Fréttablaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 29
29FIMMTUDAGUR 4. desember 2003
Áramótin:
Útivist í Bása
Ferðafélagið Útivist efnir til ár-legrar áramótaferðar í Bása í
Goðalandi. Að sögn Lóu Ólafsdóttur,
framkvæmdastjóra Útivistar, geng-
ur skráning í ferðina vel, fastagest-
ir sem nýir þátttakendur ætla að
mæta til leiks. „Það er algengt að
fólk komi nokkur ár í röð – og taki
sér svo pásu.“
Áramótaferð Ferðafélags Ís-
lands sem haldin hefur verið um
árabil fellur hins vegar niður, meðal
annars af skipulagsástæðum.
Lóa segir þátttakendur í ferð
Útivistar ætíð vera á öllum aldri, al-
veg frá tvítugu og upp í áttrætt.
„Þessi ferð sameinar bæði slökun
og skemmtun. Það eru óteljandi
gönguleiðir á Goðalandi, svo er
hægt að kippa skíðunum með ef það
er snjór. Sumir taka bækur með og
nota ferðina til að slappa af. En svo
er fjör líka, það eru gítarleikarar
með í för og kvöldvökur haldnar.“
Að sögn Lóu eru þátttakendur yf-
irleitt á bilinu 45 til 60 manns. Verð-
ið er 12.600 fyrir félagsmenn,
14.100 fyrir utanfélagsmenn og er
allt innifalið nema maturinn. „Eld-
unaraðstaðan er mjög góð þannig að
það er nóg pláss fyrir alla að elda.“
Fararstjórar eru Bergþóra
Bergsdóttir og Reynir Þór Sig-
urðsson. ■
Hvaðan varstu að koma?
Fallegt en fátækt
Malaví er paradís á jörðu,þetta er eins og maður
ímyndar sér Edengarðinn,“ segir
Birna Þórarinsdóttir sem var ný-
lega á ferð í Malaví ásamt þremur
vinum til að gera heimildarmynd
um það þróunarstarf sem Íslend-
ingar koma að í Malaví.
„Það var ótrúlegt að sjá víða
tré í blóma í nóvember, vitandi að
það hafði ekki rignt síðan í apríl.“
Þau voru á ferðinni rétt áður en
regntímabilið brast á, sem er heit-
asti tími ársins þar sem rakinn í
loftinu hleðst upp. Skömmu síðar
fór að rigna og þá rignir í hálft ár.
Þau dvöldu við Malavívatn,
sem er þriðja stærsta vatn Afríku.
„Við fórum að snorkla í tæru vatn-
inu. Við hliðina á okkur voru
menn að gera við eintrjáninga
sína,“ segir Birna og á greinilega
ekki til orð til að lýsa þeirri feg-
urð sem birtist henni í þessu fá-
tæka Afríkuríki.
Fátæktin fer ekki framhjá
neinum sem ferðast til landsins.
Meðfram vegum sjást konur að
bera vatn eða eldivið á höfði sér
og með börnin á bakinu og húsa-
kynni eru moldarkofar með strá-
þökum. „Þetta er ekta Afríka fyr-
ir þá Íslendinga sem þangað
koma,“ segir Birna.
Þau eyddu sólarhring í þjóð-
garði við að fylgjast með villtum
dýrum í sínu náttúrulega um-
hverfi. „Um kvöldið fórum við í
safaríferð, þar sem fylgst var
með sólsetrinu við árbakka og
hlustað á dýrahljóðin allt í
kringum okkur. Um nóttina vökn-
uðum við svo við rymjandi flóð-
hesta fyrir utan húsið okkar að
bíta gras.“
Það eru fáir ferðamenn sem
koma til Malaví og landið er illa í
stakk búið til að taka við þeim
sem eru tilbúnir að leggja ferða-
lagið á sig. „Við vatnið eru risa-
stór, flott hótel en þau eru eigin-
lega alveg tóm.“ Litlar sem engar
almenningssamgöngur eru fyrir
hendi og allir vegir í slæmu
ástandi. „En þetta er alveg stór-
kostlegt fyrir þá sem eru tilbúnir
að leggja svolítið á sig.“ ■
Íslenskir fjallaleiðsögumenn:
Ferðir til Níger
og Marokkó
Í BÁSUM
Fallegt í vetrarkyrrðinni.
