Fréttablaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 12
12 4. desember 2003 FIMMTUDAGUR
SCHRÖDER OG DREKINN
Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands,
sem nýlega var í opinberri heimsókn í
Kína, kíkir hér upp á kínverskan dreka við
opnun þýskrar ferðamiðstöðvar í Peking.
BLÖNDUÓS
Bæjaryfirvöld mótmæla harðlega boðuð-
um skipulagsbreytignum hjá RARIK og
telja að með þeim verði dregið úr vægi
aldarfjórðungs starfsemi RARIK á Blöndu-
ósi.
Bæjarstjórn Blönduóss:
Mótmælir
breytingum
RARIK Bæjarstjórn Blönduóss
mótmælir harðlega boðuðum
skipulagsbreytingum RARIK og
telur þær bera það með sér að
verulega verði dregið úr vægi 25
ára starfsemi RARIK á Blöndu-
ósi.
Í ljósi veikrar stöðu atvinnu-
mála á Norðurlandi vestra telur
bæjarstjórn það óásættanlegt að
samfélagið beri skarðan hlut frá
borði í þessum skipulagsbreyting-
um. Bæjarstjórn beinir þeim ein-
dregnu tilmælum til iðnaðar- og
viðskiptaráðherra að skipulagið
verði endurskoðað með tilliti til
þess að á Blönduósi verði stjórn-
stöð á sviði dreifiveitna, sam-
bærileg við það sem er í Stykkis-
hólmi, á Akureyri, Egilsstöðum og
Hvolsvelli. ■
41. ÞING FARMANNA- OG FISKI-
MANNASAMBANDSINS
Segja samgönguráðuneytið sjaldan eða
aldrei taka tillit til umsagna sjómanna um
lagafrumvörp.
Farmenn og fiskimenn:
Vinnubrögð
fordæmd
SJÓMENN Farmanna- og fiski-
mannasambands Íslands, for-
dæmir þau vinnubrögð sem
tíðkast hafa undanfarin misseri
hjá samgönguráðuneytinu í mál-
efnum sjómanna.
Farmannasambandið segir
hvert málið á fætur öðru koma
upp þar sem réttur sjómanna sé
fótum troðinn. Þótt samtök sjó-
manna fái umsagnarrétt um hin
ýmsu málefni sem til umfjöllunar
eru, og leggi í það vinnu og fyrir-
höfn að rökstyðja sín sjónarmið,
heyrir til hreinna undantekninga
ef tillit er tekið til þess, segir í
ályktun sambandsins.
Að óbreyttu sér Farmanna- og
fiksimannasambandið engan til-
gang í því að gefa umsagnir um
frumvörp ráðuneytisins. ■
Öryggisdeild fyrir geðsjúka:
Horft til Arnarholts
HEILBRIGÐISMÁL „Menn horfa eink-
um til Arnarholts,“ sagði Jón
Kristjánsson heilbrigðisráðherra,
spurður hvort búið væri að
ákveða hvar öryggisdeild fyrir
mikið geðsjúkt fólk yrði til húsa.
Ýmsir staðir hafa verið nefndir
varðandi staðsetningu deildarinn-
ar, svo sem Sogn, Kleppspítali og
Arnarholt.
Heilbrigðisráðuneytið sendi í
síðasta mánuði erindi til stjórn-
enda Landspítala - háskólasjúkra-
húss, þar sem þeim var falið að
kanna hvað þyrfti til að koma
slíkri deild á fót. Þeir áætla að
senda svar um miðjan desember.
Magnús Pétursson, forstjóri LSH,
sagði að athugun spítalans beind-
ist að því hvað þyrfti til að geta
rekið deild sem þessa og þá í
tengslum við geðsvið spítalans.
Lagt yrði mat á aðstöðu, mannafla
og þekkingu sem þyrfti til rekstr-
ar slíkrar deildar.
Heilbrigðisráðherra sagði að
erindið gerði ráð fyrir að stjórn-
endur LSH gerðu tillögu um stað-
setningu deildarinnar. Staðsetn-
ingin yrði ekki endanlega ákveðin
fyrr en svar hefði borist frá
þeim. ■
Sumarhúsunum
fjölgar þá um eitt
Trúnaðarmaður starfsfólks Póla á Siglufirði segir að óvissan um fram-
hald rekstursins sé verst. Hún ætlar að flytja ef rækjuvinnslan leggst af.
SJÁVARÚTVEGUR „Óvissan er verst.
