Fréttablaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 14
14 4. desember 2003 FIMMTUDAGUR
JÓLASKRAUT Í ÍRAK
Bandarískir hermenn í Írak eru eins og
aðrir farnir að hugsa til jólanna og byrjaðir
að skreyta bækistöðvar sínar.
Kvensjúkdómalækni
boðað breytt verklag
Útvarpsstjóri lýsti því í svarbréfi til sviðstjóra Kvennadeildar Landspítalans að verklagsreglur
yrðu endurskoðar. Millistjórnendur RÚV funduðu um kvörtun á Spegilinn og komust að
þeirri niðurstöðu að málið snerist um kurteisi.
FJÖLMIÐLAR Kvörtunarbréf Reynis
Tómasar Geirssonar, sviðsstjóra
kvennadeildar Landspítala, vegna
samskipta við fréttamann Speg-
ilsins í september sl. varð til þess
að Markús Örn Antonsson út-
varpsstjóri boðaði í svarbréfi 11.
nóvember að Ríkisútvarpið myndi
fara „enn frekar yfir verklags-
reglur sínar varðandi fréttaskýr-
ingaþætti“. Þá lýsti Markús Örn
því að sú vinna væri þegar haf-
in. Þetta er athyglisvert í því
ljósi að fundað var um kvörtun-
arbréf kvensjúkdómalæknisins
meðal millistjórnenda RÚV. Jó-
hann Hauksson, dagskrárstjóri
Rásar 2, sendi útvarpsstjóra
greinargerð eftir að hafa farið
yfir málið þar sem niðurstaða
hans var sú að sviðstjórinn hafi
helst verið að kvarta yfir fram-
komu fréttamanns Spegilsins,
skorti á háttvísi
og mannasiðum.
Niðurstaða Jó-
hanns er sú að þar
standi orð gegn
orði hjá frétta-
manni Spegilsins
og Reyni Tómasi.
Ekkert sé að finna
um að fagmennsku Spegils-
manna hafi verið ábótavant.
Þrátt fyrir að bréf Reynis
Tómasar hafi verið ritað 25. sept-
ember var það ekki lagt fyrir út-
varpsráð fyrr en tveimur mánuð-
um síðar, á seinasta fundi ráðs-
ins. Engin umræða var um kvört-
unarbréfið á fundinum en það er
skilningur margra að útvarps-
stjóri hafi lagt bréfið fram til að
skjóta stoðum undir þann mál-
flutning sinn að Spegillinn sé
með vinstrislagsíðu. Útvarps-
stjórinn hefur samkvæmt því
uppnefnt þáttinn Hljóðviljann og
gert lítið úr fagmennsku þeirra
sem þar starfa. Af því tilefni
sagði Friðrik Páll Jónsson, rit-
stjóri Spegilsins, að útvarps-
stjóri og dómsmálaráðherra
hefðu beitt rógi til að sverta sig
og sitt fólk.
Sjálfur segir Markús Örn í
skriflegu svari til Fréttablaðs-
ins að hann hafi farið í síðbúið
sumarfrí í haust.
„Á þessu tímabili voru allt önn-
ur mál er varða Spegilinn á dag-
skrá útvarpsráðs. Það var því
kostur að blanda ekki kvörtun
Landspítalans um alls óskyld efni
saman við þá umræðu. Bréf Land-
spítalans snertir ekki neina þætti
hennar. Bréf Landspítalans var
hins vegar tilefni til þess að
skerpt var á verklagsreglum
varðandi Spegilinn á áðurnefnd-
um fundi hinn 16. október. Af
þeirri ástæðu m.a. taldi ég nauð-
synlegt að minnast á þetta bréf í
athugasemd hér í blaðinu sl. laug-
ardag,“ segir Markús Örn.
rt@frettabladid.is
■
Bréf Landspítal-
ans var hins
vegar tilefni til
þess að skerpt
var á verklags-
reglum varð-
andi Spegilinn.
STÉTTARFÉLÖG „Langlundargeð okk-
ar er þrotið, það skýrir þessa um-
fjöllun,“ sagði Þórunn Svein-
björnsdóttir, 1. varaformaður Efl-
ingar stéttarfélags, en vísaði að
öðru leyti á lögmann félagsins.
Stjórnarmenn Eflingar saka for-
svarsmenn tveggja einkarekinna
leikskóla, Korpukots og Fossakots,
um kennitölusvindl í þeim tilgangi
að koma sér hjá greiðslu lögboðinna
iðgjalda af starfsfólki.
