Fréttablaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 24
tíska o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur t ísku Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: tiska@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. María Gunnarsdóttir er kjóla-meistari sem rekur fyrir- tækið MG saum og sérsaumar á fólk. Hún segir að eftirspurnin eftir sérsaumuðum fötum hafi verið að aukast jafnt og þétt und- anfarin ár. „Fólk er farið að láta sérsauma föt sem það vill eiga, ekki bara fyrir einhvern ákveð- inn viðburð. Þetta er fólk sem vill vera í vönduðum fötum, finnur ekki föt á sig í búðum eða vill ekki þau föt sem fást í búð- um.“ María segir mis- jafnt hversu vel und- irbúið fólk er þegar það leitar til henn- ar og hversu tím- anlega það er gert. „Ég er til dæmis farin að fá pantanir á brúð- arkjólum fyrir næsta sumar. Aðrir eru búnir að leita lengi að einhverju en finna ekkert og koma þá kannski með stuttum fyrirvara. Margir koma með eitthvað ákveðið í huga en aðrir koma og fletta með mér blöðum til að fá hugmyndir. Þetta er mjög per- sónuleg þjónusta enda er fólk að fá eitt- hvað sem smellpassar og hentar því.“ María segist byrja á því að ræða við fólk og ráðleggja því út frá hugmyndum þess. Síðan er athugað með efni og eftir það er farið í máltöku og sniðið útbúið. Þegar efnið hefur verið saumað er flíkin mátuð og henni síðan breytt eftir þörfum. Útkoman er flík sem sniðin er að þörfum viðskiptavinarins. „Í sam- anburði við dýrustu merkin er ekki dýrara að láta sérsauma á sig föt,“ segir María að lokum. ■ Kjólameistari: Eftirspurnin eftir sér- saumuðum flíkum eykst LITADÝRÐIN ALLSRÁÐANDI Kjóll frá hönnuðinum Bernhard Will- helm í París sem sýndur var á alþjóð- legri tískuhátíð í Luzern í Sviss um síðustu helgi. Náttsloppur Sími 5 88 44 22 www.hm.iskr. 1.890 Stærðir:36/38 - 40/42 - 44/46 Mjúk fleece MARÍA GUNNARSDÓTTIR Með eitt af verkum sínum, dökkbláan kjól með bikarkraga. HEFÐBUNDINN BRÚÐARKJÓLL Mjög algengt er að konur láti sérsauma kjóla fyrir stóra daginn. BRÚÐARKJÓLL Tvískiptur og í óhefðbundnum lit. SAMKVÆMISKJÓLAR Sem hægt er að eiga og nota áfram. Nýtt - ferskt og flott fyrir stelpur á öllum aldri í stærðunum 36-48 Mikið úrval af skóm, st. 35-42 Veski, skart og sjöl Bankastræti 11, sími 551 3930 S: 551 6688 Njóttu lífsins Ný sending Telpu jólakjólar á allan aldur Smádrengja flauels jólaföt Drengja kjólföt og jakkaföt Prinsessan verslun í Mjódd, s. 567 4727 www.prinsessan.is Verð kr. 229,- Gæðavara á góðu verði Glerártorgi, Akureyri Mjódd, Reykjavík

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.