Fréttablaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 18
Vísindamenn frá Kanada, Evr-ópu, Rússlandi og Japan von- ast nú til að vera komnir nálægt því að líkja eftir krafti sólarinnar og búa til aðferð til þess að fram- leiða endalausa orku á jörðinni. Tilraunin sem miðar að þessu marki fer fram nálægt Aix-en- Provence í Suður-Frakklandi og mun kosta um 700 milljarða. Ráðamenn Evrópusambandsins í Brussel hafa gefið grænt ljós á að byggð verði tilraunastöð, sem verður um 10 ár í byggingu, en nú þarf samþykki hinna þjóðanna. Rannsóknin mun starfa í 20 ár, og á þeim tíma munu vísindamenn fylgjast með eins konar hægri vetnissprengju, sem mun fram- leiða gríðarlegt magn af orku úr aðeins smávægilegum skammti af þungu vatni. Eins og sólin Það er breska dagblaðið Guard- ian sem greinir frá þessu. Verkefn- ið ber heitið Iter og það kemur í stað sams konar en umsvifaminna verkefnis, sem ber heitið Jet og hefur verið staðsett í Englandi, í Oxfordskíri. „Með Iter-verkefninu verður hugsanlega risastórt skref tekið í átt að því að skapa enda- lausa og umhverfisvæna orkuupp- sprettu fyrir jarðarbúa,“ segir Sir Chris Llewellyn-Smith, sem hefur farið fyrir enska tilraunaverkefn- inu. Samlíkingin við sólina á við rök að styðjast: þegar tvö vetn- isátóm sameinast og verða að helí- um myndast gríðarlegur hiti. Á hverri sekúndu breytir sólin um 600 milljón tonnum af vetni í helí- um og nær þar með að lýsa upp og hita jörðina úr 140 milljón kíló- metra fjarlægð. Engin mengun Til mikils er að vinna. Ef vís- indamenn ná að framleiða orku með þessum hætti, sem er flókið og tæknilega erfitt, yrðu gróðar- húsaáhrif úr sögunni, og ekki þyrfti heldur framvegis að hafa áhyggjur af geislavirkum úrgangi úr kjarnorkuverum. „Hráefni“, ef svo má að orði komast, fyrir vetn- issamrunana – þungt vetni – má finna í hafinu. Eitt kíló af slíku myndi nægja til þess að búa til jafn mikla orku og úr 10 milljón kílóum af eldsneyti, eins og bens- íni. Bjartsýnustu menn telja líkur á að slík orkuframleiðsla með vetnissamruna verði orðin að raunveruleika eftir 30 ár. ■ Auðvitað eru til heil ósköp af vit-lausu fólki – en það fólk er ekki til neinna sérstakra vandræða. Það er mun meiri skaði af óvitlausu fólki sem snýr vitlaust. Við þekkjum öll fólk sem horfir alltaf aftur í stað þess að snúa fram. Þetta fólk segir að hitt eða þetta sé ómögulegt af því það hafi aldrei verið gert áður. Eða þá að það vill vernda það sem var og er í staðinn tilbúið að fórna því sem gæti orðið. Þetta fólk – sem starir aftur – myndi líklega aldrei viður- kenna að markmið þess væri að halda heiminum óbreyttum. Það veit að það er bæði ómögulegt og sér- deilis vitlaust í ofanálag. En þar sem það snýr vitlaust sér það ekki nema fortíðina og gefur sér að framtíðin sé aðeins spegilmynd hennar. Það veit því ekki betur. Það er skaðlegt – en án þess að ætla sér það. En fólk þarf ekki að snúa aftur til að snúa vitlaust. Það er þannig al- gengt að fólk horfi á aðra fremur en sjálft sig – og þá einna helst á eignir annarra, tekjurnar þeirra eða stöðu. Þetta fólk er náttúrlega uppteknara af því sem aðrir hafa en hvað það sjálft hefur. Og vegna sjónarhólsins verður allt gott sem aðrir eiga en ekkert nógu gott af því sem það hef- ur. Eins er til fólk sem horfir mest á sjálft sig. Því finnst það sjálft vera eðlileg viðmiðun alls – jafnvel að veröldin hafi verið sérstaklega sköpuð fyrir það og við hin séum að- eins statistar í þeirri miklu hetju- sögu sem líf þess er. Ég veit ekki hvernig alþingis- menn og ráðherrar snúa í lífinu en ég hef sterklega á tilfinningunni að þeir snúi vitlaust. Mér heyrist þeir forðast það í lengstu lög að ræða rekstur ríkissjóðs eða verkefni rík- isvaldsins en eyða þess meiri tíma í að ræða skoðanir sínar á því hvern- ig hlutum er fyrirkomið í þeim deildum samfélagsins sem ekki heyra undir ríkisvaldið. Það er kunnugt að okkur reynist auðveld- ara að segja öðrum til en að bæta okkur sjálf. Og það er eins og