Fréttablaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 8
8 4. desember 2003 FIMMTUDAGUR Frelsi til að meiða „Og í þeirri frelsisöldu sem fór um landið fyrir nokkrum misserum mátti enginn láta það um sig spyrjast að hann legðist gegn nokkrum hlut sem verða mætti til aukins „frelsis“ í landinu.“ Illugi Jökulsson um lögleiðingu hnefaleika. DV, 3. desember. Fallvölt kjölfesta „Það er ekki ofmælt að Jón Krist- jánsson heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra hafi verið siðferðis- leg kjölfesta Framsóknarflokksins í þessari ríkisstjórn.“ Jón Bjarnason um meint svik ríkisstjórnarinnar við öryrkja. Morgunblaðið, 3. desember. Fordómalaus þjóð „Íslendingar segja margir að þeir séu ekki með fordóma en bæta svo við „en...““ Toshiki Toma um dulda fordóma Íslendinga. DV, 3. desember. Orðrétt Heimahjúkrun í uppnámi: Beðið eftir viðbrögðum HEIMAHJÚKRUN „Ég met það svo að næsta skref í deilunni eigi að koma frá Heilsugæslunni, sem felist í viðræðum um annað fyrirkomulag í akstursmálum. Hjúkrunarfræðingar í heima- hjúkrun geta því ekki gert margt annað en að bíða eftir við- brögðum frá Heilsugæslunni. Ef þau koma ekki hljóta þeir að horfa í kringum sig eftir öðrum störfum.“ Þetta sagði Elsa Friðfinns- dóttir, formaður Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga, eft- ir fund sem haldinn var með hjúkrunarfræðingum í heima- hjúkrun í gær. Heimahjúkrunin er í uppnámi eftir uppsögn Heilsugæslunnar á aksturs- samningi. Stærstur hluti starfs- manna hefur ritað bréf til for- ráðamanna hennar og lýst því yfir að litið sé á uppsögnina sem uppsögn á ráðningarsamningi. Elsa sagði að á fundinum hefði verið farið yfir málið. Fé- lagið hefði viljað sjá samráð Heilsugæslunnar og hjúkrunar- fræðinga um breytt fyrirkomu- lag á akstursgreiðslum. Vonast væri til að viðræður deiluaðila um málið hæfust sem allra fyrst. ■ Spennandi markaður Útrás Pharmaco heldur áfram. Samningar um kaup á tyrknesku lyfja- fyrirtæki á lokastigi. Kaupverðið er 4,5 milljarðar auk árangurstengdra greiðslna. Tyrkneski lyfjamarkaðurinn er jafn stór þeim rússneska. ÚTRÁS Lyfjafyrirtækið Pharmaco leggur nú lokahönd á kaup á 90% hlut í tyrkneska lyfjafyrirtækinu Fako. Kaupverðið er 63 milljónir dollara, um 4,5 milljarðar ís- lenskra króna. Kaupin eru í sam- ræmi við stefnu Pharmaco um 15 til 20% ytri vöxt á ári. Róbert Wessman, for- stjóri Pharmaco, segir nokkra þætti hafa ráðið kaupunum. „Við sjáum tyrk- neska markað- inn sem spenn- andi markað. Veltan á lyfja- markaði þar er 3,3 milljarðar Bandaríkjadala, sem er svipað og Rússland, en Rússland er með tvöfalt fleiri íbúa. Þetta er spennandi félag með góða ímynd.“ Fako er sjöunda stærsta lyfja- fyrirtækið í Tyrklandi. Hjá félag- inu starfa 1.300 manns, en starfs- mannafjöldi Pharmaco er 7.300 manns. Róbert segir samlegðar- áhrif töluverð og stefnt sé að því að skrá fjölda lyfja Pharmaco á Tyrklandsmarkað í framtíðinni. Einnig liggja tækifæri í sölu lyfja Fako á mörkuðum Pharmaco. Vaxtarmöguleikar eru töluverðir og búist við að 10 ný lyf verði sett á markað í Tyrklandi á næsta ári. Velta Fako er hátt í sjö millj- arðar íslenskra króna á ári og framlegð um 20% af tekjum. Gert er ráð fyrir tapi á rekstrinum á þessu ári, einkum vegna óhag- stæðra lána sem hvíla á fyrirtæk- inu. Stefnt er að því að nýtt hluta- fé leysi skammtímaskuldir af hólmi og félagið verði endurfjár- magnað. Vextir í Tyrklandi eru yfir 50%. Fyrir utan kaupverðið eru í samningnum ákvæði um árang- urstengdar greiðslur fyrir félagið ef tiltekin rekstrarmarkmið nást á árunum 2004 og 2005. Pharmaco hefur verið í mark- vissri útrás með kaupum á erlend- um fyrirtækjum. Róbert segir Pharmaco hafa fylgst með fyrir- tækinu um nokkurt skeið. „Við erum alltaf að skoða einhver fé- lög.