Fréttablaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 4. desember 2003
JÓLADAGATAL Á ISB.IS Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik á isb.is og þú gætir hlotið glæsilegan vinning.
Þú skráir þig á isb.is og þá birtist jóladagatalið þitt. Síðan opnarðu gluggana, einn á dag
fram að jólum. Meðal 2.400 vinninga eru 10 ferðir til Evrópu með Flugleiðum, bækur frá
bókaútgáfunni Bjarti, myndbönd frá Myndmarki og fatnaður frá 66°Norður.
Góða skemmtun.
Jólagjafabankinn á isb.is
F
í
t
o
n
F
I
0
0
8
3
5
2
2.400 vinningar – 100 vinningar daglega!
10 ferð
ir
með
Iceland
air
Borðalmanök Múlalundar er lausnin
fyrir þá sem vilja hafa góða yfirsýn
yfir verkefni mánaðarins.
Þau fást í helstu ritfangaverslunum
landsins og söludeild Múlalundar.
Borðmottan undir almanakið
myndar ramma og gefur fínleikann.
Við hjá Múlalundi getum merkt
borðmottuna heiti fyrirtækis eða
nafni einstaklings.
Alla daga við hendina!
RÖÐ OG REGLA
Vinnustofa SÍBS
Sími: 562 8500 Símbréf: 552 8819 Veffang: www.mulalundur.is
LINDA VILHJÁLMSDÓTTIR
Linda er meðal þeirra sem lesa úr verkum
sínum í Borgarleikhúsinu í kvöld.
Borgarleikhúsið:
Notalegar
upplestrar-
stundir
Í dag verður upplestrarstund íBorgarleikhúsinu, sérstaklega
ætluð unglingum. Höfundar lesa
úr nýútkomnum bókum sínum og
einnig verður lesið úr nýjum
þýddum bókum. Sölvi Björn Sig-
urðsson les úr Radíó Selfoss og
Andri Snær Magnason úr Bónus-
ljóðum. Einnig les Þóra Sigríður
Ingólfsdóttir úr Artemis Fowl,
Margrét Árnadóttir úr Brennd
lifandi og Salome Rannveig Gunn-
arsdóttir les úr Gallabuxnaklúbb-
urinn. Dagskráin stendur frá kl.
10.30 til 12.
Um kvöldið verður aftur upp-
lestrardagskrá sem hefst kl.
20.30. Linda Vilhjálmsdóttir, Ólaf-
ur Gunnarsson, Þráinn Bertels-
son, Sjón, Guðmundur Andri
Thorsson og Elísabet Jökulsdóttir
lesa úr verkum sínum og inn á
milli verða leiknir ljúfir djasstón-
ar af fingrum fram. Kringlusafn
og Kringlan standa fyrir þessari
uppákomu í samstarfi við Borgar-
leikhúsið. Aðgangur er ókeypis. ■
Árni Björnsson þjóðháttafræð-ingur flytur fyrirlestur um
nöfn jólasveina í Norræna húsinu
á laugardaginn 6. desember, kl.
15.30. Það eru nefnilega til miklu
fleiri nöfn á jólasveinum en þau
sem alþjóð hefur vanist seinustu
hundrað ár. Sum þeirra voru
þekkt í handritum þegar um miðja
19. öld en önnur hafa komið í ljós
við eftirgrennslanir þjóðhátta-
deildar Þjóðminjasafnsins. Sum
nöfnin virðast hafa verið stað-
bundin eftir héruðum. Fyrirlest-
urinn er á vegum Nafnfræði-
félagsins og aðgangur er ókeypis.
Á eftir verða léttar veitingar í
boði félagsins og Norræna húss-
ins. ■
JÓLASVEINN
Hvað skyldi þessi heita?
Íslensku jólasveinarnir:
Fleiri nöfn
en flestir vita
Svavar H. Svavarsson
„Það er Stekkjarstaur af því að hann er
eitthvað svo stakur. Það gæti líka verið út
af því að hann kemur fyrstur. Ég trúi á
jólasveinana, verður maður ekki að gera
það?“
hver er uppáhalds
jólasveinninn þinn?