Fréttablaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 30
Fjöldi áhugafólks um jólaskreyt-ingar kynnti sér aðventukransa- gerð í Blómastofunni á Eiðistorgi síðasta fimmtudag, en starfsfólkið þar heldur vikuleg þemakvöld fram að jólum. Fyrsta kvöldið var al- mennt jólaþema. Marentza Poulsen dekkaði upp óhefðbundið jólaborð þar sem hún notaði svolítið af dökk- bleikum og appelsínugulum lit. Boð- ið var upp á piparkökur, jólate og kaffi og gátu gestir spjallað við starfsfólk og fengið góðar ábend- ingar. Á síðasta kvöldi var þemað að- ventukransar og telur Hildur Jóns- dóttir, starfsstúlka í búðinni, að um hundrað manns hafi komið þangað á þremur tímum. Hún segir að lögð sé áhersla á að skapa góða stemningu á þessum kvöldum. „Fólk kemur til að fá hugmyndir og skoða það sem er í boði. Fimmtudaginn 4. desember ætlum við að sýna gler- og kerta- skreytingar. Þann 11. desember kynnum við svo hýasintuskreyting- ar og lauka. Starfsfólkið hérna er mjög duglegt og áhugasamt, en við reynum að leggja áherslu á einfald- leika og að flækja ekki hlutina. Rauður og hvítur litur eru áberandi í ár, það er mikið um epli en ekki mikið um dúllerí. Dönsku jólin skína samt oft í gegn.“ ■ Blaðauki Fréttablaðsins um undirbúning jólanna jólin koma á Sony You make it a Sony Kaup nglu 88 7669 info 20F elgin nálgast og um að gera að huga að því hvernig hægt er að gera sér og fjölskyldunni eitthvað til góða þessa tvo frídaga. Þeir sem ætla að baka eða gera konfekt ættu að gera birgðakönn- un í eldhúsinu í dag og skrifa lista yfir það sem vantar. Það er nefnilega ósköp notalegt að vera búinn að kaupa inn í þetta fyrir helgina. Þá er hægt að vinda sér í baksturinn um leið og mannskapurinn er kominn á fætur. Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: jol@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. Blómastofan Eiðistorgi: Þemakvöld á aðventunni KERTASKREYTING Marentza og starfsfólk ráðlögðu gestum al- mennt um jólaföndur og skreytingar. JÓLAKÚLUR Glerkúlur og hvítt skraut eru vinsæl í ár. PIPARKÖKUR OG JÓLATE Boðið var upp á kaffi og te frá Kaffitári. MARENTZAN Heiða Jóhannesdóttir, starfsstúlka á Blóma- stofunni, hannaði þessa skreytingu sem vakti mikla hrifningu Marentzu Poulsen. JÓLABORÐ Á fyrsta þemakvöldinu skreytti Marentza Poul- sen jólaborð. Borðbúnaðurinn er frá versluninni Í húsinu, kerti og servíettur frá SIA. Foreldrar Verjum tíma með börnunum okkar Hver stund er dýrmæt

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.