Fréttablaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 47
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500
Bakþankar
ÞRÁINS BERTELSSONAR
Kvenning
www.gunnimagg . i s
Trúlofunar- og
giftingarhringir
20% afsláttur í takmarkaðan tíma
! "# "
!"
!
#$
%%&% %&% '&%
( ) * + % ,,,&-. - &
/ 0 ! 121 3)!& 121
)
)!& 121
4 -
3)
3
!
56
Besti netbanki
á Íslandi 2003
Alþjóðlega fjármálatímaritið Global Finance hefur útnefnt Einkabanka
Landsbanka Íslands sem besta netbanka á Íslandi árið 2003. Þetta er
annað árið í röð sem Einkabankinn hlýtur þessa viðurkenningu. Þessi
útnefning undirstrikar góða þjónustu Landsbankans á netinu.
Í Einkabankanum gefst þér kostur á að stunda öll almenn bankaviðskipti
og verðbréfaviðskipti á netinu, bæði hratt og örugglega, hvenær sem þér
hentar. Kynntu þér kosti Einkabankans á www.landsbanki.is
Fyrirtækjabanki Landsbanka Íslands er byggður upp á sama grunni
og Einkabankinn en er sérsniðinn að þörfum viðskiptalífsins. Þar geta
stjórnendur fyrirtækja stundað öll bankaviðskipti með einföldum og
þægilegum hætti og haft góða yfirsýn yfir reksturinn.
Allar upplýsingar um Einkabankann og Fyrirtækjabankann færðu í næsta
útibúi Landsbankans, hjá þjónustuveri í síma 560 6000 og á
www.landsbanki.is
Björg Ingadóttir, hönnuður og eigandi Spaksmannsspjara.
Viðskiptavinur Landsbankans frá 1963.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
L
BI
2
24
31
11
/2
00
3
Kvenmannslaus í kulda og trekki,“orti Steinn Steinarr, „kúri ég vol-
andi“. Þrátt fyrir fræga auglýsinga-
herferð Flugleiða um tilkippileik ís-
lenskra kvenna virðist kvenmanns-
leysi vera mikið böl á Íslandi. Meira
að segja peningar duga mönnum
ekki til kvenhylli ef marka má þá
nöturlegu staðreynd að 95% stjórn-
armanna í þeim glæsilegu fyrirtækj-
um sem mynda saman úrvalsvísitölu
Kauphallarinnar eru karlmenn og
kvenhylli fyrirtækjanna mælist því
aðeins skitin 5%.
ÞRÁTT FYRIR þetta kvenmanns-
leysi hjá gullfyrirtækjunum virðast
konur þó ekki með öllu áhugalausar
um að taka þátt í viðskiptalífinu, og í
vissum geirum kaupsýslunnar virð-
ast þær hafa náð einokunaraðstöðu.
Til að mynda minnist ég þess ekki að
hafa nokkru sinni séð karlmann af-
greiða í bakaríi, né heldur í því eftir-
sótta starfi að selja sælgæti og popp-
korn í kvikmyndahúsum.
EF MARSBÚI kæmi til jarðarinnar
og gæfi síðan skýrslu um atvinnumál
á Íslandi mundi hann örugglega kom-
ast að þeirri niðurstöðu að áhugi
kvenna á hinum ýmsu starfsgreinum
hljóti að vera í öfugu hlutfalli við
þykkt launaumslagsins sem starfinu
fylgir.
KVENFYRIRLITNINGIN, eða öllu
heldur fyrirlitning kvenþjóðarinnar
á peningum, kemur ekki einungis
fram í því að nær ómögulegt virðist
að fá konur til að taka að sér störf
sem eru sæmilega launuð, heldur
hafa þær einnig tekið að sér það oln-
bogabarn gróðasamfélagsins, sem
var kallað „menning“ hér á árum
áður, og ætti eiginlega að skíra upp á
nýtt og kalla „kvenningu“. Það eru
konur sem sjá um svo gott sem alla
menningarneyslu þjóðarinnar. Þær
lesa bækurnar, þær mæta á tónleika,
myndlistarsýningar, þær fylla leik-
húsin, svo að hin íslenska menning
sem feðurnir hafa yfirgefið til að elt-
ast við peninga er nú í umsjá og
ábyrgð einstæðra mæðra sinna.
KVENMANNSLEYSI er grund-
vallarvandamál í íslensku þjóðfélagi
og því ber að fagna því að 7 kven-
hetjur gáfu sig í ljós núna í vikunni
og létu boð út ganga um að þær
væru til í að reyna að jafna kynja-
kvótann með því að gefa kost á sér í
stjórnir gullfyrirtækja, því að eins
og Steinn Steinarr sagði: „Þetta er
ekki, ekki, ekki, ekki þolandi“. ■