Fréttablaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 16
16 4. desember 2003 FIMMTUDAGUR Á LEIÐ TIL JAPAN Risapandan Shuan Shuan, sem býr í Chapultepec-dýragarðinum í Mexíkó, gæð- ir sér hér á bambusstöngli áður en hún heldur á vit ástarævintýranna í Tókíó þar sem hún hittir karlpönduna Ling Ling í þeim tilgangi að fjölga kyninu. Aldrei verið ákært á grundvelli nýs mansalsákvæðis: Vitnavernd nauðsynleg MANSAL Til þess að hægt sé að upp- lýsa mansalsmál sem upp koma hér á landi þarf breytingar á lögum, að sögn Guðrúnar Ögmundsdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. Hún segir að nauðsynlegt sé að veita fórnarlömbunum vitnavernd líkt og tíðkast í löndunum í kringum okkur. Mál sem tengjast mansali séu erfið og því sé það grunvallarat- riði, ef það eigi að upplýsa þau, að fórnarlömbin þori að tala. Það geri þau ekki nema njóta verndar. „Við vorum með þetta til um- fjöllunar í allsherjarnefnd en feng- um þetta ekki í gegn,“ segir Guð- rún. „Ég trúi hins vegar ekki öðru en að dómsmálaráðherra muni breyta þessu fljótlega.“ Tvö mál sem hugsanlega tengj- ast mansali hafa komið upp á þessu ári. Fyrsta málið kom upp síðastlið- ið vor þegar Bandaríkjamaður kom hingað með fjórum kínverskum ungmennum. Maðurinn var dæmd- ur í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa með skipulögðum hætti aðstoð- að útlendinga við að koma ólöglega til landsins. Þegar dómurinn féll var ekki búið að lögfesta ákvæðið um mansal og því ekki hægt að ákæra hann fyrir slíkt. Samkvæmt ákvæðinu, sem nú er hluti af al- mennu hegningarlögunum, geta menn sem dæmdir eru fyrir mansal verið dæmdir í allt að átta ára fang- elsi. Seinna málið kom upp þann fimmta nóvember þegar ástralskur maður kom hingað með tveimur kínverskum stúlkum. Á næstu ell- efu dögum þar á eftir voru átta Kín- verjar til viðbótar teknir í Leifsstöð með ólögleg vegabréf. Grunur leik- ur á að mál Kínverjanna átta tengist Ástralanum en þó hefur ekki tekist að sanna það. Í dómsyfirheyrslum yfir kín- versku stúlkunum tveimur kom fram að Ástralinn verður ekki ákærður fyrir mansal heldur ólög- legan flutning fólks milli landa. Guðrún segir þessi mál endurspegla nauðsynina fyrir vitnavernd. ■ MEÐ ÓLÖGLEG VEGABRÉF Tíu Kínverjar með ólögleg vegabréf komu til landsins í byrjun síðasta mánaðar. FLÓTTAMENN Mál drengjanna tveggja frá Sri Lanka, sem óskað hafa eftir pólitísku hæli hér, er nú til meðferðar hjá Útlendinga- stofnun. Drengirnir, sem báðir eru undir lögaldri og ríkisborgarar í Sri Lanka, eru sem stendur í um- sjá Rauða krossins á Íslandi. Katla Þorsteinsdóttir, lögfræð- ingur hjá Alþjóðahúsi, segist ekki geta sagt hvar drengirnir séu en þeir séu í góðu yfirlæti. „Þeir eru í mjög góðum hönd- um og fá alveg sérstaka með- ferð vegna þess að þetta eru náttúrlega bara börn,“ segir Katla. „Rauði krossinn sér þeim fyrir mat og starfsmaður Rauða krossins er með þeim.“ Georg Lárusson, forstjóri Út- lendingastofnunar, segir að ver- ið sé að leita eftir upplýsingum um drengina. Á meðan sé málið í raun í biðstöðu. Hann segir að almennt séð geti svona mál tek- ið frá nokkrum vikum upp í nokkra mánuði. „Það fer allt eftir því hvað þessi ríki sem við erum að óska eftir upplýsingum frá eru lengi að svara okkur,“ segir Georg. Komu frá Noregi Fyrsta landið sem drengirnir frá Sri Lanka komu til innan Schengen-svæðisins var Frakk- land. Þaðan fóru þeir til Noregs og loks til Íslands. Katla segir ómögulegt að segja hvort drengirnir muni fá hæli hér. Það gæti allt eins verið að þeir yrðu sendir til Noregs eða Frakk- lands á grundvelli Dyflinnar- samningsins. Samkvæmt honum eru flóttamenn sendir til baka til þess lands innan Schengen- svæðisins sem þeir komu fyrst til. Hún segir hins vegar mikil- vægt að gera sér grein fyrir því að mál drengjanna hafi mikla sérstöðu vegna ungs aldurs þeirra. Ekki sé aðeins um flótta- mannamál að ræða heldur einnig barnaverndarmál. Guðrún Ögmundsdóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, segir að í máli drengjanna sé nauð- synlegt að hugsa um hagsmuni þeirra. Hverjar þeirra aðstæður verði ef þeir verði fluttir aftur heim. „Hins vegar á að vera mjög skýrt í lögunum hvernig farið er með svona mál, en svo er ekki nú.