Fréttablaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 32
Mörkinni 3 • s: 588 0640 Opið mán.- föst. kl. 11 til 18 laugard. kl. 11 - 15 www.casa.is Frábærar jólagjafir 32 4. desember 2003 FIMMTUDAGUR Ég hef orðið vör við það síðustutvö til þrjú árin að fólk fagnar því mjög að finna glögg hér hjá mér því sá gæðadrykkur virðist dottinn út svo víða annars staðar,“ segir Kristín Sörladóttir, veitingakona í Kaffi Vín, í kjallaranum á Lauga- vegi 73. Sjálf bjó hún í Austurríki í 20 ár og kynntist þar vel þeim sið að sötra jólaglögg á aðventunni. Henni finnst það því sjálfsagður hluti af þeirri stemningu sem ótvírætt skapast í aðdraganda jólanna. Fyrir þá sem ekki er hrifnir af rauðvín- inu en vilja samt dreypa á heitri og sætri hressingu býður hún upp á Fjallakakó sem er búið til úr kakói með Stroh-rommi og borið fram með þeyttum rjóma og súkkulaði- spónum. ■ Þessar kökur þykja sérlegagóðar,“ segir Björn M. Lofts- son og otar ómótstæðilegum „sörum“ að blaðamanni og ljós- myndara. Björn var smíðakenn- ari í Hlíðaskóla til margra ára og þótt hann eigi aðeins tvö ár í nírætt lætur hann það ekki aftra sér frá því að baka smákökur með hinum kennur- unum. Hann segir þann sið hafa viðgengist í allmörg ár að kenn- ararnir baki sörur fyrir jólin undir styrkri stjórn Gunnþór- unnar Jónsdóttur heimilis- fræðikennara. Hann vilji ekki fyrir nokkurn mun missa af þeim viðburði. „Það er sett á mig stromphúfa til að flikka upp á mig, svo ég lít út eins og aðalmaðurinn,“ segir hann hlæjandi en sver það af sér að standa undir slíkum titli. „Ég er orðinn linur í fótunum og heyri illa en er ágætlega málhress,“ segir hann og það síðastnefnda getur blaðamaður vottað. Spurður um sitt helsta hlutverk í bakstrinum kveðst hann kunna best við sig á þeytaranum og eins og margir þekkja af eigin raun er sörubakstur ekkert áhlaupaverk svo þar munar um hvert handtak. Björn unir sér vel í Hlíðun- um og kveðst ekki vilja vera í öðru hverfi. Hann bjó mörg ár í Eskihlíð en er nú fluttur í Drápuhlíðina ásamt konu sinni. Býst hann ekki við að bjóða þar upp á sörur um jólin? „Jú, ef það fer ekki fyrir mér eins og bruggaranum sem ætlaði að geyma mjöðinn sinn til góðs tíma en var búinn með hann áður,“ segir hann hlæjandi. ■ AÐALMAÐURINN Björn lagði frá sér þeytarann og stillti sér upp hjá sörunum. Áttatíu og átta ára í sörubakstri: Þrautseigur á þeytaranum KENNARARNIR Björn vill ekki fyrir nokkurn mun missa af bakstrinum. Glöggin yljar JÓLAGLÖGG KRISTÍNAR Í KAFFI VÍN Í glöggið fer rauðvín, kryddaður sykurlög- ur og Stroh-romm með rúsínum. Þessu er blandað saman í hvert glas eða hverja könnu fyrir sig. Hlutföllin eru 1/3 af syk- urlegi, 2/3 af rauðvíni, ein teskeið af rús- ínum og ein teskeið af romminu sem rúsínurnar liggja í. Könnunni er síðan stungið í örbylgjuofn til að hita drykkinn og með þessu ber Kristín litla skál með piparkökum. Kryddaði sykurlögurinn 1/2 kg sykur 1 1/2 l vatn 3 kanilstengur 15 negulnaglar Hýði af hálfri appelsínu 1/4 sítróna Látið allt malla í einn til tvo tíma. Appelsínubörkur- inn og sítrónan er þá veitt upp úr en kryddið látið liggja í. Það er síðan síað frá. Þennan lög er gott að eiga blandaðan. Stroh-romm með rúsínum. Nauðsynlegt er að rúsínurnar hafi leg- ið þar í bleyti um tíma. Rauðvínið er í raun aðalatriðið. Kristín notar vín frá Chile. KRISTÍN Í KAFFI VÍN Kristín segir fólk gjarnan fá sér glögg í gönguferðum um Laugaveginn. Jólafagnaður Bergmáls: Hátíðleg stund í Há- teigskirkju Þetta verður hátíðleg ogskemmtileg stund þar sem söngur og fallegt orð verður uppi- staðan og svo veislukaffi á eftir með hnallþórum og fleira góð- gæti,“ segir Kolbrún Karlsdóttir, formaður líknar- og vinafélagsins Bergmáls. Það er jólafagnaður fé- lagsins sem um er rætt en hann verður í Háteigskirkju næstkom- andi sunnudag 7. desember kl. 16. Fyrir utan hefðbundinn sálma- söng og jólaguðspjall mun Sigrún Hjálmtýsdóttir syngja einsöng, sr. Jón H. Þórarinsson, prestur í Langholtskirkju, flytja hugvekju og Skagfirska söngsveitin syngja, undir stjórn Björgvins Valdimars- sonar. Að þeirri athöfn lokinni verða veitingar fram bornar í safnaðarheimilinu. Að sögn Kol- brúnar er staðið í bakstri þessa dagana og öðrum undirbúningi undir veisluhöldin. „Við eigum svo marga velunnara og þær kon- ur sem næst í og eiga sæmilega bakarofna eru virkjaðar í bakst- urinn,“ segir hún. Líknar- og vinafélagið Bergmál hefur einbeitt sér að stuðningi við langveikt fólk, einkum krabba- meinssjúklinga, og jólafagnaður- inn er einn af föstum liðum í starfi þess. Félagið hefur þá sér- stöðu í félagaflórunni að einu lög þess eru faðmlög! ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.