Fréttablaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 20
Ágæti Össur, á landsfundinumhélstu ágæta ræðu utan þess sem þú slepptir og þann vilja að gefa einkavæðingunni færi á heilbrigðis- kerfinu. Íhaldsvitrun þín lét ekki vel í eyrum. Samfylkingin að taka við af Framsóknarflokknum sem heillum horfinn rekur eins og rótlaust þang. Ágæti Össur, orð eru til alls fyrst, ekki málskrúð, það telst frekar til listgreinar. Þú getur ekki ætlast til að smár flokkur sem Vinstri grænir sjái einn um hagsmuni aldraðra, ör- yrkja og láglaunafólks. Það sama má segja um umhverfismálin. Samfylk- ingunni má ekki verða það á sem felldi Alþýðuflokkinn, að bregðast. Fleiri en ég yrðu flokknum frá- hverfir ef hann ætlar að einkavæða þjónustu við aldraða. Það er graf- alvarlegt mál að leyfa bröskurum að græða á öldruðu fólki og ekki sæm- andi að leggja slíku lið. Þú virðist lít- ið vita um vinnubrögð þeirra sem hasla sér völl á kostnað aldraðra og öryrkja. Einkavæðingu og útboðum fylgir löngun til að græða og meðul- in oft óvönduð. Gert út á aldraða Útboð á ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinnu hafa valdið ómældum óþægindum. Leyfishafar höguðu sér eins og um fjárflutninga væri að ræða og ég veit ekki betur en þar sé enn pottur brotinn. Ferða- þjónusta fatlaðra í Reykjavík lét á sjá í tíð Ingibjargar Sólrúnar en Þórólfur Árnason virðist ætla að reisa þá þjónustu til fyrri vegs. Ágæti Össur, því miður er á öll- um tímum til tegund manna sem eðli sínu samkvæmt gera út á lægstu hvatir. Hér á landi hefur útgerðum fjölgað og miðar sú nýjasta við að gera út á aldraða. Eru einkarekin eldhús fyrir aldraða eða fyrir ein- staklinga að græða á? Matvara er dýr en það auðveldar innkaup að fjarlægja það besta úr. Eldra brauð fyrir aldraða og sjúklinga og þriðja flokks kjöt. Það fyrsta sem þér kom í hug til sparnaðar í heilbrigðiskerf- inu var að bjóða út þjónustu við gamalt fólk og hleypa einkavæðing- argengjunum að þeim. Hvaðan kemur fjármagnið? Vonandi hangir þú ekki á sama snaga og þeir hugmyndafræðing- ar sem ráðast á þá sem búið er að hafa af sem hægt er. Því nefnd- irðu ekki launahæstu stéttirnar sem a stærstan hluta fjárveitin- ga? Læknar eru kröfuharður þrýstihópur og lyfjakostnaður hár. Þó að hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar séu ómissandi stilla þeir kröfum sínum fyrir neðan getu þjóðfélagsins, taka ábyrga afstöðu og sætta sig við minni laun en sanngjarnt getur talist. Við erum lítil þjóð en stór fjöl- skylda og eigum að láta okkur annt um sameiginlega hagsmuni. Jafn- rétti kemur öllum vel. Össur, til að vera trúverðugur foringi í jafnaðar- flokki þarf meira en kjarkinn. Það þarf að taka á hinum augljósa vanda í samhengi. ■ Í nýrri skýrslu frá AmnestyInternational segir að ofbeldi gegn konum séu „þrálátustu mann- réttindabrotin sem nú er við að etja í heiminum“. Konur eru vanmetnar, lítilsvirtar, gefnar, seldar, þeim er nauðgað, þær eru limlestar, brennd- ar lifandi og myrtar og skýringin er sögð liggja í aldagömlum siðvenjum sem erfitt sé að hrófla við. Sá sem reynir það má búast við að fá á sig fordómastimpil þeirra sem verja „siðvenjurnar“. Umskurður á konum Það eru um þrjátíu ár liðin frá því ég las í fyrsta skipti grein um umskurð á konum, eftir Dag Þor- leifsson blaðamann. Greinin rennur mér seint úr minni. Lengi var reynt að kæfa alla umræðu um þessa sið- venju, m.a. með þeim rökum að hún tíðkaðist helst í af- skekktum sveitum meðal frumstæðra þjóða, umræðan ýtti undir fordóma gegn múslímum og gagn- aðist konum í lönd- um þeirra lítt. Heimsfræg, um- skorin fyrirsæta og múslími frá Sómal- íu, Waris Dirie, opn- aði loks umræðuna upp á gátt og upplýsti að milljónir stúlkna væru umskornar á ári hverju. 