Við vitum ekkert umfram það
sem fram kemur í uppsagnarbréf-
inu,“ segir Margrét Valsdóttir,
trúnaðarmaður starfsmanna
rækjuverksmiðjunnar Póla á
Siglufirði, sem var send heim á
miðvikudag í síðustu viku ásamt
20 öðrum starfs-
mönnum. Fólkið
var í fyrstu sent
heim vegna hrá-
efnisskorts en á
föstudag fengu
allir uppsagnarbréf. Örlög Póla
ráðast af því að eigendur verk-
smiðjunnar hafa gengið til sam-
starfs við Húsvíkinga um að koma
þar á fót stærstu rækjuverk-
smiðju landsins. Þar með fara
skip og kvóti frá Siglufirði.
Margrét er snyrtifræðingur að
mennt en flutti til Siglufjarðar frá
Reykjavík fyrir 30 árum. Í næst-
um 20 ár hefur hún starfað við
rækjuvinnslu í sama húsinu en
hjá mismunandi fyrirtækjum sem
hafa komið og farið í tímans rás.
„Ég hef starfað hér í rækjunni
og kann því ágætlega. Þetta er
snyrtileg vinna sem ég hef kunn-
að ágætlega við og mun sakna ef
verksmiðjan leggst af,“ segir hún.
Margrét, sem er á sextugs-
aldri, segist bera sterkar taugar
til Siglufjarðar, sem hafi fóstrað
hana í þrjá áratugi. En fram hjá
því verði ekki litið að gríðarleg
fólksfækkun hafi orðið á staðnum,
þar sem allt stóð í blóma þegar
hún flutti að sunnan.
„Þeim fjölgar sífellt sumarhús-
unum í götunni minni. Ef rækju-
vinnsla Póla leggst af þá bætist
mitt hús væntanlega við þar. Hér
er útilokað að selja hús á boðlegu
verði,“ segir hún.
Margrét segir ekki fyrirsjáan-
legt að hún hafi að neinu að
hverfa ef vinnustaður hennar
verður aflagður. Hún segir að
önnur fyrirtæki á staðnum geti
ekki bætt við sig því starfsfólki
sem nú er hjá Pólum.
„Ég hafði ekki hugsað mér að
flytja héðan strax þótt það togi
auðvitað í mig að börnin eru flutt
til Reykjavíkur og Akureyrar. Ef
ekkert gerist varðandi áframhald-
andi rekstur þá flyt ég af staðn-
um. Ég á ekkert val,“ segir Mar-
grét.
rt@frettabladid.is
„ Ég á
ekkert val.
HEILBRIGÐISRÁÐHERRA
Endanleg ákvörðun um staðsetningu
eftir svar LSH.
MARGRÉT VALSDÓTTIR
Hefur búið á Siglufirði í 30 ár en nú er allt eins hugsanlegt að hún þurfi að pakka saman
og flytja.
M
YN
D
/S
TE
IN
G
RÍ
M
U
R
■ Afríka
MUGABE GAGNRÝNIR Robert
Mugabe, forseti Simbabve hefur
gagnrýnt Breta, Ástrala og Ný-
Sjálendinga fyrir að standa að
„óguðlegri engilsaxneskri aðför“
gegn sér. Stjórnvöld landanna-
hafa hvatt aðildarþjóðir Breska
samveldisins til refsiaðgerða
gegn Mugabe. Simbabve var vik-
ið úr Breska samveldinu í fyrra.
DÆMDIR FYRIR FJÖLDAMORÐ
Átján manns í Rúanda hafa verið
dæmdir til allt að 25 ára fangelsis-
vistar vegna þátttöku í þjóðar-
morðunum í landinu árið 1994
þegar um 800.000 manns af tútsí-
og hútú-ættbálkunum voru myrtir.
Hinir dæmdu játuðu fyrir dómi að
hafa tekið þátt í að myrða um
20.000 manns sem leituðu skjóls í
kirkju.
ÁREKSTUR Á HELLU Tveggja bíla
árekstur varð á gatnamótum
Dynskála og Langasands á Hellu
á þriðjudag. Engin meiðsl urðu á
fólki og ökutæki skemmdust lítið.
LENTI UTAN VEGAR Bíll lenti utan
vegar við Suðurlandsveg rétt
vestan við Landvegamót á þriðju-
dag. Enginn slasaðist og eignar-
tjón var lítið.
■ Lögreglufréttir
■ Lögreglufréttir