stjórn- málamennirnir okkar séu fastir í þeirri stellingu. Rekstur ríkisvalds- ins er í algjörum lamasessi og hefur verið lengi. Rekstrargjöld ríkisins þennjast út á hverju ári með stjarn- fræðilegum hraða og krefjast sífellt meiri fjármuna af skattborgurum. Þjónusta grunnþátta ríkisvaldsins – heilbrigðisþjónustunnar, löggæsl- unnar, skólakerfisins, almanna- trygginga – er fyrir neðan allar hell- ur og einkennist af stefnuleysi og tilviljanakenndum sparnaðartil- burðum sem skerða þjónustu án þess að minnka kostnað þegar upp er staðið. Á meðan grunnþættirnir eru laskaðir er ekkert til sparað í alls kyns fíneríi á borð við tilgangs- laus sendiráð, jafntilgangslausar op- inberar heimsóknir og annað snobb. Um þingmenn og aðra stjórn- málamenn gildir því það sama og um annað fólk; þeim færi best að rækta garðinn sinn. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um sjónarhorn stjórnmála- manna. Úti í heimi ■ Vísindamenn frá Kanada, Evrópu, Rússlandi og Japan vinna nú hörðum höndum að því að skapa aðferð til þess að framleiða endalausa orku. 18 4. desember 2003 FIMMTUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Í velferðarríkjum nútímanshefur almannavaldinu víðast hvar verið falið óskorað forustu- hlutverk í heilbrigðismálum, menntamálum og velferðarmál- um. Það er m.a. þetta, sem við er átt, þegar talað er um blandaðan markaðsbúskap. Blandan helgast af því, að einkageiranum er ekki treyst til forustu í þessum þrem deildum, enda liggja veigamikil rök til verkaskiptingar milli al- mannavaldsins, heimila og einkafyrirtækja. Um þessa skip- an ríkir almenn sátt. Markaðsöfl- in eru jafnan fær í flestan sjó, reynsl- an sýnir það, en þau duga samt ekki ein og óstudd til að tryggja þegn- um þjóðfélagsins fullnægjandi heil- brigðisþjónustu, menntun og al- mannatryggingar. Þess vegna hafa ríki og byggðir heilbrigðismál, menntun og ýmis brýn velferðarmál á sinni könnu um allan heim, og þykir sjálf- sagt. Þessir þrír málaflokkar – heil- brigði, menntun, velferð – eru allir því marki brenndir, að þar skortir jafnan fé, mikið fé. Það kann að sæta furðu, bæði á Ís- landi og víða annars staðar í Evr- ópu, að almannavaldinu skuli hafa mistekizt svo herfilega að útvega nægilegt fé til að standa straum af þjónustu, sem þegnar samfélagsins – kjósendur! – telja yfirleitt mjög mikilvæga og vildu því mikið til vinna, að kæmist í gott horf. Það líður varla svo vika, að ekki berist fréttir af miklum fjárskorti og meðfylgjandi ófremdarástandi í heilbrigðis- og menntamálum og ýmsum velferðarmálum. Hverju sætir það? Hvað er til ráða? Úrelt verkaskipting Vandinn er bæði fjárhags- vandi og skipulagsvandi. Skoð- um málið fyrst af sjónarhóli stjórnmálamanna. Þeir telja sig flestir hafa gengið út á yztu nöf í skattheimtu og treysta sér ekki lengra í þá átt, svo að kjós- endur þurfa þá að sætta sig við féleysi áfram og ófullnægjandi almannaþjónustu. Málið horfir öðruvísi við kjósendum: þeir kæra sig yfirleitt ekki um þyngri skattbyrði, af því að þeir treysta því ekki, að auknu skattfé yrði varið til að auka og bæta heilbrigðisþjónustu og menntun handa þeim sjálfum. Sjónarmiðin eru ólík vegna þess, að almenningur á þess ekki kost að greiða milliliða- laust fyrir heilbrigðisþjónustu og menntun nema að litlu leyti. Almannavaldið er milliliður í heilbrigðis- og menntamálum og slævir með því móti tilfinn- ingu fólks fyrir því, að fjárútlát til þessara mála komi því sjálfu að gagni. Hér höfum við auðvit- að ástæðuna til þess, að við kaupum sjálf í matinn frekar en að fela Innkaupastofnun ríkis- ins að sjá um það. Einn höfuð- kostur markaðsbúskapar er einmitt sá, að hann styttir leið- ina frá seljendum til kaupenda, svo að kostnaðarvitundin báð- um megin borðs verður þá næmari en ella og fólk fer að því skapi betur með fé. Frjáls verðlagning á markaði færir framleiðendum og neytendum heim sanninn um það, hvað hlutirnir kosta í raun og veru. Þessi meginkostur markaðs- búskapar og þá um leið