Fréttablaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 17
■ Afríka FIMMTUDAGUR 4. desember 2003 G Æ Ð A F R A M K Ö L L U N U M A L L T L A N D Johan Rönning hf. Gengið frá kaupum VIÐSKIPTI Gengið hefur verið frá sölu á Johan Rönning hf. Mánuður er síðan tilkynnt var um kaup Boga Þórs Siguroddssonar á tæplega 95% hlut í fyrirtækinu af Jóni Magnús- syni og Ástu Sylvíu Rönning. Kaup- in voru undirrituð með fyrirvara um áreiðanleikakönnun. Sú könnun hefur nú farið fram og samningarn- ir því frágengnir. Bogi tekur nú við framkvæmdastjórn félagsins. Johan Rönning hf. var stofnað árið 1933. Fyrirtækið hefur lengi verið það stærsta í sölu á rafiðnað- arvörum á landinu og er umboðsað- ili fyrir ABB og fleiri stóra birgja á sviði rafbúnaðar. ■ SEGJA SKÝRSLUNA LYGAR Stjórn- völd í Nígeríu segja að ásakanir samtakanna Mannréttindavaktar- innar um alvarleg mannréttinda- brot í Nígeríu séu lygar. Julius Ihonvbere, talsmaður stjórn- valda, segir að nýbirt 40 blað- síðna skýrsla samtakanna sé bæði ónákvæm og óréttlát auk þess að vera illa unnin og aðeins ætlað að skapa vandræði. VARÐSKIPIÐ TÝR Farmannasambandið vill að fjárveitingar verði auknar til Landhelgisgæslunanr þannig að hún geti sinnt öryggi sjófarenda með viðunandi hætti. Farmanna- og fiski- mannasambandið: Efla ber Gæsluna LANDHELGISGÆSLAN Þing Far- manna- og fiskimannasambands Íslands leggur þunga áherslu á að fjárveitingar til Landhelgisgæsl- unnar verði auknar stórlega og rekstrargrundvöllur tryggður, þannig að Landhelgisgæslan geti sinnt þeim öryggisþætti sem henni er ætlaður gagnvart sjófar- endum. Sambandið telur að með minnkandi umsvifum varnarliðs- ins á Keflavíkurflugvelli muni sí- fellt meira mæða á Landhelgis- gæslunni. Það sé því með öllu óviðunandi fyrir sjómenn að geta ekki treyst á að öryggisþjónusta sé eins og best verði á kosið á hverjum tíma. ■ M YN D /J Ó N F R IÐ G EI R SS O N

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.