Fréttablaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 10
10 4. desember 2003 FIMMTUDAGUR Nýir eigendur Hótel Selfoss: Bjartsýnir á framtíðina VIÐSKIPTI Fyrirtækið 3G Fasteignir sem keypti þrotabú Hótel Selfoss vinnur nú að því að skipuleggja framtíðarrekstur hótelsins, en eignarhaldsfélagið Brú sem átti hótelbygginguna varð gjaldþrota í október síðastliðnum. Ólafur Auð- unsson, stjórnarformaður 3G Fasteigna, segir að endanlegar ákvarðanir um reksturinn verði teknar í næstu viku, en hann keypti hótelið ásamt Gísla Stein- ari Gíslasyni og Jóni Gunnari Að- ils. Kaupverð fyrir Hótel Selfoss fæst ekki uppgefið, en ljóst er að það hleypur á hundruðum millj- óna króna. Ólafur efast ekki um gildi hótelsins. „Ég er bjartsýnn á framtíð hót- elsins og er sannfærður um að það eigi eftir að blómstra hér á Suður- landi. Við erum að kanna ýmislegt í sambandi við reksturinn, meðal annars er í gildi samningur við Icelandair um að félagið sjái um bókanir,“ segir Ólafur. Kaupfélag Árnesinga sá áður um rekstur hótelsins en KÁ á í miklum rekstrarerfiðleikum og hefur fengið greiðslustöðvun til 22. desember næstkomandi. Að sögn framkvæmdastjóra félags- ins er enn verið að leita nauða- samninga og semja við kröfuhafa, en kröfur á KÁ hljóða upp á 1,9 milljarða króna. ■ Vísar ásökunum Kára á bug Forstjóri Persónuverndar fagnar því að unnið sé að lagabreytingum á gagnagrunnslögum. Hún vísar á bug ásökunum forstjóra ÍE um að stofnunin haldi gagnagrunnsmálinu „í gíslingu“. GAGNAGRUNNSMÁL Sigrún Jóhann- esdóttir, forstjóri Persónuvernd- ar, vísar algjörlega á bug þeim ásökunum Kára Stefánssonar, for- stjóra Íslenskrar erfðagreiningar, að stofnunin haldi gagnagrunns- málinu „í gíslingu“. Kári hefur sagt að tafir á fram- kvæmd laga um miðlægan gagna- grunn á heilbrigðissviði megi meðal annars rekja til seinagangs Persónuverndar við að sinna eftirlitshlutverki sínu. Sigrún segir það ekki vera venjuna hjá Persónuvernd að ræða einstök mál við fjölmiðla en hins vegar sé nauðsynlegt að koma á framfæri leiðréttingum þegar rangfærslur séu hafðar uppi. „Með fullyrðingu um að Persónuvernd hafi haldið málinu í gíslingu er látið í veðri vaka að hún hafi valdið töfum á málinu. Þessu vísa ég alfarið á bug. Hið rétta er að Persónuvernd hefur gert allt sem í hennar valdi stend- ur til að vinna að hraðri af- greiðslu gagnagrunnsmálsins,“ segir Sigrún. Hún segir að nokkuð sé liðið frá því að Persónuvernd lýsti því yfir að stofnunin gerði ekki at- hugasemdir svo lengi sem síðari athugun leiddi ekki í ljós mis- bresti. Hins vegar hafi Persónu- vernd um nokkurra mánaða skeið beðið eftir gögnum frá Íslenskri erfðagreiningu sem ekki hafi borist. Sigrún segist ánægð með þau tíðindi að heilbrigðisráðherra hafi sett af stað vinnu í ráðuneytinu við frumvarp að lagabreytingu í kjölfar dóms Hæstaréttar í síð- ustu viku. „Við höfum ítrekað í bréfum til ráðuneytisins bent á ýmislegt sem við höfum talið þurfa að breyta í lögunum,“ segir Sigrún. Meðal athugasemda Persónu- verndar er að samkvæmt lögun- um er stofnuninni falið að vinna að dulkóðun fyrir gagnagrunninn en Sigrún segir stofnunina ekki telja það hlutskipti samræmast eftirlitshlutverkinu. thkjart@frettabladid.is Kínverskur leigubílstjóri: Myrti sex farþega PEKING, AP 38 ára gamall leigubíl- stjóri í Anshan í Kína hefur verið handtekinn grunaður er um að hafa myrt sex kvenkyns farþega. Líkin skildi hann eftir í skóglendi. Zhou Wen var handtekinn eftir að lík eins fórnarlambsins fannst í yfirgefnum brunni. Að sögn lög- reglunnar játaði hann að hafa kyrkt sex konur síðan í júlí á þessu ári. Hann sagði að þær hefðu verið vændiskonur og átt skilið að deyja. Zhou hélt dagbók yfir morðin og er talið að hún muni koma að góðum notum við rannsókn málsins. Á níunda áratugnum var Zhou dæmdur fyrir nauðgun og rán. ■ Leiðtogafundur Sam- veldisins: Elísabet í Nígeríu BRETLAND Miklar öryggisráðstaf- anir hafa