Fréttablaðið - 21.03.2004, Síða 53

Fréttablaðið - 21.03.2004, Síða 53
Fráfarandi ríkisstjórn Spánarhefur hótað þekktasta leik- stjóra landsins, Pedro Almó- dóvar, lögsókn vegna ummæla hans um stjórnina fyrir kosningarn- ar sem fram fóru á dögunum. Almó- dóvar sagði að rík- isstjórnin hefði gert tilraun til þess að fresta kosningunum með því að skipu- leggja mótmæli fyrir utan höfuð- stöðvar flokksins í Madrid. Eftir kosningarnar sagði Almódóvar að hann væri ánægður að ríkis- stjórnin hefði fallið og að hann hlakkaði til þess að búa loksins aftur í landi þar sem lýðræði væri komið á að nýju. Leikkonan Angelina Jolie ætlar aðlæra að fljúga þotu. Hún er byrj- uð að læra og stefnir á að vera komin með réttind- in eftir fimm ár. Þá segist hún ætla að hætta kvikmynda- leik og einbeita sér að því að vinna fyr- ir Sameinuðu þjóð- irnar sem flug- kappi. Þá ætlar hún að fljúga fólki á milli flóttabúða og koma mat til þeirra sem þurfa lífsnauðsynlega á honum að halda. Þetta ætlar hún að gera í sex mánuði og eyða svo því sem eftir er ævinnar með börnum sínum. Dagbók Lisu Snowdon, fyrrumkærustu George Clooney, var nýlega stolið af heimili hennar í London. Þetta kemur sér einstak- lega illa fyrir leikarann þar sem stúlkan hafði skrifað mjög ítar- legar lýsingar á einkalífi þeirra og sparaði víst ekk- ert orðin þegar kom að kynlífi þeirra. Það er því ekki ólíklegt að lýsingarnar rati einhvern veginn til almennings. SUNNUDAGUR 21. mars 2004 Fréttir af fólki TRAUST VIÐ TRÚUM HVORT Á ANNAÐ s. 564 2910 • www.sos.is klst.í hleðslu 1 Tekur brúðurin aftur við Ethan? Slúðurpressan í Hollywoodveltir því nú fyrir sér hvort Uma Thurman og Ethan Hawke séu að taka saman aftur en leikarahjónin skildu að borði og sæng í október eftir að það komst í fréttir að Hawke hefði haldið fram hjá Umu á meðan hann vann við tökur kvikmynd- arinnar Taking Lives. Ferill þeirra hjóna hefur ekki beinlínis verið glæsilegur undanfarið en Uma er þó á fljúgandi siglingu eftir frá- bæra frammistöðu í hlutverki blóðugu brúðurinnar í Kill Bill eftir Quentin Tarantino. Hún sótti um lögskilnað fyrir sköm- mu, en dró hann til baka á dög- unum. Vinir hjónanna segja þau talast daglega saman, aðal- lega vegna barna sinna, og segja að sambandið á milli þeirra hafi batnað gífurlega á síðustu vikum. ■ UMA OG ETHAN Kynntust við tökur á Gattaca á sínum tíma en skildu að borði og sæng eftir að Hawke hélt fram hjá frúnni á meðan hann lék í myndinni Taking Lives. Samband þeirra virðist fara batnandi og hjónbandið gæti enn bjargast.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.