Fréttablaðið - 21.03.2004, Síða 31
bilinu 1994-2003 fengu íslensk
kvikmyndafyrirtæki um 280
milljónir úr þeim sjóði. Það voru
sjónvarpsseríur, heimildarmynd-
ir og íslenskar kvikmyndir. Það
munar um minna.“
Dýr framleiðsla
Íslenska útvarpsfélagið, sem
er dótturfyrirtæki Norðurljósa og
rekur meðal annars Stöð 2, Sýn og
Popptíví, ver um 500-550 milljón-
um í erlenda dagskrárgerð en 200-
250 milljónum í innlenda dag-
skrárgerð. Það er fyrir utan frétt-
ir og íslenska íþróttaþætti en inní
þeirri upphæð eru fréttatengdir
þættir.
Á sjónvarpsstöðvum Norður-
ljósa eru sýndir þættir á borð við
Sjálfstætt fólk, Viltu vinna millj-
ón?, Ísland í dag, Ísland í bítið,
Silfur Egils, Með afa, Lífsaugað
með Þórhalli miðli, Eldað með Jóa
Fel, 70 mínútur, Svínasúpan og
Idol. Síðast taldi þátturinn er
dýrasta innlenda efnið, þótt hug-
myndin sé frá Bandaríkjunum,
sem framleitt er hjá Norðurljós-
um. Kostnaður við gerð síðustu
Idol-keppni liggur ekki fyrir en
hann hleypur á tugum milljóna.
Einnig kostar Viltu vinna milljón?
sitt. Þess utan er talsverður kostn-
aður við þýðingu á þáttum og bíó-
myndum sem og talsetningu
barnaefnis.
Karl Garðarsson, fram-
kvæmdastjóri rekstrar- og stjórn-
unarsviðs Íslenska útvarpsfélags-
ins, segir að reglulega komi upp
sú umræða að leggja út í gerð á ís-
lensku leiknum sjónvarpsþáttum,
öðrum en gamanþáttum. „Það er
hins vegar varla hægt að fara í
mikið dýrari framleiðslu,“ segir
Karl en kostnaðurinn við gerð
slíkra þátta felst meðal annars í
handritshöfundum og leikurum.
Íslenska útvarpsfélagið hefur
keypt tilbúna íslenska þætti svo
sem Svínasúpuna. Þótt flestir
leikaranna og handritshöfunda
starfi hjá ÍÚ eru þættirnir keypt-
ir tilbúnir utan úr bæ. „Við reyn-
um að fara hagkvæmustu leið-
ina,“ segir Karl.
Íslenskt efni á undanhaldi
Forsvarsmenn Skjás eins voru
í árdaga óhræddir við að reyna
nýja íslenska sjónvarpsþætti –
þætti sem gengu misvel og var
kippt af dagskrá ef þeir stóðu ekki
undir væntingum. Meðal þátta
sem reyndir voru má nefna Axel
og félaga, Nonna sprengju,
Teiknileikni, Taxa, Fyrirgefðu og
svo mætti lengi telja.
Íslenskir þættir á stöðinni eru
á undanhaldi en þar eru nú sýndir
þættir á borð við Fólk með Sirrý,
Maður á mann, Innlit - Útlit, Brúð-
kaupsþátturinn Já, Popppunktur
og Landsins snjallasti.
Á síðasta ári varði Skjár einn
tæpum 115 milljónum í innlenda
dagskrárgerð og á næsta ári er
áætlað að sú upphæð hækki upp í
121 milljón. Skjár einn vildi ekki
veita upplýsingar um hve miklu
fé stöðin veitir í erlent dagskrár-
efni vegna samninga við birgja.
Lítið fé til þáttagerðar
Ljóst er að framansögðu að
sjónvarpsstöðvar hér á landi sýna
talsvert af innlendu efni; spjall-
þáttum, spurningaleikjum, frétt-
um, íþróttum og svo framvegis.
Af og til skjóta jafnvel upp kollin-
um íslenskar bíó- eða heimildar-
myndir.
Björn Brynjúlfur Björnsson hjá
kvikmyndafélaginu Spark segir að
vissulega mætti framleiða meira
af íslensku leiknu sjónvarpsefni.
Vandinn sé hins vegar sá að ekki
hafi verið til neinn sjóður sem
hægt er að sækja fjármagn í.