120 millj- ónir kvenna eru umskornar segir í skýrslu Amnesty. Dirie hefur farið fyrir alþjóðlegri herferð gegn þess- ari „siðvenju“ undir merkjum Sam- einuðu þjóðanna og kjörorðinu: „Not a minute more“. Neyðaróp stúlknanna barst um síðir hingað til lands og fyrir alþingi Íslendinga liggur frumvarp til laga (Þskj. 201) um bann við umskurði kvenna flutt af Kolbrúnu Halldórsdóttur og fleirum. Heiðursmorð Nú þegar umræðan um heiðurs- morð á stúlkum og konum er að leita upp á yfirborðið á Vesturlönd- um ætla viðbrögð margra að verða svipuð og þegar umskurðinn bar fyrst á góma. Gert er lítið úr málinu og glæpirnir eru sagðir bundnir við „afskekkt, fámenn samfélög og jað- arsvæði hins siðmenntaða heims“ svo gripið sé til orðalags í grein eft- ir Sigurð Heiðar Jónsson í Frétta- blaðinu 21. nóvember. Og aftur er það af hlífð við múslíma sem ekki má benda á að heiðursmorð við- gangast fyrst og fremst í samfélög- um þeirra. Í löndum múslíma er undirokun kvenna „siðvenju-“ og lagbundin með öðrum hætti en ger- ist í okkar menningarheimi. Kóran- inn og Sharíalögin eru ekki aðeins helgirit sem veita trúarlega eða andlega leiðsögn, þetta eru jafn- framt pólitísk grundvallarrit líkt og Das Kapital eftir Marx eða Um frelsið eftir John Stuart Mill, rit sem mæla fyrir um samfélagsskip- anina og stöðu konunnar. Kóraninn er stjórnarskrá Sádi-Arabíu. Hin fornu Sharíalög tóku gildi í Íran með íslömsku byltingunni 1979. Borgarastyrjöldin í Alsír á síðasta áratug 20. aldar snérist að verulegu leyti um Sharíalögin. Talibanar í Afganistan innleiddu þau, þau eru í gildi í Súdan og að hluta í Pakistan og Nígeríu. Erfitt er að vísa til opinberra al- þjóðlegra talna um heiðursmorð því um þau hefur lengstum ríkt sam- særi þagnarinnar og fórnarlömbin eru ekki til frásagnar. Á síðustu árum hafa fyrstu ritin um efnið þó verið að líta dagsins ljós og má benda á bókina Brennd lifandi eftir jórdansk-palestínsku konuna Souad, sem lifði morðtilræðið af. Óhjá- kvæmilegt er að tengja glæpinn við bága stöðu kvenna í löndum mús- líma og nokkur samtök þeirra hafa baráttu gegn heiðursmorðum á stefnuskrá sinni. Þeirri baráttu er brýnt að veita lið. Sæmdin og sorinn Það er dapurlegt fyrir okkur sem þekkjum til aldalangrar baráttu kvenna fyrir mannréttindum að sjá gamlar ógnir og nýjar eflast gegn hinu ofsótta kyni. Úr annarri áttinni sækir blindur og siðlaus markaður, sem gert hefur líkama stúlkna og kvenna að ábatasömum verslunar- varningi, úr hinni flæða ofstækis- fullir siðvenjudýrkendur með póli- tísk trúarrit á lofti. Markaðurinn tætir af konum spjarirnar, „siðvenj- an“ pakkar þeim í poka og lokar þær inni. Soraglæpir á eina hlið, sæmdarglæpir á hina. Engir for- dómar í veröldinni eiga meira fylgi að fagna en fordómar gegn konum. Þrálátustu mannréttindabrotin eru brotin gegn þeim. ■ Umræðan ALBERT JENSEN ■ sjúkraþjálfari skrifar um málefni aldraðra 20 4. desember 2003 FIMMTUDAGUR Margt hefur verið rætt um við-skiptalífið undanfarna mánuði og því miður hefur meira borið á slæmum fréttum en góðum fyrir neytendur. Olíufélög, trygginga- félög og bankar hafa verið fyrir- ferðarmest, en fleiri hafa komið við sögu. Af umfjöllun fjömiðla að dæma hljóta margir neytendur að velta því fyrir sér hvort fyrirtækin geti óhindrað farið sínu fram og gert okkur neytendum að borga brúsann. Við