Fréttablaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 41
41FIMMTUDAGUR 4. desember 2003 Á fullt erindi í þennan bolta Ólafur Ingi Skúlason spilaði sinn fyrsta leik með aðalliði Arsenal á þriðjudagskvöld. FÓTBOLTI „Það var frábær tilfinning að hlaupa inn á Highbury fyrir framan 28 þúsund áhorfendur. Ég átti ekki von á því að spila í þess- um leik og var bara sáttur með að komast í hópinn. Síðan meiddist bakvörður liðsins og mér var skipt inn á þegar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Hlutirnir gerð- ust svo hratt að ég náði ekki að átta mig á hvað var að gerast fyrr en ég hafði verið inn á vellinum í nokkr- ar mínútur. Ég var stressaður í byrjun en eftir fimm mínútur þá hvarf það og ég var bara nokkuð ánægður með mína frammistöðu í leiknum. Við vorum að spila gegn úrvalsdeildarliði og þótt Wolves sé kannski ekki besta liðið í úrvals- deildinni þá fannst mér ég finna að ég ætti fullt erindi í þessa karla. Ég spilaði á móti Mark Kennedy, sem er írskur landsliðsmaður, og ég lenti aldrei í verulegum erfið- leikum með hann. Þetta var að vísu bara einn leikur en hann gefur mér sjálfstraust upp á framhaldið og sýndi mér að ég er á réttri leið sem knattspyrnumaður,“sagði Ólafur Ingi Skúlason sem lék sinn fyrsta leik með aðalliði Arsenal á þriðju- daginn. ■ ÓLAFUR INGI SKÚLASON Langþráður draumur rættist hjá Ólafi Inga á þriðjudaginn þegar hann lék sinn fyrsta leik með aðalliði Arsenal. HANDBOLTI Bikarmeistarar HK eru úr leik í SS-bikar karla eftir að hafa beðið lægri hlut fyrir Fram, 24-23, í Framheimilinu í gær- kvöld. HK hafði yfirhöndina í fyrri hálfleik og náði mest sjö marka forystu. Kópavogsbúar leiddu í hálfleik, 14-11, og það var ekki fyrr en undir lokin sem Framarar komust inn í leikinn og sigu fram úr á lokasprettinum. Björgvin Björgvinsson tryggði Frömurum sigur með tveimur góðum mörkum en segja má að HK-menn hafi verið klaufar að láta sigurinn renna sér úr greip- um. Valdimar Þórsson var marka- hæstur hjá Fram með sjö mörk og Hjálmar Vilhjálmsson skoraði fjögur mörk. Andrius Rackauskas skoraði fimm mörk fyrir HK og Augustas Strazdas skoraði fjögur mörk. Einn leikur er eftir í 8-liða úrslitum en leik Vals og ÍBV, sem fara átti fram á Hlíðarenda í gær- kvöld, var frestað vegna veðurs og fer hann fram í kvöld. ■ RE/MAX-deild karla í gærkvöld: Jafnt á Ásvöllum HANDBOLTI Haukar og ÍR skildu jöfn, 22-22, á Ásvöllum í suðurriðli RE/MAX-deildar karla í hand- knattleik í gærkvöld. Það var Ein- ar Hólmgeirsson sem tryggði ÍR- ingum jafntefli með því að jafna leikinn úr aukakasti þegar leiktím- inn var liðinn. ÍR-ingar höfðu yfir í leikhléi, 12-11, en Haukar komust í fyrsta sinn yfir, 21-20, þegar skammt var til leiksloka. Andri Stefan var markahæstur hjá Haukum með sjö mörk, Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði fimm mörk og Þorkell Magnússon skoraði fjögur mörk. Birkir Ívar Guðmundsson varði 20 skot í marki Hauka en hefði að ósekju mátt verja aukakast Einars þegar leiktíminn var úti. Einar Hólmgeirsson var marka- hæstur ÍR-inga með átta mörk, Bjarni Fritzson skoraði fjögur, Ingimundur Ingimundarson skor- aði þrjú mörk og Ólafur Helgi Gíslason varði 19 skot í markinu. Þar með hafa ÍR-ingar tryggt sér efsta sætið í riðlinum en Haukar berjast við HK-menn um annað sætið og eru því sem stendur á betri markamun en HK. ÍR-ingar eru í efsta sæti riðilsins með 22 stig, Haukar í öðru með 17 stig og HK í því þriðja með 17 stig. ■ Spánska knattspyrnan: Malaga burstaði Barcelona FÓTBOLTI Malaga burstaði Barcelona 5-1 í 14. umferð efstu deildar Spánar. Markahrókurinn mikli Salva Ballesta skoraði tvisvar á fyrsta korterinu og bætti þriðja markinu við, tutt- ugu mínútum fyrir leikslok. Með þrennunni er Salva orð- inn næstmarkahæstur ásamt Mista, leikmanni Valencia, með átta mörk í ellefu leikjum. Diego Alonso jók forystu Malaga í 4-0 en Fernando Sanz lagaði stöðuna fyrir Barcelona með sjálfsmarki. Manuel Canabal skoraði fimmta mark Malaga undir lokin. Barcelona féll úr fimmta sæt- inu í það ellefta eftir tapið en Malaga lyfti sér úr ellefta sæti í áttunda. ■ 8 -liða úrslit SS-bikars karla í handknattleik: Meistarar HK úr leik í bikarnum BJÖRGVIN BJÖRGVINSSON Björgvin skoraði tvö síðustu mörk Framara og tryggði þeim sigurinn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.