lykillinn að góðum lífskjörum almenn- ings í okkar heimshluta fær ekki að njóta sín nema að litlu leyti í heilbrigðis- og mennta- málum. Af þessu leiðir, að féð, sem við verjum til þessara mála úr sameiginlegum sjóðum, nýt- ist verr en það þyrfti að gera, miklu verr. Vandinn hér heima er að því leyti meiri en víða ann- ars staðar, að verkaskipting almannavaldsins og almennings er önnur hér en þar. Á Íslandi nema einkaútgjöld til heilbrigð- ismála aðeins um sjöttungi af heildarútgjöldum til þeirra mála á móti nálega þriðjungi eða fjórðungi í ýmsum öðrum Evr- ópulöndum og helmingi í Banda- ríkjunum og Sviss. Einkaútgjöld til menntamála eru helmingi minni miðað við landsfram- leiðslu á Íslandi en á OECD- svæðinu í heild. Ísland er skemmra á veg komið á þróun- arbrautinni frá miðstjórn til markaðsbúskapar en ýmis ná- læg lönd. Nýjar leiðir Höfuðverkefni almanna- valdsins í heilbrigðis- og menntamálum nú er að finna færa leiðir til að nýta betur en hingað til það fé, sem varið er nú þegar til þessara mála. Við þurfum að þreifa okkur áfram í átt að betra jafnvægi í verka- skiptingu milli ríkisins, sveitar- félaga og almennings. Við höf- um þegar stigið fyrstu skrefin á þessari braut, svo sem ráða má af auknum umsvifum lækn- ingastofa í einkaeign undan- gengin ár og einnig einkaskóla, einkum á háskólastigi. Þessi skref marka samt ekki gagn- gera nýskipan. Við búum að langri hefð fyrir einkarekstri bæði í heilbrigðis- og mennta- málum, því að tannlæknastofur og tónlistarskólar eru einkafyr- irtæki á Íslandi og hafa verið það frá öndverðu, enda þótt al- mannavaldið hafi rétt þeim örvandi hönd, og hvort tveggja hefur gefið góða raun. Þessi fordæmi er vert að skoða vand- lega. Forusta ríkis og byggða í heilbrigðis- og menntamálum þarf ekki að þýða einokun. ■ Er verið að klúðra boxinu? Garðar Björgvinsson skrifar: Grein þessi er rituð vegna hinshörmulega slyss sem varð í hnefaleikakeppni í Vestmannaeyj- um. Að lögleiða boxíþróttina var stórt skref sem þakka má Ómari Ragnarssyni og Bubba Morthens. Svo og frammistöðu Gunnars Birgis- sonar á Alþingi. Vandinn er hins veg- ar að enginn kann box hér á landi. Kenna ætti box strax í barna- skóla frá átta ára aldri bæði strák- um og stelpum, en gera það rétt. Boxið er tvímælalaust áhættu- minnsta sjálfsvarnaríþrótt sem völ er á. Athugið að sá sem þetta skrifar talar frá eigin reynslu. Í upphafi boxkennslu þarf hug- arfarið að vera rétt. Höfuðhögg eru hættuleg. Höfuðhögg á aldrei að nota nema í neyð og þá á staði sem skaðsemin er minnst. Boxari verður að vera meðvitaður um að hann er hættulegri andstæðingur en maður vopnaður hnífi. Góður boxari misnotar ekki kunnáttu sína, það er ódrengilegt. Sé höfuð- högg ekki framkvæmt í algjörri neyð skal sekta viðkomandi um- talsvert. Heiðarlegur kunnáttu- maður sparkar ekki í liggjandi mann né leggst á hnén til að valda liggjandi manni tjóni. Að kenna box Við boxkennslu ber að nota eftir- farandi aðferð: Enga hjálma eða hanskar. Kennari verður fyrst og fremst að kunna sjálfur frumatriðin sem er að verja „peruna“ sem er brothætt. Fyrstu fimmtíu tímarnir fara svo fram með svampbolta og skokki sem síðan er uppistaðan út allan kennslutímann. Og svo þetta. Snerting með flötum lófa á vanga og líkama þar sem kennarinn fylgist með frammistöðu nemandans og gefur stig. Með þessari aðferð næst allt sem leitað er eftir. Kunnátta, þrek, leikni, snerpa og nákvæmni. ■ ÞORVALDUR GYLFASON ■ skrifar um velferðarkerfið. Mislagðar hendur ■ Bréf til blaðsins .Fólk sem snýr vitlaust ■ Við þurfum að þreifa okkur áfram í átt að betra jafnvægi í verkaskiptingu milli ríkisins, sveitarfélaga og almennings. FLÓKIN TÆKNI Ekki er hlaupið að orkuframleiðslu með vetnissamruna. Hér er teikning af tækinu. Reynt að skapa endalausa orku FRÁ VETTVANGI Iter-tilraunaverkefnið, sem mun kosta um 700 milljarða, er staðsett nálægt Aix-en- Provence í Suður-Frakklandi. Um daginnog veginn

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.