Fréttablaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 4. desember 2003 Brasilíska fegurðardísin GiseleBundchen var meðal fjöl- margra súpermódela sem sýndu föt á hinni árlegu undirfatasýningu Victoria’s Secret í New York. Sýningin vekur alltaf jafn mikla athygli og dregur ávallt til sín margar af frægustu fyrir- sætum heimsins. Á meðal þeirra sem gengu eftir sýningargólfinu í þetta sinn voru þær Tyra Banks og Heidi Klum, auk Gisele. Tónlistarmennirnir Sting og Mary J. Blige héldu uppi stemningunni. ■ FÖRÐUN Förðunarmeistarinn Charlie Brown aðstoð- ar Gisele áður en hún stígur á svið í New York. Gisele Bundchen: Sýndi undirföt AP/M YN D Uppáhaldsfötin mín þessadagana eru reiðbuxur og gúmmískór,“ segir Guðrún Möll- er verslunareigandi. „Fjölskyld- an er að hella sér á kaf í hesta- mennsku og það er alveg frá- bært. Það þýðir að þykkir ullar- sokkar og góð úlpa verða einnig ofarlega á listanum og verða það eflaust í allan vetur.“ Guð- rún segir gúmmískóna guðdóm- lega þægilega og að þeir hafi slegið í gegn hjá krökkunum. „Ég á þrjár dætur og einn son. Ég keypti bleika gúmmískó á dæturnar og þeir eru gatslitnir af mikilli notkun.“ Guðrún rekur tískuverslun fyrir barnshafandi konur, sem nefnist Thyme maternity, og þarf því að fylgjast vel með tískustraumum. „Þótt undarlegt megi virðast er ég samt voða lé- leg við að kaupa mér föt. Systir mín er mun duglegri og ég nýt góðs af því. Mér líður langbest í gallabuxum, stígvélum og nota- legum fötum. En ég hef gaman af að klæða mig upp þegar við á. Ég geri það frekar sjaldan og geri það þá vel, finnst til dæmis gaman að vera í síðum gallakjól- um. En þú gætir líka náð mér á joggingbuxum, gúmmískóm og flíspeysu úti í Bónus að versla fyrir fjölskylduna.“ ■ Uppáhaldsflíkurnar: Reiðbuxur og gúmmískór Góð ráð fyr- ir kvöldið Til að virka grennri er gott aðfara í buxur með víðum skálmum og vera í topp sem ligg- ur laust að. Forðast skal þröng pils og buxur. Þverröndótt virkar ekki vel en langröndótt þeim mun betur. Til að hylja maga er gott aðnota síða jakka, ekki of víða. Forðast skal flíkur með stórum vösum framan á, eða annað skraut sem dregur athyglina að maganum. Til að draga athygli frá miklummjöðmum og lærum er gott að fara í pils með hringsniði. Hér er einnig gott að forðast flíkur sem eru með vasa eða áberandi skraut yfir mjaðmir og læri. Það getur verið sniðugt að vera í flegnu, það dregur athyglina að andlitinu. Þótt vorið og sumar-ið séu aðaltíminn í brúðkaupunum þá kemur líka kippur í þau um jólin. Kjólarn- ir á myndunum sem hér fylgja voru sýndir á tískuviku sem lauk í Sarajevó í Bosníu í vikunni. Á þessari tískuviku sýndu bæði innlendir hönnuðir og hönnuðir frá öðrum Evrópuríkjum og eru meðfylgjandi brúðar- kjólar eftir franska hönnuðinn Mariees De Reve. Víð pils og létt og leikandi efni eru greinilega allsráðandi hjá henni. Kannski eru flestar þær sem ætla að ganga í hjónaband um há- tíðirnar farnar að leggja drög að kjólunum en ef ekki ættu þessir að geta gefið hug- myndir. ■ Brúðarkjólar: Léttir og leikandi GUÐRÚN MÖLLER Stekkur stundum út í Bónus í jogging- buxum og flíspeysu. PRINSESSUKJÓLL Þessi kjóll er sannkall- aður rjómatertukjóll og gylltu skreytingarn- ar á toppnum eru punkturinn yfir i-ið. MEÐ LAUSUM ERMUM Fallegur og nokkuð hlutlaus kjóll. Ermarnar gefa honum þó heil- mikinn karakter. 4 daga NÁTTFATAPARTÝ Vertu á undan STEKKJARSTAUR!!! KNICKERBOX KNICKERBOX KNICKERBOX Kringlunni Laugavegi 62 Sími 533 4555 Sími 551 5444 Dagana 4.-7. desember veitum við öllum viðskiptavinum okkar 15% jólaafslátt af öllum náttfötum í verslunum okkar frá fimmtudegi til sunnudags. Já, við erum komin í jólaskapið! Sendum í póstkröfu. Alpahúfur kr. 990 Hekluð sjöl kr. 1.990 margar gerðir Kínataska kr. 2.490 Kertastjaki kr. 1.490 Taska kr. 1.690 Hjartaskrín kr. 590-790 Blómaskór - tilboð 1 par 1.290 - 2 pör 2.000 Vinsælar jólagjafir SKARTHÚSIÐ Laugavegi 12, s. 562 2466 Þökkum frábærar viðtökur á Íslandi CHANGE . Smáralind . Sími 517-7007. li . í i -

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.