Fréttablaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 46
Hrósið 46 4. desember 2003 FIMMTUDAGUR Þóra Kristín Ásgeirsdóttir,fréttamaður á útvarpinu, flytur sig um set og hefur störf á Norðurljósum innan skamms. „Kaupin gerast hratt á eyr- inni. Ég fékk gott tilboð og ákvað að slá til,“ segir Þóra Kristín sem unnið hefur á fréttastofu útvarpsins í fimm ár. Þóru Kristínu líst vel á nýja vinnustaðinn. „Þetta er spenn- andi verkefni en ég kveð frétta- stofu útvarps, elstu og virtustu fréttastofu landsins, með mikl- um söknuði en fólk á aldrei að vera hrætt við að breyta til,“ segir hún en á Lynghálsinum hittir hún fyrir gömlu vinnu- félagana Róbert Marshall og Jó- hann Hlíðar Harðarson. „Ég verð eitthvað í Ríkisút- varpinu í desember og nýti þá tímann til að kveðja gamla vinnu- félaga,“ segir Þóra Kristín sem gerir ráð fyrir að hefja störf á Norðurljósum í janúar, ef samn- ingar nást við fréttastofu útvarps. Fréttastofa Stöðvar 2 hefur átt undir högg að sækja og mældist með um 18% áhorf í síðustu Gallup-könnun „Þetta er verðugt verkefni að fást við og ég hef fulla trú á fréttastofu Stöðvar 2 og tel að hún öðlist aftur sinn verðuga sess á fjölmiðlamarkaði,“ segir Þóra Kristín og er augljóslega til í tusk- ið. ■ Tímamót ÞÓRA KRISTÍN ÁSGEIRSDÓTTIR ■ Fréttakonan snjalla er á leið á Lynghálsinn eftir fimm ára starf hjá fréttastofu Ríkisútvarpsins. ...fær Sveinn Magnússon og aðrir forsvarsmenn Geðhjálpar fyrir ódrepandi baráttu í þágu geð- sjúkra á Íslandi. Á leið á Lynghálsinn ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Mohammad Khatami Íransforseta. Einn og tvo mánuði skilorðsbundið. Age Hareide. í dag Öryrkjar fá ekki 500 milljónirnar Fórnarlömb ofbeldisbrota fá alsælutöflur Victoria keppir við Breta- drottningu Kossar í fimm- tíu þjóðlöndum Leikstjórinn Reynir Lyngdalvar á dögunum valinn til að gera stuttmynd til sýningar á af- hendingu Evrópsku kvikmynda- verðlaunanna. Eiginkona Reynis, leikkonan Elma Lísa Gunnarsdótt- ir, fer með aðalhlutverkið í stutt- myndinni sem ber titilinn Kissing. „Myndin átti að vera tvær mínút- ur að lengd og taka mið af áhrif- um kvikmynda á Íslendinga og áhuga þeirra á bíómyndum,“ segir Elma Lísa. „Reynir samdi litla sögu út frá þeirri hugmynd hvern- ig Reykjavík er á sunnudegi en þá eru göturnar oft auðar en bíóhús- in full af fólki.“ Kissing fjallar um íslenska sveitastelpu sem kemur til Reykjavíkur. „Hún er í leit að lífi og fjöri en það eru fáir á ferli og allir sem hún sér eru að kyssast. Það sem kom mér á óvart með myndina er hversu mikla sögu er hægt að segja á svona stuttum tíma.“ Myndinni verður sjónvarpað í fimmtíu þjóðlöndum Evrópu. „Það er verulega gaman fyrir Reyni að fá tækifæri til að gera mynd sem svona margir koma til með að sjá. Reynir hefur þjálfast í því að nota stuttmyndaformið í gegnum aug- lýsingarnar en hæfileikar hans liggja þó fyrst og fremst í því hvað hann er góður í að vinna með fólki,“ segir Elma Lísa. „Útkoman er mjög fín enda mikið af góðu fólki sem kom að myndinni meðal annars sextán íslenskir leikarar.“ Verðlaunaafhendingin fer fram á laugardagskvöldið í Berlín. „Ég kemst því miður ekki með til Berlínar því ég er á fullu að æfa Meistarann og Margarítu í Hafnarfjarðarleikhúsinu,“ segir Elma Lísa. „Það er gaman í Hafn- arfjarðarleikhúsinu en Reynir verður að ganga rauða dregilinn einn í þetta skiptið.