Fréttablaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 4
4 4. desember 2003 FIMMTUDAGUR
Á að viðurkenna táknmál sem
fyrsta mál heyrnarlausra og
heyrnarskertra?
Spurning dagsins í dag:
Ganga stjórnvöld nógu langt í að upp-
fylla samninginn við öryrkja?
Niðurstöður gærdagsins
á www.frett.is
11,1%Nei
Já
Kjörkassinn
Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun
frétt.is
■ Lögreglufréttir
LÍFSREYNSLA „Það er skrýtin tilfinn-
ing fyrir mann sem hefur farið
víða og lent í ýmsu, meðal annars
í höndum mannræningja, að upp-
lifa hvað mestu lífshættuna við
eldhúsborðið heima hjá sér,“ segir
Sigurður Kr. Sigurðsson sem fékk
baneitraða kónguló, svokallaða
svarta ekkju, með í vínberjaklasa
sem hann keypti sér á dögunum.
Sigurður segist hafa orðið var
við kóngulóna eftir að hann skol-
aði vínberin og lagði þau á eldhús-
borðið. „Ég var að byrja að tína
berin upp í mig þegar ég lít út
undan mér og sé hvar kónguló er
að klóra sig úr berjaklasanum.“
Sigurður klófesti kóngulóna í
sultukrukku og færði Náttúru-
fræðistofnun. Hann segir að sig
hafi ekki órað fyrir að um þessa
tegund væri að ræða. Daginn eft-
ir að hann afhenti kóngulóna fékk
hann símhringingu þar sem hon-
um var tjáð að um svörtu ekkjuna
væri að ræða. „Í leiðinni vildu
þeir athuga hvort ég væri enn á
lífi. Það var mikið lán að ég komst
aldrei í snertingu við kóngulóna,“
segir Sigurður.
Sigurður segir svörtu ekkjuna
hafa verið á stærð við kaffibaun.
„Í tilfelli sem þessu er það ekki
stærðin sem skiptir máli.“ ■
Meirihluti stjórnar
hangir á hálmstrái
Kristinn H. Gunnarsson lagði tillögu um línuívilnun fram í sjávar-
útvegsnefnd. Sjálfstæðismennirnir Einar Oddur og Einar Kristinn volg-
ir. Stjórnarmeirihlutinn gæti fallið í málinu. Einar Kristinn ítrekar að
línuívilnun verði að veruleika.
SJÁVARÚTVEGSMÁL Kristinn H. Gunn-
arsson olli titringi innan stjórnar-
flokkanna í gær þegar hann lagði
fram í sjávarútvegsnefnd breyt-
ingartillögu við
fiskveiðistjórn-
unarlögin þess
efnis að tekin
verði upp línu-
ívilnun. Tillaga
Kristins er sett
fram í skjóli
b r e y t i n g a r -
tillögu sjávarút-
v e g s r á ð h e r r a
vegna umframafla sem heimilt er
að landa fram hjá kvóta án þess að
sæta sektum eða veiðileyfissvipt-
ingu. Kristinn H. notaði tækifærið
og skaut inn tillögu um að dag-
róðrabátar fái 20 prósenta álag á
þorskkvóta og 50 prósenta álag á
kvóta annarra fisktegunda.
„Nú er bara að bíða og sjá hvað
úr þessu verður,“ segir Kristinn.
Báðir stjórnarflokkarnir lofuðu
í kosningabaráttunni að línuívilnun
yrði tekin upp. Davíð Oddsson for-
sætisráðherra gekk einna lengst
þegar hann sagði á kosningafundi
að hann sæi enga fyrirstöðu fyrir
því að taka málið upp strax í haust.
Hann gekk seinna af þeirri skoðun
og lýsti því að ívilnunin yrði tekin
upp á næsta fiskveiðiári.
Fari svo að stjórnarandstaðan
standi með Kristni í málinu sem og
Sjálfstæðismennirnir Einar Oddur
Kristjánsson og Einar K. Guðfinns-
son, sem báðir styðja línuívilnun, þá
liggur fyrir að stjórnarmeirihlutinn
á Alþingi fellur. Meirihlutinn hangir
því á hálmstrái. Guðjón A. Kristjáns-
son, formaður Frjálslynda flokksins,
segir líklegt að hans flokkur leggi
málinu lið en þingflokkurinn eigi eft-
ir að fjalla um það.
Einar Kristinn Guðfinnsson,
formaður sjávarútvegsnefndar,
segist þurfa tíma til að skoða til-
lögu Kristins með það fyrir augum
hvernig hún er fram komin áður en
hann lýsi afstöðu sinni.
„Þetta er óvanalegt að því leyti
að þarna er um að ræða breyting-
artillögu við óskylt mál. Við mun-
um ræða þetta og finna niður-
stöðu,“ segir Einar Kristinn.
Hann er þó ekkert í vafa þegar
kemur að afstöðu hans til línuíviln-
unar.
„Eins og ég hef alltaf sagt þá
verður þessi línuívilnun fram-
kvæmd,“ segir hann.
rt@frettabladid.is
JIABAO MEÐ SCHRÖDER
Wen Jiabao segir að samhæfður efnahags-
bati sé lykillinn. Hér er hann með Gerhard
Schröder, kanslara Þýskalands, sem heim-
sótti Kína fyrr í vikunni.