“ Katla segir að í samanburði við til dæmis hin Norðurlöndin séu ótrúlega fáir sem sæki um pólitískt hæli hér á landi. Á síð- asta ári hafi 117 flóttamenn sótt um hæli hér samanborið við 33 þúsund í Svíþjóð og rúmlega 17 þúsund í Noregi. Hún segir að í Svíþjóð og Noregi hafi um 2% umsækjenda fengið pólitískt hæli en enginn hér. Reyndar hafi aðeins einn fengið pólitískt hæli hér frá árinu 1992, en það var árið 1999 þegar ungur drengur frá Kongó fékk hæli. Skortir eftirfylgni Meginskýringin á því hversu fáir fá pólitískt hæli hér er Dyfl- innarsamningurinn. Katla segir að önnur skýring sé sú að fólk dragi umsóknina um pólitískt hæli tilbaka. Það gerir fólk vegna þess að ef það fær synjun hér fær það ekki að fara aftur inn á Schengen-svæðið í að minnsta kosti þrjú ár og þar með ekki möguleika á að sækja um pólitískt hæli í þeim löndum. „Dyflinnarsamningurinn er að mörgu leyti mjög góður,“ seg- ir Katla. „Það sem mér finnst hins vegar vanta er að yfirvöld hér fylgi því eftir að tekið sé á málum þess fólks sem sent er til annara landa innan Schengen- svæðisins. Í mínum huga berum við ábyrgð á því að þess sé raun- verulega gætt að þetta fólk fái réttláta meðferð í þeim löndum sem við sendum það til.“ Katla segir að þrátt fyrir Dyflinnarsamninginn banni ekkert íslenskum yfirvöldum að taka mál til meðferðar. „Ég get ekki nefnt einhver sérstök dæmi um þetta en það eru mörg dæmi þar sem aðstæð- ur fólksins eru þannig að það er erfitt að flytja það til baka.“ trausti@frettabladid.is Í UMSJÁ RAUÐA KROSSINS Drengirnir tveir frá Sri Lanka, sem komu til landsins 22. nóvember, eru nú í umsjá Rauða kross Íslands. Myndin er sviðsett. Hvers vegna Ísland? Katla Þorsteinsdóttir Í þeim málum sem tengjastólöglegum flutningi á fólki milli landa eða mansali er áfangastað- urinn ekki Ísland í flest- um tilvikum, h e l d u r Bandaríkin eða Kanada. Þetta er svo nýtt að það er erfitt að segja hvers vegna farið er í gegnum Ísland á leiðinni vestur um haf. Í þeim málum sem tengjast flóttafólki er fólkið einnig oftast á leiðinni til Bandaríkjanna. Hins veg- ar höfum við líka heyrt að fólk kemur hingað vegna þess að það hefur heyrt að landið sé fjölskylduvænt og að hér sé gott að búa. Guðrún Ögmundsdóttir Þetta fólk er náttúrlega áleiðinni til Bandaríkj- anna. Ísland er bara metið þannig að a u ð v e l d a s t sé að komast þangað í gegnum Ís- land. Það er kannski hald- ið að eftirlit sé lítið hér, en það er vanmat því fámennið gerir það einmitt að verkum að það er oft meira eftirlit en ella. Þórir Guðmundsson Með tilkomu Schengen ermun auðveldara að komast til Íslands en áður. F l e s t i r f lóttamenn fara samt eitthvað ann- að en til Ís- lands. Það eru í raun hin svoköll- uðu vanþró- uðu ríki sem taka á móti langflestum flóttamönnum. Það koma að- eins örfáir til Íslands, þannig að það er varla hægt að segja að hér sé einhver flótta- mannavandi. Georg Lárusson Ísland er partur afSchengen og hingað kemur fólk alveg eins og til annarra landa. Það er líka alveg ljóst að hing- að kemur fólk sem er á leiðinni til B a n d a r í k j - anna. Ástæð- an fyrir því er kannski sú að á hverjum degi er flogið oftar frá Íslandi til Banda- ríkjanna en samanlagt frá öll- um hinum Norðurlöndunum. Á LEIÐ Í IÐNSKÓLANN Þórir Guðmundsson, upplýs-ingafulltrúi Rauða Kross Ís- lands, segir að búið sé að inn- rita drengina í Iðnskólann eftir áramót, þannig að þeir muni hafa eitthvað fyrir stafni á meðan mál þeirra sé til skoðun- ar hjá yfirvöldum. Hann segir að verið sé að reyna að finna eitthvað fyrir þá að gera þang- að til skólinn byrji, ýmislegt sé í boði en það þurfi að finna eitt- hvað sem henti þeim. Aðspurð- ur segir hann að þeir muni borða jólamáltíðina hjá Rauða krossinum, ekki sé ljóst hvað verði á matseðlinum en það verði eitthvað gott. Reynt verði að sjá til þess að þeir muni upp- lifa skemmtileg íslensk jól. SAMIÐ Í MÁNUÐINUM Enn er ekki ljóst hverjirmuni veita flóttamönnum aðstoð frá og með næstu ára- mótum þegar samningurinn við Rauða krossinn rennur út. Ge- org Lárusson, forstjóri Útlend- ingastofnunar, segir að verið sé að ræða við nokkra aðila, þar á meðal Rauða krossinn. Hann segist vonast til að samkomu- lag náist um málið fyrir lok þessa mánaðar. Drengirnir frá Sri Lanka bíða Útlendingastofnun bíður eftir upplýsingum um tvo unga drengi frá Sri Lanka sem óskað hafa eftir pólitísku hæli hér. Óvíst er hvort þeir fá hæli. Fréttaskýring TRAUSTI HAFLIÐASON ■ skrifar um mál pólitískra flóttamanna á Íslandi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.