Fréttablaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 38
38 4. desember 2003 FIMMTUDAGUR
Pondus eftir Frode Øverli
No, nothing makes sense/ Nothingseems to fit/ I know you’d hit
out/ If you only knew who to hit/ And
I’d join the movement/ If there was one
I could believe in/ Yeah I’d break bread
and wine/ If there was a church I could
receive in/ ‘cause I need it now
Bono fangar stefnuleysi X-kynslóðar tíunda áratug-
arins fullkomlega í textanum Acrobat af bestu plötu
U2, Achtung Baby, frá árinu 1991.
Popptextinn
U2
Fréttiraf fólki
Desember
tilbo› 20%
afsláttur af öllum
barnaskóm frá
fimmtud. - sunnud.
ver› á›ur 3.990.-
helgar ver› 3.192.-
ver› á›ur 3.990.-
helgar ver› 3.192.-
ver› á›ur 4.980.-
helgar ver› 3.980.-
ver› á›ur 4.980.-
helgar ver› 3.980.-
ver› á›ur 4.980.-
helgar ver› 3.980.-
Subterranean varð ein fyrstahiphopsveit landsins til þess að
gefa út breiðskífu árið 1997 þegar
Central Magnetizm sló eftirminni-
lega í gegn. Árið eftir tók tríóið
þátt í Popp í Reykjavík og áttu frá-
bært innslag í myndinni.
Eftir það var ævintýrið allt í
einu úti. Ekki var nóg með það
heldur var eins og jörðin hefði
gleypt alla liðsmennina þrjá og
ekkert spurðist til þeirra í tónlist-
arbransanum aftur.
Það er því mikið ánægjuefni
að kynna aftur til leiks, Kalla
„Charley-D“ Kristján Davíðsson,
með nýja sveit Chosen Ground.
Fyrsta breiðskífan, Far, er komin
í búðir.
„Það var orðið svolítið kaos og
við bara réðum ekki við þetta og
ákváðum að hætta,“ segir Kalli um
Subterranean. „Við vorum líka öll
að fara í mismunandi áttir og
sáum ekki fram á að geta unnið
mikið saman. Annars er svo langt
síðan að ég er eiginlega hættur að
muna ástæðurnar.“
Ragga fór til New York í nám,
Maggi, bróðir Kalla, hélt áfram
að gera tónlist sem komst aldrei
út úr herberginu hans. Sjálfur fór
Kalli að stunda myndlist en er nú
búinn að ákveða að snúa sér aftur
að tónlist, að minnsta kosti með
myndlistinni.
Nýja platan er honum mikill
léttir þar sem hann er búinn að
ganga með hana í maganum í um
þrjú ár. Tónarnir minna kannski
örlítið á Subta, en áhrifin virðast
vera meiri frá sveitum á borð við
Morcheeba, Portishead, Massive
Attack og sveitum Ninja Tune út-
gáfunnar. „Ég er að reyna sýna
fjölbreytileika og ég ákvað að
gefa Guði tíma til þess að gefa
mér innblástur fyrir lögum. Í dag
er þetta ekki alveg hljómsveit
þar sem erfitt er að flytja þetta á
tónleikum. Ég og Sara söngkona
erum eiginlega einu fígúrurnar í
þessu núna,“ segir Kalli að lok-
um.
Á næstunni ætlar Kalli að
reyna að freista gæfunnar hjá út-
varpsstöðvunum og vonast til að
þær taki lag í spilun. Hann virðist
vera kominn til þess að vera í
þetta skiptið og segist þegar vera
byrjaður að huga að næstu plötu.
biggi@frettabladid.is
CHOSEN GROUND
Kalli og Sara eru Chosen Ground. Þó Kalli hafi ekki átt stærstan þáttinn í Subterranean-plötunni á sínum tíma má heyra sterka arfleið
þaðan. „Ég hef þá plötu alltaf nálægt mér og ég hugsa alltaf mjög hlýlega til þess tímabils. Það var mjög sérstakt í mínu og okkar lífi.“
Evangelísk kirkja í bænum Pet-erhead í norðurhluta Skot-
lands ætlar að kaupa krá fái hún
til þess leyfi yfirvalda.
