Fréttablaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 43
FIMMTUDAGUR 4. desember 2003 43  Sjonni og Pálmi á Hverfisbarnum  Dúndurfréttir flytja efni frá Pink Floyd og Led Zeppelin á Gauknum. ■ ■ FYRIRLESTRAR  16.30 Helga Waage, tæknistjóri Hex Software, heldur fyrirlesturinn „Á tali” í húsakynnum verkfræðideildar Háskóla Íslands, VR-II stofu 158. Helga fjallar um þann hluta tungutækni sem snýr að töluðu máli.  20.00 Guðrún Ásmundsdóttir leik- kona flytur fyrirlestur um „Sorg í ljósi jóla” í Fossvogskirkju á vegum samtak- anna Ný dögun. Allir velkomnir. ■ ■ SAMKOMUR  10.30 Upplestrarstund verður í for- sal Borgarleikhússins. Þeir Sölvi Björn Sigurðsson og Andri Snær Magnason lesa úr bókum sínum Radíó Selfoss og Bónusljóð. Einnig verður lesið úr eftir- töldum þýddum bókum: Artemis Fowl, Brennd lifandi og Gallabuxnaklúbburinn. Dagskráin stendur til klukkan 12.  17.00 Aðventugleði í Nóa Nóa í Kringlunni með tískusýningu og ýmsum uppákomum.  20.00 Krabbameinsfélag Hafnar- fjarðar og Hafnarfjarðarkirkja efna til aðventukvölds í Hafnarfjarðarkirkju í kvöld. Gestur kvöldsins er Kristín Steinsdóttir rithöfundur. Aðalheiður Elín Pétursdóttir og Bergþór Pálsson syngja einsöng og Antonía Hevesí ann- ast undirleik og leikur á orgel kirkjunnar. Séra Þórhallur Heimisson leiðir athöfn- ina. Að athöfn lokinni er boðið upp á kakó og piparkökur.  20.30 Lesið verður úr nýjum ís- lenskum bókum í forsal Borgarleik- hússins. Rithöfundarnir Linda Vil- hjálmsdóttir, Ólafur Gunnarsson, Þrá- inn Bertelsson, Sjón, Guðmundur Andri Thorsson og Elísabet Jökulsdótt- ir lesa úr bókum sínum. Inn á milli verða leiknir ljúfir djasstónar af fingrum fram.  21.00 Stefán Baldursson Þjóðleik- hússtjóri kemur fram á dramatísku fimmtudagskvöldi í Norræna húsinu og kynnir handritshöfunda Veislunnar, Dan- ina Thomas Vinterberg og Mogens Rukov. Leikið verður stutt brot úr verk- inu. Ókeypis aðgangur!  21.00 Afmælisveisla og Pub Quiz fer fram í Alþjóðahúsinu við Hverfis- götu í tilefni þess að í þessari viku eru liðin tvö ár frá því starfsemi hófst í Al- þjóðahúsinu. GUÐRÚN ÁSMUNDSDÓTTIR Það besta í bænum er að sitja íStekkjarkinninni hjá Eddu Björgvins með bestu leikkonum bæjarins að æfa stelpur.is,“ segir leikkonan Guðrún Ásmundsdóttir. „Það eru líflegar umræður og það er það besta.“ Bestí bænum! Skólavörðustíg 45 • 101 Reykjavík • S. 562-0800 • Fax 562-0804 www.hotelleifur.is • Netfang info@hotelleifur.is Desembertilboð Desembertilboð Gerið jólainnkaupin í miðbæ Reykjavíkur og gistið á Hótel Leifi Eiríkssyni Desembertilboð á gistingu Gisting með morgunverði á kr 2.750 pr. mann G ild ir til 24. d esem b er BJÖRN THORODDSEN Tríó Björns Thoroddsens leikur djass á Kaffi list í kvöld. Egill Ólafsson syngur með. fim 4. des kl. 19.00 uppselt Lau 6. des kl. 21.00 uppselt Lau 13 .des kl. 18.00 uppselt Lau 13. des kl. 22.00 laus sæti Lau 14. des kl. 19.00 laus sæti ATH: SÝNINGAR HÆTTA UM ÁRAMÓT Ósóttar pantanir seldar daglega

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.