“ ■ Í ORKUVEITUHÚSINU Um þrjátíu fundarherbergi eru í Orkuveitu- húsinu. Þrjátíu fundarher- bergi Um þrjátíu fundarherbergi eruí nýja Orkuveituhúsinu að Bæjarhálsi. Tvö eiginleg fundar- herbergi eru á hverri hæð en þær eru fimm talsins. Tvær hæðir eru enn ekki komnar í notkun. Auk þeirra eru 15 til 20 svokölluð stoð- rými. „Á hverja fimmtán starfsmenn er eitt stoðrými,“ segir Þorvaldur Stefán Jónsson, verkefnisstjóri hjá Orkuveitunni. „Starfsmenn nota þau fyrir persónuleg símtöl eða þegar þeir fá gesti og vilja ekki trufla aðra.“ Stoðrýmin eru gerð eftir ákveðnum hönnunarreglum á opnum vinnustöðum. Hvert rými hefur eitt borð og tvo til fjóra stóla. „Það er enginn annar búnaður þar inni en stefnan er að setja upp síma þar,“ segir Þorvaldur Stefán verkefnisstjóri. ■ KISSING Stuttmynd Reynis Lyngdal með Elmu Lísu í aðalhlutverki verður sýnd á undan afhendingu áhorfendaverðlauna kvikmyndahátíðarinnar. Kvikmyndir ELMA LÍSA GUNNARSDÓTTIR ■ leikur aðalhlutverkið í Kissing, stutt- mynd Reynis Lyngdal, sem verður sýnd á afhendingu Evrópsku kvikmyndaverð- launanna í Berlín á laugardagskvöldið. ÞÓRA KRISTÍN ÁSGEIRSDÓTTIR Er á leið af fréttastofu útvarps yfir á Norðurljós. Hefur fulla trú á fréttastofunni þótt á móti hafi blásið síðustu vikur. Lárétt: 1 kröftugi, 6 nautgripir, 7 smáorð, 8 rykkorn, 9 ofn, 10 fugl, 12 þrír eins, 14 beisk, 15 tveir eins, 16 drykkur, 17 fiski- slóð, 18 krafs. Lóðrétt: 1 hró, 2 guð, 3 sögn, 4 fræðari, 5 að utan, 9 gruna, 11 önugur, 13 ögn, 14 kæra, 17 skóli. Lausn. Lárétt: 1 sterki, 6 kýr, 7 en, 8 ar, 9 ónn, 10 örn, 12 aaa, 14 súr, 15 rr, 16 öl, 17 mið, 18 klór. Lóðrétt: 1 skar, 2 týr, 3 er, 4 kennari, 5 inn, 9 óra, 11 fúll, 13 arða, 14 sök, 17 mr. DV birti á dögunum lista yfirofmetnustu Íslendingana en samkvæmt mælikvörðum blaðs- ins njóta rithöfundarnir Hall- grímur Helgason og Ólafur Jó- hann Ólafsson þess vafasama heiðurs að komast þar á blað ásamt Merði Árnasyni, Karli Sig- urbjörnssyni, Lindu Pétursdóttur og Páli Skúlasyni. Listar af þessu tagi eru síður en svo nýir af nál- inni og þannig birti til dæmis Helgarpósturinn, sálugi, einn slíkan fyrir um það bil 10 árum. Þegar sá listi er borinn saman við lista DV kemur í ljós að einungis tveir menn af gamla listanum ná að halda stöðu sinni sem of- metnir Íslending- ar en það eru þeir Gunnar Dal og Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Aðrir virðast hafa fallið ígleymskunnar dá eða hrein- lega hrapað í áliti. Útvarpsmað- urinn Sigurður G. Tómasson var í hópi hinna ofmetnu hjá Helgar- póstinum á sínum tíma en fær ekki inni hjá DV þó að hann hafi í millitíðinni horfið og átt síðan glæsilega endurkomu á Útvarpi Sögu en íslenska þjóðarsálin fór beinlínis á taugum þegar til stóð að leggja stöðina niður á dögun- um. Illugi Jökulsson fyllti hóp hinna ofmetnu, ásamt Sigurði og fleira öndvegisfólki, að mati HP, en hefur helst úr lestinni og er því síður en svo ofmetinn af und- irmönnum sínum á DV. Jónas R. Jónsson vinnur nú aðundirbúningi stjörnumessu í þætti sínum viltu vinna millj- ón. Meðal þeirra sem fram koma verða Björgvin Halldórsson, Guðjón Guð- mundsson, Gaupi íþrótta- fréttamaður, Eg- ill Helga í Silfrinu, Þorgerður Katrín alþingsmaður og Gísli Marteinn. Tveir og tveir koma fram saman og á vaðið ríða Bjöggi og Gaupi. 1 7 8 9 10 11 13 16 17 18 14 15 12 2 3 4 5 6 Fréttiraf fólki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.