og 36 toglyftur. Skíðapassi í sex
daga kostar 14.900 fyrir fullorðna.
Hótel með morgunmat í sjö nætur
kostar frá 56.300. ■
Borgarferðir:
Heimsborgir
Úrval-Útsýn efnir til ferða tilfjögurra heimsborga seinni
part vetrar, allar í íslenskri farar-
stjórn.
22.-27. febrúar
verður farið til
Rómar í beinu
leiguflugi með
Icelandair. Í boði
verða áhugaverð-
ar skoðunarferðir
um Róm og ein-
nig ferð til Pompei. Ferðir til
Madridar verða 11.-14 mars og
22.-25. apríl í fararstjórn Kristins
R. Ólafssonar. Þar verður boðið
upp á útsýnisferð um Madridar,
ferð á Prado-safnið og skoðunar-
ferð til hinnar sögufrægu mið-
aldaborgar Toledo, 70 km sunnan
við Madrid. 18.-21. mars og 15.-19.
apríl verður farið til Barcelona og
25.-29. mars til Búdapest. Í Búda-
pest verða fararstjórar Ferrenc
Utassy og fleiri. ■
VIÐ LEIFSSTÖÐ
Upplýsingar
í síma 421 2800