Fréttablaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 22
Allar borgir sem við bjuggum íeru mínar eftirlætisborgir,“
segir Ástríður Andersen, fyrrum
sendiherrafrú, sem er 85 ára í
dag. Til að halda upp á afmælið
býður hún fjölskyldu og vinum til
veislu í Sunnusal Hótel Sögu.
„Því miður mun dóttir mín ekki
komast. Hún býr í Frakklandi þar
sem hún starfar sem alþjóðatúlk-
ur. Þess í stað ætlar hún að bjóða
mér til Kaupmannahafnar síðar í
mánuðinum.“
Það er mikill heimskonubragur
bæði á persónu frú Ástríðar og
heimili hennar. Fyrst bjó hún er-
lendis þegar hún fór á stríðsárun-
um til New York til að starfa þar á
ræðismannsskrifstofu Íslands.
Síðar fylgdi hún manni sínum,
Hans G. Andersen heitnum, í rúm-
lega þrjátíu ár þegar þau voru
sendiherrahjón, fyrst í Evrópu og
síðar í Bandaríkjunum. Búsetu
hennar erlendis lauk á sama stað
og hún hófst, þegar maður hennar
varð sendiherra Íslands við Sam-
einuðu Þjóðirnar.
Við dvöl sína í ýmsum borgum
heimsins hitti frú Ástríður mikið
af heimsþekktum einstaklingum.
Á heimili hennar má sjá myndir af
þeim hjónum með Jóhannesi Páli
páfa II og með Reagan-hjónunum.
Hinn heimsfrægi konsertpíanisti
Wilhelm Kempf spilaði fyrir þau
konsert á heimili þeirra, til að
þakka fyrir yndislegt kvöld í
kvöldverðarboði.
Hún hefur alla tíð reynt að
halda góðum tengslum við lista-
fólk hvar sem hún er stödd. Sjálf
er hún hæfileikamikil á lista-
sviðinu; málar og lagði lengi vel
stund á píanónám. „Ástundun
mín á píanóið minnkaði þó mikið
þegar ég fór að mála. Ég hafði
bara ekki tíma til að sinna hvoru
tveggja.“ 1962 fór hún að mála,
að áeggjan vinkonu sinnar, Nínu
Tryggvadóttur listmálara. Á
heimili Ástríðar ber mikið á mál-
verkum eftir þær tvær stöllur.
Nína er einnig sú manneskja
sem Ástríður telur hafa haft
hvað mest áhrif á líf sitt. „Nína
hafði mikil áhrif á mig með það
að fara að mála,“ segir frú
Ástríður. „En ég er ekki mjög
áhrifagjörn, ég er ákveðin kona
og fer mínar eigin leiðir. Enda
hef ég þurft á því að halda sem
sendiherrafrú.“ ■
22 4. desember 2003 FIMMTUDAGUR
■ Andlát
Þennan dag árið 1992 skýrðiGeorge H. Bush, forseti Banda-
ríkjanna, frá því að 28 þúsund
bandarískir hermenn yrðu sendir til
hins stríðshrjáða Afríkuríkis Sómal-
íu. Tilganginn sagði hann vera að
„bjarga milljónum mannslífa“ frá
hungursneyð, því ekki hefði reynst
unnt að koma matvælum og annarri
aðstoð til fólksins vegna linnulausra
stríðsátaka þar.
Sameinuðu þjóðunum tókst að
koma matvælum til sveltandi fólks
með aðstoð bandaríska hersins.
Átök stríðsherranna í landinu héldu
hins vegar áfram og bandaríski her-
inn flæktist inn í þau.
Bandaríkjamenn voru á þessum
tíma engan veginn tilbúnir að horf-
ast í augu við að mannfall yrði í
bandaríska hernum svo fjarri
heimaslóðum.
Þegar Bill Clinton tók við for-
setaembættinu í janúar árið 1993,
aðeins fáeinum vikum eftir að Bush
hafði sent herliðið af stað, sá þó ekki
fyrir endann á hernaðinum.
Svo fór að í októberbyrjun árið
1993 féllu 18 bandarískir sérsveitar-
menn í blóðugum átökum, sem kost-
uðu einnig um þúsund Sómala lífið.
Þremur dögum síðar ákvað Clinton
að kalla allt herliðið heim. ■
JEFF BRIDGES
Leikarinn er 54 ára í dag.
4. desember
■ Þetta gerðist
1791 Breska dagblaðið Observer kem-
ur út í fyrsta sinn.
1915 Henry Ford siglir til Evrópu til að
binda enda á fyrri heimsstyrjöld-
ina en án árangurs.
