Fréttablaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 6
6 4. desember 2003 FIMMTUDAGUR
GENGI GJALDMIÐLA
Bandaríkjadalur 73.72 -1.25%
Sterlingspund 127.38 -0.80%
Dönsk króna 11.99 -0.19%
Evra 89.2 -0.19
Gengisvísitala krónu 124,67 -0,01%
KAUPHÖLL ÍSLANDS
Fjöldi viðskipta 343
Velta 11.747 milljónir
ICEX-15 2.033 -0,02%
Mestu viðskiptin
Íslandsbanki hf. 3.019.211.455
Opin Kerfi Group hf. 1.017.352.051
Pharmaco hf. 677.962.800
Mesta hækkun
Þorbjörn Fiskanes hf. 5,15%
SÍF hf. 5,10%
Líftæknisjóðurinn hf. 3,39%
Mesta lækkun
Hampiðjan hf. -3,39%
Landsbanki Íslands hf. -1,67%
Íslandsbanki hf -1,52%
ERLENDAR VÍSITÖLUR
DJ* 9.929,0 0,8%
Nasdaq* 1.992,8 0,6%
FTSE 4.392,0 0,3%
DAX 3.875,7 1,7%
NK50 1.324,8 0,1%
S&P* 1.072,2 0,5%
*Bandarískar vísitölur kl. 17.00
Veistusvarið?
1Hvaða erlenda þjóðhöfðingja heim-sótti Halldór Ásgrímsson á dögunum?
2Hvað fengu lögreglumennirnir semdæmdir voru fyrir ólöglegar handtök-
ur og ranga skýrslugjöf langa dóma?
3Hvað heitir nýr landsliðsþjálfariNoregs?
Svörin eru á bls. 46
Þingmenn leita réttar
konu og barns hennar
Synjun félagsmálayfirvalda í Mosfellsbæ á aðstoð við einstæða móður drengs með goldenhar-
heilkenni hefur hrint af stað sameiginlegu átaki þingmanna. Þeir ætla með málið á öll stjórnun-
arstig bæjarins og krefjast úrbóta til handa mæðginunum.
FÉLAGSMÁL „Við munum fara með
þetta mál á öll stig í kerfinu, það er
að segja félagsmálanefnd, bæjar-
stjórn, bæjarráð og leita réttar
konu og barns,“ segir Valdimar Leó
Friðriksson, sem situr nú á Alþingi
í fjarveru Rannveigar Guðmunds-
dóttur. Valdimar og Margrét Frí-
mannsdóttir alþingismaður boðuðu
Ásdísi Jónsdóttur, einstæða móður
lítils drengs með goldenhar-heil-
kenni á fund sinn í gær. Ástæðan
var algjör höfnun félagsmálayfir-
valda í Mosfellsbæ á beiðni Ásdís-
ar um tímabundna fjárhagsaðstoð.
Ásdís þarf að annast son sinn,
Birki, sem er
með skert
ónæmiskerfi og
ýmsa veikleika
aðra. Vegna
sjúkdóms síns
þarf hann að
vera undir eftir-
liti allan sólar-
hringinn, að fyrirmælum lækna.
Móðir hans getur því ekki unnið
úti. Hún fær einfalt meðlag og
20.000 krónur í umönnunarbætur,
samtals 36.000 krónur á mánuði.
Hún verður að búa hjá móður
sinni í Mosfellsbæ með drenginn.
Ríki og sveitarfélag hafa vísað
hvort á annað varðandi tíma-
bundna aðstoð við hana.
Valdimar bendir á að í ná-
grannasveitarfélaginu Hafnar-
firði væri mjög vel gert við móð-
ur goldenhar-barns.
„Ég held að þetta sé spurning
um velvilja að hlaupa undir
bagga,“ segir hann. „Ég held að
það sé mjög skýrt að sveitarfélag-
inu beri skylda til að styðja Ás-
dísi, að minnsta kosti meðan það
stendur fast hjá ríkinu. Síðan get-
ur það gert endurkröfu á ríkið.
Þetta er spurning um að aðstoða
sitt fólk. Það eru deilur milli sveit-
arfélags og ríkis um hvort eigi að
veita aðstoðina. Lögin eru ekki
nógu skýr fyrir þau börn sem eru
á gráu svæði. Það þarf að koma
þeim málum á hreint.“
Valdimar segir, að félagsmála-
þjónustan í Mosfellsbæ starfi eft-
ir mjög þröngum ramma sem hún
hafi sett sér. Svo virtist að öllum
þeim sem falli ekki nákvæmlega
undir rammann sé vísað frá, án
tillits til aðstæðna viðkomandi.
