Fréttablaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 2
ÖRORKULÍFEYRIR „Það kom mér mjög á óvart að sjá að kostnaðar- mat upp á 1.500 milljónir króna lá fyrir í byrjun apríl. Það þýðir að heilbrigðisráðherra vissi að samningurinn hans yrði dýrari en hann ætlaði, síð- asta mánuðinn fyrir kosningar, og það án þess að setja neina fyrirvara gagn- vart kjósendum. Hann upplýsti kjósendur ekki um að kostnað- urinn virtist ætla að verða meiri af sam- komulaginu við öryrkja,“ segir Helgi Hjörvar, þingmaður Sam- fylkingarinnar, og vísar í sam- komulag ríkis- stjórnarinnar og Öryrkjabandalags Íslands sem handsalað var í mars og samþykkt í ríkisstjórn 25. mars. Samkomulagið felur í sér hækkun á grunnlífeyri öryrkja og breytingar á kerfi örorkulífeyris. Með því á að aldurstengja örorku- bætur og þannig allt að tvöfalda bætur þeirra sem yngstir verða öryrkjar. Fyrir alþingiskosningarnar 10. maí í vor var því lofað af stjórnar- flokkunum, að þessar breytingar kæmust allar til framkvæmda 1. janúar 2004. Talan sem nefnd var í þessu sambandi, allt fram á kjör- dag, var einn milljarður króna. Sú tala stendur enn, eins og kemur fram í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Samkvæmt pappírum úr heil- brigðisráðuneytinu sem Frétta- blaðið hefur undir höndum lá þó fyrir kostnaðarmat í ráðuneytinu 11. apríl eða réttum mánuði fyrir kosningar, sem sýndi að kostnað- urinn yrði helmingi meiri eða um 1.500 milljónir króna. Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar Al- þingis, sagðist í Kastljósi Sjón- varpsins, fyrst hafa frétt af kostn- aðaraukanum þegar Helgi Hjörv- ar vakti máls á honum við aðra umræðu um fjárlög næsta árs á dögunum. „Það vekur upp spurningar um það hvort heilbrigðisráðherra hafi ekki bara látið vera að segja kjósendum að samningurinn yrði dýrari en ætlað var, heldur hafi hann líka látið ógert að segja sam- starfsflokki sínum í ríkisstjórn frá því. Ef það er raunin, þá skilur maður kannski betur hin hörðu viðbrögð sjálfstæðismanna í mál- inu,“ segir Helgi. Hann segist taka undir með varaformanni fjárlaganefndar þess efnis að það sé grafalvarlegt, hafi ráðherra gert samkomulag í nafni ríkisstjórnarinnar sem fól í sér útgjöld umfram þær heimildir sem hann hafði frá ríkisstjórn- inni. Síðdegis í gær lagði Jón Bjarnason, Vinstri hreyfingunni - grænu framboði fram breytingar- tillögu við fjárlög næsta árs sem felur í sér að framlög til lífeyris- trygginga verði hækkuð um þær 500 milljónir sem öryrkjar segja að vanti upp á til að standa við samkomulagið frá í mars. the@frettabladid.is 2 4. desember 2003 FIMMTUDAGUR „Það er stanslaus straumur og við- brögðin jákvæð. Atvinnu- bílstjórarnir fullyrða að þetta sé besta kjarabót sem þeir hafa feng- ið í háa herrans tíð og að lækkun olíuverðs geri að verkum að þeir fái einn mánuð frían. Hugi Hreiðarsson sér um markaðs- og kynningar- mál fyrir Atlantsolíu sem byrjaði að selja dísilolíu á Kópavogsbraut í gær. Verðið þar er 10-13% ódýrara en það sem gerist ódýrast annars staðar. Spurningdagsins Kostnaður var ljós fyrir kosningar Heilbrigðisráðherra var mánuði fyrir kosningar í vor kunnugt um þann kostnað sem hljótast myndi af samkomulagi við öryrkja um tvöföldun grunnlífeyris segir Helgi Hjörvar. Hann telur að ráðherra hafi hvorki upplýst kjósendur né samstarfsflokkinn í ríkisstjórn um kostnaðinn. Berserksgangur sjóara: Myrti tvo skipverja SOFÍA, AP Skelfing greip um sig um borð í búlgörsku flutningaskipi á Svartahafi þegar einn skipverj- anna réðst á skipstjórann og tvo vélstjóra með járnstöng að vopni. Sjómaðurinn drap tvo skipverja og eyðilagði tölvu- og stýribúnað með þeim afleiðingum að skipið rak stjórnlaust um hafið. Árásarmaðurinn hélt áhöfninni í gíslingu þar til björgunarmenn komu að skipinu en tvö herskip voru send á vettvang. Þá stökk hann frá borði en var dreginn upp úr sjónum og handtekinn. Ekki liggur fyrir hvað olli því að æði rann á farmanninn. ■ Nýtt öryrkjafrumvarp: Tvöföldun lífeyris ÖRYRKJAR Þingflokkar Framsókn- arflokks og Sjálfstæðisflokks samþykktu á fundi