Fréttablaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 13
SUNNUDAGUR 21. mars 2004 SÞ, AP Kofi Annan, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, vill láta rannsaka hvað sé til í staðhæfingum um að stjórn Saddams Hussein hafi skotið undan andvirði um 700 millj- arða króna af olíusölu síðustu árin fyrir innrás í Írak. Það er mun hærri upphæð en áður hefur verið talið að Íraksstjórn hafi komið undan. Tekjur af olíusölunni áttu að fara í að kaupa matvæli og lyf en rann- sókn á vegum Bandaríkjaþings gef- ur til kynna að féð hafi verið notað til annarra hluta, meðal annars runnið til 270 stjórnmálamanna, starfsmanna Sameinuðu þjóðanna, blaðamanna og annarra í 46 löndum. Annan hefur ekki heimild til að fyrirskipa rannsókn en hefur óskað eftir samþykki Sameinuðu þjóð- anna. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýsti miklum áhyggjum af málinu og sagði þetta sýna enn frekar fram á hvernig stjórn Saddams Hussein hafi starf- að. „Féð var ekki notað í mat, heil- brigðisþjónustu eða hreint vatn. Það var notað í hallir og ólifnað ráða- manna. ■ Garðatorgi, Garðabæ - sími 565 6550 Úrval af Henson göllum og skóm á börn og fullorðna. Frábært verð. HAMINGJUSÖM Í HENSON HERMENN Í ÍRAK Eftir Persaflóastríðið 1991 máttu Írakar að- eins kaupa lyf og mat fyrir það fé sem fékkst fyrir olíusölu en brutu gegn því. Hugði á árás í skóla: Með sprengjur í töskunni BANDARÍKIN, AP Sautján ára bandarískur drengur var hand- tekinn eftir að hann mætti með riffil og tuttugu heimatilbúnar sprengjur í skóla sinn í smábæn- um Malcolm í Nebraska í Banda- ríkjunum. Yfirvöld telja að þeim hafi tekist að koma í veg fyrir verstu árás í skóla frá fjöldamorðunum í Columbine árið 1999. Starfs- maður skólans sá til piltsins drekkandi áfengi á bílastæði skólans og kallaði á lögregluna. Auk riffilsins, skotfæra og sprengjanna fundu lögreglu- menn bréf á drengnum þar sem hann sagðist vilja skaða sem flesta í skólanum að þremur vinum sínum undanskildum. ■ Stjórn Saddams Hussein sögð hafa svikið 700 milljarða úr olíusölu: Annan vill rannsókn DÓMSMÁL Maður var í gær dæmdur í fimm mánaða fang- elsi í héraðsdómi Austurlands fyrir tryggingasvik. Maðurinn tilkynnti lögreglu þann 28. ágúst 2002 að bíll hans hefði farið út af í Vattar- nesskriðum en honum hefði sjálfum tekist að fleygja sér út úr bílnum á ferð í fallinu og skríða aftur upp á veginn. Í dómi héraðsdóms kemur fram að þegar hafi grunsemdir vaknað um að ekki væri allt sem sýndist og var höfðað mál gegn manninum. Í dóminum er stuðst við niðurstöðu eðlisfræð- ings og verkfræðings sem telja að bíllinn hafi farið út af vegin- um á miklu minni hraða en ákærði hélt fram. Maðurinn hafði haldið því fram að hafa farið út af á 50–60 kílómetra hraða á klukkustund. Dómurinn telur að ef það væri satt hefði lega bílsins orð- ið önnur og maðurinn að líkind- um stórslasast og því slegið föstu að hraði bílsins hafi verið undir 20 kílómetrum á klukku- stund og sennilega hafi hraðinn verið mun minni sem bendir til þess að útafaksturinn hafi verið með ráðnum hug en ekki sökum þess að ökumaður hafi misst stjórn á bílnum. Í dóminum kemur fram að dæmdi hafði átt erfitt með að standa skil á afborgunum á bíla- láni vegna bílsins en þær námu um sjötíu þúsund krónum á mánuði. ■ Tryggingasvik: Gat ekki borgað bíla- lán og sviðsetti slys
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.