„Þetta er nánast geðþótta-
ákvörðun að vísa konunni frá. Mér
finnst viðmótið sem hún hefur
fengið frá
félagsmála-
yfirvöldum
og bæjar-
stjóra í Mos-
fellsbæ mjög slæmt, raunar alveg
með ólíkindum. Ég vil sjá að hún
fái 77.000 krónur samtals á mánuði,
með framlagi sveitarfélagsins, og
að það útvegi henni húsnæði.“
jss@frettabladid.is
Rúmlega þrítugur maður:
Sýknaður af
kynferðisbroti
DÓMUR Rúmleg þrítugur maður sem
ákærður var fyrir kynferðisbrot
gegn þrettán ára stúlku var sýknað-
ur í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.
Hann var hins vegar dæmdur til að
greiða 20.000 krónur fyrir að hafa
keypt áfengi fyrir fjórtán og fimmt-
án ára unglinga.
Í dómnum segir að engin gögn
styðji að kynferðissamband hafi ver-
ið á milli þeirra áður en stúlkan varð
fjórtán ára. Þá segir að ekkert bendi
til þess að ákærði hafi með athæfi
sínu sært blygðunarsemi stúlkunnar
auk þess sem atvikalýsing í ákæru
hafi ekki fjallað um það, því beri að
sýkna ákærða af þessum ákærulið. ■
LEITAÐ AÐSTOÐAR
Ásdís Jónsdóttir gekk á fund alþingismanna í gær með þeim árangri að þeir ætla að gera átak til þess að hún
fái umbeðna aðstoð. Margrét Frímannsdóttir alþingismaður tók á móti móður og barni.
„Þetta er
nánast geð-
þóttaákvörð-
un að vísa
konunni frá.
VALDIMAR ÖRN
LEÓSSON
Bærinn aðstoði Ásdísi
og geri endurkröfu á
ríkið.
Kaupréttarsamningar ræddir á Alþingi:
Ekki þörf á lagabreytingu
ALÞINGI Valgerður Sverrisdóttir
viðskiptaráðherra var spurð að
því í fyrirspurnartíma á Alþingi
hvort hún hygðist beita sér laga-
breytingu til að koma í veg fyrir
að gerðir væru kaupréttarsamn-
ingar til nokkurra ára við stjórn-
arformann eða aðra stjórnarmenn
fyrirtækja sem kosnir væru á
hluthafafundi til eins árs í senn.
Viðskiptaráðherra sagði vand-
séð að þörf væri á lagabreytingu í
þessu sambandi. Kaupréttar-
samningar væru gerðir til að
tryggja að lykilstarfsmenn störf-
uðu hjá fyrirtækjunum í tiltekinn
tíma, en gerðu þeir það ekki
myndi kaupréttur þeirra falla nið-
ur. Ef starfandi stjórnarmaður
yrði hins vegar felldur á hluthafa-
fundi og hann hætti þar með störf-
um, þá myndi kaupréttarsamning-
ur hans jafnframt falla niður.
Ráðherra taldi rétt að vandlega
yrði farið yfir ýmis álitaefni í
þessu sambandi því kaupréttar-
samningar hefðu hækkað laun
forstjóra stórkostlega. Viðskipta-
ráðherra sagði ríka ástæðu fyrir
Alþingi að skoða ofan í kjölinn
hvernig staðið væri að gerð slíkra
samninga og að vinna í tengslum
við það væri nú hafin hjá við-
skiptaráðuneytinu. ■
VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR
Viðskiptaráðherra segir ástæðu fyrir Alþingi
að skoða ofan í kjölinn hvernig staðið sé
að gerð kaupréttarsamninga.
Spillingarmálin í Litháen
Forsetinn
í vanda
LITHÁEN, AP Rolandas Paksas, forseti
Litháens, er kominn í verulega vond
mál, eftir að litháenska þingið sam-
þykkti með 27 atkvæðum gegn 16
að staðfesta skýrslu sem varar við
því að forsetinn ógni öryggi lands-
ins. Í skýrslunni, sem unnin var af
þingskipaðri nefnd, segir að fundist
hefðu gögn sem sönnuðu tengsl for-
setaembættisins við skipulögð
glæpasamtök.
Hugsanleg lögsókn gegn forset-
anum er í undirbúningi en til þess
þarf samþykki 36 þingmanna af 141
en til þess að krefjast afsagnar for-
setans þarf samþykki meira en 85
þingmanna. ■