sínum í gær að Jón Kristjánsson heilbrigðis- ráðherra legði fram nýtt frum- varp um kjarabætur öryrkja. Í frumvarpinu, sem verður lagt fram á næstu dögum, verð- ur um að ræða tvöföldun grunn- lífeyris þeirra öryrkja sem yngstir eru og eftir því sem þeir eldast minnkar upphæðin. Stjórnarflokkarnir segja þetta mestu kjarabætur í langan tíma, eða 74% hækkun frá árinu 2000, og er litið svo á að með frum- varpinu sé verið að greiða ör- yrkjum bætur eftir þeim hug- myndum sem rætt var um fyrr á árinu. ■ Ritari þingmanns: Saklaus af rógburði KAUPMANNAHÖFN, AP Fyrrum ritari danska þingmannsins Anders Möllers, sem sakaði yfirmann sinn um kynferðislega áreitni, hefur verið sýknuð af ákæru um rógburð. Möller var kjörinn á þing fyr- ir hægri flokkinn Venstre í kosningunum árið 2001. Skömmu síðar kvartaði ritari hans, Nina Bang, yfir því við leiðtoga flokksins að Möller hefði áreitt hana kynferðislega. Málið fór aldrei fyrir dóm en Bang fékk greiddar sem svarar um 350.000 íslenskum krónum í bætur. Árið 2002 sagði Möller sig úr flokknum og höfðaði mál á hendur Bang. Fyrir nokkrum árum var Möller staðinn að því að liggja á gægjum á sólbaðsstofu í bænum Köge. ■ Andrúmsloftið hreinsað í Mílanó: Rússar draga í land LOFTLAGSRÁÐSTEFNA Siv Friðleifs- dóttir umhverfisráðherra sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær að íslenska sendinefndin, sem nú situr loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna í Mílanó, muni taka fullan þátt í því með öðrum þjóðum að beita Rússa alvöru þrýstingi til þess að auka líkurnar á að þeir fullgildi Kyoto-bókunina. Siv sagði að yfirlýsing Andreis Illarionovs, efnahagsráðgjafa Pútíns, frá því í fyrradag, væri fyrst og fremst hans persónulega skoðun, sem hann hefði áður látið í ljós, meðal annars í sambandi við ráðstefnu um loftslagsmál í Moskvu í september. „Hér er því ekki um formlega afstöðu rússneskra stjórnvalda að ræða,“ sagði Siv og bætti við að skoða yrði yfirlýsingu Illarionovs í því ljósi að nú stæði yfir kosningabarátta í Rússlandi. Siv reyndist hafa rétt fyrir sér því í gær tilkynnti Mukhamed Tsikhanov, aðstoðarefnahagsráð- herra Rússlands, að engin ákvörð- un hefði verið tekin og að rúss- nesk stjórnvöld væru ennþá að skoða málið með opnum huga. „Það hefur engin ákvörðun verið tekin um að hafna bókuninni og ég veit ekki betur en við séum að fikra okkur í rétta átt til fullgild- ingar.“ ■ SIV OG DAVÍÐ STINGA SAMAN NEFJUM Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra segir að íslenska sendinefndin á loftslagsráðstefnunni í Mílanó muni taka fullan þátt í að beita Rússa þrýstingi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra: Fékk plöggin síðsumars ÖRORKULÍFEYRIR „Það er rangt að ég hafi vitað fyrir kosningar að endanlegur kostnaður við ör- yrkjasamninginn yrði 1.500 milljónir króna. Það lá ekki fyr- ir þá. Ég var í kosningabaráttu í apríl og fékk ekki þessar upp- lýsingar fyrr en síðsumars, enda var um eina útfærslu af mörgum að ræða, segir Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra. „Mér kemur mjög á óvart að vera vændur um sviksemi í þessu sambandi og ég vísa slík- um ásökunum á bug. Ég hand- salaði samkomulagið við for- mann Öryrkjabandalagsins og þá kom skýrt fram að framlög vegna örorkulífeyris myndu aukast um milljarð króna, til viðbótar þeim 2,8 milljörðum sem fara í greiðslu örorkulífeyr- is í dag. Við það er ég að stan- da,“ segir Jón Kristjánsson. ■ JÓN KRISTJÁNSSON Vísar ásökunum um svik á bug enda er verið að standa að fullu við öryrkjasamkomulagið. „Það vekur upp spurning- ar um það hvort heil- brigðisráð- herra hafi ekki bara lát- ið vera að segja kjós- endum að samningurinn yrði dýrari en ætlað var. HELGI HJÖRVAR „Ráðherra virðist hvorki hafa upplýst kjós- endur né samstarfsflokkinn um að kostn- aðurinn virtist ætla að verða meiri en ætlað var.“ KOSTNAÐURINN LÁ FYRIR 11. APRÍL Heilbrigðisráðuneytinu var kunnugt um kostnað við öryrkjasamninginn réttum mánuði fyrir alþingiskosningar. Hugi, hvernig gengur?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.