„Það var að vísu stofnaður slík-
ur sjóður fyrir tveimur árum en
það hafa mjög litlir peningar verið
settir í hann fram til þessa,“ segir
Björn og vísar þar til sjóðs sem
heyrir undir Kvikmyndamiðstöð
Íslands. Fimmtán milljónir hafa
verið settar í sjóðinn hvort starfs-
ár, sem engan vegir dugir fyrir
framleiðslu á leiknu sjónvarps-
efni. Peningarnir hafa hins vegar
verið notaðir í skriftir og handrits-
gerð.
Björn segir að íslenskt leikið
sjónvarpsefni hafi nánast verið
skammaryrði á Íslandi og hafi í
hugum margra verið stimpill á lé-
legt efni.
„Það litla sem hefur verið
framleitt af leiknu sjónvarpsefni,
því sem Englendingar kalla
„drama“, hefur Sjónvarpið gert.
Sjónvarpsstöðvarnar hafa hins
vegar gert talsvert af leiknu gam-
anefni,“ segir Björn og á þá við
þætti eins og Spaugstofuna,
Svínasúpuna og Fóstbræður.
„Víða um heim er leikið sjón-
varpsefni uppistaðan í dagskrá
sjónvarpsstöðvanna. Það á líka
við um Ísland en þættirnir koma
annars staðar frá. Við framleiðum
allt annað efni; fréttir, heimildar-
myndir, stuttmyndir, bíómyndir
og þætti, en dramatískt efni í
sjónvarpi hefur verið fremur lítið
og unnið af vanefnum í gegnum
tíðina.“
Sjónvarpsþættir stór út-
flutningsvara
Björn segir að sjónvarpsstöðv-
arnar einar og sér hafi ekki bol-
magn til að framleiða íslenskt
leikið sjónvarpsefni en gætu það
ef þær hefðu sjóð til samstarfs. Á
Norðurlöndunum eru starfræktir
nokkrir sjóðir sem hægt er að
sækja um í sem og hjá Evrópu-
sambandinu. Björn segir erfitt að
sækja um slíka sjóði á meðan eng-
inn er hér heima sem geti hjálpað
til við að ýta verkum úr vör.
„Það er eins og í kvikmyndun-
um. Íslenskar bíómyndir eru að
mestu leyti fjármagnaðar af er-
lendum aðilum,“ segir Björn.
„Leikið sjónvarpsefni er hlutur
sem ýmsar þjóðir hafa gert að
stórri útflutningsvöru hjá sér eins
og til dæmis Danir. Það má sjá
leikna sjónvarpsþætti frá þeim í
sjónvarpsdagskrám hér og er-
lendis. Leikið sjónvarpsefni er
aðaluppistaðan á sjónvarpsrásum
um allan heim og markaðurinn
fyrir það er óseðjandi. Það er eng-
inn vafi á því að ef við getum búið
til góða hluti getum við selt þá út.“
Fjölþætt áhrif
Björn vonast eftir bjartari tím-
um í íslenskri þáttagerð. „Þetta er
fyrst og fremst í höndum mennta-
málaráðherra og ríkisvaldsins. Það
hefur verið bent á það að fyrir
hverja krónu sem er sett í iðnaðinn
leggja kvikmyndagerðarmenn
þrjár til fjórar krónur annars stað-
ar frá í verkið. Það sem ríkið setur
í þetta fær það beint til baka með
sköttum. Fyrir utan hin fjölþættu
áhrif sem þetta hefði á mörgum
öðrum menningarsviðum. Ég tel
að því fé yrði afar vel varið og
miklu eðlilegra að líta á það sem
fjárfestingu sem skili mjög góðum
arði því peningarnir koma aftur í
ríkissjóð og miklu meira til.“
kristjan@frettabladid.is
31SUNNUDAGUR 21. mars 2004
Leikið sjónvarpsefni
er hlutur sem ýmsar þjóðir
hafa gert að stórri útflutn-
ingsvöru hjá sér eins og til
dæmis Danir.
,,
SPJALLÞÆTTIR
Spjallþættir, eins og Silfur Egils, Fólk með
Sirrý og Laugardagskvöld með Gísla Mart-
eini, er það innlenda sjónvarpsefni sem á
sér hvað lengsta sögu í íslensku sjónvarpi
og nýtur hvað mestra vinsælda.
GRÍNÞÆTTIR
Grínþættir, eins og Spaugstofan og Svína-
súpan, virðast vera það leikna sjónvarps-
efni sem best gengur ofan í landann.
SPURNINGAÞÆTTIR
Spurningaþættir, eins og Popppunktur og
Gettu betur, virðast njóta jafnra og öruggra
vinsælda.