“ Hann segir vel hafa gengið að vinna með þau fyrirtæki sem Pharmaco hefur keypt. Fyrri kaup hafa líka jákvæð áhrif á kaup á nýjum fyrirtækjum. „Við þurfum ekki eins mikið að leita sjálf. Það er meira um það að komið sé til okkar með tækifær- in.“ ABN AMRO bankinn veitti Pharmaco ráðgjöf við kaupin, en Róbert segir bankann meðal þeirra sem sett hafa sig í samband við fyrirtækið með áhugaverð kauptækifæri. haflidi@frettabladid.is ...núna á þremur stöðum Smáralind Sími 545 1550 Glæsibæ Sími 545 1500 Kringlunni Sími 575 5100 www.utilif.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 2 28 82 11 /2 00 3 jólagjöf Hugmynd að Hummel, 4 stk. í setti: Jakki, buxur, stuttbuxur og bolur. Stærðir 104-176 cm. 4.990 kr. Linda Vilhjálmsdóttir Ólafur Gunnarsson Þráinn Bertelsson Sjón Guðmundur Andri Thorsson Elísabet Jökulsdóttir Ókeypis aðgangur Fimmtudagskvöldið 4. desember kl. 20:30 lesa rithöfundarnir Brot af því besta upplestur og tónlist í anddyri Borgarleikhússins Lifandi jóladjass Kaffihúsastemning í anddyri Borgarleikhússins. Upplestur úr nýjum bókum og ljúfir djasstónar. ÍTALÍA Ítalska þingið hefur sam- þykkt umdeilda fjölmiðlalöggjöf sem gefur forsætisráðherranum Silvio Berlusconi færi á því að auka enn frekar umsvif sín á fjöl- miðlamarkaði landsins. Lögin fela meðal annars í sér að móðurfélag Berlusconis, Fininvest, þarf ekki að selja eina af sjónvarpsstöðvum sínum fyrir 1. janúar 2004 eins og ítalskir dómstólar höfðu úrskurð- að. Samkvæmt nýju lögunum get- ur sami aðilinn átt sjónvarps- stöðvar, útvarpsstöðvar og prent- miðla auk þess sem slakað er á reglum um auglýsingar í fjölmiðl- um. Hvort tveggja er líklegt til að stuðla að auknum gróða hjá fyrir- tækjum Berlusconis. Andstæðingar laganna halda því fram að þau muni verða til þess að hefta frelsi ítalskra fjöl- miðla og minnka fjölræði á mark- aðnum. Þingmenn stjórnarand- stöðunnar hafa hvatt forsetann til að neita að skrifa undir lagafrum- varpið á þeim forsendum að það brjóti í bága við stjórnarskrá landsins. Berlusconi, sem er rík- asti maður Ítalíu, á þrjár sjón- varpsstöðvar og hlut í tveimur dagblöðum og útgáfufyrirtæki. Auk þess hefur forsætisráðherr- ann tangarhald á ríkisreknu sjón- varpsstöðinni Rai. ■ RÓBERT WESSMAN Forstjóri Pharmaco segir kaup á tyrknesku lyfjafyrirtæki í samræmi við stefnu félagsins um ytri vöxt. Íbúar Tyrklands eru 70 milljónir og velta lyfjamarkaðar um 250 milljarðar ís- lenskra króna. BERLUSCONI Nýja fjölmiðlalöggjöfin mun gera Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, kleift að halda áfram að byggja upp veldi sitt óáreittur. Umdeild fjölmiðlalöggjöf samþykkt á Ítalíu: Getur aukið umsvif sín „Við þurfum ekki eins mik- ið að leita sjálf. Það er meira um það að komið sé til okkar með tækifær- in. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Fyrrum sjóðstjóri: Sekur um fjárdrátt DÓMUR Fyrrum sjóðstjóri hjá Kaup- þingi var dæmdur í eins árs fang- elsi, skilorðsbundið til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, fyrir fjárdrátt og umboðssvik í starfi, brot á lögum um verðbréfa- viðskipti og fyrir brot á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Annar maður sem ákærður var í málinu, gjaldkeri við bankastofn- un, hlaut þriggja mánaða fangelsi, einnig skilorðsbundið til þriggja ára. Sá þriðji sem ákærður var fyr- ir peningaþvætti í starfi sínu sem framkvæmdastjóri lífeyrissjóðs var sýknaður. ■ DEILT UM AKSTURSPENINGA Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hélt fund með hjúkrunarfræðingum í heima- hjúkrun í gær. Þar var farið yfir stöðu mála varðandi uppsögn Heilsugæslunnar á aksturssamningi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.