Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.03.2004, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 21.03.2004, Qupperneq 48
48 21. mars 2004 SUNNUDAGUR FINGURKOSS Tenniskappinn Andre Agassi sendir áhorf- endum fingurkoss eftir sigur á Rússanum Mikhail Youzhny í fjórðu umferð Pacific Life mótsins í Kaliforníu. Agassi vann í tveimur settum, 7-5 og 6-2. Tennis hvað?hvar?hvenær? 18 19 20 21 21 22 23 MARS Sunnudagur Remaxdeild kvenna: Eyjastúlkur deildar- meistarar HANDBOLTI Fjórir leikir voru háðir í Remaxdeild kvenna í handbolta í gær. Eyjastúlkur tryggðu sér deildarmeistaratitilinn eftir sigur á Fram með tíu marka mun, 29-19, í Framhúsinu. Stjarnan, sem er í öðru sæti deildarinnar vann öruggan 13 marka útisigur á Víkingi, 36-23. Grótta KR vann FH 32-27 á Sel- tjarnarnesi og Valur burstaði KA/Þór, sem er í næstneðsta sæti deildarinnar, með 33 mörkum gegn 15. ■ Meistaradeild Evrópu: Ciudad Real úr leik HANDBOLTI Celje Lasko frá Slóven- íu er komið í úrslit meistaradeild- ar Evrópu eftir sigur á Ólafi Stef- ánssyni og félögum í Ciudad Real 34-32 í gær. Þetta var síðari leikur liðanna en Lasko vann einnig fyrri leikinn 36-35. Ólafur Stefánsson náði ekki að sýna sínar bestu hliðar í leiknum og skoraði aðeins eitt mark. Sló- venska liðið mætir annaðhvort Magdeburg, liði Alfreðs Gíslason- ar og Sigfúsar Sigurðsonar, eða Flensborg í úrslitum. Flensborg vann fyrri leik liðanna með tíu marka mun en þau mætast á ný í Magdeburg í dag. ■ Tvö lið, einn leikur: Ómetanlegt Skráðu þig á www.kreditkort.is og notaðu MasterCard kortið þitt á tímabilinu 15. febrúar til 30. apríl. Þeir sem hafa ekki aðgang að vefnum geta hringt í MasterCard þjónustuver, sími 550 1500. Í hvert skipti sem þú notar kortið ferðu í pott, svo þú eykur vinningslíkurnar með því einu að nota kortið. Your Game,Their opinion MasterCard - At the heart of the debate Your Game, Their opinion lúxusferð fyrir tvo á úrslitaleik UEFA Champions League?* og tækifæri til að tala við stórstjörnur í boltanum um fótbolta! FÆRÐ ÞÚ *26. maí 2004 Gelsenkirchen, ÞýskalandiSigurvegarar UEFA Champions League 2003: AC Milan Önnur verðlaun Philips 350 GSM sími með MMS og myndavél Þriðju verðlaun Einstakur DVD diskur um fótbolta 'Þinn leikur, þeirra skoðun' HM í víðavangshlaupi: Sveinn í 79. sæti FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Sveinn Margeirs- son, UMSS, varð í 79. sæti af 140 keppendum í 4 km vegalengd á HM í víðavangshlaupi í Brüssel í gær. Sveinn hljóp á tímanum 12:40 mínútum og er þetta besti árangur Íslendinga í karlaflokki í hlaupinu frá upphafi. Björn Margeirsson, FH, varð í 118. sæti á 13:20 mínútu og Sigur- björn Árni Arngrímsson, UMSS, varð í 137. sæti. Kenensia Bekela frá Eþíópíu vann hlaupið á 11:31 mínútu. Sveinn var mjög ánægður með hlaupið og sagði að þetta væri góð byrjun á tímabilinu. ■ ■ ■ LEIKIR  13.00 Eyjamenn mæta Keflvíking- um í deildarbikarkeppni karla í fótbolta í Reykjaneshöll.  15.00 FH og Breiðablik eigast við í deildarbikarkeppni kvenna í fótbolta í Fífunni.  16.00 HK tekur á móti KA í Digra- nesi í Remax-úrvalsdeild karla í hand- bolta.  18.00 Stjarnan og Valur eigast við í deildarbikarkeppni karla í fótbolta í Eglshöll.  19.15 Grótta KR og Stjarnan eig- ast við í Seltjarnarnesi í Remax-úrvals- deild karla í handbolta.  19.15 Valur tekur á móti ÍR í Remax-úrvalsdeild karla í handbolta í Valsheimilinu.  19.15 Njarðvík tekur á móti Snæ- fellií Ljónagryfjunni í undanúrslitum Intersportdeildar karla í körfubolta.  20.00 Fylkir mætir Njarðvík í deildarbikarkeppni karla í fótbolta í Egilshöll.  20.00 Haukar og Fram eigast við á Ásvöllum í Remax-úrvalsdeild karla í handbolta. ■ ■ SJÓNVARP  12.15 Formúla 1 í Sjónvarpinu. Upptaka frá kappakstrinum í Malasíu sem fram fór í morgun.  12.30 Boltinn með Guðna Bergs á Sýn.  13.55 Meistaradeildin í handbolta á Sýn. Bein útsending frá síðari leik Mag- deburg og Flensburg í undanúrslitum.  14.45 Skák í Sjónvarpinu. Bein út- sending frá úrslitum skákmótsins Reykjavík Rapid 2004.  15.50 Enski boltinn á Sýn. Bein út- sending frá leik Portsmouth og Sout- hampton.  18.00 Meistaradeildin í handbolta á Sýn. Sýnt beint frá leik í undanúrslitum.  19.30 ÝNBA á Sýn. Bein útsending frá leik New Jersey Nets og Dallas Mavericks. ÓLAFUR STEFÁNSSON Ólafur Stefánsson og félagar í spænska lið- inu Ciudad Real náðu ekki að komast í úrslit í meistaradeild Evrópu í handbolta. ÞÓRSTEINA SIGURGEIRSDÓTTIR Þórsteina Sigurgeirsdóttir, ÍBV, í baráttu við leikmann Fram í gær. M YN D /V IL H EL MAP /M YN D

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.