Á heimasíðu Eflingar er fjallað
um málið á óvenjulegan hátt. Þar
segir að starfsmenn leikskólanna
hafi fyrir nokkru leitað til félags-
ins vegna vangoldinna launa-
tengdra gjalda og fleiri þátta sem
ekki voru í lagi hjá viðkomandi
leikskólum. Mjög alvarlegt sé að
rekstraraðilar leikskólanna hafi
trassað að greiða öll lögboðin
gjöld, þar á meðal í lífeyrissjóð,
mánuðum saman. Vanskilin hafi
skapað óöryggi hjá starfsmönnum,
auk þess sem um bein lögbrot sé að
ræða og málin séu nú í innheimtu.
Þá einfaldi það ekki málið að um
síðustu áramót hafi stjórnendur
leikskólanna skipt um kennitölu.
„Það er þekkt aðferð, þegar
komið er í óefni með greiðslu lög-
boðinna gjalda af starfsfólki, að
skipta um kennitölu, yfirfæra
starfsemina og starfsmennina á
nýju kennitöluna og skilja skuld-
irnar eftir í gamla fyrirtækinu,“
segir á vefsíðu Eflingar.
Stjórnendur skólanna segja
fullyrðingar Eflingar rangar en
vildu að öðru leyti ekki láta hafa
neitt eftir sér. ■
UNDIRRITUN ÞJÓNUSTUSAMNINGS
Skrifað var undir þjónustusamning Reykjavíkurborgar og tíu einkarekinna leikskóla í borginni
í október síðastliðnum og tók samningurinn gildi 1. nóvember. Meðal leikskólanna tíu eru
Korpukot og Fossakot en báðir hafa trassað greiðslu iðgjalda af starfsfólki að sögn Eflingar.
Einkareknu leikskólarnir Korpukot og Fossakot:
Stjórnendur sakaðir
um kennitölusvindl
Mannætumorðið í
Þýskalandi:
Réttað yfir
mannætunni
ÞÝSKALAND Réttarhöld yfir hinum
41 árs gamla Armin Meiwes frá
Rotenburg í Þýskalandi, sem
ákærður er fyr-
ir morð og
mannát, hófust
í Kassel í gær.
Málið þykir
merkilegt fyrir
það að fórnar-
lambið bauð sig
s j á l f v i l j u g t
fram eftir að
hafa lesið aug-
lýsingu frá
Meiwes á Net-
inu.
Saksóknari mun fara fram á
lífstíðardóm en verjandinn
byggja vörnina á fórnfýsi fórnar-
lambsins og að ekkert banni
mannát í þýskum lögum, en þetta
er fyrsta mannætumálið sem
kemur fyrir þýska dómstóla. ■
MEÐ BROS Á VÖR
Mannætan og tölvu-
fræðingurinn Armin
Meiwes.
REYNIR TÓMAS GEIRSSON
Sendi bréf til útvarpsstjóra þar sem hann
kvartaði undan samskiptum við frétta-
mann Spegilsins.
MARKÚS ÖRN ANTONSSON
Útvarpsstjóri uppnefndi útvarpsþátt í tölvupósti. Hann tilkynnti kvensjúkdómalækni í bréfi
þann 12. nóvember að farið yrði yfir verklagsreglur vegna fréttaskýringaþátta RÚV.
VIRKJANIR Austurglugginn hefur
eftir starfsmanni Impregilo á
Kárahnjúkasvæðinu að svefn-
skálar í vinnubúðum mígleki og
nokkrir starfsmenn hafi brugðið
á það ráð að negla segl upp í loft-
ið í því skyni að verja eigur sínar
gegn rakaskemmdum og halda
rúmum sínum þurrum.
Blaðið hefur eftir starfsmönn-
um að þeir hafi verið orðnir
þreyttir á að koma að rúmunum
blautum í hvert sinn sem hlánaði
og því brugðið á þetta fyrir-
byggjandi ráð. Oddur Friðriks-
son yfirtrúnaðarmaður staðfesti
við Austurgluggann að tveir
mánuðir væru liðnir frá því að
starfsmenn hófu að kvarta yfir
lekanum. Hann segir að Impreg-
ilo hafi lofað bótum en ekki stað-
ið við þau loforð. ■
Kárahnjúkar:
Segl gegn leka í
svefnskálum