Kirkjan er evangelísk og kall-
ast Sameinuð kirkja Krists. Kráin
heitir aftur á móti WC Fields bar
og hefur verið starfandi í 17 ár.
Stjórnendur kirkjunnar hafa þeg-
ar boðið í krána og vonast til að
kaupin gangi eftir í næsta mánuði
ef bæjaryfirvöld veita blessun
sína.
Meðlimir kirkjunnar drekka
ekki áfengi en sjá engu að síður
ekkert athugavert við að flytja
starfsemi sína yfir á kránna.
„Hún hefur allt sem við þörfn-
umst. Við þurfum á stærra hús-
næði að halda,“ segir Michael
Gaunt, leiðtogi kirkjunnar.
Ef kaupin ganga eftir munu
tveir barir á kránni víkja fyrir
predikunarstólum. Einnig stendur
til að breyta setustofubarnum og
matsalnum í bænasal. Bjór-
geymslunni verður breytt í
kennslustofu og almenna barnum
í kirkjusal. ■
BAR
Almenna barnum verður breytt í kirkjusal.
Krá breytist í kirkju
Tónlist
CHOSEN GROUND
■ Fyrir sex árum síðan sló Karl Kristján
Davíðsson í gegn með Subterranean. Nú
snýr hann aftur með nýja sveit, Chosen
Ground, sem hefur gefið út sína fyrstu
plötu, Far.
Kalli úr Subterranean snýr aftur
Hef
séð það
betra!
Leikkonan Geena Davis ber tví-bura undir belti. Davis er orð-
in 46 ára gömul og á fyrir dóttur-
ina Alizeh með núver-
andi eiginmanni sín-
um, sem er sá
fjórði í röð-
inni, læknirinn
Reeza Jarrahy.
Davis hefur ekki
leikið í kvikmynd
frá því að Stuart
Little 2 var gerð.
Hún hefur þó farið
með aukahlutverk í
sjónvarpsþáttunum
Will & Grace.
Mel Gibson hefur ákveðið aðláta það bíða að sýna yfir-
mönnum Vatikansins nýjustu
mynd sína um síðustu 12 klukku-
stundirnar í lífi Jesú Krists.
Hann hafði lofað að sýna þeim
myndina sem
fyrst en sendi
þeim fyrir helgi
tölvupóst þar sem
hann sagðist enn
vera að klippa
myndina og að
þeir myndu fá að sjá hana um
leið og hún væri tilbúin. Myndin
heitir The Passion of Christ og
verður frumsýnd hér á landi á
næsta ári.
Írski leikarinn Colin Farrell komyfirmönnum sínum óþægilega á
óvart á dögunum þegar hótelreikn-
ingur hans var um
4,8 milljónir króna
eftir tveggja vikna
gistingu. Farrell
hafði verið við tök-
ur á Alexander í
Marokkó og var
víst ekkert að spara
seðlana á minibarn-
um þar sem kvikmyndaverið borg-
ar allt. Leikstjórinn Oliver Stone og
félagar segjast þó ekki hafa of
miklar áhyggjur af þessu þar sem
Farrell sé stjarna og að hann muni
ná að lokka fólk á myndina í bíó
með nærveru sinni einni saman.
Leikkonurnar Cameron Diaz ogJulia Roberts eru nú hnífjafnar
á listanum yfir hæst launaðasta
kvenfólk Hollywood. Þær eru báð-
ar sagðar geta
fengið um 20 millj-
ónir dollara fyrir
hverja mynd sem
þær leika í. Þannig
eru þær fimm
milljónum dollara
yfir launum Nicole
Kidman, Reese
Witherspoon og Drew Barrymore.
Næstar á eftir þeim á listanum eru
Angelina Jolie, Halle Berry og
Sandra Bullock.
Skrýtnafréttin
■ Skosk krá mun að öllum líkindum
breytast í kirkju á næstunni
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
Sko...fyrir öllum öðrum
er þetta tuskudýr, en
fyrir Tobba er þetta
óseðjandi villidýr sem
étur börn! Snilld,
finnst þér ekki?