Fréttablaðið - 21.03.2004, Side 25

Fréttablaðið - 21.03.2004, Side 25
staklega í ljósi þess að sjálfstæð- ismenn eru ósáttir við stólaskipt- in. „Ég gef honum haustmánuði,“ segir Guðmundur. „Vorið 2005 dregur til tíðinda.“ Vegir Davíðs órannsakanlegir „Ég vísa á bug hrakspám vinar míns Guðmundar Árna,“ segir Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknarflokksins, spurður um ummæli Guðmundar. „Það rík- ir mikið traust á milli flokksfor- mannanna. Og hvaða möguleikar aðrir voru fyrir Sjálfstæðisflokk- inn? Auðvitað hefðu þeir viljað hafa sinn mann áfram í forsætis- ráðherrastólnum, en þeir þurfa líka að hafa annan flokk með sér í samstarfinu.“ Hjálmar segir hugsanlegt að það kunni að spila inn í niðurstöð- una úr könnuninni um áframhald- andi stjórnarsetu Davíðs að fólk sé búið að gefa sér að hann ætli að hætta. „En ég held að staða hans sé samt sterk,“ segir Hjálmar. „Hann er áfram formaður flokks- ins.“ Hjálmar segist ekki hafa hug- mynd um það sjálfur hvað Davíð hyggist gera þann 15. september. „Ég held að enginn viti það nema hann,“ segir Hjálmar. „Þessir veg- ir eru órannsakanlegir.“ Foringja- og kóngapólitík „Þetta segir mér að þjóðin sé búin að fá nóg af Davíð Odds- syni,“ segir Magnús Þór Haf- steinsson, þingmaður Frjálslynda- flokksins. „Maðurinn er umdeild- ur og fólk er orðið þreytt á hon- um. Það er kominn tími til að hleypa yngri mönnum að. Þetta er orðið voðalega þreytt og slitið.“ Ögmundur Jónasson, þingmað- ur Vinstri-grænna, tekur undir með Guðmundi Árna að það sé at- hyglisvert að fylgi við áframhald- andi stjórnarsetu Davíðs sé undir mældu fylgi flokksins. Ögmundur segir þó erfitt að leggja mat á þessa niðurstöðu. „Ég held að menn séu að taka afstöðu á alls konar forsendum. Jafnvel þeir sem vilja veg hans mikinn og hugsa hlýlega til hans kunna að vilja að hann hverfi úr pólitík. Ég held að erfitt sé að setja þetta inn í rammann um vinsældir og óvin- sældir.“ Að öðru leyti segir Ögmundur að honum sé nokk sama um hvað Davíð ákveði að gera „Ég skal játa að ef ég svara frá innstu hjarta- rótum, þá finnst mér það ekki skipta sköpum um framvindu Ís- landssögunnar hvað Davíð ákveð- ur að gera. Og ég segi þetta ekki til þess að gera lítið úr honum sem einstaklingi.“ Ögmundi finnst of mikið talað um persónur og persónupólitík, þó svo einhverjir telji sig hafa hag af „foringja- og kóngapólitík“. „Ég held að það sé of mikið tal- að um persónur og persónupólitík og ég held að við þurfum að færa okkur aftur yfir í málefnalegri umræðu,“ segir Ögmundur. Komin þreyta í mannskapinn? Ólafur Harðarson segir niður- stöður könnunarinnar óneit- anlega benda til þess að staða Davíðs sé ekki eins sterk og hún hefur oft verið. „Það finnst mér at- hyglisvert í þessu,“ segir hann. Ólafur segir eina hugsanlega skýringu á v e i k a r i stöðu vera þá að Davíð sé búinn að sitja lengi á stóli forsætisráðherra. „Hann er náttúrulega búinn að vera forsæt- isráðherra í 13 ár og það er af- skaplega algengt með stjórnmála- menn, og líka mjög öfluga og mikla stjórnmálamenn, að eftir langan tíma myndast oft einhvers konar leiði á þeim,“ segir Ólafur. „Og það getur gerst með Davíð eins og aðra leiðtoga, líkt og til dæmis Margaret Thatcher og Helmut Kohl.“ Einnig kann það að hafa áhrif að mati Ólafs að Davíð sé þegar búinn að lýsa því yfir að hann ætli að hætta. Slíkt getur leitt til þess að menn missi áhrif sín. Þó telur Ólaf- ur að það sé ekki endilega raunin nú með Davíð. „Hann er áfram langöflugusti stjórnmálamaðurinn í landinu og óskoraður formaður Sjálfstæðisflokksins,“ segir Ólafur. „Það er engin spurning.“ gs@frettabladid.is 25SUNNUDAGUR 21. mars 2004 DAVÍÐ ODDSSON „Hann er náttúrulega búinn að vera forsætisráðherra í 13 ár,“ segir Ólafur Þ. Harðarsson prófessor. „Og það er afskaplega algengt með stjórnmálamenn og líka mjög öfluga og mikla stjórnmálamenn, að eftir langan tíma myndast oft einhvers konar leiði á þeim,“

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.