búum jú í litlu landi norður í hafi, erum fámenn og verð- um því að sætta okkur við fleira en gott þykir, eða hvað? Eða skiptir starf Neytendasamtakanna ásamt öflugu opinberu eftirliti hér máli? Mörg okkar ferðast til nágranna- landanna og sjá að ekki er allt ódýr- ara þar. Á sumum sviðum er verð- lag hér fremur hagstætt miðað við aðstæður og stundum jafnvel lægra en hjá nágrannaþjóðunum. Þegar nánar er að gáð kemur í ljós að það á við á þeim sviðum þar sem virk samkeppni ríkir. Þá borgar sig ekki að dröslast með þunga pinkla heim. Málið er svo einfalt; virk samkeppni tryggir neytendum hagstætt verð og gæði og styrkir um leið innlenda verslun. Þetta á við hér eins og ann- ars staðar. Markaðurinn verður einsleitari Markaðurinn á Íslandi er agnar- smár í samanburði við nágranna- löndin. Á mörgum sviðum eru fá fyrirtæki um hituna. Þróunin hefur verið sú síðustu árin að fyrirtækj- um hefur fækkað mjög með samein- ingu eða samruna. Við finnum fyrir þessu í hærra vöruverði en ella. Nefna má fjölmörg svið til sög- unnar en hér er aðeins stiklað á stóru: Bankar og tryggingafélög hafa verið mest áberandi, en einnig má nefna matvörumarkaðinn, rit- fangamarkaðinn og byggingavöru- markaðinn. Allt eru þetta markaðir sem skipta okkur neytendur miklu. Sívaxandi hagræðing og hagnaður með auknum samruna skilar sér því miður aðeins í vasa eigenda og raunar gott betur, því alltaf hækkar verðið. Kallar á aukið aðhald Lítill markaður kallar á öflugra eftirlit og þar gegna opinberar eftirlitstofnanir lykilhlutverki. Samkeppnisstofnun og Fjármála- eftirlitið eiga að gæta hagsmuna almennings, hvor á sinn hátt. Það skiptir okkur neytendur því miklu að þessar stofnanir sinni hlut- verki sínu vel. Allt bendir til að efla þurfi Samkeppnisstofnun verulega svo hún geti sinnt hlut- verki sínu með sóma. Að undanförnu hafa Neytenda- samtökin sýnt í verki með athugun- um á rekstri tryggingafélaga og banka hve mikilvægu hlutverki samtökin gegna. Neytendasamtök sem eru engum háð nema félags- mönnum sínum geta að mörgu leyti verið beinskeyttari en opinberir að- ilar. Og það skiptir miklu fyrir lýð- ræðið. Því væri eðlilegt að stjórn- völd aðstoðuðu Neytendasamtökin við að sinna starfi eins og nefnt er hér. Verkefnin blasa hvarvetna við þegar litið er á íslenska neytenda- markaðinn. Lítill markaður – betri yfirsýn Þótt það sé ókostur hve fáir við Íslendingar erum þegar fjármagna þarf neytendastarf að mestu með félagsgjöldum, gerir fámennið það að verkum að markaðurinn er lítill og auðvelt að „skanna“ hann. Neyt- endasamtökin hafa mikla reynslu af að veita neytendum yfirsýn yfir markaðinn og voru brautryðjendur í verðkönnunum. Neytendasamtök- in eru í samstarfi við neytendasam- tök í nágrannalöndunum um mark- aðsrannsóknir og gæðakannanir á neysluvörum. Um leið og slík starf- semi er mikilvæg upplýsingaþjón- usta við neytendur eykur hún sam- keppnina og vörugæðin. Með aðstoð frá stjórnvöldum mætti gera enn meira á þessu sviði. Þjónusta við alla Hjá Neytendasamtökunum starfa nú níu manns í átta stöðu- gildum og eru Neytendasamtökin stærsti aðilinn á þessu sviði hér á landi. Um helmingur starfar við leiðbeininga- og kvörtunarþjón- ustuna. Þar geta allir fengið upp- lýsingar um lagalegan rétt sinn í neytendakaupum og aðstoð við að ná honum, sé það nauðsynlegt. Það kostar Neytendasamtökin um 26 milljónir króna að reka þessa þjónustu. Þrátt fyrir að samtökin hafi gert þjónustusamning við viðskiptaráðherra um að þessi þjónusta sé öllum opin og þar með samfélagsleg, leggja