1942 Bandarískar sprengjuflugvélar
gera árás á Ítalíu í seinni heims-
styrjöldinni.
1973 Pioneer 10 kemst á Júpíter.
1978 Dianne Feinstein varð fyrst
kvenna til að gegna borgarstjóra-
stöðu í San Francisco. Hún tók
við af George Moscone, sem var
myrtur.
1979 Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
er samhljóða um að þrýsta á
Írana um að sleppa bandarísk-
um föngum sem voru teknir til
fanga þann 4. nóvember. Í ann-
að sinn í sögunni er öryggisráðið
samhljóða.
1994 Bosníu-Serbar sleppa 53 af 400
friðargæsluliðum Sameinuðu
þjóðanna sem þeir höfðu tekið
til fanga vegna loftárása NATO.
BANDARÍSKI HERINN Í SÓMALÍU
Herferð Bandaríkjamanna til Sómalíu árið
1992 skilaði litlum árangri og endaði með
ósköpum.
BANDARÍKJAHER TIL SÓMALÍU
■ Fimmtán mánaða herför bandaríska
hersins til Sómalíu 1992-93 átti að
bjarga milljónum manna frá hungurs-
neyð. Herinn var kallaður heim strax eftir
að átján Bandaríkjamenn féllu í blóðug-
um átökum.
4. desember
1992
Heimsborgari
og lífskúnstner
Beikon og egg að nýju
Það má segja að ég sé kominn heimaftur og gömlu kúnnarnir mætt-
ir,“ segir Gísli Gunnarsson, veitinga-
maður á Prikinu, sem nýlega tók við
rekstri þess á ný,
Gísli segir að hér áður fyrr hafi
Prikið átt sínu föstu viðskiptavini
sem komu í morgunkaffi á hverjum
morgni. Eftir að reksturinn breyttist
og vínveitingaleyfi fékkst varð Prik-
ið meira bar en morgunverðastaður.
„Nú er þetta breytt í fyrra horf og
við bjóðum upp á beikon og egg, am-
erískar pönnukökur, rúnnstykki og
fleira. Þeim er alltaf að fjölga þess-
um gömlu sem setjast bara niður,
taka blaðið og bíða eftir að þetta
vanalega sé lagt fyrir þá,“ segir Gísli
og útskýrir að það sé mjög góð
stemning á morgnana og menn
ánægðir með breytinguna. ■
Karlotta Maria Friðriksdóttir, frá Hól við
Nesveg, Furugerði 1, Reykjavík, lést mið-
vikudaginn 5. nóvember. Útförin fór fram í
kyrrþey.
Baldur H. Kristjánsson, Ytri-Tjörnum, Eyja-
fjarðarsveit, lést þriðjudaginn 25. nóvem-
ber.
Anna Sigurbjörg Hafsteinsdóttir hjúkrun-
arfræðingur, Dúfnahólum 4, Reykjavík, lést
þriðjudaginn 2. desember.
Eyjólfur Kristinn Snælaugsson, Kirkjubraut
16, Innri-Njarðvík, er látinn.
Árni Jónasson vélstjóri, Skúlagötu 10,
Reykjavík, lést þriðjudaginn 5. desember.
Erna D. Guðmundsdóttir Aasbrink lést
laugardaginn 29. nóvember.
13.30 Jóel Kr. Sigurðsson, Hrafnistu, Hafn-
arfirði, verður jarðsunginn frá Fossvogs-
kirkju.
13.30 Jóakim Pétursson verður jarðsung-
inn frá Hafnarfjarðarkirkju.
Ásgerður Búadóttir myndlistarkona, 83
ára.
Chloe Ophelia Gorbulew fyrirsæta, 22 ára.
Kristín Þorkelsdóttir myndlistarmaður, 67
ára.
Gottskálk Ólafsson tollvörður, 61 árs.
Arnar Jensson aðstoðaryfirlögregluþjónn er
48 ára í dag.
■ Jarðarfarir
■ Afmæli
GÍSLI GUNNARSSON
Prikið hefur lengi þjónað morgunglöðum Reykvíkingum sem hafa drukkið morgunkaffið
fyrir vinnu. Nú geta þeir einnig fengið beikon og egg og amerískar pönnukökur.
Prikið
■ Er orðið morgunverðarstaður að nýju.
Þar er aftur boðið upp á egg og beikon.
FRÚ ÁSTRÍÐUR ANDERSEN
Býður fjölskyldu og vinum til veislu á Hótel Sögu í dag.
Afmæli
FRÚ ÁSTRÍÐUR ANDERSEN
■ er 85 ára í dag. Fylgdi manni sínum í
utanríkisþjónustunni í 34 ár.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
Bush sendir her til Sómalíu