BIRNA OG GUÐRÚN HELGA JÓHANNSDÓTTIR
Á siglingu á Malavívatni.
Íslenskir fjallaleiðsögumennbjóða upp á gönguferðir til
Níger og Marokkó í vetur. Ís-
lenskur fararstjóri, sem farið hef-
ur um slóðirnar, er með í för. Í
fyrrnefndu ferðinni er gengið um
land Túaregana, eyðimerkur-
fólksins. Þar sameinast sérkenni-
leg fjöll, seiðandi sléttur og um-
fram allt eyðimerkurstemning í
stíl við kvikmyndina um Arabíu-
Lawrence.
Flogið er um París til Agadez
og síðan ekið til Iferouan í hjarta
Aír-fjallanna. Þaðan er gengið á
ellefu dögum yfir í Sahara-eyði-
mörkina, að Adrar Chiriet-fjalli
og þaðan um Marmarafjöll yfir í
dal sem heimamenn kalla
„Krabbaklóna“. Ekið til baka til
Agadés með viðkomu í Timia,
gullfallegum bæ í austanverðum
Aír-fjöllum.
Ferðin er alls fimmtán dagar
frá París til Parísar, þar af ellefu
göngudagar. Farið er í janúar.
Verðið er 229.000 krónur.
Í þeirri síðarnefndu er flogið
um París til Marrakesh og þaðan
ekið yfir Atlas-fjöllin að rótum
fjallgarðsins Siroua. Gengið er á
sex dögum yfir fjöllin í gegnum
dali og yfir fjallaskörð og gengið á
hæsta tind Siroua, 3.300 metra
yfir sjávarmáli.
Lagt er af stað í ferðina 7.
mars og tekur hún sjö daga, þar
af sex göngudagar. Verð er
149.000 og er flugið til Parísar þá
ekki innifalið.
Nánari upplýsingar á heima-
síðu Íslenskra fjallaleiðsögu-
manna, www.mountainguide.is. ■
NÍGER
Suður-Sahara, Ténére og Aírfjöll
15 dagar frá París til Parísar - 11
göngudagar
Flokkun „hóflegt“
farangur trússaður á múlösnum
5-8 klst. dagleiðir
um 220 kílómetrar
900-1200 m.y.s.
300 m mesta hækkun
MAROKKÓ
J’bel Siroua
8 dagar frá París til Parísar - 6 göngu-
dagar
Flokkun „hóflegt“
farangur trússaður á múlösnum
4-7 klst dagleiðir
70-80 kílómetrar
1500-3300 m.y.s.
1000 m mesta hækkun
LICHTENSTEIN Í DANMÖRKU
Í Louisiana-safninu sem er í
Humlebæk í nágrenni Kaup-
mannahafnar er sýning á verkum
bandaríska popplistamannsins
Roy Lichtensteins. Sýningin
stendur til 11. janúar. Louisiana
er opið alla daga vikunnar, en
lokar reyndar 24, 25, og 31 des-
ember. www.louisiana.dk
SÝNINGAR Á BRYGGJUNNI Sam-
sýning 21 listamanns frá Íslandi,
Grænlandi og Færeyjum stendur
yfir á Norðurbryggju, hinu
nýopnaða menningarhúsi í Kaup-
mannahöfn, og stendur yfir til 29.
febrúar. Sýning um veiðihefðir á
Norðuratlantshafssvæðinu stend-
ur hins vegar yfir til 12. apríl.
Menningarmiðstöðin er opin alla
daga nema mánudaga.
■ Sjáðu það sjálfur