verið gerðar í Nígeríu vegna opinberrar heimsóknar Elísabetar Englandsdrottningar. Drottningin setur fund forsætis- ráðherra Samveldisins, samtaka Breta og fyrrum breskra ný- lendna, í Abuja á morgun. Á dag- skrá Elísabetar og eiginmanns hennar Filippusar prins er einnig heimsókn í nígerskt þorp. Talið er að leiðtogafundur Sam- veldisins muni fyrst og fremst snúast um Simbabve en landið var rekið tímabundið úr samtökunum vegna meints kosningasvindls Mugabe forseta. ■ HÓTEL SELFOSS Nýir eigendur hótelsins segjast bjartsýnir á reksturinn í framtíðinni. SIGRÚN JÓHANNESDÓTTIR Forstjóri Persónuverndar segir að stofnun- in hafi beðið eftir svörum frá ÍE í marga mánuði. Baráttan gegn HIV- veirunni: Stórfyrirtæki taka sig á KENÝA, AP Sjö alþjóðleg stórfyrir- tæki hafa heitið því að beita sér í baráttunni gegn alnæmi í Afríku. Fyrirtækin, AngloAmerica, ChevronTexaco, Daimler Chrysler, Eskom, Heineken, Lafarge og Tata Steel eru öll með hluta af starfsemi sinni í Afríku. Í samstarfi við alþjóðleg hjálpar- samtök ætla þau að leggja fé í herferðir gegn útbreiðslu HIV- veirunnar, greiða fyrir lyfjameð- ferðir og aðstoða lönd álfunnar við að byggja upp heilbrigðiskerfi sem getur tekist á við sjúkdóm- inn. Talið er að í dag séu allt að fjörutíu milljónir Afríkubúa smit- aðir af HIV-veirunni. ■ MUNAÐARLAUS Hundruð þúsunda suður-afrískra barna hafa misst foreldra sína úr alnæmi og búa á munaðarleysingjahælum. Þingið samþykkir ný lög: Reykingar bannaðar NÝJA SJÁLAND, AP Nýsjálenska þing- ið hefur samþykkt lög sem banna reykingar á vinnustöðum og öðr- um stöðum sem almenningur sækir. Lögin taka gildi seint á næsta ári. Reykingamönnum verður ekki refsað fyrir að kveikja sér í sígar- ettu á þessum svæðum en húseig- endur verða sektaðir um sem nemur allt að 190.000 íslenskum krónum ef þeir gera ekki allt sem í þeirra valdi stendur til að sjá til þess að lögunum verði fylgt eftir. Þegar lögin taka gildi seint á næsta ári verður bannað að reykja í skólum, á veitingastöðum og krám, í lyftum, leigubílum og á salernum. Eftirlitsmenn á vegum ríkisins munu fylgjast með því að lögunum sé framfylgt. ■ Læknir sakfelldur: Káfaði á sjúklingum ARIZONA, AP Bandarískur læknir sem framkvæmir fóstureyðingar hefur verið fundinn sekur um kynferðislega misnotkun á fjölda sjúklinga. Kviðdómur í Phoenix í Arizona tók sér fjórtán daga til að úrskurða í málinu. Refsing hefur ekki verið ákveðin. Hinn 64 ára gamli Brian Finkel var fundinn sekur af 22 ákæru- atriðum en sýknaður af 34. Fórn- arlömb læknisins fögnuðu ákaft þegar úrskurðurinn var kveðinn upp en yfir þrjátíu kvenkyns sjúk- lingar höfðu ákært hann fyrir að þukla á brjóstum þeirra og kyn- færum á óviðeigandi hátt. Finkel neitaði sök og sagðist hafa verið að vinna vinnuna sína. Á meðan á réttarhöldunum stóð veifaði hann og brosti að fórnarlömbunum. ■ DROTTNING Elísabet Englandsdrottning verður viðstödd leiðtogafund Samveldisins í Abuja í Nígeríu. MEÐALFJÖLDI LÍFEYRISÞEGA 1994 32.425 1995 34.709 1996 36.843 1997 41.045 1998 43.077 1999 46.791 2000 49.722 2001 52.523 2002 55.686 Heimild: Fjármálaráðuneytið PARÍS, AP Að minnsta kosti fimm manns hafa farist þegar í flóðum í Suður-Frakklandi. Úrhellis- rigning hefur verið á svæðinu undanfarna daga. Jacques Chirac Frakklandsforseti heimsótti óveð- urssvæðið í gær til að kynna sér aðstæður og fylgjast með björg- unaraðgerðum. Fregnir herma að þrír hafi drukknað í nágrenni Marseille, þar á meðal maður sem lokaðist inni í neðanjarðargöngum og ann- ar sem féll í vatnsmikla á. Mikil röskun varð á lestarsamgöngum vegna flóðanna og fjöldi vega fór í sundur. Yfir 4000 manns urðu að yfirgefa heimili sín og skólum var víða lokað. ■ GÖTUR MARSEILLE Vatnsflaumurinn á götum Marseille hreif með sér fjölda ökutækja og olli því að tvo hús hrundu til grunna. Óveður í Suður-Frakklandi: Fimm fórust Svonaerum við

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.