Fréttablaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 39
39FIMMTUDAGUR 4. desember 2003
Póstkröfusími 525 5040
TÓNLEIKATILBOÐ
Frábært tilboð í desember í verslunum Skífunnar á öllum geislaplötum
og DVD diskum rokksveitarinnar MUSE í tilefni af stórtónleikunum í
Laugardalshöllinni þann 10. desember n.k.
Í VERSLUNUM SKÍFUNNAR
Tónleikatilboð
1.999 áður 2.999
2 CD
Muse-Hullabaloo
Tónleikatilboð
2.799 áður 3.999
2 DVD
Muse-Hullabaloo, Live At Le Zenith
Tónleikatilboð
1.799 áður 2.399
CD
Muse-Origin Of Symmetry
Tónleikatilboð
1.799 áður 2.399
CD
Muse-Showbiz
Tónleikatilboð
2.099 áður 2.699
CD+DVD
Muse-Absolution
í Höllinni 10. desember!
MUSE
MUSE
s í m i 5 5 3 8 0 5 0 • w w w . e c c o . c o m
Þ Ú Á T T Þ A Ð S K I L I Ð !
Business New City
38504-101
Business New City
38524-101
Fleiri lög
leka út
Fleiri óútgefin Eminem-lög hafalekið út á Netið. Lögin eru sjö
talsins og eru að sögn MTV af
þröngskífunni Straight From the
Lab. Þau eru Bully, Do Rae Me, Mon-
key See, Monkey Do, Come on In,
Can-I-Bitch, We as Americans og I
Love You More.
Lögin eru sjóræningjaupptökur
og hafa gengið manna á milli á Net-
inu undanfarna viku.
Lagið Bully, sem er fimmtán ára
gamalt, er talið vera uppsprettan að
þeirri gagnrýni sem dundi á Eminem
fyrir stuttu en þar var hann sakaður
um að gera lítið úr þeldökkum kon-
um. Sjálfur segist hann hafa verið
ungur reiður maður í ástarsorg. ■
FRUMSÝNDAR UM HELGINA
Dómar í erlendum miðlum
Love Acually
Internet Movie Database - 7.8 /10
Rottentomatoes.com - 69% = Fersk
Entertainment Weekly - B
Los Angeles Times - 3 stjörnur (af fimm)
Wonderland
Internet Movie Database - 6.7 /10
Rottentomatoes.com - 31% = Rotin
Los Angeles Times - 2 stjörnur (af fimm)
Nýliðar kynna sig
TÓNLIST Nýlega kom út safnplatan
Sándtékk sem inniheldur lög frá
sveitum sem fæstar hafa gefið út
áður. Þetta eru Moody Company,
sem inniheldur meðal annars
Krumma í Mínus og Franz úr Ens-
ími, Tenderfoot, Indigo, Rúnar, The
Flavors, Fritz og Dr. Spock.
„Platan tengist tímaritinu Sánd á
þann hátt að haldin var hljómsveit-
arkeppni þar sem ungar sveitir gátu
sent inn lög,“ segir Franz Gunnars-
son, umsjónamaður útgáfunnar og
gítarleikari í Moody Company og
Dr. Spock sem báðar eiga lög á plöt-
unni. „Það var ráðin mikil dóm-
nefnd og sveitin Fritz vann. Hún
var í kjölfarið send í hljóðver IMP.
Svo fékk einhver þá hugmynd að
gera safndisk með efni frá ungum
sveitum, það var gert.“
Það er útgáfufyrirtækið 2112
company sem gefur út, en það er
angi af auglýsingaskrifstofunni
1001 Nótt. Franz segir að allir flytj-
endur á safnplötunni séu með breið-
skífur í smíðum og því sé platan
hugsuð sem forsmekkur að því sem
koma skal. Flestar sveitirnar hafa
verið iðnar við spilamennsku á ár-
inu að nýliðunum Fritz og Rúnari
Sigurbjörnssyni undanskildum.
Rúnar var áður í Náttfara og hefur
einnig verið iðinn við eigin tónsmíð-
ar. Indigo er svo nýtt listamanna
nafn Ingó sem áður gaf út
Escapism.
„Platan byrjar á lágstemmdu
nótunum. Þessar rólegri hljómsveit-
ir eru búnar að spila mikið saman
og byrjuð að myndast smá sena í
kringum þær. Það flæðir svo yfir í
rokkið í enda plötunnar þar sem
sveitirnar The Flavors, Fritz og Dr.
Spock eiga lög,“ segir Franz að lok-
um. ■
EMINEM
Fleiri óútgefin lög frá rapparanum vinsæla hafa lekið út.
MOODY COMPANY
Krummi í Mínus á sína mjúku hlið og sýnir hana með sveitinni Moody Company sem
hann mannar með Franz, gítarleikara Ensíma. Sveitin gefur út sín fyrstu tvö lög á
Sándtékk-plötunni.
Eftir að hafa fylgst með Lambfrá því fyrsta platan kom út
árið 1997 er ég hreinlega byrjað-
ur að trúa því að þessi sveit geti
ómögulegt gert slæma plötu. Nú
er fjórða platan komin í safnið og
sveitin er enn að gera frábæra
tónlist, og bæta við sig.
Nú hagar sveitin sér eins og
fimm manna hljómsveit, þó svo
að hún sé í raun og veru dúett, því
liðsmenn tónleikasveitarinnar fá
að taka þátt í lagasmíðum. Það
hleypir nýju lífi og neista í tón-
anna og íslenski gítarleikarinn
Oddur Már Rúnarsson stendur
sig vel. Sérstaklega er gítarinn
flottur í besta lagi plötunnar, Till
the Clouds Clear, sem er með því
besta sem Lamb hefur gert.
Meistarastykki Lamb var önn-
ur platan, Fear of Fours, og náði
sveitin að halda höfði á þeirri
þriðju, þrátt fyrir að sú hafi fallið
í skugga þeirrar á undan. Nú
sanna þau að Lamb er ein af at-
hyglisverðari sveitum Breta.
Ég hef alltaf verið veikur fyrir
söngkonunni Louise Rhodes og fæ
ennþá skjálfta í hnén þegar ég
heyri hana syngja. Létt djössuð
röddin á ótrúlega vel við fallegar
laglínurnar og dreymandi rúm-
góðar útsetningarnar.
Lambið er enn spriklandi og nú
er þetta ekki lengur neinn heima-
lingur, heldur fullvaxta hrútur
sem hefur náð að koma sér undan
grillinu.
Birgir Örn Steinarsson
Umfjölluntónlist
LAMB: BETWEEN DARKNESS
AND WONDER
Lambakjöt á
diskinn minn!