stjórnvöld aðeins fram tíu milljónir króna. Það munar um hvern félagsmann Brýnt er að stjórnvöld auki framlög sín til neytendamála á allra næstu árum. Efla þarf neyt- endasvið Samkeppnisstofnunar og stjórnvöld þurfa að gera samn- inga við Neytendasamtökin um tiltekin verkefni á neytendasviði. Af nógu er að taka. Mikilvægt er að verja auknu fjármagni sem best og það gerum við með því að byggja á þeim grunni sem við höf- um í neytendamálum. Miðað við núverandi afstöðu stjórnmálamanna er það að mestu á valdi heimilanna í landinu hve öflugt starf Neytendasamtakanna getur orðið hverju sinni. Félags- gjöld eru um 70 prósent tekna samtakanna. Þau eflast með hverjum nýjum félagsmanni. Ert þú félagsmaður? ■ Heillaóska- skeyti Sigurjón Þórðarson alþingismaður skrifar um bókhald þingflokkanna Framsóknarflokkurinn vannEffie-markaðsverðlaunin. Í umsögn dómnefndar kemur m.a. fram að flokkurinn hafi unnið varnarsigur í síðustu kosning- um og að mark- aðsherferð hans hafi skilað til- færslu á ímynd flokksins. Um leið og ég óska Framsókn- arflokknum til hamingju með að breyta ímyndinni rétt fyrir kosningar er rétt að spyrja hver greiddi fyrir þessar auglýsingar flokksins. Kvótaflokkarnir Sjálfstæðis- og Framsóknar- flokkur vilja leyna bókhaldi flokkanna. Auðvitað er það ein- göngu vegna þess að þeir hafa eitthvað að fela varðandi fjár- mál sín. Greiddu þeir sem vilja viðhalda óréttlátu fiskveiði- stjórnunarkerfi stórar fúlgur í kosningasjóði kvótaflokkanna? Við í Frjálslynda flokknum höfum opið bókhald vegna þess að feluleikur með fjármál stjórnmálaflokka býður upp á spillingu. Það væri fróðlegt að fá að heyra frá forsvarsmönnum Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hvar í heiminum er að finna viðlíka ástand í lýðræðis- ríkjum og hér á Ís- landi, þar sem stjórnmálaflokkar komast upp með að leyna bókhaldi sinu. Ég gæti best trúað því að það þyrfti að fara alla leið til ríkja eins og Georgíu en þaðan er ein- mitt nýkominn úr kosningaeftir- liti einn þingmaður Framsókn- arflokksins úr mikilli Bjarma- landsför. Stendur það okkur ekki nær að tryggja réttlátar og gagnsæjar leikreglur hér á Ís- landi áður en við förum að leið- beina öðrum? Félagshyggjuflokkur? Við sáum í vor sem leið að pottur er brotinn varðandi fram- kvæmd kosninga hér á Íslandi. Frjálslyndi flokkurinn fór fram á að fá að skoða vafaatkvæði og benti á fjölmargt sem fór úr- skeiðis varðandi framkvæmd kosninganna. Það er ótrúlegt en satt að stjórnvöld sem kenna sig við lýðræði skuli hafna sann- gjörnum óskum Frjálslynda flokksins. Að lokum vil ég ítreka ham- ingjuóskir en vara samt Fram- sóknarflokkinn við að ganga að því sem vísu að það sé hægt að slá ryki í augu kjósenda hvað eftir annað. Ég efa að Fram- sóknarflokkurinn nái að auglýsa sig upp á ný sem einhvern fé- lagshyggjuflokk, þegar fyrsta verk nýs félagsmálaráðherra Árna Magnússonar var að ráð- ast á kjör atvinnulausra. ■ Neytendastarf þarf að efla – í allra þágu ■ Umræðan Opið bréf til formanns Samfylkingarinnar ■ Það er dapur- legt fyrir okkur sem þekkjum til aldalangrar baráttu kvenna fyrir mannrétt- indum að sjá gamlar ógnir og nýjar eflast gegn hinu of- sótta kyni. Andsvar STEINUNN JÓHANNES- DÓTTIR ■ rithöfundur skrifar um heiðursmorð. Umræðan JÓHANNES GUNNARSSON ■ formaður neytenda- samtakanna skrifar um neytendamál. ■ Greiddu þeir sem vilja við- halda óréttlátu fiskveiðistjórn- unarkerfi stórar fúlgur í kosn- ingasjóði kvótaflokk- anna? Sæmdin og sorinn

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.