Fréttablaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 45
45FIMMTUDAGUR 4. desember 2003
TÓNLIST Gítarleikarinn og eilífð-
arrokkarinn Keith Richards fór
ekki fögrum orðum yfir þau
áform félaga síns Mick Jagger
að taka við þeim heiðri að verða
sleginn til riddara. Bretlands-
drottning ætlar að aðla Rolling
Stones söngvarann föstudaginn
12. desember en þá verða liðnir
tæpir 18 mánuðir frá því að
ákvörðunin var tilkynnt. Keith
segir þá ákvörðun Mick að taka
við titlinum vera fáránlega.
„Mér finnst það út í hött að
taka við þessu frá hinu opinbera
þar sem það reyndi sitt besta til
að fá okkur hent í tukthúsið,“
sagði Keith í viðtali við tímarit-
ið Uncut. „Mér fannst þetta vera
röng skilaboð til handa aðdáend-
um okkar í byrjun tónleikaferð-
ar. Stones snúast ekki um þetta,
er það? Mig langar ekki að fara
út á svið með einhverjum sem
er með kórónu á höfðinu og
klæddur í pels. Ég sagði Mick að
þetta væri ómerkilegur heiður.“
Keith segir að Mick hafi var-
ið ákvörðun sína með því að
segja að Tony Blair forsætisráð-
herra hafi hvatt hann sérstak-
lega til þess að taka við titlinum.
Keith segir það lélega afsökun
fyrir því að geta ekki afþakkað
titilinn. Gítarleikarinn á að hafa
hótað því að hætta í sveitinni
eftir rifrildi vegna titilsins.
„Ég efast um að þeir bjóði
mér þetta vegna þess að þeir
vita hvert svar mitt yrði. Hug-
myndin um það að taka eitthvað
frá fólkinu, sem er ástæða þess
að við skutumst upp á yfirborð-
ið - þeir vita hvert ég myndi
segja þeim að stinga þessu.“
Mick Jagger ætlar að taka 90
ára gamlan föður sinn með á
athöfnina í næstu viku. ■
Fordæmir
öðlun Jaggers
KEITH RICHARDS
Ekki mjög snobbaður greinilega.
Kynóður
jólasveinn
Billy Bob Thornton segir aðnýjasta mynd hans um Vonda
jólasveininn hefði ekki valdið svo
miklu fjaðrafoki hefði hún verið
framleidd í Evrópu. Myndin mun
hafa valdið skelfingu hjá stjórn
Disney-fyrirtækisins þar sem
Thornton lýsir jólasveininum sem
kynóðum og kjaftfor. Þar að auki
segir sveinki börnunum að hann sé í
raun og veru ekki til.
„Þetta er fáránlegt. Þetta er
gamanmynd með nokkrum blóts-
yrðum og hvað með það,“ sagði leik-
arinn. „Enginn myndi kippa sér upp
við þetta í Evrópu. Ef þetta veldur
svona miklum deilum á fyrirtækið
að hætta að framleiða myndir þar
sem fólk er skotið til bana.“ ■
DAMON ALBARN
Íslandsvinurinn og verðandi Grafarvogs-
búinn Damon Albarn skemmti gestu í
Brixton-háskólanum í London fyrir
skömmu ásamt félögum sínum úr Blur.
Efstur á MTV í Ítalíu
Þó svo að að Barði Jóhannssonkomi mörgum löndum sínum
undarlega fyrir sjónir virðast
Evrópubúar kunna að meta tónlist
eins manns sveitar hans, Bang
Gang.
Á lista yfir 50 mest spiluðu
myndböndin á kvöldtíma ítölsku
MTV-sjónvarpsstöðvarinnar vik-
una 21. til 27. nóvember endaði út-
gáfa Bang Gang á Supremes-lag-
inu Stop in the Name of Love í
efsta sæti. Þar með sló Barði
sveitum á borð við Kings of Leon,
The Strokes, The White Stripes,
Chicks on Speed, Blur og The
Thrills ref fyrir rass.
Tekið er fram að lagið hafi ver-
ið leikið 53 sinnum í síðustu viku.
Á kvöldin víkur vinsældarpoppið
fyrir rokkaðri tónum. Bang Gang
virðist ætla að hljóta óskabyrjun á
meðal poppspekúlanta í Evrópu. ■
BANG GANG
Efstur á spilalista ítölsku MTV sjónvarpsstöðvarinnar.