Methagvöxtur í Kína:
Stíga á
bremsuna
KÍNA Kínversk stjórnvöld hafa til-
kynnt að þau stefni að því að
draga úr hagvexti á næsta ári en
samkvæmt hagtölum þriðja árs-
fjórðungs líðandi árs stefnir hann
í 9% á þessu ári eftir að hafa ver-
ið um 7,7% að meðaltali síðan
1998. Wen Jiabao, forsætisráð-
herra Kína, sagði í viðtali við dag-
blaðið Peoples Daily að hagvöxtur
væri ekki það eina sem huga
þyrfti að við stjórnun landsins.
Velferð fólksins væri líka í fyrir-
rúmi og tryggja þyrfti jafnvægi í
ríkisfjármálum. „Samhæfður
efnahagsbati er lykillinn að auk-
inni velferð,“ sagði Jiabao. ■
VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR
Var valin kona ársins 2003 af
tímaritinu Nýtt Líf.
Iðnaðarráðherra:
Kona ársins
VIÐURKENNING Valgerður Sverris-
dóttir var útnefnd kona ársins af
tímaritinu Nýtt Líf í gær. Í rök-
stuðningi fyrir valinu segir að hún
hafi orðið fyrst kvenna til að stýra
atvinnumálaráðuneyti, farið með
dæmigerð karlamál og verið í for-
svari fyrir einhverjar umdeild-
ustu framkvæmdir Íslands-
sögunnar.
„Þetta er ekki bara gaman,
heldur nauðsynlegt,“ segir Gull-
veig Sæmundsdóttir, ritstjóri
tímaritsins Nýs Lífs. Tímaritið
hefur valið konu ársins frá 1991
en þá varð Vigdís Finnbogadóttir
fyrir valinu. ■
ALÞINGI Fresta þurfti þingfundi
tvívegis á Alþingi í gær þar sem
Halldóri Blöndal, forseta þings-
ins, og nokkrum þingmönnum
úr stjórnarflokkunum seinkaði
af ýmsum ástæðum.
Fundurinn átti samkvæmt
venju að hefjast klukkan hálf-
tvö. Honum var fyrst frestað um
tíu mínútur og svo aftur um aðr-
ar tíu mínútur og hófst ekki fyrr
en klukkan tíu mínútur í tvö.
Þingmaður úr stjórnarandstöðu
spurði hverju það sætti að þing-
fundi væri frestað tvívegis.
Guðmundur Árni Stefánsson,
varaforseti Alþingis, sagði að
þingmennirnir hefðu óskað eftir
því að beðið yrði eftir þeim til
að þeir gætu verið viðstaddir
atkvæðagreiðslu og við því
hefði verið orðið. ■
BEÐIÐ Á ALÞINGI
Þingfundi var tvívegis frestað í gær til að þingmenn stjórnarflokkanna, sem voru seinir
fyrir, gætu verið viðstaddir atkvæðagreiðslu.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/
G
VA
BROTIST INN Í SKÓLA Brotist var
inn í Laugalækjarskóla í fyrra-
kvöld og þaðan stolið fartölvu.
Þjófurinn braut glugga til að
komast inn í skólann. Málið er í
rannsókn lögreglunnar í Reykja-
vík.
STAÐINN AÐ VERKI Lögreglan í
Reykjavík stóð þjóf að verki þar
sem hann var að brjótast inn í bíl
í miðbæ Reykjavíkur í fyrrinótt.
Hann hafði þegar náð einhverju
þýfi.
KRISTINN H. GUNNARSSON
Lagði fram tillögu sína um línuívilnun í sjávarútvegsnefnd í gær.
„Eins og ég
hef alltaf sagt
þá verður
þessi línuí-
vilnun fram-
kvæmd.
SIGURÐUR VIÐ ELDHÚSBORÐIÐ
„Markmiðið hjá mér að koma þessu á
framfæri er að hvetja fólk til að vera vel á
varðbergi gagnvart atvikum sem þessum
og koma þannig í veg fyrir óhöpp,“ segir
Sigurður.
SVARTA EKKJAN HANS SIGURÐAR
Þetta er eitt banvænasta skordýr heims en
bitið getur dregið fólk til dauða á einkar
kvalarfullan hátt.
Keypti vínber og fékk svörtu ekkjuna í kaupbæti:
Í lífshættu við eldhúsborðið
Alþingi í gær:
Þingfundi frestað tvívegis
EINAR K. GUÐ-
FINNSSON
Styður línuívilnun
en vill skoða tillögu
Kristins.
GUÐJÓN A.
KRISTJÁNSSON
Segir líklegt að
Frjálslyndi flokkur-
inn styðji Kristinn.
88,9%
Lög gegn ruslpósti:
Tugmilljóna
króna sektir
ÁSTRALÍA, AP Ástralska þingið hefur
samþykkt lög sem heimila dóm-
stólum að sekta þá sem senda
ruslpóst um sem svarar allt að 50
milljónum íslenskra króna.
Að sögn Daryl Williams, sam-
skiptamálaráðherra Ástralíu,
flokkast um helmingur alls tölvu-
pósts í heiminum sem rusl. Þegar
nýju lögin taka gildi snemma á
næsta ári geta þeir sem senda
slíkan póst í Ástralíu átt það á
hættu að þurfa að greiða allt að 50
milljónir á dag í sekt. ■
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
IL
LI