Fréttablaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR 4. desember 2003 ÁSAMT DIDDÚ, HLJÓMEYKI OG STRENGJAKVARTETT Í VÍÐISTAÐAKIRKJU Í KVÖLD KL. 20.30 FORSALA HAFIN Í VERSLUNUM SKÍFUNNAR Nýja jólaplatan, „Ljósin Heima“, er komin í verslanir Opnir skór geta verið hrikalegaflottir við samkvæmiskjól en lítið fer fyrir glæsileikanum ef við blasir sprunginn hæll og van- hirtar neglur. Ragnheiður Gunn- arsdóttir, snyrtifræðingur hjá Ár- sól, segir að ekki ætti að taka meira en klukkutíma að taka fæt- urna vel í gegn. „Gott er að fara í fótabað og setja fótabaðsalt eða eina mat- skeið af olíu út í, til dæmis ólífu- olíu. Hafið fæturna í tíu mínútur ofan í. Við það mýkjast nagla- böndin og þá er auðvelt að ýta þeim upp með grófu handklæði. Síðan þarf að klippa neglurnar þvert og ekki of stuttar, því þær verða að vera flottar með lakki. Viðmiðunin er sú að nöglin skagi ekki fram fyrir tána. Notið nagla- þjöl til að rúnna neglurnar. Raspið svo hælana með fótaraspi. Gott er að nota kornakrem fyrir fætur og mjög gott að setja krem á eftir. Á eftir er hægt að fituhreinsa negl- urnar. Ein umferð af undirlakki kemur í veg fyrir að þær taki í sig lit. Ofan á fara tvær umferðir af lituðu lakki.“ Ragnheiður segir mikilvægt að bera krem á fæturna, sérstaklega á veturna. „Um leið og húðin verð- ur þurr springa hælarnir. Hægt er að bera á sig krem á kvöldin og sofa í sokkum.“ ■ Brúnkuklefi: Sólbrún á einni mínútu Þótt það færist í aukana að konursætti sig við sinn náttúrulega húðlit og liggi ekki í ljósabekkjum koma stundum upp aðstæður þar sem hinn bláhvíti íslenski litur þykir ekki nógu flottur. Margar konur grípa þá til þess að bera á sig brúnkukrem, sem á að vera hættuminna fyrir húðina, og ná þannig góðri skyndibrúnku fyrir árshátíðina eða sólarlandaferðina. Magic Tan er nýjung hér á landi, en þetta er nokkurs konar sturtuklefi sem gengið er inn í og þar sprautast á mann vatnskennt brúnkuefni. Meðferðin tekur um eina mínútu og á að tryggja að lit- urinn verði jafn og fallegur. Fyrir meðferð er borið blokkkrem und- ir fætur, inn í lófa og á aðra staði sem venjulega verða ekki brúnir. „Sumir koma rétt áður en þeir fara út á lífið en aðrir koma reglu- lega,“ segir Jenný Jóakimsdóttir, umboðsaðili Magic Tan. „Þetta endist í um það bil eina viku. Efn- ið litar efsta lag húðarinnar sem heitir hyrnislag. Þegar húðin end- urnýjast fer liturinn.“ ■ Andlitsmeðferð: Ilmolíur á andlitið Svokölluð ilmolíujurtameðferðfrá Guinot felst í andlits-, höf- uð- og herðarnuddi með virkum ilmolíum og nuddkremi úr jurta- þykknum. Notuð eru átján mis- munandi jurtaþykkni sem inni- halda virk efni eins og ginseng, aloe vera og nornahersli. Jurtirn- ar eru valdar eftir húðgerð. Engin lit- eða rotvarnarefni eru í slíkum kremum, sem eru sérlöguð í hæfi- legu magni fyrir hvern og einn og ekki geymd eftir notkun. Með- ferðinni lýkur með kælandi gel- maska með sömu innihaldsefnum og kremið. Boðið er upp á þessa meðferð á Guinot-snyrtistofum. ■ BOUDICCA Fyrirsæta í fötum Zowie Broach og Brian Kirkby sem framleidd eru undir merkinu Boudicca. Hönnuðirnir kepptu til sviss- nesku vefnaðarverðlaunanna sem veitt eru ár hver. Markmið keppninnar er að koma ungum tískuhönnuðum á framfæri. FÆTUR PENELOPE CRUZ Eflaust alltaf vel snyrtir. Fótahirða: Mikilvægt að bera krem á fæturna .Wearhouse .Dreams.JusD’Orange.Suksess.Premier de toi Verið velkomin TORGIÐ Hverafold 3-5, s. 567 8420 Opið: Virka daga frá kl. 10-18.30 Laugardaga frá kl. 10-18 Sunnudaga frá kl. 14-18 Tískuvöruverslun Full búð að nýjum vörum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.