Fréttablaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 26
26 4. desember 2003 FIMMTUDAGUR Clarins dagur á snyrtistofunni Neroli Í dag mun Selma Víðisdóttir snyrtifræðingur frá Clarins bjóða ókeypis ráðgjöf við förðun og umhirðu húðar á snyrtistofunni Neroli við Skólavörðustíg 6b. Vertu velkomin. Nýtt Ýfingarkrem Taktu þátt í Shock Waves leiknum á Popp TV, skemmtilegur leikur, flottir vinningar Nýtt og betra Shock Waves Sh oc k W av es fy rir há rið þ itt Nú eru Shock Waves hárvörurnar komnar með nýtt útlit og ótrúlega góða virkni og endingu Nýjar og flottar umbúðir og frábær ný efni sem allir verða að prófa. Nýtt Sléttikrem Nýtt Shine on glansefni Nýtt Stálgel málm- kennd áferð Fylgihlutir: Grifflur og plasteyrnalokkar Plasteyrnalokkar í öllum litum,bæði stórir og litlir, eru afar vinsælir hjá ungum stúlkum þessa dagana. Að sögn afgreiðslu- stúlku í Skarthúsinu eru svartir, hvítir og rauðir lokkar vinsælast- ir en aðrir litir ganga líka, til dæmis blár, bleikur og grænn. Háir röndóttir sokkar í öllum litum halda einnig áfram að rjúka út úr hillum verslunarinnar. Í anda níunda áratugarins eru svo legg- hlífar og grifflur með því allra heitasta. Hvort sem um er að ræða netagrifflur eða venjulegar griffl- ur er svarti liturinn vinsælastur, en þær fást einnig í bleikum og hvítum lit, jafnvel röndóttar. Þessi tíska er þó mest áberandi hjá unglingum og fólki um tvítugt. Enda hafa þeir sem komnir eru um þrítugt sjálfir upplifað þessa stemningu á sínum unglingsárum og kannski óþarfi að gera hlutina tvisvar. ■ Meira en 20.000 manns mættu átískuvikuna í Moskvu í þess- um mánuði þegar rússneska tísku- vikan var haldin í fjórða skipti. Hönnuðir frá flestum lýðveld- um gömlu Sovétríkjanna mættu á vikuna: Úkraínu, Kasakstan, Eystrasaltslöndunum og Hvíta- Rússlandi og að sjálfsögðu Rúss- landi. Yfir 50 tískusýningar voru haldnar þar sem tískan næsta sumar var sýnd. Sýningarnar fóru fram í göml- um leikhúsum og nýjum leikvöng- um. Um 300 blaðamenn, flestir rússneskir, voru mættir til að fylgjast með. Einna mesta athygli vakti sýning Möshu Tsigal. Það voru þó ekki fötin hennar sem slík sem vöktu athyglina heldur sú staðreynd að hún hafði saumað marijúanalauf í fötin. Tsigal var sökuð um að reka áróður fyrir eit- urlyfjum. Sjálf svaraði hún því til að ekkert væri nýtt við að nota marijúanalauf á fötum, það hefði verið gert ótal sinnum áður – og hún skildi ekki öll lætin sem væru í gangi. ■ Spakmannsspjarir: Ljósmyndasýning á afmælinu Verslunin Spakmannsspjarir ernú tíu ára. Af því tilefni hafa eigendurnir sett upp ljósmynda- sýningu í búðinni og er þar að finna úrval af hönnun þeirra í gegnum tíðina. Ljósmyndirnar þekja flesta veggi verslunarinnar og gefa viðskiptavinum færi á að skoða þróunina á þessum tíu árum. Björg Ingadóttir og Vala Torfa- dóttir stofnuðu búðina árið 1993. „Okkur fannst vera ákveðið gat á markaðnum. Þar vantaði tísku- fatnað fyrir konur, ekki bara ung- linga. Þegar við byrjuðum vorum við mest í kjólum en nú erum við með miklu breiðari línu. Við leggj- um áherslu á fatnað sem hægt er að nota alhliða og við íslenskar að- stæður,“ segir Vala. „Fólk getur blandað fötunum saman á mis- munandi hátt og þannig mótað eigin stíl. Við erum því mikið með tvískiptan fatnað, lítið af heilum kjólum en meira af pilsum, peys- um, buxum og vestum. Við hönn- um oft heila línu úr einu efni þannig að hægt sé að púsla því alla vega saman.“ Vala segir að helsta breytingin sem orðið hafi á rekstri fyrirtæk- isins sé sú að þær þurfi nú ekki að sauma sjálfar. Frá upphafi hafi þær lagt áherslu á að ráða fagfólk í vinnu til sín þannig að þær geti sjálfar einbeitt sér að hönnuninni. „Nú orðið notum við langmest ekta efni, til dæmis silki, bómull, ull og viskós. Við erum meðal ann- ars með samkvæmisfatnað, vetr- arfatnað, hversdagsfatnað og úti- föt. Fjölbreytnin er mjög mikil.“ ■ PLASTEYRNALOKKAR Allir litir og gerðir njóta vinsælda. GRIFFLUR Aftur komnar í tísku. VALA TORFADÓTTIR OG BJÖRG INGADÓTTIR Settu upp ljósmyndasýningu í búðinni Spakmannsspjarir. KEISARALEGUR INNBLÁSTUR Rússneskar fyrirsætur sýna tísku rússneska hönnuðarins Slava Zaitsev á tískuvikunni. GRÍMUKLÆDD Flott hönnun frá Natöshu Drigant. Í bak- grunni má sjá Júrí Lúsjkov, borgarstjóra Moskvu, sem fylgdist áhugasamur með. Rússnesk tískuvika: 50 sýningar – 20.000 gestir Á SÝNINGUNNI KENNIR MARGRA GRASA Enda af mörgu að taka úr tíu ára sögu búðarinnar. Mynd: Heimo FLOTT HÖNNUN FYRIR ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR Fötin eiga að henta konum, ekki bara ung- lingum. Mynd: Teitur Ný förðunarlína Púður kr. 980 • Maskari kr. 700 • Gloss kr. 390 • varalitur kr. 700 • Box kr. 980 Jólagjöfin í ár Upplýsingar í síma 663 0105 og 663 0106 Brúðarkjólaleiga Katrínar í Mjódd Síðkjólar í úrvali - Sala og leiga Nýir brúðarkjólar frá: Amanda Wyatt. D’Zage, Maggi Sotero. Mori Lee og Sincerity væntanlegir. Útsala á eldri kjólum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.